Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 27 JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, getur nú varpað öndinni lítið eitt léttar eftir að rannsóknadómar- ar, sem eru með hið svokallaða „flug- miðahneyksli“ til umfjöllunar, kom- ust að þeirri niðurstöðu að lög heimiluðu ekki að forsetinn væri kallaður fyrir sem vitni við rannsókn málsins. Þetta þýðir að rannsóknin á því hvaðan þær á að gizka 2,4 milljónir franka, um 31 milljón króna, sem greiddar voru í reiðufé fyrir ferðalög Chiracs og hans nánustu á tíma- bilinu 1992–1995, þ.e. á síðustu árum hans sem borgarstjóri Parísar, verð- ur að hafa sinn gang án þess að fyrir liggi vitnisburður lykilmanns máls- ins. En saksóknarinn í París, Jean- Pierre Dintilhac, sem í síðustu viku sagði að hægt væri að stefna Chirac til að bera vitni, áfrýjaði í gær nið- urstöðu dómaranna og dómstóll mun úrskurða í málinu síðar á árinu. Chirac ekki yfirheyrður París. AFP. JAPANIR hafa opinberlega viðurkennt að þeir hafi beitt efnahagsaðstoð sem þeir veita þróunarríkjum til að tryggja stuðning ákveðinna aðildar- ríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins við afstöðu Japana til ályktana ráðsins, að því er AP-fréttastof- an greinir frá. Sjávarútvegs- ráðherrann Maseyuku Kom- atsu segir Japani þurfa að beita fortölum og efnahagslegum þrýstingi til að bæta upp skort þeirra á öðrum aðferðum til að hafa áhrif á alþjóðavettvangi, svo sem hernaðarmætti. Tjáði ráðherrann ástralska sjónvarp- inu að hann sæi ekkert athuga- vert við þetta. Sex Karíbahafs- ríki greiddu atkvæði nærri nákvæmlega eins og Japan á síðasta ársfundi Alþjóðahval- veiðiráðsins í fyrra, en næsti fundur ráðsins hefst í Lundún- um í næstu viku. Verður þar tekizt á um hvort aflétta skuli banni sem ráðið setti við hval- veiðum í atvinnuskyni árið 1986. Beate Uhse látin BEATE Uhse, þekktasta kon- an í þýzku viðskiptalífi, er látin á 82. aldursári. Hún stofnaði fyrir réttum 50 árum í Flensborg í Norður- Þýzkalandi póstsend- ingarþjón- ustu fyrir gúmmíverj- ur og kyn- lífsráðgjaf- arbæklinga, sem með árunum óx upp í stærsta kynlífsiðnaðarfyrir- tæki Evrópu, sem nú veltir ár- lega um 300 milljónum marka, um 13,5 milljörðum króna. Fyr- irtækið var sett á opinn hluta- bréfamarkað fyrir tveimur ár- um. Uhse, sem á stríðsárunum tók þátt í að reynslufljúga her- flugvélum og flaug eigin einka- flugvél fram á 73. aldursár, stjórnaði fyrirtæki sínu allt framundir það síðasta. Sam- kvæmt skoðanakönnunum þekktu 98% Þjóðverja nafn hennar. Krani fell- ur í Kína SEX hundruð tonna hafnar- krani í kínversku borginni Sjanghæ féll á hliðina í fyrra- dag með þeim afleiðingum að 36 manns að minnsta kosti létu lífið og fimm slösuðust, eftir því sem Xinhua-fréttastofan greindi frá í gær. Verið var að reisa kranann í skipasmíða- stöðinni Hudong þegar hann féll og lenti á vinnuhópi. Dæmdur fyr- ir eyðnismit DÓMSTÓLL í Stuttgart í Þýzkalandi dæmdi í gær 36 ára gamlan bandarískan plötusnúð í 10 ára fangelsi fyrir að hafa smitað að minnsta kosti fjórar konur af HIV-veirunni. Var tal- ið sannað að maðurinn, Stoney Berly Gibbs, hefði vísvitandi sofið hjá konunum verjulaust, vitandi að þær myndu smitast af honum. STUTT Japanar kaupa atkvæði Beate Roter- mund Uhse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.