Vísir - 27.07.1979, Blaðsíða 16
VlSIR
Föstudagur 27. júli 1979.
Umsjón:
Halldór
Reynisson
Vinnuskólakrakkarnir á brúnni góðu ásamt skóiastjóranum Einari Bollasyni. Að baki má grilla i stig
þann sem búiö er að gera Kópavogsmegin, en Reykjavikurmegin er bara þúfur og gras.
„Þrír strákar - elnn kall”
vinnusköiinn i Kópavogi heimsðllur
Það er ekki hvar sem er að
unglingarfá að spreyta sig á mál-
aralist i unglingavinnu hér á
landi, hvað þá aö smiða heilar
brýr. Slfkt er þó raunin I vinnu-
skóla Kópavogs en hann hefur
reynt að finna nemendum sinum
fjölbreyttara verkefnaval en
venjan er á sllkum vinnustöðum.
Vlsir fór á vettvang og skoðaði
verk unglinganna, en þeir hafa
m.a. málaö veggi, byggt göngu-
brýr yfir skurði I Fossvoginum og
myndskreytt botninn i gosbrunni i
lystigarði þeirra Kópavogsbúa.
Einar Bollason skólastjóri
Vinnuskólans, var leiðsögumaður
i þeirri ferð ásamt Sverri Sverris-
syni yfirverkstjóra og sögðu þeir
að stefnan væri sú að gefa ungl-
ingunum sem frjálsastar hendur
við þau verk sem þeim væru feng-
in. 1 því skyni hefði þeim veriö
falið að myndskreyta nokkra
staði I bænum, þar sem um væri
að ræða stóra fleti á húsum eða
öörum mannvirkjum sem mætti
skreyta. Þá væru þeir einnig
látnir sjá um vandasamar vegg-
hleðslur og að leggja ollumöl á
gangstiga og hefðu þeir yfirleitt
gert þetta af mikilli natni — jafn-
vel komið á kvöldin til að velta
verkefnunum fyrir sér.
„Reynslan af þessum ungling-
um er mjög góð”, sagði Einar
Bollason. „Þannig hafa þau tekið
að sér ýmis þau verkefni sem
Kópavogsbær fékk áður verktaka
Ung Kópavogsmær fyrir framan
eitt listaverkið sem unglingar i
Vinnuskóla Kópavogs hafa mál-
að. Vísismyndir GVA
til að annast og þá oft með mis-
jöfnum árangri. Hafa krakkarnir
jafnvel staðið i viðgerðum á þeim
verkum sem verktakarnir skildu
illa við”.
Inni I Fossvogi var flokkur af
unglingum að ganga frá göngu-
stigum að brú einni traustlegri.
Við spurðum hverjir hefðu smlð-
að brúna: „það voru þrir strákar
og einn kall” svaraði einn strák-
urinn en hinum þótti það ekki
nógu kurteisislega svarað og
sögðu að það hefði verið maður.
Krakkarnir voru spurð hvernig
þeim likaði starfað og voru þau
flest ánægð, ekki nema hvað
stúlkunum fannst strákarnir fá
skemmtilegri verkefni en þær
sjálfar. „Strákarnir byggja
brúna, en við gerum stiginn að
henni”, sagði ein þeirra, „en það
er fjör að hafa strákana nálægt —
og þvi er það með ánægju sem við
gerum gangstiginn að brúnni sem
þeir eru aö byggja”. Við þessi orð
flissuöu hinar stelpurnar ógur-
lega.
Þvi má við bæta að Vinnuskóli
Kópavogs hefur með á fimmta
hundrað unglinga i vinnu og á
aldrinum frá 13 ára til 16 ára, en
skólanum lýkur i dag.
-HR
á hvíta tjaldinu
Háskólabíó
Looking for Mr. Goodbar
Leikstjóri Richard Brooks
Myndin fjallar um unga konu
Theresu Dunn (Keaton) sem al-
ist hefur upp i strangtrúaðri
kaþólskri fjölskyldu. Faðirinn
ber engar hlýjar tilfinningar til
hennar heldur veitir þær eldri
systur hennar sem er tauga-
veikluð pilluæta sem fer úr
skilnaði og fóstureyðingu yfir i
það versta, hjónaband utan trú-
arinnar.
Theresa flýr að heiman og fær
vinnu sem kennari heyrnar-
daufra. Hún lætur gera sig
ófrjóa svo hún fái notið ástar-
lauss kynlifs til fullnustu. A
daginn vinnur hún við kennsl-
una en á næturnar stundar hún
barina og tekur heim með sér
ýmsa menn. Þessi skyndi sam-
bönd verða stöðugt villtari og
villtari en aldrei finnur hún
neinn sem hún getur veitt ást
sina.
Myndin er mjög vel gerð og
leikur Keaton frábær.
Regnboginn
Hjartarbaninn
Leikstjóri Michael Cimino
Mjög myndræn og áhrifamikil
frásögn af kynnum þriggja
vinnufélaga af striðinu i
Vietnam. Myndin skiptist i þrjá
hluta. I þeim fyrsta er greint frá
lifi þeirra og starfi i stáliðnað-
arbæ i Pensilvaníu. Næsti hluti
fjallar um kynni þeirra af strið-
inu i Vietnam en þaðan koma
þeir allir meira og minna and-
lega og likamlega skertir. Sið-
asti hlutinn fjallar siðan um
heimkomuna og eftirköstin.
