Vísir - 27.07.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 27.07.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Föstudagur 27. júll 1979. útgeiandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: úlafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lljugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Páisdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. 'Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R, Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86411 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 Ifnur. Askrift er kr. 3-S00imánu6i^ innanlands. VerJTT lausasölu kr. 180 eintakiö. „Prenlun Blaöaprent h/f Takmarkað slálfstæði fll 1991 Meö framlengingu samnings islenska rlkisins og norræna simaeinokunarfélagsins er komið i veg fyrir að við fáum fullt sjálfstæði varðandi fjarskipti við útlönd næsta ára- tuginn. Þaö hefði einhverjum þótt skrýtið/ þegar barist var fyrir því að aflétta verslunareinokun útlendinga á íslandi, ef við hefð- um sætt o^kur við að erlendir menn ættú öll þau skip, sem sigldu með vörur til íslands. Við fengjum aðeins afnot af þeim fyrir flutninga okkar en þeir ákvæðu flutningsgjöldin. Það verslunarfrelsi hefði verið lítið. Varðandi einn þátt samgöngu- mála okkar, f jarskiptaþjónustu,/ má i raun segja, að þannig sé ástatt enn þann dag í dag vegna undirgefni íslenskra stjórnvalda viðMikla norræna ritsímafélagið i Kaupmannahöfn. Það félag á að meginhluta til sæsímastrengina til og frá land- inu, ákvarðar afnotagjald af þeim og leyfir svo íslensku póst- og símamálastofnuninni að af- greiða símtöl og önnur f jarskipti um strengina á uppsprengdu verði. Eins og fram kom í Vísi í gær þurfa þeir, sem hringja til út- landa héðan að greiða miklum mun hærra gjald en aðilar, sem hringja hingað frá útlöndum sömu vegalengd, og sýnir það best, að eitthvað er bogið við álagningu Mikla norræna á utan- landssímtöl islendinga. Samningur ríkisstjórnar ís- lands við Mikla norræna ritsíma- félagið frá 1960 átti að falla úr gildi í árslok 1985, en að tilhlutan ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar var sá samningur endur- skoðaður og hann framlengdur til ársins 1991. Þá var meðal ann- ars samið um samvinnu við Mikla norræna um byggingu jarðstöðvar fyrir gervihnatta- fjarskipti hér á landi, sem ekki verður séð að þörf hafi verið á, því að langheppilegast hefði ver- ið að við ættum og ræktum jarð- stöðina einir. Mikla norræna ritsímafélaginu tókst einnig að koma í kring furðulegum skuldbindingum Pósts og síma,meðal annars um að nýting sæstrengjanna skuli hafa forgang umfram nýtingu jarðstöðvarinnar fyrir símtöl næsta áratuginn. Þannig tryggja símayfirvöld á Islandi símafélaginu að í notkun séu að minnsta kosti 24 rásir í Scotice til Evrópu og á meðan einhverjar rásir séu lausar um lcecan strenginn til Canada meg i íslendingar ekki nota jarð- stöðina fyrir slík símaviðskipti. En hver er réttur íslendinga? í samningnum er kveðið á um, að eftir að jarðstöðin sé komin I gagnið geti símayf irvöld hér far- ið fram á taxtalækkanir og tekið fram að Mikla norræna skuli ræða við okkar menn um slíkt, en fyrirtækið hafi aftur á móti neitunarvald í þeim efnum. Þetta þýðir með öðrum orðum, að einokunarfélagið hafi í hendi sér hve mikið það hirði af okkur í símagjöldum umfram það sem sanngjarnt væri. Við höfum því enn ekki fengið sjáifstæði á sviði f jarskiptasam- bandsins við umheiminn og með framlengingu nýlendusamnings- ins verðum við á klafa norræna símafélagsins til ársins 1991. Ert Dú með Firestone 500 undir bílnum: GALLAÐIR FIRESTONE HJOL- BARDM IHHKALLABIR I USA Bandariskylirvöld hafa fyrir- skipaö Firestone hjólbaröa- verksmiöjunni að hætta fram- leiðslu á Firestone 500 hjólbörö- um og innkalla alla hjólbarða þessarar gerðar sem enn eru i notkun. Firestone 500 hjólbarð- arnir sem eru svokallaöir stál- radial hjólbarðar, hafa verið „Það er rétt að við höfum umboð fyrir Firestone á íslandi, en við höfum aldrei flutt inn hjólbarða af þess- ari gerð,” sagði Eyjólf- ur Brynjólfsson skrif- stofustjóri Jöfurs