Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 33
ð um það
en þannig
ýst um að
gutækjum
ur verið að
haft tök á
rhækkun-
meðan er
ferjusigl-
rktar. Við
lileg sam-
r jákvætt
ð erum að
a t.d. frek-
eða sigla
erið aukn-
á meðan
r um 40%
við þessar
i keppt á
gsins eru
lk er ekki
það höfum
raga sam-
kkar for-
þurfi um
til að bera
arþegum í
Karl segir
ustan upp
ári vegna
kvæmda.
á Íslandi
æf í flug-
m 50 þús-
rðir passa
areiningu
ggja upp.
n, sem er
ri, og Eyj-
infaldlega
aðrir verða þá að sinna. Þetta er
frjáls markaður,“ segir Jón Karl.
Samgönguráðherra hefur sagt op-
inberlega að hann sé tilbúinn til að
draga úr álögum á fyrirtæki í innan-
landsflugi en nýlega var bætt við
svokölluðu flugleiðsögugjaldi sem
Jón Karl segir að hafi aukið opinber
gjöld félagsins um tæpar 60 millj-
ónir á ári. Alls sé félagið að greiða
um 300 milljónir í opinber gjöld á ári
og fagnar Jón Karl því ef ríkið er
tilbúið að draga úr álögunum. Það
muni þó ekki hafa úrslitaáhrif í
rekstrinum, enda hafi hann ekki
heyrt ráðherra segja annað en að
hætta megi við flugleiðsögugjaldið.
Aðspurður á hvaða tímapunkti
hrun í innanlandsfluginu hafi byrjað
segir Jón Karl að þegar farþegatöl-
ur séu skoðaðar megi lesa út úr þeim
þróunina í efnahagslífi landsins.
„Fækkun í fluginu kemur fram
um leið og efnahagslægð byrjar,
jafnvel áður. Núna virðist þessi
fækkun hafa byrjað í mars og apríl í
tengslum við verkfall sjómanna. Við
höfum viljað bíða og sjá hvort þetta
sé tímabundið en ekkert bendir til
þess, því miður. Við megum búast
við viðvarandi 20-25% samdrætti,
sem er reyndar svipað og er að ger-
ast á mörgum öðrum sviðum í þjóð-
félaginu. Við gátum ekki beðið og
urðum að grípa til aðgerða strax.“
Jón Karl segist ítrekað hafa bent
á að áfangastöðum hafi fækkað
verulega á undanförnum árum og
það sé í sjálfu sér ekki neikvæð þró-
un. Árið 1986 hafi verið flogið til 30
staða á landinu í áætlunarflugi en
fimmtán árum síðar séu áætlunar-
staðirnir alls 8.
„Ég heyri ekki betur en að stjórn-
völd séu ekki tilbúin til að styrkja
innanlandsflugið alfarið. Okkar að-
gerðir núna miðast við það. Við rek-
um félagið eins og hvert annað fyr-
irtæki, sem lýtur lögmálum
markaðarins, og getum ekki tekið
mið af byggðasjónarmiðum í þeim
efnum. Við erum í samkeppni við allt
sem hreyfist. Ef menn vilja ræða að
flugið sé hluti af þjóðvegakerfinu þá
erum við tilbúnir í þá umræðu.“
Uppsagnir miðast
við starfsaldur
Jón Karl segir að við uppsagnir
starfsfólks verði tekið mið af starfs-
aldri eftir því sem aðstæður leyfa og
þeim sagt upp sem starfað hafa styst
hjá félaginu. Einnig verði reynt eftir
megni að útvega fólkinu önnur störf,
t.d. ef vitað verði um störf sem losna
hjá móðurfyrirtækinu, Flugleiðum.
Hann segir stórfelldar verðbreyt-
ingar ekki fyrirhugaðar á gjaldskrá
félagsins þrátt fyrir niðurskurðinn.
Jafnvel geti verðlækkanir komið til
greina, enda séu fargjöldin stöðugt í
endurskoðun og tilboð
sett á Netið reglulega.
