Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 12
Gengið í fótspor- um frelsishetja Stærsta gljúfur Evrópu er á Krít  GYÐINGASAFNIÐ í Berlín hefur mikið aðdrátt- arafl og hefur safnið þegar laðað að 340.000 gesti þrátt fyrir að enn hafi engar sýningar verið haldnar í safninu. Safnið þykir marka þáttaskil í þýskum arkitektúr en það var hinn frægi arkitekt og gyðingur Daniel Libeskind sem hannaði bygg- inguna. Hinn 9. september næstkomandi verður fyrsta sýningin opnuð í safninu og þar með verð- ur safnið stærsta gyðingasafn í Evrópu. Á sýningunni verður 2.000 ára saga gyðinga kynnt og á hún að gefa innsýn í líf og örlög gyð- inga í gegnum aldirnar. Stuðst verður við ævisög- ur valinna gyðinga til að sýna fram á hve sam- tvinnað líf þeirra hefur verið þýskri sögu. Sýningin á jafnframt að höfða til fólks á öllum aldri og hvetja til gagnrýninnar skoðunar á sögu gyðinga. Þá munu ýmsar uppákomur krydda sýn- inguna og til að mynda mun fólki bjóðast að kynna sér matargerðarlist gyðinga auk þess sem hægt verður að gæða sér á hefðbundnum mat að hætti gyðinga á veitingastaðnum Lieberman. AP Nýtt safn til heiðurs gyðingum í Berlín ALDREI hafa fleiri komið hingað til lands, til að vinna í sjálfboða- vinnu að umhverfisvernd á vegum bresku samtakanna British Trust for Conservation Volunteers (BTCV), alls um 50 manns. BTCV hafa skipulagt sjálfboða- liðastarf um allan heim í meira en 20 ár en hafa verið í samstarfi við Náttúruverndarráð Íslands um skipulagningu starfsins hérlendis síðastliðin tíu ár. Á vegum þessara samtaka geta Íslendingar einnig farið utan sem sjálfboðaliðar í mörgum löndum. Trausti Baldursson, sviðsstjóri hjá Náttúruverndarráði, segir starfið hafa farið hægt af stað í fyrstu en nú komi um fimm hópar hingað til lands yfir sumarið og vinni m.a. í þjóðgörðum Íslands. „Fólkið hefur unnið við stígagerð, það hefur lagað brýr, borið í göngustíga, lagað gönguleiðir, sett upp skilti og annað sem fallið hef- ur til,“ segir Trausti. „Við höfum fengið hingað mjög duglegt fólk og vinnan hefur skilað sér mjög vel í þjóðgörðunum,“ bætti hann við en starf sjálfboðaliðanna hefur að mestu farið fram í Skaftafelli, Dimmuborgum, Jökulsárgljúfrum og Landmannalaugum. Enn sem komið er hafa aðallega Bretar komið hingað til að vinna og greiðir fólkið kostnað við ferðir sjálft auk þess sem það borgar tryggingar meðan á dvölinni stendur. Náttúruverndarráð greiðir á hinn bóginn fæði og húsa- skjól ef það stendur til boða, ann- ars býr fólkið í tjöldum,“ segir Trausti. Hann bætir við að ein- staka sinnum hafi einn eða tveir Íslendingar slegist í hóp Bret- anna. Nemar jafnt sem ellilífeyrisþegar Chas Goemans hefur haft um- sjón með sjálfboðaliðunum sem hingað hafa komið frá árinu 1996. Chas starfar sem yfirverkstjóri en í hverjum hópi er auk þess einn hópstjóri sem aðstoðar við verk- stjórn. Aðspurður segir Chas hvern hóp starfa í tvær vikur í senn. „Við vinnum venjulegan vinnudag frá klukkan níu til fimm, en stundum tökum við okkur frí- daga til að skoða okkur um,“ segir Chas. Það er alls konar fólk sem kýs að eyða fríinu sínu í sjálfboða- liðastarf, að sögn Chas. „Fólkið er á öllum aldri og aðhefst mismun- andi hluti, hingað koma nemar jafnt sem ellilífeyrisþegar,“ segir hann. Chas segir BTCV-samtökin starfa í 25 löndum og nefnir Afr- íku, Nepal og Tyrkland sem dæmi. „Starfið snýst alls staðar um um- hverfisvernd en við köllum þá sem starfa á okkar vegum vistfræði- lega ferðamenn (eco-tourists),“ segir Chas að lokum. Skipulagt sjálfboðaliðastarf um allan heim Starfað við um- hverfisvernd í fríinu Morgunblaðið/RAX Sjálfboðaliðarnir vinna ýmis störf víðsvegar um landið, þar á meðal í Land- mannalaugum.  FÓLK getur komist að því hvernig er að vera bjórflaska á færibandi á Heineken-safninu í Amst- erdam en þar hefur verið útbúið stórt hreyf- anlegt gólf í þeim tilgangi, segir í ferðatímaritinu Itn. Ýmislegt fleira stendur gestum til boða á safninu sem nýlega var opnað aftur eftir átta mánaða breytingar, m.a. geta þeir kynnt sér bjór- framleiðslu, drukkið bjór, kannað hvað þeir eru fróðir um bjór, og hitt dr. Elion sem einangraði gersveppinn sem notaður er í Heineken-bjór. