Vísir - 20.07.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 20.07.1979, Blaðsíða 14
vlsm Föstudagur 20. júli Kristinn Finnbogason Uppnefnl Það er þjóðarsiður hér- lendis að koma viðurnefnum á fólk ellegar uppnefnum og hafa margir þekktir menn oröiöfyrir baröinu á þessum siö eða ósið. Allir vita til dæmis við hvern er átt þegar talað er um Jakann ellegar Ragnar átskalla. Og áfram er haldiö að kllna uppnefnum á fólk. Eftir aö Kristinn Finn- bogason tók við starfi sem framkvæmdastjóri Iscargo er farið að kalia hann Flug- drekann. Skllaboð — Var ekki konan meö kökukefliö á lofti þegar þú drattaðist heim um miðja nótt? — Nei, hún var sofnuð. Skildi bara eftir skilaboð á eldhúsboröinu. — Hvað segiröu, skilaboð? Hvað stóð i þeim? — Inniskórnir þhiir eru i frystikistunni. sandkorn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður skrifar „Málamiölun” Þjóðviljinn birtir I gær smáfrétt um það að tillögur Alþyöubandalagsins um að setja á sérstakt innflutnings- gjald hafi ekki hlotiö hljóm- grunn hjá samstarfsflokkun- um I rikisstjórninni. Þvi hafi Alþýðubandalagið fallist á málamiðlun af öðru tagi sem felur I sér oliuhækkun. Sannleikurinn I málinu er auövitað sá aö það var innan Alþýöubandala gsins sem til- lagan um innflutningsgjaldið náði ekki fram að ganga. Ólafur Ragnar Grimsson vildi endilega koma þessu gjaldi á en Hjörleifur fleiri börðu I borðiö og neit- uöu. innkaupin Litill drengur stóð við hlið- ina á mér inni I kjötbúö um daginnogbaðum einn metra af medisterpylsu. — Við seljum ekki pylsuna í metrum heldur kilóum, sagði afgreiðslustúlkan vin- gjarnlega. — Nú, er það svoleiðis. Þá ætla ég að fá einn kilómetra. Umsjón: Illugi Jökulsson Við svona hvaladráp gleypti búrhvalurinn James Bartley og þar fékk hann að dúsa I tvo daga. alla vegu og samt var þrýsting- urinn ekki sársaukafullur þvi hold hvalsins gaf eftir einsog gúmmi, við minnstu hreyfingu mina. Allt i einu fann ég að ég var staddur i einhvers konar poka, miklu stærrienég var. Myrkrið var algert. Ég þrei'faði i kring- um mig og fann fyrir nokkrum fiskum, sumir þeirra voru lif- andi þvi' þeir sprikluöu mikið. Fljótlega fann ég fyrir mikl- um sársauka i höföinu og þaö varö erfitt aö anda. Svo fór aö veröa hroöalega heitt, ég var aö kafna úr hita. Augu min virtust veröa aö springa af hita og ég var sann- færöur um að á hverri stundu myndi ég gefa upp öndina I maga hvalsins. Ég var ólýsan- lega hræddur og ógnþrungin, alger þögnin var ægileg. Ég reyndi aö risa á fætur, hreyfa handleggina, öskra... Sérhver hreyfing virtist ómöguleg i þessu fangelsi minu en samt var hugsun min skýr og þegar ég loks missti meövitund, geröi ég mér fulla grein fyrir örlögum minum”. Vikur nú sögunni til félaga Bartleys. Þeir gáfust ekki upp þó einn báturinn væri ónýtur, skutluðu hvalinn og mörgum klukkustundum seinna kom hann upp á yfirborö sjávar, steindauöur. Hann var dreginn upp aö Austurstjörnunni og áhöfnin tók til viö aö skera hann Alkunn er bifliusag- an um Jónas sem hval- urinn gleypti en spýtti út úr sér siðar. Ótrúleg i meira lagi hafa menn talið. Það gerðist hins ur gleypti mann að nafni James og geymdi hann i maga sér i tvo daga. Þetta árið voru hvalaveiðar náttúlega enn stundaöar meö gamla laginu, líkt og Melville segir frá i Moby Dick. Hval- veiöiskipiö Austurstjarnan lét reka nálægt Falklandseyjum þegar skipverjar komu auga á rúmlega 20 metra langt búr- hveli og fóru þegar á stúfana. Bátar voru settir út og i einum þeirra var James Bartley, 35 ára gamall ræöari. Er hvalurinn varö veiöimann- anna var, tryllist hann og réðist á bátinn, braut hann í spón meö sporöinum. Bátsverjar syntu snarhendis brott en James skinniö var óheppinn og hvalur- inn gleypti hann i heilu lagi. ,,Ég minnist þess gerla aö ég datt úr bátnum og fannst mér skrika fótur á einhverju mjúku. Er ég leit upp sá ég bleikt og hvitt gin hvalsins og sogaöist á næsta andartaki inn i þaö, meö fæturna á undan. Ég geröi mér ljóst aö hvalur- inn var aö gleypa mig. Ég sogaöist lengra og lengra, kjötveggur umkringdi mig á sundur. Þaö var langt verk og timafrekt. Eftir tveggja daga starf voru innyfli hvalsins hífö upp á dekk Austurstjörnunnarog tóku skip- verjar þá eftir þvi aö einhver hreyfing var i maga hvalsins. Þeir ristu á kviöinn og fundu þar, sér til ósegjanlegrar undr- unar, James félaga sinn Bartley. Hann var illa farinn, meövit- undarlaus en lifandi. Hann var þakinn blóöi hvalsins og húö hans og hár voru orðin snjóhvit. Reynt var aö hlúa að honum en þegar hann komst til meövit- undar kom I ljós aö hann var orðinn snargeggjaöur. Imargar vikur var hann lokaöur inni I ká- etu skipstjórans, algerlega kol- klikkaöur og blaöraði viö sjálf- an sig án afláts. Smátt og smátt fór hann þó aö ná sér og þegar skipið kom til hafnar i Englandi var hann aft- ur kominn til starfa um borö, „i ljómandi skapi”. Þegar sagan var sögð drógu náttúrlega margir hana I efa og sjóréttur var settur til að fjalla um máliö. Rétturinn komst, nauöugur viljugur, aö þeirri niöurstööu aö James Bartley heföi i raun og veruveriötvo heiladaga í maga hvalsins, og lifaö af. " Litiö er vitaö um James Bartley eftir þetta. Að sögn fór hann aftur á sjóinn en átti við hræöilegar martraöir aö striöa það sem eftir var ævinnar. Hann mun hafa dáiö 1926, þá sjötugur, og enn jafnhvitur á hörund og hár og þegar hann var dreginn úr maga hvalsins. EEPORT PICASSO Stærsta útihátíð sumarsins haldin við Kolviðarhól, dagana 20. og 21. júlí. Tvær frábærar hljómsveitir, FREEPORT og PICASSO«spila stanslaust bæði kvöldin. Vignir Sveinsson sér um diskótek í stóru danstjaldi. Stórkostleg dagskrá m.a. vítakeppni (óli Ben og Bogdan standa i marki) húla hopp, limbó, poka- hlaup, broskeppni afl. oil. Kolviðarhóll er aðeins þrjátíu km (30 km) frá Reykjavík.næg tjaldstæði. Sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni, Akranesi, Borgarnesi, Grindavík, Njarðvik, Keflavík, Sel- fossi og Hveragerði. Sagan um Jónas sðnn? Búrhvalur gieyptl mann sem llfðl af

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.