Spurður að lokum
hvernig hann sjái fram-
tíð innanlandsflugsins
fyrir sér segir Jón Karl
möguleikana t.d. ekki liggja í því að
loka Reykjavíkurflugvelli og flytja
aðstöðuna til Keflavíkur. Norðmenn
hafi t.d. slæma reynslu af tilkomu
Gardermoen-flugvallarins þegar
innanlandsflug dróst saman um
20%. Hann segist heldur ekki sjá
framtíðina þannig að eingöngu verði
hagkvæmt að fara landleiðina til Ak-
ureyrar. Eftirspurn verði áfram eft-
ir flugi en spurningin snúist meira
um rekstrarumhverfið.
og Hafnar í Hornafirði
ullar
yn-
rðir“
ið/Ásdís
gir að
sú að
am og
þegar
kurð í
gæti
Karl
rn
ar til
bjb@mbl.is
Spurning
um rekstrar-
umhverfi
ÍSLENSK erfðagreining hefurgert samning um sölu á hug-búnaði til bandaríska fyrir-tækisins Applied Biosystems
(ABI) sem er hluti af Applera-sam-
steypunni. Ekki er greint frá verð-
mæti samningsins en Kári Stefáns-
son, forstjóri Íslenskrar erfða-
greiningar, segir í samtali við
Morgunblaðið að töluverðar tekjur
fáist af samningnum, sérstaklega til
lengri tíma litið. „Ég held að ekki
hafi verið gerður stærri hugbúnað-
arsamningur af íslensku fyrirtæki
nokkurn tímann.“
Samningurinn er sá fjórði af
stórum samningum sem Íslensk
erfðagreining hefur gert. Skömmu
eftir stofnun fyrirtækisins var gerð-
ur stór samningur við Hoffman-La
Roche, skammt er síðan tilkynnt
var um samning við Roche á sviði
greiningarprófa og við danska fyr-
irtækið Genmab á sviði lyfjaerfða-
fræði. Nokkrar breytingar hafa orð-
ið á samningsgerð Íslenskrar
erfðagreiningar á þessum tíma og
samningurinn við ABI gerir ráð fyr-
ir hlutfallslega lægri greiðslu í upp-
hafi en því stærri hluta af væntan-
legum söluhagnaði. „Upphaflegi
samningurinn við Roche miðaðist
við að við fengjum sem mesta
greiðslu upphaflega og tækjum sem
minnstan þátt í áhættunni sem felst
í að búa til vöru og markaðssetja
hana. Samningurinn sem nú er til-
kynntur miðast við að við öxlum
ákveðinn hluta af áhættunni og
fáum því minna fé greitt í byrjun en
stærri hluta af söluhagnaði sem
verður þegar varan verður sett á
markað. Þetta er í samræmi við þró-
un Íslenskrar erfðagreiningar. Þeg-
ar við sömdum við Roche upphaf-
lega vorum við alveg nýtt fyrirtæki
sem þurfti á töluverðu fé að halda en
nú er fyrirtækið tiltölulega vel fjár-
magnað og við reiðubúin að taka
áhættu. Það fé sem við fáum til að
byrja með fyrir þennan samning er
ekki af sömu stærðargráðu og það
sem við fengum í báðum stóru
samningunum við Roche. Ég reikna
með því að allir þeir samningar sem
við gerum héðan í frá miðist við að
við tökum svolítið af þessari áhættu
á okkar herðar, fáum stærri hundr-
aðshluta af söluhagnaði en minna fé
til að byrja með,“ segir Kári.
ÍE með stærstu miðstöð arf-
gerðargreininga í heiminum
Snemma í morgun til-
kynntu fyrirtækin að
tekið hefði verið upp
þriggja ára samstarf um
að tengja saman hug-
búnað Íslenskrar erfða-
greiningar og tækjabúnað ABI til
að byggja upp samhæft kerfi til arf-
gerðar- og tengslagreininga sem
mun opna nýja möguleika í grein-
ingu á erfðaefninu.
Samkvæmt samningnum munu
fyrirtækin einnig vinna saman að
þróun nýrra lausna á sviði lífupplýs-
ingatækni til að mæta auknum kröf-
um líf- og læknisfræðigeirans. Slík-
ar lausnir verða samhæfðar
upplýsingakerfi ABI. Einnig verður
möguleiki á að laga að kerfinu þann
hugbúnað sem þegar hefur verið
þróaður og er notaður á einstökum
rannsóknarstofum.
