Vísir - 20.07.1979, Page 7

Vísir - 20.07.1979, Page 7
VÍSIR Föstudagur 20. júll 1979. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Brltlsh Open í goill: Nickaus A eftir þessum koma Tom Wat- son. Bandaríkjunum á 140 högg- um, Dennis Clark, Nýja Sjálandi og JackNicklaus Bandarikjunum á 141 höggi og siöan Graham Marsh — bróðir gamla knatt- spyrnukappans Rodney Marsh frá Manchester City — en hann var á 143 höggum... klP Valsmenn fögnuöu tvivegis mikiö á Laugardalsvelli I gærkvöldi enda hafa þeir nú tryggt sér rétt til aö ^mmmmmm leika i undanúrslitum Bikarkeppni KSt. Framlenglngln færöl vaismönnum 2 mörk - og KR-ingar eru bar meö úr leik (Bikarkeppni Knattspyrnusambandsins eitlr 2:0 öslgur gegn íslandsmeisturum vais Hætla meö bununa Sænskir sérfræðingar vinna nú að þvi að finna upp nýjar leiðir til að rannsaka misnotkun á „anabole steroider” en efni það er á bannlista yfir „meðöl” sem Iþróttafólk notar. Til þessa hefur orðið að taka þvagprufur af iþrótta- fólki til að kannahvort það hafi neytt lyfjanna eða ekki. Hefur viljað bregða við að mikill ti'mi fan i það, að „biðaeftir bununni” ogsum- ir orðið að drekka, marga litra af gosdrykkjum eða öðru til að geta gefið smá-sýnishorn. Það sem sérfræðingarnir sænsku hafa komið fram með, er að finna megi söku- dólgana með þvi að rann- saka með sérstökum hætti hár af likama þeirra. Segja þeir að það gefi sömu útkomu og þvagpruf- urnar — en það taki aftur á móti helmingi styttri tima að ná i eitt hár og rannsaka það en að standa i öllu stima- brakinu með bununa. . . — klp — Bill Longmuir frá Bretlandi, sem hafði forustu eftir fyrsta daginn, hrapaði niður i 3. sæti I gær, erhann lék á 74 höggum. Er hann á samtals 139 höggum, en i 2.sæti —á 138 höggum — er Spán- verjinn Severiano Ballesteros, en hann lék 18 holurnar í gær á 65 höggum. Það var heldur betur fariö að draga af sumum leikmanna KR og Vals þegar komið var út i framlengingu i leik liðanna i 8-liða úrslitum Bikarkeppni Knattspyrnusambandsins í gær- kvöldi. Ekkert mark var skorað á venjulegum leiktima, en i fram- lengingunni skoraði Valur tviveg- is, og Valsmenn eru þvi komnir I 4-liða úrslit. Það var strax á fyrstu minútu framlendingarinnar sem Vals- menn komust yfir. Hálfdán örlygsson hafði þá fisklað horn- spyrnu sem Guðmundur Þor- björnsson framkvæmdi vel, beint áhöfuð Inga Björns Albertssonar sem var gjörsamlega óvaldaður og hann skoraði gott skaDamark. Stuttu siðar skaut Ingi Björn yf- ir af markteig úr góöu færi, en á 12. minútu framlengingarinnar tókst betur til hjá Valsmönnum. Þá átti Guðmundur Þorbjörnsson mjög góða sendingu inn á miðj- una til Atla Eðvaldssonar sem skoraöi með skalla eftir aö hafa lyft boltanum yfir varnarmenn KR-inga. Magnús Guðmundsson var kominn út Ur markinu ein- hverra hluta vegna og má segja að þar hafi hann gert sín einu mistök i leiknum. Þaösem eftir var leiksins lögðu leikmenn Vals áherslu á að halda fengnum hlut, og KR-ingarnir voru sannast sagna orðnir of þreyttir til að geta sótt af krafti. I fyrri hálfleik leiksins voru KR-ingar frekar i vörn framan af, en Valsmenn fengu ekki hættuleg tækifæri. Þegar leið á hálfleikinn komu KR-ingar mun meira inn i leikinn, en það var sama sagan, þeim tókst ekki að skapa hættu við mark Vals. Valsmenn vorusterkari aöiiinn i si"ðari hálfleiknum