Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2001 B 27 bíó ÉG vildi alls ekki fara með hlutverkið,“ sagði Pacino í nýlegu viðtali þegar talið barst að Guðföðurnum. „Ég fann mig ekki í því og ég hélt að ég gæti ekki leikið það. Ég get hins vegar ekki sagt að það hafi verið mér óskylt vegna þess að sjálfur er ég Sikileyingur. Samt taldi ég mig ekki ráða við það. En Francis Ford Coppola hafði ákveðnar hugmyndir um myndina sína og honum varð ekki hagg- að.“ Eftirminnilegur guðfaðir Pacino, sem var al- gerlega óþekktur þegar Guðfaðirinn var gerð í byrjun áttunda áratug- arins, gerði hlutverki yngsta sonarins í Corleone – fjölskyldunni slík skil að eftirminnilegt er og hann endurtók leikinn í tvígang í Guðföðurnum II og III. Síð- an þetta var, fyrir bráðum þremur áratugum, hefur Pacino orðið einn fremsti leikari sinnar kynslóðar og eru eftirminnilegu hlutverkin hans orðin fjölmörg; átta sinnum hefur hann verið útnefndur til Óskarsverðlaunanna og hann hreppti þau einu sinni fyrir hlutverk hershöfðingjans blinda í Konuilmi. Hann hef- ur með árunum orðið fyrirmynd og kannski einskonar guðfaðir annarra leikara sem leitað hafa í smiðju til hans. Enginn sem það gerir kemur þaðan tómhentur. Pacino hefur leikið í hverri myndinni á fæt- ur annarri á undanförnum árum m.a. Any Giv- en Sunday, fótboltamynd Olivers Stones, og Uppljóstraranum eða The Insider þar sem hann lék framleiðanda við fréttaþáttinn 60 mínútur. Hann er orðaður við tvær nýjar myndir. Önnur er Insomnia sem er endurgerð norsks tryllis en gerist nú í Alaska. Hin er Dr. Jekyll and Mr. Hyde en leikritaskáldið og kvikmyndagerðarmað- urinn David Mamet skrifar handrit hennar. Eins og alltaf hefur Pacino í nógu að snúast og segist aldrei hafa liðið betur en einmitt þessa dagana. Leiklist í blóð borin Hann er úr Bronx- hverfinu í New York og sá uppfærslu á Mávinum í leikhúsi í ná- grenninu þegar hann var fjórtán ára, sem hafði gríðarleg áhrif á hann. Hann flutti að heiman sextán ára gamall, datt út úr leiklist- arnámi enda erfiður viðureignar en fann skjól í leiklistarskóla Lee Strashergs. „Það var staður sem við gátum öll leitað til þegar við vorum að leita að vinnu og einhverju að gera,“ segir hann. „Og það besta var að við þurftum ekkert að borga.“ Leiklistin var hon- um í blóð borin. „Ég var farinn að leika áður en ég byrjaði að tala. Ég bjó einu sinni hjá heyrnarlausri frænku minni svo ég fann upp mitt eigið táknmál til þess að eiga samskipti við hana. Ég bjó til mínar eigin leikpersónur í huganum vegna þess að ég var svo mikið einn alla daga. Þegar ég var fimm eða sex ára var ég farinn að fara í bíó á hverjum degi og fór heim og hermdi eftir því sem ég hafði séð.“ Hann bar lítið úr býtum fyrstu árin sín sem leikari í New York eins og fara gerir. Hann leigði litla íbúð með vini sínum, leikaranum Martin Sheen, og vann við tilraunaleikhús ásamt öðru; hreppti loks Tony-leiklistarverð- launin fyrir hlutverk sitt í leikritinu Does a Tiger Wear A Necktie? á Broadway. Hann hafði nánast ekkert fengist við kvik- myndaleik þegar Coppola barðist fyrir því að hann yrði Michael Corleone í Guðföðurnum, sem byggðist á mafíusögu Mario Puzo. Coppola hafði sitt fram og þurfti ekki að sjá eftir því að velja Pacino. Marlon Brando er að vísu senuþjófur myndarinnar en vigtin er í Michael Pacinos, sem gerir það sem hann verður að gera til þess að verja fjölskyldu sína. Bestu myndir leikarans á átt- unda áratugnum eru Serpico og Dog Day Afternoon en sú versta líklega kappakstursmyndin Bobby Deerfield. Með níunda áratugnum fækkaði þungavigtar- hlutverkunum en Pacino gaf öll- um myndum sínum vigt; Cruising var undarlegt ferðalag um hommaveröldina í New York, búningadramað Bylting eða Re- volution var risi á brauðfótum, Author! Author! var misheppnuð gamanmynd. Pacino sleppti ger- samlega fram af sér beislinu sem kúbanski eiturlyfjabaróninn Tony Montana í Scarface eftir Brian De Palma og hafði sigur; þar er að finna einhverja tryllingsleg- ustu túlkun á glæpamanni sem hægt er að ímynda sér. Dálæti á Shakespeare Pacino tók sér hlé í nokkur ár frá kvikmyndaleik eftir Byltingu og sneri aftur í toppformi í Sea of Love auk þess sem hann var frá- bær sem fasteignasali í Mamet- stykkinu Glengarry Glen Ross. Konuilmur tryggði honum fyrsta Óskarinn og hann vann aftur með De Palma í miklu mun rólegri mafíumynd, Carlito’s Way. Pacino hefur alltaf haft mikið dálæti á Shakespeare og í fjögur ár vann hann að því að gera mynd um uppfærslu á Ríkharði III, Looking for Richard, með vinum eins og Vanessu Redgrave, Kevin Kline, Kevin Spac- ey og Alec Baldwin. Sjálfur var Pacino Rík- harður. Ný mynd með Pacino vekur alltaf athygli og eftirvæntingu meðal þeirra sem fylgjast með kvikmyndunum og verður fróðlegt að sjá þær næstu, Insomnia og Dr. Jekyll and Mr. Hyde. Sextugur guðfaðir Bandaríski kvikmyndaleikarinn Al Pacino varð sextugur á árinu en hann lék Michael Corleone í Guðföðurmyndunum og hefur síðan orðið einn fremsti leikari sinnar kynslóðar. Arnaldur Indriðason leit yfir feril hans. Gifturíkt samstarf: Coppola og Pacino. Reuters Al Pacino með De Mille-verðlaunin; Insomnia og Dr. Jekyll næst á dagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.