Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR karlmenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir þjófnað. Annar er tæplega þrí- tugur og hinn rúmlega tvítugur. Mennirnir voru ákærðir fyrir þjófnað og tilraun til nytjastuldar með því að hafa í lok ágúst á liðnu ári farið inn í tvær bifreiðar í miðbæ Ak- ureyrar og gert tilraun til að gang- setja þær í þeim tilgangi að aka þeim í heimildarleysi til Reykjavíkur. Úr annarri bifreiðinni stálu þeir sam- byggðu útvarpi og geislaspilara. Yngri maðurinn hefur ekki áður hlotið refsidóma. Með hliðsjón af af- dráttarlausri játningu, hreinum sak- arferli og ungum aldri þótti refsing hans hæfilega ákveðin 45 daga fang- elsi sem skilorðsbundið var til tveggja ára. Sá eldri hefur tvívegis hlotið refsidóma, fyrir ölvunarakstur, skemmdarverk og þjófnaðarbrot auk þess að gangast undir sektargreiðslu með sáttargjörð vegna ölvunarakst- urs. Hann var dæmdur í 60 daga fang- elsi sem skilorðsbundið var til tveggja ára. Mennirnir voru dæmdir til að greiða eiganda bifreiðarinnar um 46 þúsund krónur í skaðabætur. Skilorð vegna til- raunar til að stela bílum Héraðsdómur Norðurlands eystra KRISTNIBOÐSMÓT á veg- um Kristniboðssambandsins verður haldið að Löngumýri í Skagafirði dagana 20. til 22. júlí. Mótið verður sett á föstu- dagskvöld, 20. júlí, með sam- komu sem Friðrik Hilmarsson, ritstjóri Boðberans, talar á. Biblíulestur í umsjá Skúla Svavarssonar kristniboða verður á laugardagsmorgun og síðdegis kristniboðssam- koma sem Guðlaugur Gunn- arsson kristniboði, sem starfað hefur í Eþíópíu um árabil, sér um. Um kvöldið verður vitn- isburðarsamkoma þar sem fólk segir frá trúarreynslu sinni. Á sunnudagsmorgun verður farið í Goðdalakirkju kl. 11 í messu hjá sóknarprestinum, sr. Ólafi Hallgrímssyni. Lokasamkoma kristniboðs- mótsins verður kl. 14 á sunnu- dag en þá talar Jónas Þórisson kristniboði. Skráning á mótið er á Löngumýri og eru allir vel- komnir. Kristni- boðsmót á Löngu- mýri Í VOGUM 1 í Mývatnssveit er rekið afurðagott kúabú í nýlega byggðu fjósi sem sérstaklega er hannað með það fyrir augum að geta tekið á móti ferðafólki og gefa því kost á að sjá hvernig búið er að kúm og hvernig mjaltir fara fram við nútímalegar að- stæður. Í Vogafjósi ræður Ólöf Hallgríms- dóttir ríkjum með traustum stuðn- ingi móður sinnar, Önnu V. Skarp- héðinsdóttur, og annast þær mjaltir þótt fleiri úr fjölskyldunni eigi þar einnig hlut að máli. Það er afar athyglisvert og fróð- legt fyrir þann sem vanastur er að sækja sér mjólkurfernu úr kæliborði verslunar að koma hér í fjós og sjá með eigin augum hvernig kýr eru meðhöndlaðar og afurðir þeirra frá fyrstu hendi. Hér ræður snyrti- mennska ríkjum. Aðstaðan sem ferðafólki er boðin til skoðunar í fjósinu er mjög til fyr- irmyndar. Snyrtileg veitingastofa með stórum gluggum gerir gestum auðvelt að litast um í fjósinu við hlið- ina eða horfa á mjaltir meðan notið er veitinga. Ekki síst fyrir borgar- börn er ákaflega fræðandi og merki- leg upplifun að koma hér. Nokkuð er um að ferðafólk í Mývatnssveit noti sér þessa afþreyingu og kynnist ný- tísku kúabúi og aðbúnaði íslensku kýrinnar sem hefur verið þjóðinni samferða allt frá landnámstíð. Voga- fjós er opið frá 8-10 og 15-22 alla daga. Ferðamannafjós rekið á Vogum í Mývatnssveit Góð aðstaða til að fylgjast með mjöltum Morgunblaðið/BFH Að mjöltum loknum er kúnum hleypt út í sumarið. Mývatnssveit DR. GRÉTAR Þór Eyþórsson hefur verið ráð- inn fram- kvæmdastjóri Rannsóknastofn- unar Háskólans á Akureyri frá og með 1. ágúst næstkomandi. Hann hefur und- anfarin tvö ár starfað sem rannsóknastjóri við stofnunina. Grétar lauk doktorsprófi í stjórn- málafræði frá Háskólanum í Gauta- borg í Svíþjóð árið 1999 og fjallaði doktorsritgerð hans um sameiningu sveitarfélaga. Verkefni RHA hafa undanfarin misseri í auknum mæli snúist um sveitarstjórnarmál, auk samgöngumála og mats á sam- félagslegum umhverfisáhrifum stór- framkvæmda. Meðal annars er unnið að stórri úttekt á áhrifum og afleiðingum sameiningar sveitarfélaga og er verkið kostað af Félagsmálaráðu- neytinu. Niðurstöður verða kunn- gjörðar í desemberbyrjun. