Morgunblaðið - 19.07.2001, Blaðsíða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 27
JACQUES Chirac, forseti Frakk-
lands, getur nú varpað öndinni lítið
eitt léttar eftir að rannsóknadómar-
ar, sem eru með hið svokallaða „flug-
miðahneyksli“ til umfjöllunar, kom-
ust að þeirri niðurstöðu að lög
heimiluðu ekki að forsetinn væri
kallaður fyrir sem vitni við rannsókn
málsins.
Þetta þýðir að rannsóknin á því
hvaðan þær á að gizka 2,4 milljónir
franka, um 31 milljón króna, sem
greiddar voru í reiðufé fyrir ferðalög
Chiracs og hans nánustu á tíma-
bilinu 1992–1995, þ.e. á síðustu árum
hans sem borgarstjóri Parísar, verð-
ur að hafa sinn gang án þess að fyrir
liggi vitnisburður lykilmanns máls-
ins. En saksóknarinn í París, Jean-
Pierre Dintilhac, sem í síðustu viku
sagði að hægt væri að stefna Chirac
til að bera vitni, áfrýjaði í gær nið-
urstöðu dómaranna og dómstóll mun
úrskurða í málinu síðar á árinu.
Chirac ekki
yfirheyrður
París. AFP.
JAPANIR hafa opinberlega
viðurkennt að þeir hafi beitt
efnahagsaðstoð sem þeir veita
þróunarríkjum til að tryggja
stuðning ákveðinna aðildar-
ríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins
við afstöðu Japana til ályktana
ráðsins, að því er AP-fréttastof-
an greinir frá. Sjávarútvegs-
ráðherrann Maseyuku Kom-
atsu segir Japani þurfa að beita
fortölum og efnahagslegum
þrýstingi til að bæta upp skort
þeirra á öðrum aðferðum til að
hafa áhrif á alþjóðavettvangi,
svo sem hernaðarmætti. Tjáði
ráðherrann ástralska sjónvarp-
inu að hann sæi ekkert athuga-
vert við þetta. Sex Karíbahafs-
ríki greiddu atkvæði nærri
nákvæmlega eins og Japan á
síðasta ársfundi Alþjóðahval-
veiðiráðsins í fyrra, en næsti
fundur ráðsins hefst í Lundún-
um í næstu viku. Verður þar
tekizt á um hvort aflétta skuli
banni sem ráðið setti við hval-
veiðum í atvinnuskyni árið
1986.
Beate Uhse
látin
BEATE Uhse, þekktasta kon-
an í þýzku viðskiptalífi, er látin
á 82. aldursári. Hún stofnaði
fyrir réttum
50 árum í
Flensborg í
Norður-
Þýzkalandi
póstsend-
ingarþjón-
ustu fyrir
gúmmíverj-
ur og kyn-
lífsráðgjaf-
arbæklinga,
sem með árunum óx upp í
stærsta kynlífsiðnaðarfyrir-
tæki Evrópu, sem nú veltir ár-
lega um 300 milljónum marka,
um 13,5 milljörðum króna. Fyr-
irtækið var sett á opinn hluta-
bréfamarkað fyrir tveimur ár-
um. Uhse, sem á stríðsárunum
tók þátt í að reynslufljúga her-
flugvélum og flaug eigin einka-
flugvél fram á 73. aldursár,
stjórnaði fyrirtæki sínu allt
framundir það síðasta. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum
þekktu 98% Þjóðverja nafn
hennar.
Krani fell-
ur í Kína
SEX hundruð tonna hafnar-
krani í kínversku borginni
Sjanghæ féll á hliðina í fyrra-
dag með þeim afleiðingum að
36 manns að minnsta kosti létu
lífið og fimm slösuðust, eftir því
sem Xinhua-fréttastofan
greindi frá í gær. Verið var að
reisa kranann í skipasmíða-
stöðinni Hudong þegar hann
féll og lenti á vinnuhópi.
Dæmdur fyr-
ir eyðnismit
DÓMSTÓLL í Stuttgart í
Þýzkalandi dæmdi í gær 36 ára
gamlan bandarískan plötusnúð
í 10 ára fangelsi fyrir að hafa
smitað að minnsta kosti fjórar
konur af HIV-veirunni. Var tal-
ið sannað að maðurinn, Stoney
Berly Gibbs, hefði vísvitandi
sofið hjá konunum verjulaust,
vitandi að þær myndu smitast
af honum.
STUTT
Japanar
kaupa
atkvæði
Beate Roter-
mund Uhse