Vísir - 29.06.1979, Síða 5
;Umsjón:
Katrin
Pálsdóttir
VÍSIR
Föstudagur 29. jiinl 1979
Baskar hóta sprengingum
á feröamannastððum á Spánl
Aðskilnaðarsinnar i
Baskahéruðunum hafa
hótað spönskum stjórn-
völdum að þeir láti til
sin taka á ferðamanna-
stöðum i sumar.
Talsmaður Baska
hringdi til lögreglunnar
og tilkynnti, að þeir
myndu nota sprengjur
óspart á ferðamanna-
stöðunum i sumar.
Þá sagði maðurinn að sprengja
myndispringa á Benidorm i nótt.
Sá sem hringdi nefndi nákvæma
staðsetningu sprengjunnar og
sagði að fólk skyldi yfirgefa stað-
inn.
Þessar hótanir Baskanna koma
mjög illa við efnahagslif Spánar
ef ferðamenn taka þær alvarlega.
Rumlega 40 milljón ferðamenn
komu til Spánar á siðasta ári og
ekki er búist við minni fjölda i ár.
Frá ferðamönnunum fá Spán-
verjar aðalgjaldeyristekjur sin-
ar.
Tvær litlar sprengjur sprungu I
Torremolinos og Fuengirola á
þriðjudag og miðvikudag. Þeim
var komið fyrir við stór hótel, en
þetta voru nánast púðurkerlingar
og ullu þvi engu tjóni.
Baskar hafa sagt sig bera
ábyrgð á þessum sprengjum.
Þeir hafa lagt mikla áherslu á að
ná félögum sinum úr fangelsi sem
er norð-vestur af Madrid. Ekki er
farið fram á að mennirnir verði
látnir lausir heldur að þeir veröi
fluttir i fangelsi i Baskahéruðun-
um. Þeir fangelsuðu eru um eitt
hundrað talsins.
Baskar hóta nú aðsprengja á K
ferðamannastöðum á Spáni. ^
Skutlan er send á loft eins og eldflaug, en hdn lendir eins og flugvéi.
SKutlan út í gelm-
inn næsta sumar
Forstöðumaður geimferðar-
stofnunnar Bandarikjanna,
Robert Frosch, sagði þingnefnd
þar i gær, að geimskutlan gæti
farið i sfna fyrstu ferð i mars á
næsta ári.
Margar tilraunaferðir hafa
veriðfarnar, en þetta verður þá i
fyrsta skipti sem hún fer mönnuð
út i' geiminn.
Unnið er af fullum krafti við
undirbúning ferðarinnar og
Frosch sagði að helmings likur
væri á því, að takmarkinu yrði
náð.
Geimferðaáætlunin um flug
geimskutlunnar kostar Banda-
rikjamenn um 5 milljarða doll-
ara. Búist er við að skutlan kom-
ist I loftið ekki seinna en sumarið
1981, ef ekki tekst nógu vel til.
Skutlan er þannig hönnuð, að
henni er skotið á toft eins og eld-
flaug, en hún lendir aftur eins og
flugvél. Þannig er hægt að nota
hanamörgum sinnum til ferða út
i geiminn.
Stressaðir
Sovétmenn
Brauðstritiö tekur á taugarnar
hjá borgurum i Sovétrikjunum.
Stressið hefur leikið menn svo
grátt að yfirvöld sáu sig knúin til
að setja upp sérstök heilsuhæli
fyrir þá sem eru verst farnir.
Flest eru heilsuhælin i Moskvu.
Aðsóknin að þeim hefur verið
mjög mikil og færri komist að en
vildu.
•
Síldvelðibann
Ekkert haggar ákvörðun
norsku rikisstjórnarinnar um
sildveiðibann. Talsmaður sjávar-
útvegsráðuneytisins segir, að
sildarstofninn I Atlantshafi þoli
alls enga veiði I ár.
Norska fiskifélagið hefur sett
fram kröfu um að fá að veiða 20
þúsund tonn af sild i sumar, en
fékk afsvar.
Jarðskláitti
Jarðskjálfta varð vart i Júgó-
slaviu i nótt. Harðastur var
skjálftinn i miðju landi nálægt
Zelengora fjalli. Taliö er að upp-
tök skjálftans hafi verið um 230
kilómetra suð-vestur af Belgrad.
svlhltð:
Almennlngur
skilur ekki
emðættismenn
Almenningur i Sviþjóð skilur
ekki nema hluta þess boðskapar
sem embættismenn senda frá sér.
Málfar þeirra er orðið svo sérhæft
að ástæða þykir að gefa út sér-
staka orðabók til að almenningur
geti numið boð frá yfirvöldum.
Eftir umfangsmikla könnun
sem gerð var á þessu, var ákveðið
að gefa úr orðabók sem i veröa
um 50 þúsund orð. Henni verður
dreift i skóla landsins.
•
Sovésk klarn-
orkusprengia
Sovétmenn sprengdu nýverið
kjarnorkusprengju neðanjarðar.
Hún mun hafa verið stærri en 150
megatonn, en það er það mark
sem Bandarikin og Sovétrikin
komu sér saman um að fara ekki
yfir.
Bandarisk yfirvöld hafa farið
fram á það við Sovétmenn að þeir
geri grein fyrir stærð sprengjunn-
ar.
Það var árið 1974 að risaveldin
tvö gerðu með sér samning um
stærð kjarnorkusprengja sem
sprengdar yrðu neðanjaröar.
Toppfundurlnn:
HVORKI GENG-
Leiðtogar þeirra þjóða sem
sitja toppfundinn i Tokyo.i Japan,
hafa ekki enn náð samkomulagi
um það hvernig eigi að bregðast
við oliuvandanum.
Fulltrúar frá sjö þjóðum sitja
þennan fund: Þær eru Japan,
Vestur-Þýskaland, Frakkland,
Bretland, ttalia, Kanada og
Bandarikin.
Reynt hefur veriö að ná sam-
komulagi um einhverja sam-
REKUR
þykkt sem fundurinn getur sent
frá sér varðandi oliuvandann. I
uppkasti sem hefur verið lagt
fram er lögð áhersla á að kjarn-
orkan leysi hluta orkuskortsins i
komandi framtið.
Ef þetta ákvæði verður sam-
þykkt, er liklegt að kjarnorku-
andstæðingar viðs vegar i heim-
inum láti til sin taka.
Þessi sjö riki sem funda I Tokyo
kaupa um 70 prósent af allri oll-
unni á heimsmarkaði.
ÚTVARP
OG SEGULBAND
i BiLINN
BiLINN ÞEGAR A REYNIR
M I I I I M I M í i| | I 11 t | I I I
M- M 60 70 80 v3> 130 «40 MW
Hátalarar og bílloftnet í órvali/ Bestu kaup landsins.
Isetning samdœgursl
Verð M kr. 24.960,- til 94.200,-
_ , Skipholti19 -v