Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skotskífusýning í Hafnarborg Íslenskt myndefni SKOTSKÍFUR úr fór-um Det KongeligeKöbenhavnske skydeselskap og Danske Broderskap er nú til sýnis í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þarna er á ferðinni mjög óvenjuleg sýning sem hald- in er á vegum Þjóðminja- safnsins og hefur Inga Lára Baldvinsdóttir deild- arstjóri haft veg og vanda af uppsetningu sýningar- innar. Hún var spurð hvernig Ísland tengdist þessum danska menningar- arfi? „Ef maður lítur yfir félagaskrá danska skot- félagsins má sjá nokkra tugi nafna sem hafa teng- ingu við Ísland með ein- hverjum hætti. Það eru fyrst og fremst danskir kaupmenn sem versluðu á Íslandi og voru meðlimir í þessum félagsskap sem létu útbúa skotskífur sem tengdust Íslandi. Frá því um 1750 hefur nefnilega sá siður verið innan félagsins að þeir einstaklingar sem ganga í það afhenda olíumálaða skotskífu úr tré sem er um 63 sentimetrar í þvermál til félagsins ári eftir að þeir ganga í það.“ – Eru skotskífurnar á sýning- unni allar tengdar Íslandi á ein- hvern hátt? „Já, það má segja það.“ – Hvernig uppgötvaðir þú þess- ar skotskífur? „Ég hafði séð skotskífur í Kaup- mannahöfn í Köbenhavnsk Bymu- seum en datt ekki í hug að til væru skotskífur með íslensku myndefni fyrr en Þjóðminjasafninu barst fyrirspurn um íslenskt myndefni á skotskífum vegna sýningar sem að halda átti á National Historiske Museum í Friðriksbergi í Kaup- mannahöfn. Mér þótti þetta strax mjög áhugavert myndefni og fyr- irbæri í sjálfu sér, að til væru myndir af mörgum íslenskum þétt- býlisstöðum, okkur áður ókunnar, á máluðum skotskífum í Dan- mörku. Þá fór ég að kynna mér þetta og datt strax í hug að það gæti verið áhugavert að halda sýn- ingu á þessum efnivið.“ – Hvernig gekk að fá skotskíf- urnar lánaðar hingað? „Það gekk mjög vel. Skotfélagið sýndi þessu strax áhuga og var reiðubúið að lána hingað skífurnar, jafnvel þær sem eru viðgerðar þurfi.“ – Eru viðlíka myndir af íslensk- um þéttbýlisstöðum ekki til? „Þarna eru elstu málaðar mynd- ir af mörgum íslenskum þéttbýlis- stöðum. Þarna er t.d. elsta mynd sem til er af Djúpavogi. Af Skaga- strönd er að vísu til teikning frá því í byrjun 19. aldar, en þarna eru tvær olíumálaðar myndir sem gefa mun gleggri mynd af staðnum. Auðvitað eru sumar af þessum skífum gerðar eftir að ljósmynda- öld rann upp og dæmi eru um að skífurnar séu málaðar eftir ljós- myndum, eins og t.d. skífa með mynd af Vesturbúðinni á Eyrar- bakka sem máluð er eftir ljósmynd eftir Oline Lefolii kaup- mannsfrú á Eyrarbakka. Hins veg- ar eru þessar skífur og myndirnar á þeim sannkölluð listaverk og kærkomin viðbót við það myndefni sem til er frá Íslandi á 18. og 19. öld.“ – Hvers konar félagsskapur er þetta sem hér um ræðir? „Skotfélagið er eitt af elstu starfandi félögum í Danmörku. Það rekur sjálft sögu sína til 1334. Þetta er félagsskapur fyrir karla eingöngu, enn í dag. Framan af voru félagar úr hópi iðnaðar- manna, kaupmanna og opinberra embættismanna, en eftir því sem tímar hafa liðið fram hefur hópur félagsmanna orðið einsleitari, enda ekki á allra færi að vera í svo dýr- um félagsskap.“ – Kostaði mikið að láta búa til svona skotskífu? „Ekki veit ég hvað það kostaði félagsmenn að láta útbúa skífu, en þetta hefur alltaf verið dýr félags- skapur, eins og kom fram í viðtali við aðstoðaryfirkokk á veitinga- staðnum sem félagið rekur í dag. En það er íslenskur maður, Jó- hannes Thor Ævarsson, og miðað við þær tölur sem hann gaf upp um verð á málsverði þá virðist ekki vera á allra færi að borða þar. En veitingahús þeirra mun vera fínasti veislustaðurinn í Danmörku. Stað- urinn er úti á Sölyst í Klampen- borg.“ – Hvers vegna voru menn að hafa íslenskar myndir á skotskífu í Danmörku? „Félagsmenn höfðu frjálst val um hvaða myndefni þeir settu á svona skífu og gjarnan tengdu þeir það annaðhvort uppruna sínum eða starfsvettvangi. Þessir Íslands- kaupmenn hafa með þessum hætti viljað minna á tengsl sín við hina ís- lensku verslunarstaði, þó ekki sé einhlítt að skífurnar sýni allar staði. Sumar þeirra eru með táknmyndum, eins og t.d. með guðinum Merkúr, sem var guð verslunar og ein skífan er reyndar með skjald- armerki, en það er skífa Jóns Vídalíns kaup- manns og konsúls í Reykjavík.