Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 13
GUÐRÚN Birgisdóttir og Unnur Helga Briem, tíu ára dóttir hennar, fóru í óvenjulega ferð til Danmerkur í sumar. Þær fóru á viku námskeið í Danmarks Designhøjskole sem er lýðháskóli sérhæfður í ýmiss konar listum. Námskeiðið sem mæðgurnar fóru á er kallað náttúruhönnunar- námskeið en þar var unnið að list- sköpun úr náttúrulegum efnum. „Þetta er skemmtileg- asta frí sem ég hef farið í,“ segir Guðrún og Unnur Helga dóttir hennar tekur heilshug- ar undir. „Þetta kom þannig til að ég sé um alþjóðamál fyrir heimspeki- deild Háskóla Íslands og fæ því í mínar hendur mikið af bæklingum um skólamál og fleira. Ég fékk upp- lýsingar um Lýðháskólana í Dan- mörku fyrir tilviljun og þegar ég fór að skoða málið sá ég að það voru ein- hver námskeið sem boðið var upp á fyrir fjölskyldufólk. Ég tók sérstak- lega eftir þessum skóla á Jótlandi sem tók til starfa á síðasta ári.“ Skandinavísk hönnun í fyrirrúmi Þarna spila saman hefðir og venj- ur í kringum lýðháskóla og hin frá- bæra skandinavíska hönnun. Hefð- bundið nám í skólanum er eins árs nám fyrir ungt fólk sem er að hugsa um hvers konar listgreinar það vill leggja fyrir sig í framtíðinni. Þarna er hægt að stunda textíl, járnvinnu, trévinnu, keramik, tónlist og fleira. Bakgrunnur þessa skóla er að sögn Guðrúnar þannig að hann er einkarekinn lýðháskóli, staðsettur um 25 km. frá Árósum. „Skólinn fær styrki frá fyrirtækjum og stofnunum þannig að mjög vel er búið að öllu, bæði verkstæðum og öðrum híbýl- um. Til dæmis eru öll hljómflutn- ings- og sjónvarpstæki og allt hátal- arakerfi húsanna frá Bang & Olufsen, stólar, borð, sófar og aðrar mublur frá þekktustu dönsku hönn- uðum og fyrirtækjum. Allt yfirbragð utan sem innan er það besta og þekktasta í skandinavískri hönnun og hrein unun að vera þarna.“ Daglegt líf í lýðháskólanum Guðrún og Unnur Helga fóru á fjölskyldunámskeið í náttúrulegri hönnun þar sem áherslan var á að nota náttúrulegt hráefni. Á nám- skeiðinu voru auk þeirra um 30 til 40 Danir á öllum aldri og fór kennsla að öllu leyti fram á dönsku. Þarna voru ekki bara foreldrar með börn, þarna var afi með tvö barnabörn, amma með barnabarn og fólk á öllum aldri. „Verðið spillti alls ekki fyrir, enda danskir skólar mikið niðurgreiddir. Verð fyrir okkur með öllu inniföldu var um 40.000 krónur fyrir þessa viku. Öll aðstaða, matur og annað var í hæsta gæðaflokki, á morgnana var mjög frábært morgunverðar- hlaðborð, í hádeginu svignuðu borðin undan því besta sem gerist í dönsk- um „frokost“ og tví- og þríréttaður kvöldverður á hverju kvöldi. Dagurinn var þannig að á morgn- ana var sungið og farið í létta leik- fimi fyrir morgunmat. Eftir morg- unmat var svo farið á ákveðin verkstæði. Hægt var að velja um allt mögulegt en við mæðgurnar vorum mest í pappírsverkstæðinu auk þess að prófa keramik og járnvinnslu. Eftir hádegismat fórum við svo út og unnum öll saman að því að vinna í náttúrunni, ekki ósvipað og í Surviv- or-þáttunum! Markmiðið var að skapa veislusvæði eða nokkurs kon- ar heimili handa okkur á þessari viku sem við höfðum og halda svo veglega veislu undir berum himni lokakvöld- ið. Veislusvæðið var unnið eingöngu úr náttúrulegum efniviði, trjám, laufum, steinum og öðru sem við við- uðum að okkur. Í kringum þetta veislusvæði fór svo aðalvinnan fram. Við byrjuðum á því að búa til eldstæði og héldum fundi um hvað ætti að gera. Svo tálg- uðum við hnífa og skálar, bjuggum til stóla og borð ásamt húsi úr trjám og laufblöðum. „Á kvöldin voru haldnir fyrirlestr- ar um ýmiss konar listir, sagðar sög- ur við varðeldinn. Svo voru lesnar sögur fyrir yngstu börnin á kvöldin og þá settist fullorðna fólkið niður á barnum og spjallaði saman. Dagarn- ir liðu þannig, það voru allir saman alltaf, við vorum ekki inni í bæ svo það var ekkert hægt að skreppa í búð eða sjoppu. Frábær aðstaða til að eyða fríi með börnunum.“ Allt gaman tekur enda Í lok vikunnar var svo sett upp sýning með því sem fólk hafði gert á verkstæðunum yfir vikuna. „Við höfðum aðallega unnið með pappír og afrakstur vikunnar voru tvær handgerðar bækur, þrjár pappírs- skálar og járnhnífur. Aðrir höfðu unnið með keramik, skorið út úr tré og einhver hafði búið til stól í garðinn hjá sér. Síðasta daginn var svo haldin veisla á svæðinu sem við höfðum ver- ið að undirbúa. Það var dúkað borð, steikt svín og boðið upp á allt sem hugurinn girntist og var maturinn þarna með því besta sem gerist.“ Vikan var sem sagt frábærlega heppnuð hjá mæðgunum og erfitt að slíta sig frá skólanum og fólkinu þeg- ar halda átti ferðinni áfram. Óvenjulegt frí í Danmörku Náttúrulist í lýðháskóla Unnið úti við náttúrusköpun. Svæðið bak við herragarðinn var einstakt útivistarsvæði og hægt að vinna úti alla dagana. Unnur Helga, 10 ára, að vinna á pappírsverkstæðinu ásamt öðrum nemendum og kennara. Hægt er að kynna sér hvað er í boði hjá Danmarks Designhøj- skole á heimasíðu skólans, www.designhojskolen.dk. Morgunblaðið/Billi Guðrún Birgisdóttir og Unnur Helga Briem, dóttir hennar. Þarna er hægt að stunda textíl, járnvinnu, tré- vinnu, keramik, tónlist og fleira. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2001 B 13 ferðalög Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. GSM- símakort með dönsku símanúmeri. Á heimasíðu má velja sumarhús og orlofsíbúðir, panta bílaleigubíl og fá fjölbreyttar upplýsingar. Fylkir Ágústsson Fylkir — Bílaleiga ehf. Sími 456 3745 Netfang fylkirag@snerpa.is . Heimasíða www.fylkir.is . G LF í Túnis Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is Ferðaskrifstofa Vesturlands býður upp á 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.  Golf við kjöraðstæður í þægilegu loftslagi.  Fyrsta flokks strandhótel, góður matur og þjónusta.  Sérlega áhugaverður menningarheimur.  Brottfarir 26. október, 8. febrúar og 26. apríl. Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari. Verð frá kr. 135.700 í tvíbýli innifalið: flug, fararstjórn, akstur, gisting, hálft fæði og 8 vallargjöld. Ferðaskrifstofa Vesturlands, sími 437 2323.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.