Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög NÁTTÚRAN KALLAR! virtum spænskum ætt- um fengu þar inngöngu og að auki þurftu feður þeirra að borga „heim- anmund“ til klausturs- ins. Samkvæmt hefð yfirstéttarinnar á Spáni á þessum tíma var elsta dóttirin í fjöl- skyldunni gift góðu mannsefni, önnur dótt- irin var send í klaustur og þriðju, eða yngstu dótturinni, var haldið eftir heima til að sjá um móður sína. Klaustrið Santa Catalina þótti á þessum tíma vænn kostur fyrir hefð- armeyjar og margir for- eldrar borguðu háar fjárhæðir til að dætur þeirra fengju inngöngu. En þetta var ekki hefð- bundið klaustur þar sem nunnurnar áttu að afsala sér öllum lífsins gæðum – þvert á móti. Nunnurnar, ungar stúlkur af virtum spænskum ættum, bjuggu þar í munaði með þjón- ustustúlkur og þræla. Fyrst í stað höfðu nunnurnar sér til þjónustu svartar stúlkur sem voru fluttar frá Afríku en þær áttu erfitt með að að- lagast köldu og þunnu lofti þorpsins í Andesfjöllunum. Síðar fengu nunn- urnar innfæddar stúlkur til að vinna fyrir sig; elda, sjá um þrif og aðra þjónustu. Innan veggja klaustursins bjuggu um 450 konur þegar mest S PÁNVERJAR og aðrir Evr- ópubúar kristnuðu indíána Suður-Ameríku með vopna- valdi á 15. og 16. öld. Þeir sem voru sendir af spænsku konungshjón- unum Isabellu og Ferdinandi áttu skilyrðislaust að breiða út kaþólska trú meðal hinna nýju þegna ríkis þeirra. Byggð voru fjölmörg klaustur, stór sem smá, og eitt þeirra var reist í fjallabænum Arequipa árið 1580. Það er ákaflega áhugavert að skoða og andrúmsloftið innan klaust- urveggjanna var gert eins aðlaðandi og fallegt og unnt var til að laða að ungar hefðarmeyjar frá Spáni. Vænn kostur fyrir hefðarmeyjar Stofnandi klaustursins var rík spænsk ekkja, María de Guzmán. Hún setti vissar reglur um klausturvist og ekki var öllum heittrúuðum stúlkum hleypt þangað inn. Aðeins stúlkur af Fimm stjörnu nunnuklaustur var; um þriðjungur þeirra voru nunn- ur en hinar voru þjónustustúlkur. Miklar veislur Nunnurnar höfðu til afnota eigin íbúðir; svefnherbergi, setustofu og eldhús með svefnkróki fyrir þjón- ustufólk. Íbúðirnar voru skreyttar dýrindis málverkum, evrópskum hús- gögnum og fínasta postulíni. Sér til afþreyingar héldu þær miklar veislur og buðu til sín hljóðfæraleikurum og öðrum listamönnum. Spænsku hefð- arstúlkurnar nutu því allra þeirra þæginda og skemmtunar sem þær höfðu alist upp við á Spáni. Á þessum tíma bjó fólkið í bænum við sára fá- tækt en hefðarnunnurnar voru ein- angraðar frá þeim raunveruleika sem blasti við utan klaustursins. Þremur öldum síðar, eða árið 1871, barst kvörtun frá Vatíkaninu og páfinn for- dæmdi lífið innan veggja klaustursins Santa Catalina sem líktist fremur einkaklúbbi hefðarkvenna en klaustri. Hann sendi systur Jósefu Cadena, stranga nunnu af Dóminíkanaregl- unni, til þess að uppræta þessa spill- ingu og koma reglu á klausturlífið. Systir Jósefa breytti lifnaðarháttum nunnanna í klaustrinu, leyfði þeim þjónustustúlkum að fara sem vildu en öðrum að gerast nunnur. Byggt var sameiginlegt eldhús og nunn- urnar sjálfar þurftu nú að sjá um eldamennskuna; þær borðuðu allar saman í samkomusalnum og voru látnar sofa nokkrar saman í herbergi. Öll þægindi, sem nunnurnar höfðu búið við áður, heyrðu nú sögunni til. Klaustrið var ekki lengur einungis fyrir ríkar stúlkur heldur var það Í fjallabænum Arequipa í Perú er klaustrið Monasterio de Santa Catalina sem reist var árið 1580, aðallega fyrir spænskar hefðarmeyjar. Ragnheiður Kristinsdóttir gekk þar um götur og blómleg torg og kynnti sér sögu þess. klaustrið Monasterio de Santa Catal- ina sem var byggt eins og lítið spænskt þorp og er eitt af perlum byggingarlistar frá nýlendutímanum í rómönsku Ameríku. Byggingar innan klausturmúranna voru málaðar í björtum litum: bláar, okkurgular og rauðar. Göturnar voru nefndar eftir borgum á Spáni: Toledo, Sevilla, Granada og Córdoba, og voru skreyttar litríkum blómum, appels- ínutrjám og gosbrunnum. Umhverfið Úr