5 Óskarsverðlaun segja sina
sögu en myndin er mjög vel
gerð á allan hátt. Qimino hefur
mjög gottauga fyrir myndrænni
spennu en það kemur vel fram
þegar þeir félagar spila rúss-
neska rúllettu. Cimino er ekki
algjörlega óþekktur hérlendis
þvi Tónabíó hefur sýnt mynd
eftir hann sem hét Thunderbolt
and Lightfoot.
„SVART A HVlTII” KOMW ðT
„Svart á hvitu” 1. tölublaö 1979
er nýlega komið út og er að venju
mikið efni i blaöinu.
Þar er m.a. grein um Reggae
tónlist á Jamaica og er þar kynnt-
ur hinn þjóðfélagslegi grunnur
sem býr þar að baki, m.a.
Rastafarian-hreyfingin sem eru
sérstæð trúarbrögð eyjarskeggja.
Þá er grein um tilraunaleikhús
I New York og þar rætt við Jon
Teta en hann hefur helgaö lif sitt
tilraunaleikhúsinu og m.a. sett
þar á svið leikrit Jökuls Jakobs-
sonar Herbergi 213. i leikhúsi sem
nefnist „The Open Space in
SoHo”.
Friðrik Þór Friðriksson skrifar
grein sem hann nefnir „Kvik-
myndavaran” og er þar fjallað
um kvikmyndir sem söluvöru og
iðnað og hvernig þaö skapar vissa
stöðlun á kvikmyndum með
framleiðslu „formúlumynda”
þar sem hámarksgróði er aðal
keppikefliö.
„Drög að fjölmiðlafræðum”
nefnist grein eftir Hans Magnus
Enzenberger i þýðingu Björns
Jónassonar og er hún n.k. grein-
ing á hlutverki og áhrifum fjöl-
miöla út frá sósialisku sjónarmiði
— ýtarleg grein en löng.
Þá er ógetið ljóða og ljóðaþýð-
inga, en þar má nefna hljóöljóö
eftir Atla Heimi Sveinsson, ljóð
eftir Guðberg Bergsson og þýdd
ljóð eftir Ezra Pound.
Frágangur, útlit og öll vinna við
timaritiö er til fyrirmyndar.
Svart á hvitu er 62 blaðsiður,
prentaö i prentsmiðjunni Odda en
útgefandi þess er Galleri Suður-
gata 7 I Reykjavlk.
-HR
hvitu
Meðal efnis:
Um tílraunabflKbús í H*w YorK
Fáeinar athugisemdír um Jiatína
K vikmyndavaren
Drög t|ólm tfttatrmðum
Forsiðumynd Svarts á hvitu er tekin á tónieikum Feminist Improvising
Group.
Nýja B:ó
Ofsi
Leikstjóri Brian De Palma
Myndin fjallar um mann að
nafni Sandza (Douglas) sem
vinnur hjá leynilegri stofnun i
Bandarikjunum, en þessi stofn-
un vinnur að rannsóknum á
fjarhrifum. Sahdza á son sem
býr yfir miklum hæfileikum á
þessu sviði. Honum er rænt af
stofnuninni og reynt að drepa
Sandza I leiðinni. Myndin grein-
ir siðan frá tilraunum hans til
þess að finna son sinn aftur en
Stjörnubíó
Dæmdur saklaus
Leikstjóri Arthur Penn
Reeves (Redford) er ungur og
lifsþyrstur maður. Hann lendir i
ýmiskonar klandri og er að lok-
um stungið inn. Hann stenst
ekki freistinguna á þvi að
strjúka þegar færi gefst á en á
sama tima hefur annar glæpa-
maður framiö morð. Kjafta-
kindurnar i heimabæ Reeves slá
þvi strax föstu aö hann sé morð-
inginn.
við það nýtur hann aðstoðar
stúlku nokkurar (Amy Irving)
sem búin er svipuðum hæfileik-
um og sonurinn.
Myndin veldur miklum von-
brigðum fyrir þá sem hafa séð
aðrar myndir De Palma svo
sem Phantom of the Paradise
og Carrie. De Palma reynir að
blanda saman hrollvekju og
þriller og þessi kokteill verður
súr á bragðið. Tilraunin tókst
vel i Carrie en þess ber að geta
að Irving er enginn Sissy
Spacek
Calder lögregluforingi
(Brando) þrjóskast viö að sak-
fella Reeves að ósönnuðu máli
og er barinn fyrir. I smábænum
þar sem þetta gerist eru alls
konar flækjur á sambúð fólksins
og þegar Reeves kemur heim þá
sýður upp úr.
Penn er okkur að góðu kunnur
en hér hafa m.a. verið sýndar
eftir' hann myndirnar Bonnie
and Clyde og Missouri Breaks.
Myndin er vel gerð og vel leikin
en hvert sæti i myndinni er skip-
að þekktum leikurum.