Tengslagreining, eða tölfræðileg
úrvinnsla á gögnum úr arfgerðar-
greiningu, er að sögn Jeffrey Gulch-
er, framkvæmdastjóra rannsókna-
og þróunarsviðs Íslenskrar erfða-
greiningar, árangursríkasta leiðin
til að leita tengsla á milli svipgerðar
einstaklinga og erfðafræðilegs
breytileika. Hún er m.a. notuð til að
finna erfðafræðilegar orsakir sjúk-
dóma. Með arfgerðargreiningu er
arfgerð hvers einstaklings ákvörð-
uð. Íslensk erfðagreining starfræk-
ir stærstu miðstöð til arfgerðar-
greininga í heiminum í dag, að sögn
Jeffrey, en bandarísk stjórnvöld
reka aðra stærstu miðstöðina í
heiminum. Á rannsóknarstofu Ís-
lenskrar erfðagreiningar eru fram-
kvæmdar um sjö milljón arfgerðar-
greiningar á mánuði en til
samanburðar framkvæmir banda-
ríska miðstöðin fimm milljón arf-
gerðargreiningar á ári.
Hugbúnaðurinn sem tengdur
verður tækjabúnaði ABI, hefur ver-
ið hannaður af sérfræðingum Ís-
lenskrar erfðagreiningar og notað-
ur af fyrirtækinu. Hugbúnaðurinn
er notaður til úrvinnslu gagna úr
arfgerðargreiningum og reiknar út
tengsl erfðamarka við sjúkdóma og
staðsetur svæði í erfðaefninu sem
eru eins í stórum hópi einstaklinga.
Um er að ræða þrjú hugbúnaðar-
kerfi sem hafa jafnt og þétt verið
endurbætt undanfarin ár. Nýjasta
kerfið hefur verið í notkun í eitt ár
og er mun þróaðra en það sem fyrir
var, að sögn Jónínu Valsdóttur, yf-
irmanns arfgerðargreiningar hjá
Íslenskri erfðagreiningu. T.d. tekur
samsvarandi aðgerð nú
2-3 mínútur í stað
þriggja klukkustunda
með fyrri hugbúnaði og
villutíðni hefur lækkað
úr 2% í 0,3%.
Applera samstæðan skiptist í
tvær sjálfstæðar einingar, ABI og
Celera Genomics, sem vann m.a. að
raðgreiningu á erfðamengi manns-
ins. ABI þróar og selur tæki o.fl.
fyrir líftækniiðnaðinn og rannsókn-
arheiminn. Afurðir þess eru notaðar
til ýmis konar greiningar til að þróa
ný lyf og framkvæma staðlaðar
rannsóknir og prófanir.
„Við erum mjög spennt fyrir
þessu samstarfi við Íslenska erfða-
greiningu og vonumst til að það
muni gera stærri erfðarannsóknir
en áður hafa tíðkast mögulegar,“
segir Robert C. Jones, fram-
kvæmdastjóri kerfisþróunar- og
rannsóknasviðs ABI í tilkynningu.
„Markmiðið er að viðskiptavinir
okkar geti fullnýtt þá möguleika
sem tækjabúnaður okkar býr yfir.
Til þess að stunda erfðafræðirann-
sóknir af þessarri stærðargráðu
þarf sjálfvirk tæki og öflug upplýs-
ingakerfi sem er hægt að samhæfa
þeim tólum sem þegar eru í notkun.
