Vísir - 20.07.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 20.07.1979, Blaðsíða 1
BRMMIROfiALðG GEFIN 01 í DM VEGNA OLÍUVEMHJEKNANANNA: MINNST 7-8% GENGISSIG • Mismunurlnn á söluveröl olíunnar og raunverðl brúaður með lánlökum oiíuföiaganna • oifustyrkur tll húshltunar hækkaður ,,Það er reiknað með að afleiðing þessara ráð- stafana verði 7—8% gengissig á nokkrum vikum,” sagði Magnús H. Magnússon ráðherra i samtali við Visi i morgun. Rikisstjórnin samþykkti i gær aðgerðir vegna oliuverðhækk- ana og verða væntanlega gefin út bráðabirgðalög þar um i dag. t þeim verður kveðið á um hækkun oliugjalds úr 7% i 15%, en það er svipuð hækkun og Visir sagði frá i gær. Af þeirri hækkun fá sjómenn 3% til kauphækkana. Verð gasoliu va-r ákveöið 137 krónur litrinn, en 1. oktdber á að ná kostnaðarverði, sem i dag er 155 krónur. Fram til þess tima verður mismunurinn brúaður með lántökum og fá oliufélögin rikistryggð lán til 3—5 ára, ef þurfa þykir. Er gert ráð fyrir að útvega þurfi 800 milljónir til við- bótar þeim 2 milljörðum, sem oliufélögin skulda þegar vegna oliuhækkananna. Svartolia hækkar hins vegar nú þegar i kostnaðarverð, sem er 67.200 krónur tonnið. „Þessar ráðstafanir eru gerðar til að dreifa áfallinu, sem útgerð- in hefði orðið fyrir af oliuverð- hækkununum,” sagði Magnús H. Magnússon. „Það er i samræmi við það loforð, sem gefið var i sið- ustu fiskverðssamningum.” Þá ákvað rikisstjórnin að hækka oliustyrk til upphitunar heimila til að bæta fólki oliu- hækkunina. Reiknað er með að til þess þurfi 700 milljónir króna til ársloka og sagði Magnús, að þess fjár yrði aflað í sambandi við aör- ar ráðstafanir til lausnar tekju- öflunarvanda rikissjóös. Hækkun oliustyrks fer ekki inn i verðbóta- visitölu, en að öðru leyti koma áhrif þessara ráðstafana þar fram. Samþykkt rikisstjórnarinnar var borin undir þingflokksfundi i gærkvöld og var i morgun ekki annað vitað en að hún hefði veriö staðfest þar. Visir bar þessar niðurstöður stjórnarinnar undir forstjóra oliufélaganna i morgun, en þeir vildu ekkert um málið segja að svo stöddu. — SJ. Hiö fegursta veöur var i Reykjavik i morgun og raunar um allt sunnan- og vestanvert landið. Sólin skein i heiði og hvergi sást skýhnoðri á himni og eftir þvi sem Guðmundur Haf- steinsson veðurfræöingur tjáöi blaðinu, má búast við sól alla helgina á Suður- og Vesturlandi. A hinn bóginn er búist við kóln- andi veðri á Norður- og Austur- landi eins og gerist og gengur þegar norðlægar áttir blása að landinu. Búast má við að margir leggi leiö sina I sundlaugarnar um helgina, eins og yfirleitt er þá fáu daga, sem sólin skin. Sr. Sigurði H. Guðmundssyni og Birni Þórleifssyni hefur verið falið af hálfu Rauða krossins að annast framkvæmd og undir- búning á móttöku flóttafólksins. _(VisismyndÞG ) FLÓTTAFÚLK' IÐ KEMUR um mm SEPTEMBER „Samkvæmt þeirri áætlun sem við höfum nú gengið frá mun flóttafólkið frá Vietnam koma hingað til lands um miðjan september nk.» — sögðu Sigurður H. Guðmundsson og Björn Þórleifsson í sam- tali við Vísi/ en þeim tveimur hefur verið fal- ið af hálfu Rauða kross fslands að annast f ram- kvæmd og undirbúning á móttöku flóttafólksins. A fundi stjórnar Rauöa krossins i fyrradag var gengiö frá áætlun varðandi fram- kvæmd þessa máls og þar voru jafnframt sett fram þau skilyrði sem fólkið þarf að uppfylla til að koma til álita þegar valið verður. en miöað er við að fimm fjölskyldur, hið mesta, komi hingað til lands. Að sögn þeirra Sigurðar og Björns eru skilyrðin ekki ströng ef miðað er viö aðrar þjóðir, 1 fyrsta lagi er lögð áhersla á að fólkið tali allt sömu tungu, þ.e. kinversku. í öðru lagi að fjölskyldurnar séu sem eölilegastar að stærð miðað við það sem gerist þar austur frá. 1 þvi sambandi eru engin takmörk sett um fötlun eða aldur enda eru ættartengsl meðal þessa fólks mjög sterk og þykir þvi heiður af að sjá um sig og sina án utanað- komandi afskipta. Þá er talið æskilegt að einn úr fjölskyld- unni tali ensku en það er þó ekki skilyrði. I fjórða lagi er farið fram á að endanleg ákvöröun um valiö verði i höndum islensku fulitrúanna sem sendir verða austur. Undirbúningur er nú þegar kominn i fullan gang og mun sr. Siguröur halda til Dan- merkur nú um helgina til að kynna sér gang mála þar og kanna hugsanlega aðstoð Dana varðandi framkvæmd þessa máls. —Sv.G. flrangurslítn samningaferð Þeir Þórður Ásgeirsson skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu og Ágúst Einarsson alþingismaður komu i gær heim frá Osló eftir árangurslitlar við- ræður við norska emb- ættismenn um Jan Mayen. Hvorki náðist samkomulag um loðnukvóta né heldur um skipun norsk-islensku fiskveiðinefndar- innar. Hins vegar var ákveðið að þjóðirnar skiptust á upplýsingum um loðnuafla og að viðræðum yrði haldið áfram. Norömenn munu hefja loðnu- veiöar sfnar við Jan Mayen næst- komandi mánudag og virðast þvi hverfandi likur á að samkomulag um hámarksveiðar og skiptingu afla náist fyrir þann tima. Þegar Visir ræddi við Þórð As- geirsson i morgun sagðist hann ekki geta tjáð sig um viöræöurnar fyrr en hann hefði gefið ráðherra skýrslu. <

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.