Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 43
Fleiri minningargreinar um
Gunnhildi Ósk Guðmundsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
heimkomu. Guð blessi þig. Kæri Jón,
algóður Guð styrki þig og fjölskyldu
þína á þessari raunastund.
Einar Högnason.
Hún Gunnhildur Guðmundsdóttir
var vinkona okkar frá fyrstu kynn-
um. Á hverju sem gekk og þótt kast-
aðist í kekki um stund, þá var hún
sönn og einlæg vinkona með fram-
rétta hönd og opinn faðm, jafnvel
þótt ár og úthaf skildi okkur að um
lengri eða skemmri tíma. Hún mætti
okkur ætíð brosandi og fagnandi.
Þegar við fluttum vestur var hún
komin vestur með Jóni Gunnari.
Gunnhildur og Jón höfðu verið þar í
nokkur ár áður en við fluttum, og
orðin heimamenn.
Gunnhildur, með sinni glaðværu
framkomu, hafði fest sig í sessi í gjör-
ólíku umhverfi því sem hún átti að
venjast og var alin upp við. Í Reykja-
vík hafði hún unnið í einni fínustu
vefnaðarvöruverslun í kjarna bæjar-
ins við Lækjargötu. Þar mældi hún
út „pell og purpura“ og hjálpaði jafnt
góðborgurum sem venjulegu alþýðu-
fólki að velja sér flauel og silki, og liti
sem féllu vel saman, enda alla tíð
með afbrigðum smekkleg og útsjón-
arsöm.
Henni förlaðist ekki flugið, þegar
hún var komin í eitt lítið fiskiþorp
vestur á fjörðum. Þar bjó hún sér og
sínu fólki fallegt heimili enda voru
þau hjón samhent um það sem ann-
að. Þau eignuðust fjögur mannvæn-
leg börn, sem öll voru til fyrirmyndar
á unga aldri og í dag vandað fólk og
góðir samfélagsþegnar sem sómi er
að.
Gunnhildur gekk að þeirri vinnu
sem bauðst. Þrátt fyrir fjögur lítil
börn gat hún skroppið og unnið í fiski
eða hverju öðru sem með þurfti og er
okkur til efs að hún hafi áður komið
nærri fiskvinnu eða öðru sem til féll í
smáþorpi. Hún var enginn aukvisi
þessi glæsilega unga kona, sem vakti
athygli hvar sem hún fór, hvort sem
var í margmenni stórborgar erlendis
eða í litla þorpinu, sem var heimili
hennar í fjölmörg ár; hvort heldur
var í ljósbláum frystihússloppnum
með hvíta kraganum og skuplu yfir
ljósa fallega hárinu sínu, eða glæsi-
legum samkvæmiskjól í veislusölum.
Gunnhildur var sérlega glaðlynd
og stutt var í brosið, sem ævinlega
náði til augnanna. Hún hafði lifandi
frásagnargáfu og oft var dimmur
hlátur hennar sem undirleikur orða
hennar, því hún talaði og hló sam-
tímis. En að auki hafði hún þann fá-
gæta eiginleika að kunna að tala við
fólk. Hún gaf sig alla í samtalið, hún
hlustaði og gaf viðmælanda sínum
alla athygli sína heila og óskipta,
augun hvörfluðu ekki til og frá í leit
að einhverju öðru, heldur var hún í
aðstæðum og augnabliki heil og
óskipt.
Kannski var það besti eiginleiki og
kostur hennar hversu heilsteypt hún
var í því, sem hún var að gera hverju
sinni, innan eða utan heimilis, með
eða fyrir fjölskyldu og vini eða þá
samfélaginu til gagns og góðan.
Gunnhildur var félagslynd og
hafði samfélagslega ábyrgðartilfinn-
ingu. Hún var því fljótlega fengin að
hvers konar félags- og velferðarmál-
um sveitarfélagsins. Hún var dugn-
aðarforkur og ósérhlífin í hvaða
störfum sem hún vann að. Það er ef
til vill útjaskað orðatiltæki að segja,
„hún mátti ekkert aumt sjá“, en við
eigum ekki betri orð er lýsi hjarta-
lagi hennar.
Góð kona hefur lokið göngu sinni
hér á jörð en minning hennar mun
vaka og lifa hjá þeim sem nutu sam-
fylgdar hennar. Gunnhildur og Jón
var hugtak þarna fyrir vestan, svo
samhent voru þau að oftast voru þau
nefnd í sömu mund. Svo samhent
voru þau í orðsins fyllstu merkingu
að þau leiddust hönd í hönd síðustu
stundina þeirra saman hér á jörð.
Alls staðar er Guð nálægur, hann
var nálægur við dánarbeð Gunnhild-
ar, þannig hugsar hann um mig og
þig og Gunnhildi, eins og enginn ann-
ar væri til. Hann heyrir bænir allra
samtímis hvar sem þeir biðja og hvar
sem þeir eru staddir á jarðarkúlunni.
