Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 6
HINN 8. ágúst ákvaðþýska lyfjafyrirtækiðBayer að taka af mark-aði í Evrópu og Banda- ríkjunum blóðfitulækkandi lyf sem inniheldur virka efnið cerivastatín. Í Bandaríkjunum var það selt und- ir sérlyfjaheitinu Baycol en hér á landi Lipobay. Lyfið Baycol sem hefur öflug blóðfitulækkandi áhrif kom fyrst á markað 1997 og hafði þá verið prófað á yfir 3 þúsund sjúklingum án þess að alvarlegar aukaverkanir kæmu í ljós. Baycol tilheyrir flokki lyfja sem kallast statín en virkni þeirra felst í að lækka magn kólesteróls í blóði. Þau draga því verulega úr líkum á hjartaáfalli og heilablæðingu sem hvort tveggja geta verið lífshættu- legir sjúkdómar. Í maí á þessu ári komst hópur bandarískra sérfræð- inga að þeirri niðurstöðu að gagn- semi statínlyfja væri slík að þau gætu bætt heilsu allt að 36 millj- óna Bandaríkjamanna. Nokkrum mánuðum seinna kom hins vegar í ljós að þau þeirra sem innihéldu virka efnið cerivastatín tengdust dauðsföllum víða um heim og voru tekin af markaði af framleiðand- anum sjálfum sem gæti átt lög- sókn yfir höfði sér. Atburðarásin til skoðunar Í Bandaríkjunum velta menn vöngum yfir atburðarásinni. Stat- ínlyf höfðu verið á markaði þar í nokkur ár áður en Baycol var skráð og rákvöðvasundrun er þekkt en sjaldgæf aukaverkun þessara lyfja. Í desember 1999, um tveimur árum eftir að Baycol kom á markað, fór hins vegar að bera á tilkynningum um dauðsföll af völd- um nýrnabilunar í kjölfar rák- vöðvasundrunar (rhabdomylosis). Þær voru tengdar við Baycol sér- lyfið en ekki hin statínlyfin. Bayer, framleiðandi Baycol og bandaríska lyfjastofnunin (FDA) tóku þá höndum saman og sendu aðvörun til lækna. Læknum var ráðlagt að hefja ekki meðferð með hámarks- skammti og meðhöndla ekki sjúk- linga samtímis með lyfjum sem innhéldu cerivastatín, það er Bayc- ol og lyfjum sem innihéldu gemb- ibrozil. (Hér á landi var um að ræða lyfin Lipobay sem inniheldur cerivastatín og Lopid sem inni- heldur gemfibrozil.) Rúmu ári seinna var læknum send önnur að- vörun sem virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Aðvaranirnar gagnslausar? Tvö atriði gætu skýrt andvara- leysi læknanna. Í fyrsta lagi eru statínlyf mjög öflug lyf en líka mjög dýr. Læknar í Bandaríkj- unum hafa því af sparnaðarástæð- um valið að nota þau stundum með öðrum lyfjum með svipaða verkun en ódýrari og þannig leitast við að ná fram sem bestum árangri á sem hagkvæmastan hátt. Í öðru lagi var Baycol, sem kom tiltölulega seint á markað, einna ódýrasta lyf- ið í flokknum og því mikið notað. Möguleikarnir á hinni hættulegu samverkun voru því einna mestir þegar Baycol átti í hlut. Þar að auki má draga þær ályktanir af viðbrögðum læknanna við aðvör- ununum að þeir hafi talið sig vita af hættunni á rákvöðvasundrun, sem er þekkt sjaldgæf aukaverkun statínlyfjanna, en ekki áttað sig á eða ekki verið nógu skýrt tekið fram að hér var verið að vara við aukningu á lífshættulegum auka- verkunum. Hér á landi var cerivastatín markaðssett undir sérlyfjaheitinu Lipobay og hefur það verið tekið af markaði. Aðeins örfáir Íslend- ingar höfðu neytt þess og þeir hafa ekki fundið fyrir aukaverk- unum eins og áður hefur komið fram í viðtali Morgunblaðsins 14. ágúst við Magnús Jóhannsson hjá Lyfjastofnun. Skráning lyfja á Íslandi Skráning nýrra lyfja hér á landi er í höndum Lyfjastofnunar. Að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar, verða ávallt að liggja fyrir mjög um- fangsmikil gögn um lyf þegar það er sett á markað. Þessi gögn spanna upplýsingar um alla fram- leiðslu lyfsins svo sem um fram- leiðsluferil, um hráefni og um framleiðslustað. Einnig þurfa að koma fram upplýsingar um rann- sóknir sem gerðar hafa verið á dýrum og um eiturfræðilegar rannsóknir. Gögn um notkun lyfs- ins í fólki eru viðamikil og taka bæði til áhrifa lyfsins á heilbrigða einstaklinga og svo auðvitað áhrifa þess á sjúkdóminn sem það beinist gegn. „Frá fyrsta janúar 2000 er um tvær leiðir að ræða til að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf hér á landi en þá hófum við þátttöku í evrópska ferlinu,“ sagði Rannveig. „Þar er fyrst þessi svokallaða mið- læga skráning. Þá meta ráðgefandi vísindanefndir á vegum Lyfja- stofnunar Evrópu gögn um lyfið en öll EES-ríki eiga aðild að þess- um nefndum, þ.m.t. Ísland. Í þenn- an feril fara ákveðin lyf , t.d. há- tæknilyf og algerar nýjungar að mati Lyfjastofnunarinnar. Það er svo framkvæmdastjórn Evrópu sem gefur svo út hið miðlæga markaðsleyfið innan þriggja mán- aða frá því að álit vísindanefndar