Vísir - 19.07.1979, Side 2

Vísir - 19.07.1979, Side 2
VÍSIR Fimmtudagur 19. júli 1979. 2 Áttu mikla peninga? Ólöf ólafsdóttir, húsmóOir: Nei, hverjir eiga þaö? Ég veit ekki hvort fólk á almennt mikla peninga, en þaö viröast allir komast af. Egill ólafsson, verkamaöur: Þaö er nú eftir þvi hvernig á þaö er litiö: ég á nóg. Þaö er svo spurning hvernig maöur fer meö þá. Lárus Jónsson, kaupmaöur: Þaö fer nú litiö fyrir þvi þegar maöur er á ellilaunum. Kannski hef ég nóg, en ekki meira. Ég kvarta ekki, allir viröast hafa nóg. Guömundur Jóhannesson, versl- unarmaöur: Mig vantar alltaf mikiö, þeir koma og fara. Sennilega er nú ekki skortur á peningum en þeir fara fljótt. Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri: Alltof litiö — punktum og basta af stórlöxum FarlD að veiðast vel norðanlands Rennt I lax i rigningu, þaö er besta veiöiveöriö „Þaö hefur veriö mjög góö veiði undanfariö,” sagöi Hrafn- hildur Pálmadóttir I Árholti, þegar Visir spuröist fyrir um veiöi i Laxá I Ásum. Hrafnhildur kvaö 600 laxa vera komna á land úr ánni i sumar og upp á siökastiö heföu menn komist nálægt þvi aö fylla kvótann, sem er 20 laxar á stöng á dag. Hún sagöist til dæmis hafa komiö i veiöihúsiö á þriöjudaginn. Þar var þá Hjalti Þórarinsson læknir og haföi hann fengiö meö sinu fólki 39 laxa á tvær stengur þann daginn og 35 daginn áöur. Veiöi var mjög treg i Laxá i Asum i upphafi veiöitimans, en nú hefur hún sem sagt náö sér á strik. Hrafnhildur sagöi aö veöur heföi veriö frekar leiöin- legt þar nyröra flesta daga, kalt og rigning. Viöast hvar á Noröurlandi, þar sem viö höfum haft spurnir af, hefur veiöin aukist mikiö undanfarnar tvær vikur. Helga ráðskona i veiöihúsinu viö Laxá I Aöaldal sagöi I gær aö þar heföu veiöst hátt i 700 laxar og siðustu dagarnir heföu verið nokkuö góöir. Seinnipartinn á þriðjudaginn heföu til dæmis komiö 16 laxar á land á neösta svæöinu. Varla hægt aö veiða fyrir kulda „Annars hefur veðrið veriö leiöinlegt hér,” sagöi hún, ,,og i gær gátu menn varla veriö viö veiöi vegna kulda, rigningar og hvassviöris. 1 morgun fannst okkur gott veöur, þótt aöeins væri fjögurra stiga hiti.” Hrafnhildur sagöi að hingaö til heföi mikill meirihluti veiö- innar fengist á neösta svæöinu, en nú virtist laxinn vera aö ganga betur upp. A efri svæö- unum fást stærri laxar allt upp 1 18 pund, en neöst eru þeir yfir- leitt minni. Fóru með 126 laxa örn Sævar Eyjólfsson veiði- vörður i Miöjaröará sagöi aö þar heföi gengið alveg þokka- lega. Fyrsta útlendingahollið heföi fariö á sunnudaginn og þá haft meö sér 126 laxa eftir vik- una. Útlendingar veröa i ánni fram til 5. ágúst. „Þetta er enginn boltafiskur, sem fæst,” sagöi örn. „Þó hafa nokkrir 15-17 punda komið á land.” — SJ Umsjón: Anna Heiöur Oddsdóttir og Gunnar E. Kvaran. NOKKIIR RAÐ TIL REHSÍNSPARHAÐAR Vél sem ekki er sómasamlega við haldið notar oftast óþarflega mikið bensín. Það er viðhaldið sem skiptir mestu þegar rætt er um að minnka elds- neytiseyðslu bif reiða. Mikið af þessu viðhaldi getur hver og einn séð um að framkvæma sjálfur, en vissa hluti ber þó að láta fagmennina um að annast. Blöndungurinn 1 blöndunginum ákvaröast hlutfall bensins og lofts. Vilji maöur spara bensin er mjög mikiö atriöi aö