Þetta er dularfullt og óskiljanlegt, en
þetta reyndi Jesús að gera okkur
ljóst með fjölmörgum dæmisögum
og líkingum, sem allir skildu þá og
hafa skilið allt til þessa dags. Um ald-
ir hafa skáld tjáð sig um Guð, og í
bókinni Sálmar á atómöld segir
Matthías Jóhannessen:
„Guð er sá dómari, sem ekki verð-
ur hrópaður út af leikvelli, hann er sá
einn, sem ekki þarf að sýna sig í sjón-
varpi, hann er sá, sem við förum með
líkt og ungbörn með pelann sinn.“
Fjölskylda okkar sendir öllum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur og biður góðan Guð að blessa
minningar um góða konu.
Guð geymi ykkur öll.
Sigurveig Georgsdóttir,
Lárus Þorv. Guðmundsson.
Kringum okkur sveimar sorgin
svörtum vængjum á,
skilur eftir skúradrög
og skugga á brá.
Stund hver finnst oss löng,
er hún staðnæmist oss hjá.
Andlát Gunnhildar bar að afar
skjótt og óvænt. Þegar slíkt gerist er
maður minntur á hve lífið er hverfult
og hve stundirnar sem við eigum
saman eru dýrmætar. Með Gunn-
hildi er gengin afar mæt kona. Hún
var dugnaðarforkur sem víða tók til
hendi og lagði lið. Eftir 27 ára búsetu
á Flateyri fluttust þau hjónin, ásamt
fimm myndarlegum börnum sínum,
til Grindavíkur þar sem Jón Gunnar
tók við bæjarstjóraembætti sem
hann átti eftir að gegna í fjórtán ár.
Hún varð strax afar virk í öllu félags-
starfi í Grindavík. Fljótt varð hún
einn af ötulustu stuðningsmönnum
körfuknattleiksdeildarinnar og ann-
aðist lengi sjoppu sem rekin var til
fjáröflunar fyrir liðið af ótrúlegum
krafti. Hún mætti á alla leiki til að
hvetja liðið og var þá ævinlega í gulri
treyju og með Biblíuna sína í fartesk-
inu. Upphaf þeirrar venju var þannig
að Gunnhildur hafði verið í Kven-
félagsmessu í kirkjunni þar sem hún
hafði lesið texta úr Biblíunni og fór
hún beint þaðan, með Biblíuna í tösk-
unni, til að horfa á liðið leika mik-
ilvægan og erfiðan leik. Liðið hennar
sigraði í leiknum og eftir það varð
Biblían hennar ómissandi þegar liðið
var að keppa.
Við komuna til Grindavíkur gekk
Gunnhildur strax í Kvenfélagið og
þar starfaði hún af sama fítonskrafti
og ávallt þegar hún tók að sér verk.
Hún var formaður þess félags 1992
til 1998. Sem formaður kemur hún
inn í starf KSGK (Kvenfélagasam-
bands Gullbringu- og Kjósarsýslu)
en það er samband ellefu kvenfélaga
í sýslunni. Árið 1995 er hún kosin í
varastjórn og 1997 í aðalstjórnina,
fyrst sem meðstjórnandi en frá því í
fyrravor hefur hún verið gjaldkeri.
Fljótlega eftir að Gunnhildur kom í
stjórnina sameinuðust aðildarfélög
sambandsins í að láta hanna og smíða
merki undir nafninu „Gleym ei mér“
og var ákveðið að söluandvirðinu
skyldi varið til að styrkja byggingu
hins nýja barnaspítala við Hring-
braut. Gunnhildi var það mikið hjart-
ans mál að aðstaða þar yrði sem best
því henni rann til rifja að sjá þrengsl-
in og aðstöðuleysið sem barnaspítal-
inn hefur mátt búa við undanfarin ár.
Hún var ótrúlega drjúg í merkjasöl-
unni og notaði hvert tækifæri til að
selja merki og hvetja aðra til dáða í
þeim efnum. Söfnunarsjóðurinn
„Gleym mér ei“ stendur nú í tæplega
4 milljónum króna.
Gunnhildur var fjörug og
skemmtileg. Hún þekkti marga og
fylgdist alltaf vel með hvað var að
gerast í samfélaginu. Hún hafði
næmt auga fyrir fallegum hlutum og
fötum og var ævinlega smart klædd
og vel til höfð. Í vor, þegar barna-
barn hennar var að fara að útskrifast
sem stúdent, bað stúdínan unga
ömmu sína að koma með sér í bæinn
til að velja með sér útskriftarfötin.
Það eru örugglega ekki margar
ömmur í slíku hlutverki.
Fyrst og síðast var Gunnhildur
húsmóðir en húsmóðurhlutverkið
rækti hún af sama krafti og ávallt
einkenndi hana og bar heimili henn-
ar þess glöggt vitni. Hún lét sér afar
annt um manninn sinn og börnin sín,
tengdabörn og barnabörn og var
mikil mamma og amma. Öllum ást-
vinum hennar votta ég innilega sam-
úð.
Fyrir hönd KSGK vil ég þakka
henni allt hennar góða starf og
skemmtilegu samverustundirnar,
megi Guð blessa minningu hennar.
Sælustundir svífa létt
á sólskinsvængjum hjá.
