Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ bílar LEXUS stendur fyrir lúxusbíla og fólksbílum fyrirtækisins er stillt upp á móti þýskum lúxusbílum, eins og Mercedes-Benz og BMW. LS-bíllinn keppir við Mercedes- Benz S og BMW 7, GS-bíllinn við Benz E og BMW 5 og IS200 við Benz C og BMW 3. Það sem vekur athygli í þessum samanburði er að verðlagið á Lexus er mun hagstæð- ara en keppinautanna, en engu að síður hefur Lexus oftar en ekki trónað á toppin- um í ýmsum könnunum sem gerðar hafa ver- ið á gæðum bíla. Lexus hefur tekið þá stefnu að ná fótfestu á Evrópumarkaði með hagstæðu verði og lýta- lausri fram- leiðslu, rétt eins og gert var á Bandaríkja- markaði þegar fyrirtækið hóf innreið sína þar. Lúxussportbílar Nú er kominn á markað SC430, kúpu- bakurinn sem kynntur var sem hugmynda- bíll í Tókíó haustið 1999 og vakti þar mikla athygli. Með þess- um bíl fer fyrirtækið inn á nýjan markað lúxussportbíla, og ætlar þar að velgja undir uggum umtöl- uðum bílum eins og Jaguar XK8, nýjum Mercedes-Benz SL og Porsche 911. Við prófuðum bílinn á dögunum. Leiðin lá austur að Nesjavalla- virkjun, meðfram Þingvallavatni til norðurs og eftir Mosfellsheiðinni aftur til borgarinnar. Farkosturinn var með ýmsum aukabúnaði, s.s. leiðsögutæki og Mark Levinsson hljómtækjum, sem saman hækka verðið frá um 7,8 milljónum kr. í yf- ir 8,4 milljónir kr. Það var ekki laust við að prófara stæði dálítil ógn af öllum þeim krónum sem liggja í þessu magnaða ökutæki, en það vandist vel að aka bílnum og fyrr en varði snerust heilabrotin um allt annað en krónur og aura. SC430 er, að mati þess sem þetta skrifar, einhver laglegasti kúpu- bakur sem lengi hefur komið fram. Að sumu leyti minnir hann á Mercedes-Benz CL en einnig finnst manni einhver svipbrigði frá litla Toyota MR2 sportaranum. SC430 er með hárri mittislínu og litlu þaki sem myndar hálfhring. Vélarhlífin er stór og sömuleiðis skotthlutinn. Undir bílnum eru vegleg 245/ 40 hjól á 18 tommu álfelgum. Þakið er með raf- stýrðri opnun og fellur ofan í skottið með einni rofasnertingu. Að innan er bíll- inn klæddur þykku, ljósu leðri, jafnt sæti sem mælaborð og hurðir. Þarna er allt til alls; rafstýring í að- drætti á stýri, stjórnrofar fyrir hljómtæki í stýri, hraðastillir, feikiöflug Mark Levinsson hljóm- tæki, leiðsögu- tæki, hiti í sæt- um, regnskynj- arar í framrúðu, minnisstilling í sætum og stýri, spólvörn og skrið- vörn svo eitthvað sé nefnt. Aftan við framsætin eru tvö sæti en þau nýtast ekki til annars en þess að geyma litlar töskur eða annað slíkt. Vélin 286 hestöfl Það er gríðarlega vandað til þessa bíls og þess verður greinilega vart í allri umgengni. Vélin er 4,3 lítra, VVT-i V8, 32 ventla og skilar 286 hestöflum. Þetta er sama vél og í Lexus LS430 „forsetabílnum“ sem áhugasamir geta virt fyrir sér í nýjum salarkynnum Lexus á Ný- býlavegi. Við vélina er tengd fimm þrepa, rafeindastýrð sjálfskipting, en Lexus hefur ekki boðið hálfsjálf- skiptingu í stærri gerðir sinna bíla. Það er enginn skortur á afli í þess- um bíl og sjálfskiptingin er afar fylgin og svarar strax óskum öku- manns um snúningshraðaaukningu og skiptir sér hljóðlaust og mjúk- lega. Það sem vekur líka athygli er hljóðeinangrunin. Það heyrist vart í þessari stóru vél, jafnvel þótt hraustlega sé gefið inn. Bíllinn nær 100 km hraða á 6,4 sekúndum, sem er talsvert langt frá t.d. Porsche 911 Carrera 4, sem er 5,2 sekúndur í hundraðið, hvað þá Porsche 911 Turbo sem er 4,2 sekúndur í hund- raðið, enda ólíku saman að jafna þar sem Carreran er mun léttari bíll með 300 hestafla vél og Turbo- inn með 420 hestafla vél. Einnig verður að líta til þess að SC430 er ekki hreinræktaður keppnisbíll, heldur miklu fremur ofurfágaður sportbíll með mikilli innistæðu í formi vélarafls. Helsti keppinautur þessa bíls á Evrópumarkaði er reyndar sagður vera Mercedes- Benz CL 500, sem er með 306 hest- afla, V8 vél og er 6,5 sekúndur í hundraðið. Það sem SC430 hefur hins vegar á móti sér út frá evr- ópskum væntingum er fjöðrunar- kerfið. Fjöðrunin er til fyrirmynd- ar í öllum venjulegum akstri, mýktin og slaglengdin uppmáluð, en þegar reynir á bílinn á miklum hraða hefur hann tilhneigingu til að missa jarðsambandið. Þótt Lexus SC430 skáki kannski ekki bestu sportbílunum í Evrópu, (lesist Porsche), er þetta magnaður gripur og svo virðist sem Lexus hafi hitt á réttu formúluna því lang- ir biðlistar eru eftir bílnum í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Og þótt verðið sé um átta milljónir kr. þá er það, ótrúlegt en satt, tombóluverð miðað við CL500 sem sagður er helsti keppinauturinn. Samkvæmt upplýsingum frá Ræsi, umboðs- aðila Mercedes-Benz, kostar slíkur vagn frá um 15 milljónum kr. og er hann reyndar illfáanlegur vegna mikillar eftirspurnar erlendis. Þannig tæki nokkra mánuði að fá slíkan bíl til landsins. Lexus SC430 á tombóluverði? Þokkalegasta farangursrými þegar þakið er uppi. Leður er í sætum, hurðum og mæla- borði. Ekta viður og leður og hágæðahljómtæki frá Mark Levinsson. Þakið er með rafstýrðri opnun og fellur ofan í farangursrýmið. Morgunblaðið/Jim Smart Lexus SC430 er fágaður sportbíll og hönnunin er stórglæsileg. Vél: 4.293 rsm, V8, 32 ventlar, VVTi, 286 hest- öfl, 419 Nm við 3.500 sn./mín. Gírkassi: Fimm þrepa sjálfskipting ECT-i. Hámarkshraði: 250 km/ klst. Hröðun: 6,4 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Eyðsla: 12 lítrar í blönd- uðum akstri. Lengd: 4,51 m. Breidd: 1,82 m. Eigin þyngd: 2.110 kg. Verð: 7,8–8,4 milljónir kr. Umboð: Lexus, Nýbýlavegi. Lexus SC430 gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Lexus SC430 Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.