h.f. i samtali við Visi. Aftur á móti sagði Eyjólfur að sér væri kunnugt um aö nokkrir bandariskir bilar sem fluttir hafi veriðtillandsins hafi komið á slikum dekkjum og eitthvað værium þau undir bilum varn- arliösins. Er hann var inntur eftir þvi hvortekkiheföi komiö tiltals að innkalla dekkin hérlendis, sagði hann að fyrirspurn um slikt heiði veriö send til verksmiðj- unnar. Þar heföi ekki verið talin framleiddir allt frá árinu 1972 og er taliö að alls hafi verið seldar um 24 milljónir hjólbarða þessarar gerðar þau sexársem framleiðslan stóð yfir. Bandariska vikuritið Time skýrði nýlega frá þvi aö til loka júni á þessu ári sé talið aö i Bandarikjunum hafi gallar á ástæða til innköllunar, þar sem ekki heföi verið um beinan inn- flutning á dekkjunum að ræða þótt svo að þau hefðu „slæöst” hingað undir nokkrum nýjum bilum. Sagði Eyjólfur að ef Jöfur h.f. ætlaöi að innkalla dekkin upp á eigin spýtur þá þyrfti fyrirtækið sjálft að bera s kaöann, en einnig spilaði inn i að fyrirtækið ætti ekki á lager þá dekkjagerö sem ætlast væri til að afhent yrðu i staðinn fyrir innleyst dekk. Þá kom þaö fram I máli Eyjólfs að aðeins einn Islenskur bileigandi hefur sett sig i sam- band viö Jöfur vegna umræddra dekkja, en sá hafði einmitt lesiö greinina i Time. Sagði Eyjólfur að þrátt fyrir aö ekkert heföi fundist athugavert við dekkin sem sá maöur átti, heföi þeim engu að siöur veriö veitt mót- taka i skiptum fyrir ný. — GEK. dekkjunum valdiö 42 dauðaslys- um, auk 60 annarra slysa og nokkur hundruð óhappa þar sem aðeins hefur verið um eignatjón að ræða. Blaðið skýrir frá þvi að þrátt fyrir að efasemdir um gæöi Firestone 500 dekkjanna hafi vaknað strax árið 1973, hafi verksmiðjurnar haldið áfram að framleiða’ þau án afláts allt til ársins 1978, er þær urðu aö láta undan þrýstingi stjórn- valda sem kröfðust þess aö Economy & Business Forewarnings of Fatal Flaws IIiii l'ireMonecontiimed to v<7/a tronhled tiiv Grein bandariska vikuritsins Time um Firestone hjólbarð- ana. „Ekki talin ástæöa til innköllunar á íslandi” - seglr Eyldlfur Brynlðlfsson, skrifsfofusfjöri Jöfurs framleiðslu yrði hætt og öll dekk af þessari gerð innkölluð. Var Firestone verksmiðjunni gert að láta eigendur dekkjanna fá nýja hjólbarða af gerðinni Fire- stone 721. Samkvæmt upplýsingum Time hafa verksmiöjurnar fengið inn um 3 milljónir hjól- barða af umræddri gerð i U.S.A. sem er lauslega áætlað aö vera um 40% þeirra sem enn eru i notkun þar I landi. — GEK. „Berum ekki ábyrgo á hjðl- börðum innfluttra blfreiða” - seglr Gunnar Gunnarsson hjá Véladelld SIS „Þegar við ílytjum inn bila til landsins, þá kemur hvergi fram, hvorki i faktúrum né öðrum innflutnings- gögnum hverrar teg- undar hjólbarðarnir undir bilnum eru. Mér er hins vegar kunnugt um, að það heyrir til algjörra undantekninga ef bilar frá General Motors koma hingaö með Firestone hjólbörðum,” sagði Gunnar Gunnarsson aöstoðarframkvæmdastjóri Sambands islenskra samvinnu- félaga. Sambandið hefur sem kunnugt er umboð fyrir General Motors i Bandarikjunum og er stærsti aðilinn i innflutningi þarlenskra bila. Gunnar sagöist telja að gall- inn I Firestone 500 hjólböröun- um hlyti að vera mjög einangr- aö dæmi þvi yfirleitt væru hjól- barðar frá Firestone verksmiðj- unum mjög hátt skrifaöir. ,,Ég tel, sagði Gunnar, ,,að likurnar á þvi að þessir hjól- barðar hafi komið undir okkar bilum séu svo hverfandi að þaö væri eins og að leita að saumnál i heystakk ef ætti að kanna það.” Varöandi ábyrgð á hjólbörð- um innfluttra bila sagöi Gunnar að við afhendingu þeirra skrif- uðu kaupandi og seljandi undir sérstakt ábyrgðarskjal. í þessu skirteini er að sögn Gunnars sérstaklega tekið fram að söluaðili beri enga ábyrgð á hjólbörðunum. Sagði hann þaö vera venju að framleiðendur, t.d. bíla, tækju ekki að sér ábyrgð á framleiöslu undir- verktaka sem afgreiddu sina vöru undir eigin nafni. I þessu tilviki bæru þvi Firestone verk- smiðjurnar og umboösmenn þeirra alfarið ábyrgð á þeim hjólbörðum sem kynnu að reyn- ast gallaðir. — GEK.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.