lá fyrir og við svo mánuði síðar. Hinn ferillinn felst í gagnkvæmri viðurkenningu. Í því tilviki er um að ræða að eitt land á þessu svæði tekur að sér að meta lyfið og gefa út markaðsleyfi. Síðan hefst gagn- kvæmur viðurkenningarferill sem við tökum þátt í á sama hátt. Þau lönd sem lyfjafyrirtækið ákveður að markaðssetja lyfið í fá þá 90 daga til að meta þá matsgerð sem upphafslandið gerði og gera hugs- anlega athugasemdir. Að þessu loknu er gefið út markaðsleyfi. Sé um alvarlegar athugasemdir að ræða getur fyrirtækið dregið um- sóknina til baka í því landi sem at- hugasemdin kom frá eða þá að málið fer í ákveðinn feril hjá Lyfjastofnun Evrópu. Ný lyf koma því fyrr á markað hér á landi en þau gerðu áður,“ sagði Rannveig. Pétur Gunnarsson, lyfjafræðing- ur hjá Lyfjastofnun, fer með þau mál sem tengjast tilkynningum á aukaverkunum hjá stofnuninni. „Þegar nýtt lyf hefur hlotið skrán- ingu og fer í fyrsta skipti á mark- að fer það inn í nokkurs konar eft- irlitskerfi sem við köllum lyfjagát eða pharmacovigilance. Það er fylgst með lyfinu allan þann tíma sem það er á markaði en þó sér- staklega fyrstu 5 árin. Fyrirtækj- um ber skylda til að safna upplýs- ingum um allar tilkynningar aukaverkana því raunverulegur prófíll aukaverkana kemur ekki í ljós fyrr en lyfið er komið í al- menna notkun. Alvarleg aukaverk- un lyfs gæti til dæmis komið fram í eitt skipti af 100 þúsund en lyf eru ekki prófuð á svo stórum hópi áður en þau fá markaðsleyfi. Hvað okkur hér áhrærir þá erum við að- ilar að miðlægum gagnagrunni evrópsku Lyfjastofnunarinnar. Í þann gagnagrunn senda öll lönd Evrópu tilkynningar um aukaverk- anir miðlægt skráðra lyfja sem við höfum aðgang að. Samstarf er einnig mikið í hinum skráninga- flokknum. Ákveðið kerfi er í gangi varðandi fyrirspurnir og upplýs- ingar og okkur berast því fljótt all- ar upplýsingar sérstaklega frá EES-löndum.“ sagði hann. Tilkynningar um aukaverkanir Rannveig segir að eitt af átaks- verkefnum Lyfjastofnunar um þessar mundir sé að vekja athygli á tilkynningaskyldu aukaverkana. Samkvæmt lyfjalögum eiga Land- læknir og Lyfjastofnun að fylgja þessari skráningu eftir en stofn- unin telur að þessi mál þurfi að færa til betri vegar. Ný reglugerð mun brátt verða tekin í notkun hér á landi og verða þá þessar reglur í samræmi við það sem er í Evrópu en þar hvílir þessi tilkynninga- skylda og siðferðilega ábyrgð á öll- um heilbrigðisstéttum. Eyðublað fyrir þessa skránigu var hannað fyrir 3 árum að norrænni fyrir- mynd. Þörf á hugarfarsbreytingu Pétur var spurður hvernig auka- verkanir lyfja væru tilkynntar á Íslandi. „Það er mín skoðun,“ sagði hann, „að tilkynningaskyldan þurfi að verða hluti af þjálfun heil- brigðisstéttanna, lækna, hjúkrun- arfræðinga, lyfjafræðinga og ann- arra. Það verður að vera venja að skrá og tilkynna að um hugsanlega aukaverkun hafi verið að ræða en ekki bara ræða það við samstarfs- fólkið. Hér þarf að verða hugar- farsbreyting því svo virðist sem sumir telji slæmt fyrir sig að þurfa að skrá aukaverkun á sinn sjúk- ling, það sé þeim á einhvern hátt til minnkunar í starfi,“ sagði Pét- ur. „Ýmsum verður einnig tíðrætt um að skráningunni fylgi aukið pappírsflóð. Í því sambandi vil ég benda á að ef við stæðum okkur mjög vel, betur en hin Norður- löndin sem þó standa sig ágætlega þá værum við kannski að tala um 150 tilkynningar á ári. Jafnvel þótt þær væru ekki nema 100 á ári þá væri hver starfandi læknir á Ís- landi að tilkynna um eina auka- verkun á 10 ára fresti,“ sagði hann. Aðvaranir til lækna í Banda- ríkjunum um alvarlegar aukaverkanir lyfsins Baycol eða Lipobay skiluðu sér ekki og hefur lyfið valdið að minnsta kosti 31 dauðsfalli svo vitað sé á Vesturlöndum. Framleiðandi lyfsins, þýska fyrirtækið Bayer, hefur nú tekið það af markaði. Ragnheiður Gunnarsdóttir kynnti sér hvernig staðið er að skráningu nýrra lyfja og tilkynningum um aukaverkanir af þeirra völd- um hér á landi. Stytta Bertels Thorvaldsen af Hebu, gyðju eilífrar æsku, vakir yfir nöfnum látinna apótekara Reykjavíkurapótekssem með þekkingu sinni hafa án efa lengt líf margra. Þessi krukka er hluti af innréttingum Reykjavíkurapóteks. Nú hefur lyfjafram- leiðsla færst úr höndum apótekara inn á tæknivæddar rannsóknastofur en lyfjaiðnaður heimsins veltir þúsundum milljarða á ári. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Pétur Gunnarsson, lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun, og Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar. Lyf og læknar 6 B SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.