Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 1
Færeyjar Mikil bjartsýni ríkir á nýjan leik hjá frændum okkar í Færeyjum eftir nokkur erfið ár, þegar sjö þúsund manns – hvorki meira né minna en 15% íbúanna – fluttu á brott vegna kreppunnar. Afbragðs atvinnuástand hefur meðal annars gert það að verkum að flestir hinna brottfluttu hafa snúið heim á ný, en einnig skiptir mögu- legur olíufundur á landgrunni eyjanna miklu máli. Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur sótt Færeyjar heim með reglulegu millibili í einn og hálfan áratug og fangað daglegt líf íbúanna. Myndirnar sem hér eru birtar eru hluti verkefnis sem Ragnar hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir, nú síðast heiðursviðurkenningu kennda við Oskar Barnack, höfund Leica-myndavélarinnar. Þar skrásetur Ragnar lífshætti sem óðum eru að hverfa, í Færeyjum, á Íslandi og Grænlandi./B14 ferðalög5 stjörnu klaustur bílarTombólu-Lexus? börnEinkabókin bíó Ńý apapláneta Ástartréð úr vesturbænum Skrítið tré fær hlutverk í bíómynd Ætlum að halda í þetta t́ré eins og hægt er Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 2. september 2001

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.