Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2001 B 21 bílar BÍLAFRAMLEIÐENDUR hafa í auknum mæli snúið sér að fram- leiðslu bíla sem nota aðra orku- gjafa en jarðeldsneyti, en áður fyrr voru slíkir bílar nánast undantekn- ingarlaust með hefðbundnum sprengihreyflum en eftirmarkaður- inn sá um breytingar fyrir aðra orkugjafa. Fiat og Volvo framleiða bíla með svokölluðum tvíbrennihreyflum, sem eru knúnir bensíni og/eða fljótandi jarðefnagösum eða met- ani. Opel er um þessar mundir að setja á markað Zafira fjölnotabíl með metanvél og Renault setur á markað fimm gerðir af bílum með vélum sem brenna jarðefnagösum á þessu ári. Þrír eru þegar komnir á markað, þ.e. Twingo, Kangoo og Scénic og í desember er von á Mégane og Laguna langbökum. Það er mat samtaka framleið- enda jarðefnagasa í Evrópu að markaður fyrir slíka bíla í Bret- landi, Frakklandi, Belgíu og Hol- landi sé um 150.000 og búist er við að markaðurinn stækki um 4–4,5% á næsta ári og síðan um 6–7% á ári fram til 2005. Framtíð nýrra orkugjafa er þó háð uppbyggingu eldsneytisstöðva í álfunni. Í Evrópu eru yfir 10 þús- und eldsneytisstöðvar þar sem hægt er að kaupa jarðefnagas en fjöldi stöðva er afar mismunandi eftir löndum. Í Frakklandi eru t.a.m. 1.700 stöðvar en engin á Spáni og aðeins 137 í Þýskalandi. Enn færri eldsneytisstöðvar af- greiða metan á bíla, eða aðeins 634 stöðvar í allri Evrópu, þar af ein á Íslandi. Nægt framboð til að knýja 1,5 millj- ónir bíla Jarðefnagös innihalda própangas og bútangas, gastegundir sem verða til við olíuborun og í olíu- hreinsunarstöðvum. 10% minni koltvísýringsmengun kemur frá jarðefnagasvélum en bensínvélum og nægt framboð er til þess að knýja allt að 1,5 milljónir bíla á ári. Metan-vélar hafa 20% minni koltvísýringsmengun en bensínvél- ar. Minni sprengihætta er einnig samfara notkun metans. Sumir framleiðendur hafa vissu- lega sýnt öðrum orkugjöfum en bensíni og dísilolíu mikinn áhuga. Fiat seldi t.a.m. 15 þúsund Multipla með tvíbrennivélum á síð- asta ári. Þessi gerð bílsins kostar 1.500 evrum meira en hefðbundin bensíngerð, eða um 135.000 ÍSK. Á Ítalíu voru í lok síðasta árs 1,2 milljónir bíla með vélum sem brenna bæði bensíni og jarðefna- gasi. Í Hollandi eru 360.000 slíkir bílar, 200.000 í Frakklandi, 85.000 í Belgíu og 28.000 í Bretlandi. Fjölgun metan- og jarðefnagasbíla Í tvíorkubílum eru tveir eldsneytistankar. Skortur á eldsneytisstöðvum sem afgreiða metan- og jarðgas. Volvo hefur sett á markað tvíorkubíl. Framtíð nýrra orkugjafa er háð uppbyggingu eldsneytisstöðva í álfunni. Í Evrópu eru yfir 10 þúsund stöðvar þar sem hægt er að kaupa jarðefnagas en fjöldi stöðva er afar mismunandi eftir löndum. Kostir jarðefnagass: 10% minni koltvísýringur í út- blæstri en frá bensínvélum. Eldsneyti fáanlegt um mest- alla Evrópu. 40-60% minni eyðsla en bensínvélar, 10-30% minni en dísilvélar. Mikil reynsla af orkugjafan- um. Ókostir jarðefnagass: Sprengihætta. Fáar gerðir bíla. Bílar um 2.500 evrum dýrari. Kostir metans: 20% minni koltvísýringur í útblæstri en frá bensínvélum. Öruggara í notkun en jarð- efnagas. 60% minni eyðsla en bens- ínvél, 50% minni en dísilvél. Uppfyllir mengunarstaðalinn Euro 4 sem tekur gildi 2005. Ókostir metans: Ekki jafnmikil reynsla af orku- gjafanum. Lítið framboð af eldsneyti. Fáar gerðir bíla. Bílar 1.500 evrum dýrari. Gæði eldsneytis breytileg. ...ferskir vindar í umhirðu húðar Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Rósa Ingólfsdóttir er mjög hrifin af Karin Herzog súrefniskremunum og segir að þau henti sér af- skaplega vel. „Þessi frábæru krem samræmast al- veg mínum lífsstíl en ég leitast við að nálgast upp- runann sem mest. Ég er með blandaða húð en er heldur betur búin að finna lausn á því með Vita-A- Kombi 2 og 3. Þau vinna vel á þurrki í húð og líka bólum. Eins er mjög gott að bera þau á húðina þegar maður er þreyttur, því þau eru endurnær- andi. Ég nota kremin alltaf undir farða og þá helst hann vel á allan daginn. Með fullri virðingu fyrir öðrum merkjum þá er ég á þeirri skoðun, að Karin Herzog vörurnar séu húðsnyrtivörur framtíðarinn- ar.“ Rósa Ingólfsdóttir Rósa Ingólfsdóttir er yfir sig hrifin Frönskunámskeið hefjast 17. september Innritun frá 3. september. Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið fyrir börn og eldri borgara. Taltímar og einkatímar. Kennum í fyrirtækjum. Kennsluefni birt á myndböndum. Hringbraut 121 - JL húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820. Upplýsingar í síma 552 3870 frá kl. 11.00–18.00. Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Wrangler Sport árgerð 2000 (ekinn 13.000 mílur), sjálfskiptur, vél 4,0 l., upphækkaður á 32” dekkjum, Pontiac Grand Am V-6 árgerð 1997 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 4. september kl. 12-15. TANKBIFREIÐ Ennfremur óskast tilboð í GMC olíuflutninga- bifreið 10 hjóla (m. dieselvél) árgerð 1979. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA  KÓRESKI bílaframleiðandinn SsangYong verður á ný sjálfstæður bílaframleiðandi en fyrirtækið hefur verið í tygjum við Daewoo undanfarin misseri. Endurkoma SsangYong verð- ur staðfest á bílasýningunni í Frankfurt þar sem fyrirtækið kynnir nýjan stóran jeppa fyrir Evrópumarkað sem kallast Rexton. Frá þessu er greint í Automo- tive News Europe. Endurnýjað sjálf- stæði SsangYong byggist á nýju og umfangsmiklu fjármagni sem fjár- festar í Kóreu hafa lagt í fyrirtækið. Daewoo Motor keypti SsangYong í janúar 1998. Í kjölfarið voru Korando- og Musso-jepparnir seldir undir Daewoo-merkinu á mörgum mörk- uðum. DaimlerChrysler á nú 2,5% hlut í fyrirtækinu. Bílasýningin í Frankfurt leikur stórt hlutverk í endurreisn SsangYong því þar kynnir fyrirtækið sinn þriðja jeppa, Rexton. Hann verður stærri en Korando og Musso. Meðan Daewoo annaðist dreifingu og sölu á SsangYong árin 1999 og 2000 dró úr sölunni í Evrópu úr 7.790 bílum árið 1998 í 3.323 bíla í fyrra. SsangYong fær sjálfstæði á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.