Vísir - 20.07.1979, Blaðsíða 5
5
Sviðlð
hrundi með
fegurðar-
díslrnar
Feguröarsamkeppnin i Perth i
Astraliu um titilinn „Ungfrú Al-
heimur” endaöi i ringulreiö og
upplausn, þegar sviöiö hrundi —
nokkrum sekúndum eftir aö ung-
frú Venezúela haföi veriö útnefnd
sigurvegari.
Þátttakendurnir, 78 talsins,
klæddar i siökjóla, voru aö
koma sér fyrir i röö á sviöinu,
þegar hluti af þvi hrundi meö
braki og bramli og viö skerandi
neyöaróp stúlknanna.
Nokkrar stúlkur féllu niöur um
3 metra djúpa holu, sem myndaö-
ist i sviöinu.
Skipuleggjendur keppninnar
þustu til handa og fóta stúlkunum
til aöstoöar, og sjúkrabilar voru
kvaddir á vettvang. Þrjár stúlk-
ur meiddust. Ungfrú Brasilia,
ungfrú Malta, og ungfrú Tyrk-
land. Engin þeirra þó alvarlega.
Nokkrir ljósmyndarar féllu
einnig i geilina, en ekki kemur
fram i fréttum, hvort nokkur hafi
hugaö aö þvi, hvort einhver
þeirra hafi meiðst.
Gapiö i sviöiö myndaöist rétt
viö hásæti feguröardrottningar-
innar, en hana sakaði ekki. Né
heldur þær, sem voru númer tvö,
ungfrú Bermúda, og þrjú, ungfrú
England.
Óhappið varö, þegar ljós-
myndararnir tróöust upp á sviöiö
til þess aö ná nærmyndum af
sigurvegaranum. Var sviöið ekki
nógu rammbyggilegt til þess aö
þola svo óvæntan þunga.
Sviöiö hrynur og skelfingin
gripur um sig. Þaö er ungfrú
Costa Rica, Carla Facio, sem
sést á myndinni æpandi i miftj-
um hópnum.
Hin nýja ungfrú Alheimur og helstu keppinautar hennar. T.v. er
Carolyn Sarward frá Englandi (3. sæti), þá Annette frá Sviþjóft (5.
sæti), loks sjálf drottningin, Maritza Sayariero frá Venezúela, síftan
Gina Svainson frá Bermúda (2. sæti) og t.h. Meratha Cacosta frá
Brasiliu (4. sæti).
Rððstefna um flðtta-
fðlklð
Ráðstefna hófst i dag i Genf,
þar sem fjallað er um framtiöar-
horfur þeirra hundruða þúsunda
flóttamanna, sem streyma frá
Indókina, en þær þykja velta á
þvi, hversu greiölega önnur lönd
muni opna fyrir þeim dyrnar eöa
verða örlát á framlög til flótta-
mannahjálparinnar.
Kurt Waldheim, framkvæmda-
stjóri Sameinuöu þjóöanna,
sagði, aö 72 rikisstjórnum heföi
verið boðiö aö senda fulltrúa á
ráöstefnuna, og 50 heföu lofaö aö
taka þátt i henni. Skoraöi hann á
ráöstefnufulltrúa að nýta um-
ræðutimann til leitar aö úrræöum
og sóa honum ekki i pólitiskt þref.
Pólitik hefur þó dregist inn i
málið strax, þar sem fulltrúa Pol
Pot-stjórnarinnar fyrrverandi i
Kambodiu var meinað aö halda
blaöamannafund i aöalskrifstof-
um S.Þ. i Genf. A Pol Pot ekki
fulltrúa á ráðstefnunni, né heldur
núverandi stjórn Heng Samrin.
Brelar vllja ekkl
gðlgann
Breska þingiö kolfelldi 1 gær til-
lögu, sem fól I sér, að tekin yröi
að nýju upp dauöarefsing. Er þaö
I þriðja sinn á þessum áratug,
sem reynt er aö endurreisa gálg-
ann i Bretlandi.
»
Talsmenn 'dauðarefsingarinnar
reifuöu þaö, aö sá mikli uppgang-
ur, sem verið hefði siöari árin i
glæpum og hryöjuverkum, ætti
rót sina að rekja til afnáms
dauöarefsingarinnar fyrir 14 ár-
um.
Tillagan var felld i neöri mál-
stofunni meö 119 atkvæðum. —
Þegar hún var borin upp 1975, var
hún felld með 129 atkvæðum, og
svipuö tillaga var felld 1974 meö
152 atkvæðum.
WBB
... *
Tvaerhl
. ^~***~~’..-
Knattspyrnufélogið Týr