Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 B 5 VÍÐA að berast fréttir um góða sil- ungsveiði, ekki hvað síst í Þingvalla- vatni þar sem gríðarlega mikil bleikja og væn í bland sveimar um víkur og voga. Þá eru menn að fá góðskot á ósasvæðum sjóbleikjuáa. Bleikjan er ekki farin að ganga fram árnar, en rennir sér upp í ósinn og svo út aftur með sjávarföllunum. Sé rétta agnið undir, hafa menn fengið hörkuveiði., t.d. í Lónsá í Þistilfirði, Fögruhlíðará í Héraðsflóa og Breiðadalsá. Bleikja í ósnum Fyrir skömmu fékk tiltölulega óvanur veiðimaður 26 vænar sjó- bleikjur í Lónsá og sagði Pálmi Gunnarsson leigutaki árinnar að fleiri hefðu skotist í ósinn og fengið góðan afla. „Hún fer samt ekki að ganga fram í ána fyrr en eftir mán- aðamótin,“ sagði Pálmi. Góðar hrotur hafa einnig verið víð- ar, einn fékk 12 stykki á skömmum tíma í Breiðdalsá og spurnir hafa fengist af tveimur veiðimönnum sem voru saman í ósi Fögruhlíðarár og fengu tuttugu stykki, allt væna fiska, marga 2-3 punda. Rólegt yfir Hörgá Hörgá í Eyjafirði var opnuð ný- lega, en aðeins verið reytingsveiði og sumir fengið lítið. Hafa stöku veiði- menn þó fengið upp í 10 fiska yfir daginn. Enginn örvæntir þó nyrðra, allur besti tíminn er eftir. Góð byrjun í Korpu Korpa var opnuð undir lok vikunn- ar og veiddust fjórir laxar fyrsta daginn sem telst alveg bærilegt. Þeir veiddust allir neðst í ánni, í Foss- inum og Berghyl og voru allir smáir utan einn sem var 8 pund. Áhuga- menn hafa séð laxa skríða upp í Korpu af og til að undanförnu og var sú fiskför byrjuð góðri viku fyrir opnun. Aðalfundur LV Aðalfundur Landssambands veiði- félaga var haldinn á dögunum. Á fundinum urðu miklar umræður um þau málefni sem aðildarfélögin varða og bar þar hæst umræða um yfirvof- andi sjókvíaeldi á norskum laxi hér við land sem félagar í LV telja að feli í sér háska fyrir villta íslenska laxa- stofninn vegna hættu á erfðamengun og sjúkdómum. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum, kemur fram að fundurinn mótmæli þeim vinnubrögðum sem heimila stórfellt sjókvíaeldi á norsk- ættuðum laxi án nauðsynlegra grunnrannsókna og taldi fundurinn þetta framferði „lýsa algeru tillits- leysi gagnvart íslenska villta laxa- stofninum og þeim miklu verðmæt- um sem felast í rekstri íslenskra veiðivatna,“ eins og það var orðað. Í annarri ályktun er hvatt til strangs eftirlits með viðkomandi sjókvíaeldi. Einnig stendur þetta í fréttatilkynningu frá KV: „Auk fyrrgreindra ályktana voru gerðar samþykktir varðandi skatta- mál, veiðieftirlit með netalögnum í sjó og um aðför að eignarrétti sem veiðiréttareigendur telja að felist í kröfugerð fjármálaráðherra um eignarhald á hálendi Íslands. Er kröfugerð þessari harðlega mótmælt og hún talin verða ein mesta aðför að eignarrétti sem þekkt er í Íslands- sögunni.“ Sjóbleikja veiðist á fallskiptum Morgunblaðið/Einar Falur Falleg tveggja punda Þingvallableikja. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.