klausturþorpinu svokallaða, á veggnum stendur þögn en það var allt annað en þögn og bænalestur á þessum tímum. S AMARÍA er göngusvæði Krítverja, eins konar „Laugavegur fjallanna“. Gljúfrið er gengið á einum degi, 18 kílómetrar í einum rykk, eins gott að vera vel skóaður og sæmilega á sig kominn! Samaría dregur til sín ferðamenn frá öllum heimshornum, um hundrað þúsund manns árlega, ákafa í að njóta einstæðrar náttúru- fegurðar og kynnast sögu gljúfursins. Samaría er sögufrægt náttúru- virki, óvinnandi fjallakastali með að- eins tvær inngönguleiðir, brattan stíg frá Omalos-hásléttunni og mjó göng milli himinhárra hamraveggja nálægt strönd Líbíuhafs. Hér var hægt að lifa góðu lífi með næga villibráð og rennandi vatn. Gljúfrabúar létu aldrei kúga sig og réðust oft gegn ríkjandi yfirvaldi; Feneyingum (1204–1669); Tyrkjum (1669–1898), „tíma angistar í 270 ár, 11 mánuði og 9 daga“, og Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld- inni. Sfakitos (gljúfrabúar) eru fræg- ustu frelsishetjur Krítverja. Náttúruperlan Samaría geymir ótal hella, litlar kirkjur úr hlöðnu grjóti og yfirgefin þorp, eftir að gljúfrið var gert að þjóðgarði. Neðan- jarðar niða bergvatnslindir, upp- sprettur svala sólheitum ferðamanni og villtar geitur (krí-krí) hlaupa upp klettaveggi. Samaría er stórkostlegur minnisvarði um frelsisbaráttu og náttúrufegurð hvítu eyjunnar Krítar. Árla morguns standa nítján Ís- lendingar á Omalos-hásléttunni við Xyloskalo (tréstigann) sem dregur nafn sitt af tréhandriði niður á botn gljúfurins. Fararstjórinn okkar er Ragna Vala Kjartansdóttir sem verð- ur að gæta þess að allir skili sér á rétt- Stærsta gljúfur Evrópu er á Krít Gengið í fótsporum frelsishetja Krítar Á Krít er Samaríagljúfrið, sögufrægt náttúruvirki sem nær norður frá Omalos- hásléttu suður að Líbíuhafi. Oddný Sv. Björgvins gekk eftir gljúfrinu. Gengið í grýttum árfarvegi, en stöðugt breyttist undir fótinn og var töluverð áreynsla á fæturna. Eftirminnilegt frí Hvert er eftirminnilegasta fríið þitt? Þegar við hjónin fórum í frí til Suður-Afríku fyrir nokkrum árum. Hvernig var ferðin skipulögð? Við flugum til Jóhannesarborgar, leigðum þar bíl og fórum síðan á ferðaskrifstofu og létum benda okkur á áhugaverða staði lands- ins. Hvar gistirðu? Á ýmsum hótelum í þorpum og bæjum. Hvernig var ökuferðin? Mikið ævintýri. Landið er óskaplega fjölbreytt og fegurð landslagsins ólýsanleg. Við keyrðum meðal annars inn í Kalahari-eyðimörkina þar sem Búskmenn, sem eru mjög lágvaxnir, búa og síðar í Zulu-land í norðri þar sem Zulu-menn, sem eru mjög hávaxnir, búa. Við sáum heim- kynni og fræddumst um menningu þessara þjóðflokka, sáum meðal annars stríðsdansa, sem var mjög gaman. Við heimsóttum líka Höfða- borg, sem hefur fallegasta borgarstæði sem ég man eftir. Einhverjir staðir sem vert er að heimsækja á þessum slóðum? Ég mæli með Krüger-þjóðgarðinum. Þar gistum við í strákofum sem búnir voru öllum þægindum en ef við opnuðum glugga komu undir eins litlir apakettir inn til að sníkja mat. Við ókum á opnum jeppa um þjóð- garðinn þar sem við sáum ljónafjölskyldu, blettatígur, buffalóhjarðir, fíla og gíraffa og alls kyns dýr sem við höfðum aldrei séð villt. Okkur var sagt að svo fremi sem við stæðum ekki upp eða færum út úr bílnum væri engin hætta á ferðum en samt fylgdi vopnaður maður hverjum bíl ef eitthvað kynni að bera út af. Einnig stóð til boða að fara í gönguferðir í fylgd vopnaðra manna. Þá heimsóttum við bæinn Stellenbosch, sem er í vínræktarhéruðunum í suðurvesturhluta landsins, sem var mjög gaman. Einhverjir veitingastaðir sem þú mælir með? Við borðuðum á ýmsum veitingastöðum og fengum alltaf góðan mat. Ég verð þó að mæla með gististaðnum D’ouwe Werf í Stellenbosch en þar var gott að dvelja og frábær matur. Einhver ferð fyrirhuguð á næstunni? Nei. Edda R. Níels er eigandi Linsunnar í Aðalstræti. Hún fór í eftirminnilega ökuferð um Suður-Afríku. Með ljónum og apa- köttum í S-Afríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.