blöndungurinn sé rétt stilltur. Látiö fagmenn um aö prófa og stilla blönd- unginn. Lofthreinsarinn Mjög óhreinn lofthreinsari hindrar aö loftiö nái fram til vélarinnar, og eykur þanig eyösluna algjörlega aö óþörfu. Tiltölulega einfalt er aö hreinsa loftsiuna I loft- hreinsara num. Takið út loftsi- una og sláiö henni létt viö annaöhvort hendi eöa þaö sem til fellur, viö þaö hrynur talsvert af óhreinindum úr henni. En þaö eru framleiddar margar mis- munandi loftsiur. Þannig er aö finna sfur sem aðeins er gert ráö fyrir aö notaöar séu einu sinni og að þeim sé siöan hent eftir ákveöiö langa keyrslu. Þá eru einnig á markaöinum loftsiur sem hreinsa má ýmist meö þrýstilofti eöa 'bensin- vökvum. Lesiö yöur til um fylgi- bók bifreiðarinnar, hvernig loft- siu billinn skal nota. Hæfilegt mun aö athuga ástand loftsiunnar á 5000 kóló- metra fresti, þó er þaö nokkuö mismunandi eftir tegundum. Platinur Til aö. ráskerfi bilsins starfi snuröulaust er mikilvægt aö platinurnar séu hreinar. Þar aö auki er þýöingarmikiö aö þær séu rétt stilltar til aö hámarks afköstum veröi náö. Sért þú i vafa um hvernig eigi aö stilla þær skaltu lita i upplýs- ingab^eklinginn sem fylgdi bilnuni. Rétt er aö fylgjast reglulega með þvi að platin- urnar séu rétt stilltar, þvi þótt slik vanhöld geri kannski ekki strax vart viö sig, leiöa þau meö timanurú til gangtruflunar og þar meö.aukinnar bensineyöslu. Kveikjuþræðir Hreinir, óskemmdir og vel festir kveikjuþræðir stuöla á sinn hátt aö minni eldsneytis- eyöslu. Bilanir I kveikjuþráöum geta valdið gangtruflunum og á þann hátt stuðlað aö meiri eyðslu eldsneytis. Reynist þeir ekki I lagi er ráölegt aö byrja á Tafarlaust ber aö skipta um kveikjulok ef grunur leikur á aö þaö sé sprungiö. þvi aö hreinsa þá. Athugiö hvort um sprungur i einangrun er aö ræöa og aö siöustu hvort þeir séu vel fastir I sætum sinum. Þá er mikilvægt aö kveikjuþræöirnir liggi ekki og nuddist utan I málma sem leitt gætu til útleiöslu. Kerti Kertin skipta miklu máli þegar um eyöslu bilsins er aö ræöa. Kostnaöurinn viö aö skipta um kerti og setja ný i staö gamalla og slitinna, er fljótur aö borga sig upp I minni elds- neytiseyöslu. Þannig getur aöeins eitt lélegt og útslitiö kerti aukiö bensinnotkunina um heil 10%. Sé kertið algjörlega óvirkt veröur tapiö enn meira. Séu „kertaspissar” mjög óhreinir og þaktir sóti, getur það bent til þess aö þú keyrir of mikiö á innsoginu eöa aö blönd- ungurinn og/eöa vélin sé van- stillt. Kæiikerfið Athugiö hvort vélin vinni viö rétt hitastig. Það getur þú gert meö þvi aö lita á hitamælinn i mælaboröi bilsins ef slikan mæli eraö finna. Sértu óviss um hvað mælirinn eigi aö sýna mikinn hita, þá lestu þér til um þaö I upplýsingabæklingi bilsins. Sé „vinnuhiti” vélarinnar annaö hvort of hár eöa lágur leiöir þaö til aukinnar oliu- og bensinnotkunar auk þess sem þaö slitur vélinni. Kveikjulokið Tiltölulega auövelt er aö fylgjast meö ástandi kveikju- loksins. Finnir þú sprungur eöa djúpar rispur innan á kveikju lokinu borgar sig að skipta strax um. I sprungnum kveikjulokum myndast gjarnan raki sem drepur niöur neistann og veldur þannig gangstruflunum eöa hreinlega vélarstöðvun. — GEK

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.