“ – Hvernig komust menn í þenn- an félagsskap? „Það þurfti fyrst og fremst með- mæli frá þeim sem þegar voru í félagsskapnum.“ Þess má geta að sýningin í Hafn- arborg stendur til 6. ágúst og allir þeir sem áhuga hafa á ásýnd Ís- lands eins og hún birtist á þessum skotskífum ættu að skoða þessa sýningu. Inga Lára Baldvinsdóttir  Inga Lára Baldvinsdóttir fæddist í Reykjavík 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1976 og BA-prófi í fornleifafræði og sögu frá University College Dublin ár- ið 1979 og cand. mag. prófi í sögu frá Háskóla Íslands 1984. Hún hefur lengst af starfað við Þjóðminjasafnið en áður en þau störf hófust vann hún við ýmis safnastörf og störf tengd göml- um ljósmyndum. Inga Lára er gift Magnúsi Karel Hannessyni sem starfar hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga og eiga þau einn son. Þarna eru elstu myndir af mörgum ís- lenskum þétt- býlisstöðum Borgmeister er með kynningu á hitaþolnum smokkum hr. slökkviliðsstjóri. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn systur fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Stúlkan var 17 ára þegar brot- ið var framið. Stúlkan lýsti atburða- rás svo að hún hefði verið að passa fyrir systur sína og sambýlismann hennar. Þegar þau komu aftur á heimilið hafi hún verið hálfsofandi. Systir sín hefði farið að sofa en mað- urinn hefði gefið sér samlokur og gos- drykk. Skömmu síðar hafi hún „rot- ast“ í sófanum. Þegar hún vaknaði á ný hafi maðurinn legið ofan á henni en hún fann fyrir töflum í munninum sem hún skyrpti út úr sér. Maðurinn var þá að framkvæma kynferðisbrot á stúlkunni. Maðurinn og stúlkan eru ein til frá- sagnar af atburðum. Í niðurstöðu hér- aðsdóms segir að framburður stúlk- unnar hafi verið skýr og í samræmi við það sem hún sagði þremur vinkon- um sínum daginn eftir atburðinn og systur sinni og móður degi síðar. Þá styrktist framburður hennar af því að sæði úr manninum fannst í sófanum, á púða og á bol sem stúlkan klæddist. Maðurinn neitaði sök en kvaðst umrætt kvöld hafa neytt bæði lyfja og áfengis í talverðu magni. Hann gæti því ekki útilokað að frásögn stúlkunn- ar væri rétt, einkum vegna þess að hann ætti það til að missa minnið eftir að hafa neytt mikils áfengis og lyfja. Fyrir dómi neitaði maðurinn að hafa gefið stúlkunni svefnlyf. Hann játaði hins vegar að hafa einu sinni áður hafa gefið fyrrum sambýliskonu sinni og annarri systur hennar svefnlyf án þess að þær hafi vitað af því. Maðurinn hafði ekki áður sætt refs- ingum. Í dómnum segir að brot hans sé alvarlegt og líta bæri til þess að stúlkan hafi verið mágkona hans og ung að árum. Hún hafi verið stödd á heimili hans til að gæta barns hans og systur sinnar. Refsing væri því hæfi- leg 12 mánuðir en auk þess var mað- urinn dæmdur til að greiða stúlkunni 500.000 krónur í miskabætur. Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari kvað upp dóminn en meðdómendur hans voru þau Guðjón St. Marteins- son og Ingveldur Einarsdóttir. Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot FYRSTI sendiherra Kanada með aðsetur á Íslandi hefur verið skip- aður Gerald Skinner að því er segir í tilkynningu Johns Manleys, utanrík- isráðherra Kanada. Skinner er kvæntur Ilham Moyine Al-Arab og eiga þau tvö börn. Hann er með háskólapróf í stjórnmála- fræðum frá University of British Columbia og í alþjóðasamskiptum frá Carleton University og hefur síð- an 1966 starfað hjá utanríkisþjón- ustu Kanada víða um heim. Skinner var fyrst skipaður sendiherra í Kas- akstan árið 1999 þar sem hann hefur starfað síðan. Í tilkynningu ráð- herrans kemur jafnframt fram að Skinner hafi einnig fengist við marg- vísleg verkefni í Ottawa í Kanada. Þar má telja störf við deild Austur- Evrópumála og deild vopnaeftirlits og afvopnunar. Hann var einnig for- stjóri deildar um málefni Suður-Asíu og eins deildar almannavarna. Að sögn Hjördísar Gunnarsdótt- ur, deildarstjóra á skrifstofu upplýs- inga-, menningarmála og ræðis- tengsla utanríkisráðuneytisins, er ekki von á sendiherranum til starfa fyrr en í haust en gert er ráð fyrir að sendiráð Kanada verði opnað í októ- ber. Fyrsti sendi- herra Kanada hér á landi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.