Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 55 DAGBÓK Kristján Blöndal var ánægð- ur þegar hann sá blindan, enda bar ekki á öðru en að hann væri í góðum málum í tveimur spöðum. Kristján var í suður, en staður og stund – sumarbrids í Húna- búð á mánudagskvöldið: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ 864 ♥ ÁD952 ♦ 75 ♣ 954 Vestur Austur ♠ K ♠ 9753 ♥ G8764 ♥ 3 ♦ 93 ♦ ÁK10864 ♣ ÁD1086 ♣ 72 Suður ♠ ÁDG102 ♥ K10 ♦ DG2 ♣ KG3 Félagi Kristjáns í norður var Hjördís Sigurjóndsóttir, en í AV sátu Sigurleifur Guðjónsson og Guðlaugur Sveinsson, báðir gamal- reyndir tvímenningsrefir. Vestur Norður Austur Suður Guðlaugur Hjördís Sigurleifur Kristján 1 hjarta Pass 2 tíglar 2 spaðar Pass Pass Pass Sagnir fóru af stað með krafi, en lyppuðust síðan óvænt niður í tveimur spöð- um Kristjáns. Útspil Guð- laugs var tígull og Kristjáni leist bara vel á horfur sínar þegar Hjördís lagði upp blindan. Vörnin átti greini- lega tvo slagi á tígul og einn á laufás. Kristján var kannski til viðræðu um að gefa slag á tromp og annan á lauf, en hann hugðist ekki láta vörninni eftir meira en fimm slagi. Það væri há- mark. En Kristján hafði ekkert um málið að segja. Sigurleif- ur tók fyrsta slaginn á tíg- ulkóng og spilaði laufi á gosa og drottningu. Guðlaugur spilaði tígli í þriðja slag og fékk aftur lauf til baka. Hann tók tvo slagi í viðbót á laufið og Sigurleifur henti hjartaþristi. Þá kom hjarta frá Guðlaugi, sem Sigurleif- ur trompaði og spilaði tígli! Guðlaugur stakk með stök- um kóng og gaf Sigurleifi aðra stungu í hjarta. Þrír niður! Kristján var í hlutverki áhorfandans átta fyrstu slagina, en gat þó lagt upp í lokin og heimtað restina á ÁDG10x í trompi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT LAGT Á MUNN HELGU Sæl væra ek, ef sjá mættak Aðalþegnshóla ok Öndvertnes, Búrfell, Bala, báða Lóndranga, Heiðarkollu ok Hreggnasa, Dritvíkrmöl fyrir dyrum fóstra. Braut vil ek bráðla leita, brestr eigi stríð í flestu mér fyrir menjarýri, mun ek dálega kálast, því at auðspenni unnak alteit sefa heitum. Sorg má ek sízt því byrgja (sit ek ein) trega greinum. Þormóður prestur Ólafsson. Árnað heilla 80ÁRA afmæli. Á morg-un, föstudaginn 20. júlí, verður áttræður Haga- lín J. Guðmundsson, fyrrv. bóndi í Innri-Hjarðardal, Önundarfirði, nú í Voga- tungu 33a, Kópavogi. Af því tilefni tekur hann á móti ættingjum og vinum í Gull- smára 13 á afmælisdaginn milli kl. 16-19. 60ÁRA afmæli. Á morg-un föstudaginn 20. júlí verður sextug Kristjana Guðmundína Jóhannesdótt- ir, Melabraut 23, Hafnar- firði. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Hjalti Einarsson, á móti ættingjum og vinum á af- mælisdaginn milli kl. 18 og 21 í Veitingahúsinu Gaflin- um, Dalshrauni 13, Hafnar- firði. Snertilinsur - fyrir hjólreiðamenn - 6 linsur í pakka, prófun, meðferðarkennsla, vökvi og box. frá 7.500.- kr. sólgleraugu fylgja með! sími 551 1945 Tilboð Barnamyndatökur verð frá kr. 5.000 Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Þú mátt ekki missa af þessu tækifæri Aðeins tvö verð í gangi 500 og 1.000 kr. metrinn Laugavegi 101, sími 552 1260 Kringlunni, sími 553 2888 Útsalan heldur áfram Allir Gabor skór með 40% afslætti GULLBRÚÐKAUP. Í dag fimmtudaginn 19. júlí eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Bjarney Ágústa Skúladóttir og Kjartan T. Ólafsson, Vallholti 39, Selfossi. Þau dveljast nú í sumarhúsi í Strandasýslu. Á EM einstaklinga í Ohrid í Makedóníu var mikið af grófum fingurbrjótum. Skýringarnar á þeim geta byggst á nýju tímamörkum FIDE en sumir þeirra eru með öllu óskiljanleg- ir. Staðan er dæmi um slíkt en hún kom upp í skák tveggja mjög sterkra stór- meistara. Rússinn Konstantin Sakaev (2637) hafði hvítt gegn Búlgaranum Alexander Delchev (2584). 