Morgunblaðið - 24.06.2001, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er augljóst að alþjóðastofn-
anirnar verða hér ekki að eilífu.
Allir óttast tilhugsunina um að
þær fari en vilja ekki hugsa um
það. Ég tala um það af því að
annars springur bara eitthvað
innra með mér,“ segir Brikenda
Rexhepi. Hún er 26 ára og ein
af aðalfyrirvinnum fjölskyldu
sinnar, á ólokið tveimur prófum
í enskudeild háskólans í Pristina
en starfar nú sem túlkur og
skrifstofustúlka hjá Sameinuðu
þjóðunum. Hún er því með hæst
launaða fólki héraðsins en það
veitir takmarkaða gleði.
Mér finnst ég verða að fara að
læra, svo ég hafi prófgráðu. Ég
veit að ef ég hætti hjá stofn-
uninni lækka ég í launum en
mér er sama, ég vil geta gert
eitthvað gott. Við sem vinnum
hjá alþjóðastofnunum erum köll-
uð sníkjudýr, ég geri það meira
að segja sjálf. Okkur eru borguð
há laun fyrir vinnu sem krefst
engrar menntunar eða þekk-
ingar,“ segir Brikenda sem hef-
Erum
kölluð
sníkjudýr
Thomas Dworzak / Magnum Photos
Brikender Rexhuo túlkur. Í næsta nágrenni er bygging OSCE.
ur hætt í þrígang en sneri alltaf
aftur. Nú segir hún mælinn full-
an, hún ætli að hætta og halda
áfram í námi.
Brikenda átti kærasta í nokk-
ur ár en er ein á báti núna.
Hana langar til að giftast og
eignast mörg börn, taka ábyrgð
eins og hún kallar það en segist
ekki undir þrýstingi að festa ráð
sitt. Hún hefur ekki áhuga á
stjórnmálum en getur engu að
síður talað sig heita um skortinn
á möguleikum fyrir ungt fólk.
Það sé undir alþjóðasamfélaginu
komið, ekki Albönum, að auka
þá.
Sjálf á hún framtíðina fyrir
sér, hefur meira að segja verið
boðin skólavist í Bandaríkjunum
en ákvað að fara ekki fjölskyld-
unnar vegna. Þá sé tilhugsunin
um að yfirgefa heimaborgina
erfið, þrátt fyrir að hún sé
óhrein, grá og yfirfull af fólki.
Ef ég fer einhvern tíma utan
veit ég að ég mun snúa aftur.
En Pristina hefur breyst,
glæpir og eiturlyf koma æ frek-
ar upp á yfirborðið. „Áður fyrr
vissi ég hverja ég átti að óttast;
Serbana. Núna veit ég ekki
lengur hverja ég á að vera
hrædd við. Eftir að bróðir minn
var skotinn á götu úti fyrir
rúmu ári breyttist allt. Morðing-
inn hefur ekki fundist, við vitum
ekki af hverju þetta gerðist.“
„Fyrir nokkrum árum var kynlíf
enn nokkuð sem ekki var rætt. Það
gátu liðið mánuðir frá því að fólk
kynntist þar til það kysstist í fyrsta
sinn og gengju pör lengra var farið
með það eins og hernaðarleyndar-
mál. Nú veit fólk hvað það vill og
það vill fá það núna,“ segir Venhari.
Um þetta vitna yfirfull bílastæði í
myrkum úthverfum. Það er hins
vegar hægara sagt en gert að fá
upplýsingar um hversu algengar
fóstureyðingar eru eða hversu góð-
an aðgang ungar konur hafa að
getnaðarvarnarpillunni.
Ekki er lengur gengið út frá því
sem vísu að kærustupör giftist en
það er vissulega nokkurt áhyggju-
efni ef ungar stúlkur eru komnar
undir þrítugar og ekki gengnar út.
Þeim ungu konum fjölgar hins veg-
ar sem ekki vilja gifta sig vegna
hinnar hefðbundnu verkaskiptingar
inni á heimilum sem er langt á eftir
því sem þekkist á Vesturlöndum.
Stúlkur sem fengið hafa nasaþef af
því frelsi sem kynsystur þeirra á
Vesturlöndum njóta, eru ekki allar
reiðubúnar að gangast inn á gömul
gildi.
Hins vegar eru sambönd á milli
albanskra stúlkna og erlendra karl-
manna, sem þó eru í tugþúsundatali
í héraðinu, afar fá og fara leynt,
enda eiga stúlkurnar yfir höfði sér
fordæmingu, komist upp um slíkt.
Þess eru dæmi að þær hafi misst
vinnuna og verið hótað lífláti vegna
þess að þær áttu í ástarsambandi
við útlendinga. Nokkrar láta þetta
hins vegar sem vind um eyru þjóta
en þær eru fáar og hafa sterk bein.