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjór á færibandi í Amsterdam  BORGARSTJÓRI New York-borgar, Rudolph Giuliani, mælist nú til þess að þjónum sem starfa í borginni séu greidd 25% af reikningi í þjórfé. Þetta kom fram á fréttavef norska dagblaðsins Aftenposten. Ráðamenn í neytendamálum í New York með borgarstjórann í broddi fylkingar hafa kveðið á um að 25 af hundraði sé hæfilegt hlutfall af reikningi sem beri að borga þjónum. Þetta er mikil hækkun því hingað til hafa ferðamenn getað miðað við að greiða 18–20% í þjórfé og fyrir að- eins þremur árum var hlutfallið 16 af hundraði. Þess ber þó að geta að aðeins skal greiða svo hátt hlutfall af reikningi ef viðskiptavinurinn er ánægður með þá þjónustu sem hann fær. Ekki eru þó allir íbúar New York- borgar sam- mála þessu nýja viðmiði borgarstjórans því útgef- andi veitingahúsahandbókar Zagat, Tim Zagat, telur það allt of hátt. Hann sagði í viðtali við fréttablaðið San Fransisco Chronicle að hinn al- menni NewYork-búi borgi um 18,3 prósent í þjórfé og telur hann það eðlilegt hlutfall. Morgunblaðið/Ásdís Síhækkandi viðmið um þjórfé í New-York Í MIÐBÆ Madríd, skammt frá kon- ungshöllinni og Plaza de Oriente, er að finna upprunalegt egypskt hof. Hofið kallast Debod og er þakklæt- isvottur Egypta til Spánverja fyrir aðstoð sem þeir veittu við að flytja Ramses II af stalli þegar bygging Aswan-stíflunnar stóð sem hæst. Á sama tíma var Debod-hofinu einnig bjargað undan flóði af völd- um stíflu og stein fyrir stein var hofið flutt frá Egyptalandi til Madr- íd þar sem það hefur verið opið ferðamönnum fra 1972. Nýlokið er viðamiklum breyt- ingum á hofinu og það fært að inn- anverðu í nútímalegra horf með til- heyrandi ljósabúnaði og gagnvirkum búnaði. Hofið var byggt fyrir um 2.200 árum til heiðurs guðunum Amin og Isis en var seinna stækkað og end- urhannað af faraóum og rómversk- um keisurum. Hofið er opið alla daga nema mánudaga frá 10–14 og 18–20, laugardaga og sunnudaga frá 10– 14. Gamalt egypskt hof í Madríd opnað að nýju SUMARDAGSKRÁ á Þingvöllum er nú að mestu lokið. Í sumar var boðið upp á gönguferðir alla laug- ardaga, sunnudaga og fimmtu- daga, gjarnan voru gestafyrirles- arar með þemu eins og Kjarval á Þingvöllum eða Njála á Þingvöll- um. „Þátttakan var mjög góð og það komu til dæmis yfir 200 manns í fyrstu gönguna,“ segir Sigurður Oddsson þjóðgarðsvörð- ur. „Dagskráin er ekki alveg búin þetta árið, það er stefnt á að fara einhverjar göngur í lok september og byrjun október þegar haustlit- irnir eru komnir.“ Um hverja helgi hefur svo verið dagskrá fyrir tjaldgesti og aðra. Þá er svæðið skoðað og boðið upp á sérstaka dagskrá fyrir börnin. Á sunnudögum voru gengnar þing- helgargöngur eftir messu. Þá var gengið um þinghelgina og sagt frá sögu og örnefnum í þjóðgarðinum. Sigurður á von á að þessi dag- skrá byrji af fullum krafti í júní byrjun næsta sumar. „Það stóð upp úr eftir sumarið hversu vel fimmtudagsgöngurnar gengu og hversu vel þessari nýbreytni var tekið yfirleitt.“ Vel heppnaðar göngur á Þingvöllum Morgunblaðið/Sigurður Jökull TAÍLAND höfðar ekki síður til fjölskyldufólks en annarra, að mati Louis Borgia, mark- aðsstjóra hjá Ferðamálaráði Taílands með aðsetur í Stokkhólmi, sem staddur var hér á landi í vikunni. „Þið haf- ið hvalina en Taílendingar fíl- ana, þið talið um veðrið en þeir um mataræði,“ bætti hann síðan við. Louis Borgia var kom hingað til þess að kynna ferðamöguleika lands- ins í fjarska, meðal annars nefndi hann golf, útivistar- ferðir af ýmsum toga, fjalla- ferðir, verslunarferðir og strandalíf sem vinsæla af- þreyingu og skemmtan þar í landi fyrir ferðafólk. „Í auglýsingum höfum við ekki lagt mikla áherslu á strendur Taílands þótt þær séu hreinar og fallegar því við viljum benda fólki á ýmsa aðra möguleika.“ Norðurlandabúar sækja mikið til Taílands að sögn Borgia, á fyrsta þriðjungi þessa árs mest af öllum ferðamönnum heims en sam- anlagt árið í fyrra voru stadd- ir í Taílandi um 415.000 Norðurlandabúar. Níu millj- ónir ferðamanna sóttu Taí- land heim í fyrra, þar af helmingur Asíubúar. Besti ferðamannatíminn er fyrstu þrír mánuðir í byrjun árs þótt hvaða árstími sem er sé góð- ur, að sögn Borgia, og hvað gistimöguleika varðar segir hann unnt að fá góða aðstöðu fyrir aðeins um 1.000 krónur. Upplýsingavefur um Taíland á íslensku Á Netinu er unnið að upp- setningu vefjar um Taíland á íslensku og verður hann tilbúinn eftir um það bil tvo mánuði en nú þegar eru þar upplýsingar á öðrum Norður- landatungumálum auk ensku. Morgunblaðið/Þorkell „Þið hafið hvalina en Taílend- ingar hafa fílana“ Upplýsingavefur um Taíland, brátt á íslensku: www.travelgate.net/ thailand.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.