sem var á köflum hressilega leikinn, en bar þess þó greinilega merki að mikið var i húfi og ekki var teflt á tæp- asta vað. Segja má að sigur Vals hafi ver- ið sanngjarn, liðið lék á köflum þokkalega knattspyrnu, en bestu menn liðsins voru þeir Hálfdán örlygsson, Guðmundur Þor- björnsson og þeir Grimur Sæmundsson og Sævar Jónsson. KR-ingarnir tóku góðar rispur i þessum leik oghöfðu þá i fullu tré við Vaismennina, en það vantaði allan brodd i sóknarleik liðsins. Er greinilega bagalegt að Jón Oddsson skuli vera meiddur um þessar mundir. Bestu menn KR voru Börkur Ingvason, Sigurður Pétursson og Magnús Guðmunds- son, markvörður. Það er oft skrifað um að hinn eða þessi leikmaður leiki rudda- lega, og hefur Guöjón Hilmarsson KR-ingur oftar en einu sinni feng- ið það á sig. 1 gærkvöldi sýndi Guðjón hinsvegar að grunnt er á hinum sanna iþróttaanda. Hann sjálfur lék alla framlenginguna draghaltur, og undir lokin þegar Hálfdán örlygssonlá afveltameð sinadrátt i fæti staulaöist Guðjón til hans og aðstoðaöi. Hlaut hann verðskuldað lófaklapp áhorfenda fýrir. Dómari Grétar Norðfjörð og hafði góð tök á leiknum. gk-. Vlldl endilega iðna Júgóslavanum boltann - pegar sá siðarnefndl húi skolhrfð með rlflll eillr Knaltspyrnulelk I Noregi Þaðgetur stundum verið heitt i kolunum i knattspyrnunni. Það þekkjum við vel hér á landi, en við erum samt hreinir aiglar i samanburði viðþásem búaá suð- lægari slóðum. Norðmenn eru á sama báti og við hvað þetta varðar, en þó leist þeim ekki á blikuna er þeir fréttu af þvi að til skotbardaga hefði komið eftir leik i 6. deildinni þar. Var það hjá liðinu Inter i Kristiansand, en það var stofnað i fyrra og er að mestu skipað er- lendum verkamönnum sem starfa i Kristiansand. Verður oft heitt i kolunum á milli þeirra, en þó aldrei einsog eftirþennan leik. Upphafið var að hægri bak- vörðurinn, sem er Pakistani, æílaði að halda heim i bil slnum með boltann, sem notaður hafði verið I leiknum, enda var hann hans eign. Það vildi vinstri út- herjinn, sem er Júgóslavi, ekki samþykkja. Vildi hann fá boltann þvi að hann og nokkrir félagar hans ætluðu aö leika sér aðeins eftir leikinn. Upphófsthið mesta orðaskak út af þessu, og endaði það með þvi að Júgóslavinn sótti riffil inn i sinn eigin bil og hótaði að skjóta Pakistanann, ef hann kæmi ekki meðboltann. Sá var ekkert bang- inn við byssuna, en þó runnu á hann tvær grimur er sá júgó- slavneski sendi tvö skot I gegnum rúðuna á bilnum hans og smugu þau rétt við eyrun á Pakistanan- um. Þaut haún þá út úr bllnum með boltann, og vildi nú endilega lána Júgóslavanum hann. Til þess kom þó ekki, þvi' að áhorfendur að leiknum — og skot- hriðinni — höfðu yfirbugað hann og kallað á lögregluna. Situr nú Júgóslavinn bak viðlás og slá — dæmdur I 3 mánaða gæsluvarðhald — og á yfir höfði sér nokkra ára fangelsi fýrir morðtilræði... allt út af einum fót- bolta.. -klp- enn með I siagnuml Sigurvegarinn i US Opnu keppninni i golfi — einni af fjórum stærstu golfkeppnum heims — Hale Irwin — er með forustu eftir 36 holur í British Open keppninni, sem nú er hálfnuð. Hann lék 18 holurnar i gær á 68 höggum — þrem undir pari vallarins — en hann lék einnig fyrstu 18 holurnar á 68 höggum og er þvi á samtals 136 höggum þeg- ar 36 holur eru eftir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.