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri Grétar Þór Eyþórsson ráðinn fram- kvæmdastjóri Grétar Þór Eyþórsson UNG kona hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd í 14 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og fjárdrátt. Frestað er fullnustu 11 mánaða af refsingunni og mun hún niður falla haldi konan almennt skilorð. Konan var ákærð fyrir að hafa dregið sér peninga að upphæð um 6 milljónir króna úr sölukassa í verslun Hagkaups á Akureyri. Þá var hún einnig ákærð fyrir að hafa stolið 15-20 þúsund krón- um úr afgreiðslukassa í sjoppu verslunarinn- ar. Konan var afgreiðslumaður í versluninni, en fjárdrátturinn átti sér stað á tímabilinu 17. febrúar 1999 til 16. október sama ár. Konan viðurkenndi að hafa stolið peningum úr sjoppu verslunarinnar. Þá bar konan að fyrst eftir að hún var flutt á almennan kassi hafi hún ekki dregið sér fé, en eftir um það bil tveggja mánaða starf hafi hún fundið lykil sem notaður er við skil á vörum, bakfærslur og fleira. Lykilinn hafi hún notað til að gera bak- færslur og taka peninga úr kassanum. Hún kvaðst ekki geta sagt til um hversu mikið hún hefði tekið né hvaða daga, en hins vegar væri fráleitt að hún hefði tekið 6 milljónir. Í grein- argerð rannsóknarlögreglu um ætlaðan fjár- drátt konunnar kemur fram að hún hafi dregið sér fé að upphæð um 570 og upp í 930 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu. Minnst í febrú- ar er athæfið hófst eða um 163 þúsund krónur og 475 þúsund krónur í október þegar upp komst. Fyrir dómi upplýsti konan að hún hefði not- að mikið af fjármunum þeim sem hún dró sér til kaupa á áfengi, e-töflum, zorro-töflum, sem og til skemmtana af ýmsu tagi. Dómnum þótti með vísan til framlagðra gagna, afgreiðslumannauppgjöra, framburði vitna og greinargerðar rannsóknarlögreglu að konan hefði bakfært um 6 milljónir króna á umræddu tímabili og að engin skynsamleg rök væru til að vefengja að konan hefði gert um- ræddar bakfærslur. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af því að brot konunnar var stórfellt og stóð yfir í alllangan tíma. Eftir atvikum og með hliðsjón af ungum aldri, en konan var rétt rúmlega tví- tug þegar brotin áttu sér stað, þótti rétt að skilorðsbinda 11 mánuði af refsingunni. Ung kona dæmd fyrir þjófnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra Dró sér um 6 milljónir króna í verslun Hagkaups 19. júlí kl. 21.30 – Tuborgjazz – Heitur fimmtudagur í Deiglunni. Kvintettinn Jump Monk. Saxófón- ar: Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson. Píanó: Davíð Þór. Bassi: Tómas R. Trommur: Matthías Hemstock. Aðgangseyrir 500 kr.- 20. júlí kl. 20.30 – Ljóðakvöld í Davíðshúsi. Dagskrá úr Davíðsljóð- um: Mælt fyrir munn kvenna. 21. júlí kl. 16.00 – Opnun myndlistarsýningarinnar „Allt sem sýnist“ í Deiglunni. Út- skriftarnemendur frá AKI listahá- skóla í Enschede í Hollandi. Stend- ur til 5. ágúst. 22. júlí kl. 17.00 – Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju. Björn Steinar Sólbergsson organisti, Hulda Björk Garðars- dóttir sópran og Sigrún Arna Arn- grímsdóttir mezzósópran. Á efnisskrá verða verk eftir Ey- þór Stefánsson, Jón Hlöðver Ás- kelsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Leifs, Jehan Alain og Gabriel Fauré. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. 22. júlí verður einnig starfsdagur í Laufási. 26. júlí kl. 21.30 – Tuborgjazz – Heitur fimmtudagur í Deiglunni. Kvintett Kristjönu Stefánsdóttur. Aðgangseyrir 500 kr.- Myndlistarsýningar í Ketilhúsinu Elena Koskimies sýnir á svölum Ketilhússins og nemendur úr LHÍ sýna í stóra salnum og á jarðhæð. Kompan listagallerí á vinnustofu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Sýn- ing Gústafs Bollasonar. Café Karólína. Jonna sýnir 35 mósaíkspegla. Samlagið-Listhús. Gluggasýning Höddu. Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Auk fastra sýninga sýnir Margrét Jónsdóttir keramiklistakona spila- dósir. Listasafnið. Akureyri í myndlist, stendur til 29. júlí. Listasumar ÞRIÐJU Sumartónleikar í Akureyr- arkirkju verða haldnir sunnudaginn 22. júlí kl. 17 og verða flytjendur að þessu sinni Eyfirðingur og Akureyr- ingar, þ.e. þau Hulda Björk Garð- arsdóttir, sópran, Sigrún Arna Arn- grímsdóttir, messósópran, og Björn Steinar Sólbergsson, orgelleikari. Á efnisskrá eru verk eftir Eyþór Stefánsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Leifs, Jehan Alain og Gabriel Fauré. Að- gangur er ókeypis og allir velkomn- ir. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Hulda Björk, Björn Steinar og Sigrún Arna eru flytjendur á tónleikunum. Flytjendurnir eru úr hópi heimamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.