Ein þeirra, sem ekki vill láta nafns
síns getið, segist gera sér grein fyrir
því að hún hafi brotið margar brýr
að baki sér. Þótt ekkert sé að því að
eiga fleiri en einn kærasta, gildi það
sama ekki ef hann sé útlendingur.
Slitni upp úr sambandinu telur hún
útilokað að Albani viljist giftast sér.
„En ég hef heldur engan áhuga á
því,“ segir hún.
Mikið framboð
á eiturlyfjum
Drykkja er ekki mikil þótt hún
hafi aukist eitthvað. Vilja sumir
kenna veru alþjóðastarfsliðsins um
en aðrir segja drykkju ekkert nýtt á
Balkanskaga þótt múslimum sé
uppálagt að neyta ekki áfengis. Eit-
urlyf eru hins vegar vaxandi vanda-
mál og tengist bæði umfangsmiklu
eiturlyfjasmygli í gegnum héraðið
og svo að einhverju leyti veru al-
þjóðastarfsliðsins, að minnsta kosti
að mati margra Albana. Alþjóðalög-
reglan telur hið fyrrnefnda þó aðal-
orsökina.
Engar tölur eru til um umfang
vandans og nær engin ráð eru til
þeirra sem vilja losna úr klóm eitur-
lyfjanna. Þeir eru í flestum tilfellum
lagðir inn á geðdeild þar sem tak-
mörkuð ráð eru til aðstoðar. Áður
fyrr voru menn sendir á eiturlyfja-
hæli víðs vegar um gömlu Júgóslav-
íu en það er liðin tíð. Framboðið á
eiturlyfjum er mikið, hægt er að
verða sér úti um hvaða eiturlyf sem
er og ef marka má fullyrðingar
nokkurra þeirra sem reynt hafa að
grafast fyrir um markaðinn, er
verðið lágt. „Eiturlyf eru ódýr núna
af því að þeir sem selja þau eru
farnir að átta sig á því að Kosovo er
vænlegur markaður. Fyrst verður
að gera unga fólkið háð eiturlyfj-
unum og þegar það er í höfn, þá
hækkar verðið. Ekki fyrr,“ segir
lögfræðingur sem þekkir allnokkur
dæmi um eiturlyfjasjúklinga í Kos-
ovo.
Charlie Johnson, talsmaður al-
þjóðalögreglunnar, segir afar litla
áherslu lagða á að finna eiturlyf eða
vinna gegn neyslu, til þess sé ein-
faldlega of mikið að gera. „En við
finnum eiturlyf út um allt, einkum
hass og heróín. Þetta er ekki mark-
aður fyrir dýr eiturlyf og því er svo
mikið um áðurnefnd lyf.
Kynslóðabilið á sínum stað
Kynslóðabilið er komið til að vera
í Kosovo. Það verður ljósara og ljós-
ara, boð og bönn eldri kynslóðarinn-
ar eru brotin miskunnarlaust þótt
hin djúpa virðing sem ríkir fyrir
þeim sem eldri eru, sé enn fyrir
hendi.
Fyrirmyndirnar eru æ oftar
fengnar frá Vesturlöndum þótt
stríðshetjur Frelishers Kosovo eigi
þó enn upp á pallborðið, einkum hjá
ungum mönnum. Edona Gashi, 18
ára menntaskólanemi, sem vinnur á
netkaffihúsi með skólanum, er hins
vegar ekki í nokkrum vafa hverjar
hennar fyrirmyndir eru; þær heita
Celine Dion og Madeleine Albright.
Thomas Dworzak / Magnum Photos
Barn af albönskum ættum leikur sér í rústum húss sem var í eigu Serba en
Albanar eyðilögðu eftir að þeir sneru aftur.
Thomas Dworzak / Magnum Photos
Í glugga verslunarinnar eru myndir af ungum stúlkum sem telja má meðal fyr-
irmynda ungs fólks í Kosovo og er önnur þeirra upprennandi poppstjarna.
Thomas Dworzak / Magnum Photos
Urmull er af netkaffihúsum í Pristinu og spretta þau upp eins og gorkúlur.
Thomas Dworzak / Magnum Photos
Ungur maður fyrir utan glugga tískuverslunar í Pristina. Ekki er um mjög auðugan garð að gresja hvað varðar úrval af fötum í Kosovo. Þau eru yfirleitt flutt inn frá Tyrklandi og framleidd úr gerviefnum.
Ungt fólk kvartar sáran yfir þessu ástandi.
Rapparinn Memli Krasniqi.
Thomas Dworzak / Magnum Photos
urdur@mbl.is