Með þessum hugbúnaði teljum við
okkur geta veitt viðskiptavinum
okkar slíka þjónustu.“
„Við erum mjög ánægð með þetta
nýja samstarf við Applied Bio-
systems. Það sem við ætlum að gera
í sameiningu er að smíða fyrsta
samhæfða kerfi hugbúnaðar og
tækjabúnaðar sem sérstaklega er
hannað fyrir arfgerðar- og tengsla-
greiningu,“ segir Kári Stefánsson,
forstjóri Íslenskrar erfðagreining-
ar, í tilkynningu. „Með þessu sam-
starfi tökum við stórt skref í mark-
aðssetningu lífupplýsingatækni
okkar. Hugbúnaður sem smíðaður
hefur verið hér á Íslandi verður nú
notaður af öllum stærstu aðilunum á
sviði líftækni og lyfjafræði í heim-
inum.“
Mikilvægur aðgangur
að markaðnum
Kári segir í samtali við Morgun-
blaðið að samningurinn sé afar mik-
ilvægur í tvennum skilningi, í fyrsta
lagi þeim að hann færi fyrirtækinu
töluverðar tekjur og í öðru lagi veiti
hann Íslenskri erfðagreiningu að-
gang að stórum markaði. „ABI býr
til yfir 90% af þeim tækjum sem
notuð eru til að raðgreina DNA og
hugbúnaður frá okkur
fer inn á yfir 90% af
þeim raðgreiningar-
tækjum sem seld eru
um allan heim.“
Viðskiptalíkan Ís-
lenskrar erfðagreiningar er þrí-
skipt og felur í fyrsta lagi í sér leit
að erfðavísum sem tengjast sjúk-
dómum og lyfjasvörun, í öðru lagi
áskrift að gagnagrunnum og í því
þriðja smíði á hugbúnaði. „Þetta er
mjög spennandi fyrir okkur því
þetta er fyrsta stóra salan á okkar
hugbúnaði. Það skiptir okkur mjög
miklu máli að hafa komist inn á
þennan markað með hugbúnað okk-
ar. ABI er lykilfyrirtæki þegar
kemur að allri vinnu með mann-
erfðafræðisjúkdóma. Við höfum
unnið á hugbúnaðarsviðinu frá
stofnun fyrirtækisins og í upphafi
fjárfestum við mikið í að byggja upp
hugbúnaðargerð. Rannsóknir í
erfðafræði eru í raun rannsóknir á
upplýsingum. Þær aðferðir og þau
tæki sem þjóna erfðafræðirann-
sóknum best eru þær aðferðir og
tæki sem miðast við að safna, greina
og geyma upplýsingar. Þetta eru
þau tæki sem við notum daglega og
það sem við höfum í raun gert er að
pakka þessu í fallegan jólapappír og
selja!“ segir Kári. Hann segir að í
upphafi hafi forsvarsmenn Ís-
lenskrar erfðagreiningar fundið sig
tilneydda að búa til eigin hugbúnað
fyrirtækisins þar sem nauðsynlegur
hugbúnaður var hvergi til eða „í
besta falli hálfslappur. Og nú höfum
við selt hugbúnaðinn þeim aðila sem
mestu máli skiptir á þessu sviði í
heiminum. Því það sem skiptir svo
miklu máli í sölu á svona hugbúnaði
er ekki bara að selja til einhvers við-
skiptavinar, heldur koma vörunni á
þannig stað að auðvelt verði að selja
meira af sams konar hugbúnaði og
koma öðrum hugbúnaði inn á mark-
aðinn. Við höfum náð öllu þessu
fram með þessum samningi. Við er-
um komin beint á þann aðila sem
dreifir vélum um allan heim.“
Mikil umræða hefur átt sér stað
um taprekstur Íslenskrar erfða-
greiningar og lágt gengi á hluta-
bréfum móðurfélagsins, deCODE
Genetics. „Í mínum huga er tap af
rekstri Íslenskrar erfðagreiningar
ekki raunverulegt tap heldur fé sem
fest hefur verið í að búa til tæki af
þessari gerð.“ Aðspurður segist
Kári búast við því að tapið snúist í
hagnað á næstu tveimur til þremur
árum, en það verði ekki
endilega einum sérstök-
um samningi að þakka.
„Okkur hefur gengið vel
að markaðssetja okkar
vörur upp á síðkastið.
Það er ýmislegt í farvatninu sem
bendir til þess að það verði enn auð-
veldara í framtíðinni. Áætlun okkar
er einnig að breyta fyrirtækinu úr
fyrirtæki sem þjónustar aðra yfir í
fyrirtæki sem býr til vörur beint á
markað. Þessi breyting kemur til
með að eiga sér stað á næstu tveim-
ur til þremur árum. Ég vona að okk-
ur takist að byrja stærsta áfangann
í því fyrir árslok, það er ýmislegt
sem bendir til þess.“
Íslensk erfðagreining gerir samning um sölu hugbúnaðar til Applied Biosystems
Töluverðar tekjur
til lengri tíma litið
Morgunblaðið/Billi
Jeffrey Gulcher, framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs Íslenskrar erfðagreiningar, útskýrir
möguleika hugbúnaðar sem hannaður hefur verið innan fyrirtækisins.
steingerdur@mbl.is
Forsvarsmenn Ís-
lenskrar erfðagrein-
ingar hafa undirritað
þriðja samninginn á
árinu við erlent fyr-
irtæki. Steingerður
Ólafsdóttir ræddi við
forstjóra fyrirtækisins.
Lægri upphafs-
greiðsla en
meiri áhætta
Tap snýst í
hagnað á
næstu 2-3 árum