9.Bxb5+! Að sjálfsögðu! Biskup- inn er friðhelgur sökum mátsins á d8. Svartur reyndi 9...Rc6 en eftir 10.Re5 sá hann sæng sína útbreidda og gafst upp enda fátt til varnar eftir 10...Dc7 11.Da4. Skákin tefldist í heild sinni: 1.d4 Rf6 2.Rf3 c5 3.d5 b5 4.Bg5 Da5+ 5.c3 Re4 6.Bh4 Bb7 7.e3 e6 8.dxe6 dxe6?? o.s.frv. Búlgarinn sýndi mikinn karakter eftir þessa útreið og tókst í bráðabana að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti FIDE. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þótt ókunnugum kunni að sýnast þú hrjúfur, þekkja vinir þínir þann ljúfling sem þú ert innst inni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þótt nauðsynlegt sé að kanna sem flestar hliðar mála, máttu ekki láta smáatriðin byrgja þér sýn. Á einhverjum tímapunkti verður að taka af skarið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er engin ástæða til þess að leyna tilfinningunum, því þú átt ekki að láta stjórnast af öðrum. Mundu bara að kurt- eisi kostar ekkert. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þótt efnisleg gæði séu nauð- synleg máttu ekki festa svo sjónir á þeim að þú sjáir ekki fegurðina og gleðina í andleg- um verðmætum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Skýrðu frá fyrirætlunum þín- um, því þeim verður vel tekið af vandamönnum, vinum og vinnufélögum. Berðu höfuðið hátt og vertu hvergi smeyk- ur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt ekki að sitja á hugs- unum þínum. Láttu þær flakka á kurteisum og tillits- sömum nótum og viðbrögðin munu koma þér skemmtilega á óvart. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sumum hentar að flögra milli fólks eins og fiðrildi. Það er samt ekki þitt rétta eðli svo þú skalt ekki blekkja sjálfan þig hvað þetta varðar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gættu þess að gefa ekki öðr- um höggstað á þér. Haltu ró þinni, þótt eitt og annað gangi á í kringum þig. Þolinmæði þrautir vinnur allar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Slakaðu á taumunum því ann- ars áttu á hættu að mæta tómri kergju og hrekkjum. Þótt þú vitir allt best verður þú að leyfa öðrum að lifa sínu lífi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt öðrum lítist hreint ekki á fyrirætlanir þínar, máttu ekki láta það draga úr þér kjarkinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er óþarfi að taka allt per- sónulega sem sagt er í hita leiksins. Farðu þér hægt í viðbrögðum, þótt aðrir bregð- ist hikstalaust við af hörku. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú þegar þú stendur frammi fyrir því að taka líf þitt nýjum tökum er mikilvægt að horfa á heildina og láta ekki eitt at- riði ráða ferðinni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt gaman sé að fljúga er nauðsynlegt að hafa báða fætur á jörðinni, þegar kemur til þess að ráða fram úr vandamálum dagsins. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.         MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12–12.30. Hulda Guðrún Geirs- dóttir, sópran og Douglas A. Brotchie orgel. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur and- artak frá til þess að eiga stund með guði. Lifandi ljós og reykelsi bjóða mann velkominn. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10– 12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og fræðsluhópurinn hættur fram á haust en bæna- og kyrrðarstundirn- ar verða áfram í sumar kl. 22 í Vída- línskirkju. Hressing á eftir. Hallgrímskirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.