Eftir þeim vér mænum
með angurblíðri þrá.
Minning þeirra’ er auðlegð,
sem aldrei glatast má.
(Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla).)
Ása St. Atladóttir,
formaður KSGK.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Gunnhildur, hafðu mína
þökk fyrir gengin ár. Ég og fjöl-
skylda mín sendum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Erla Delberts.
Gunnhildur Guðmundsdóttir er
látin og verður jarðsungin í dag frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.
Mig langar til að minnast Gunn-
hildar með nokkrum orðum. Hún var
sérstæð kona fyrir margra hluta sak-
ir, glaðvær kona og skemmtileg og
virtist hafa óþrjótandi orku til að
vinna umhverfi sínu og samfélagi allt
sem hún mátti.
Gunnhildur flutti til Flateyrar sem
ung kona ásamt manni sínum, Jóni
Gunnari Stefánssyni, og þau hjón
bjuggu hér um aldarfjórðungs skeið.
Gunnhildur var Reykjavíkurstúlka;
henni fylgdi nýr og framandi and-
blær inn í litla sjávarbyggð.
Ég var heimagangur hjá þeim
hjónum um árabil og frá þeim tíma á
ég margar góðar minningar. Ég held
að Gunnhildur hafi starfað sleitu-
laust í flestum félagasamtökum á
Flateyri meðan hún bjó hér. Fyrst
minnist ég hennar í fylkingarbroddi
félagskvenna í kvenfélaginu Brynju.
Þá vantaði leikvöll fyrir krakkana í
þorpinu. Gunnhildur gekk að því
uppbyggingarstarfi með oddi og egg.
Og leikvöllur varð til! Gunnhildur sá
líka um rekstur hans árum saman.
Gunnhildur er mér þó líklega eftir-
minnilegust í starfinu fyrir Leikfélag
Flateyrar, en þar var hún að sjálf-
sögðu aðaldrifkrafturinn. Í þá daga
var mikið fyrirtæki að ferðast með
leikflokk milli byggða á Vestfjörðum
að vetrarlagi, en oftast var ferðast
með skipum og hljóp landhelgisgæsl-
an þá oft undir bagga. Það var samt
ótrúleg fyrirhöfn þessu samfara, en
Gunnhildur skipulagði allt og stjórn-
aði öllu. Mér finnst eins og hún hafi
verið best í essinu sínu þegar erf-
iðleikarnir virtust vera mestir og
flóknastir. En allt gekk þetta upp
með glæsibrag. Það sem Gunnhildur
tók sér fyrir hendur var raunar allt
milli himins og jarðar. Allt umhverfið
var starfsvettvangur hennar. Hvar
sem hún kom auga á verk sem þurfti
að vinna gekk hún sjálf fram með
sinni alkunnu elju og linnti ekki fyrr
en verki var lokið. Aldrei held ég að
hún hafi hugleitt eitt augnablik hvort
hún uppskæri þakklæti fyrir störf
sín. Þetta virtist vera henni eðlis-
lægt. Svona var hún.
Fyrir nokkrum vikum hitti ég
Gunnhildi vestur á Patreksfirði. Þar
voru margir góðir vinir samankomn-
ir og glatt á hjalla: Jón Gunnar átti
afmæli. Gunnhildur var kát og glöð
að vanda. Svo lauk lífi hennar skyndi-
lega – þessu starfsama og skemmti-
lega lífi. Við Sigrún sendum Jóni
Gunnari og börnum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur um leið
og við minnumst Gunnhildar með
virðingu og þökk.
Einar Oddur Kristjánsson,
Sólbakka, Flateyri.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 43
!"
" #
$ % $$
&
'
! ""
#$%&&%!!'
!!'
($!"! ""
#$%&! ""
& ) #$%&! ""
(! ! ! ""*
( )
+ , -
.& "%/
*
+
&! %"&& & ! ""
$ &%/!& ""
$ !!'
"% $ !& ""
"% #01"2 & !!'
+ &"3!& !'
4'&$ &! ! ""
' *
( )
,
56748
59%/ &&#:;
/
-, '
. $$
5%& !!'
4 " ) 5%& !'
< 5%& !'
# + 5%& !'
$ & 5%& ""
$!)'%&!!'
1"*<
$ & 5%& ""
) <* !!'
% (* !!'
)'%&&5* $!!'
$!<* $!!'
4'&$ $! ""*
( )
#
67 -.
' !"=;
%/
/
0 /
*
+
(!%49 !!'
'"(!%!!'
# 49 '"!!'
!&! %" ! ! ""
(!%< '"!!'
% 3 # ! ""*
( )
5.0
5 !"%/
"
.
1 *#
% . .$
($!" %&&/5 !"% ! ""
+ &$&!!'
% 0% %!%
5%& 2%
5 >& 0% %!%
> %! !!'
(! !0% %!%
(!%4!" !!'
+&# 5 !"% 0% %!%
%&# ! ""
4!" 0% %!%
& + ! ""
$ 2%>'& "
% 2%>'& "
5 !0% %!%
"%9 * $!!'
' *