Vísir - 02.08.1979, Page 8

Vísir - 02.08.1979, Page 8
VÍSIR Fimmtudagur 2. ágúst 1979. Utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: DaviS GuSmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson HörSur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Gudmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. BlaSamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Palsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. 'Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Sföumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Slöumúla 14 simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3-500á mánuði^ innanlands. Veröl lausasölu kr. íao eintakiö. „Prentun Blaöaprent h/f LENDUM VIB SJUFHELDU7 Viö höfum enn enga tryggingu fyrir þvf aö Norömenn veiöi ekki meira en 90 þúsund, tonn af loönu viö Jan Mayen og ef rússneskur floti kæmi þangaö til veiöa gætu Norö- menn ekki hindraö veiöar hans þar sem þeir hafa enn ekki lögsögu yfir svæöinu. Þá yröi fátt islenska loönustofninum til bjargar. Norski loðnuveiðiflotinn, sem kominn er á miðin við Jan Mayen er geysilega af kastamikill. Þarna er um að ræða sem næst 100 skip, sem eru yfirleitt stærri en íslensku loðnuskipin. AAá í því sambandi benda á, að þau hafa milli 800 og 1000 tonna burðargetu að jafnaði og gætu því veitt þær 90 þúsund lestir, sem forráðamenn (slendinga hafa viljað semja um við Norð- menn,í einni veiðiferð. Ekkert liggur fyrir um, að Norðmenn veiði aðeins það magn og gæti allt eins farið svo að norsk yf irvöld yrðu að láta undan þrýstingi norskra útgerðarmanna og leyfa óhindraða loðnuveiði á Jan Mayensvæðinu. Gætu þeir þá allteins veitt helming þess loðnu- magns, sem fiskifræðingar telja óhætt að færa á land hér og er- lendis næsta árið, en þá er átt við það 12 mánaða tímabil, sem fiskifræðingar miða við f rá upp- hafi sumarloðnuveiða til loka vetrarvertíðar. Bæði íslenskir og norskir fiskifræðingar hafa áætlað aðóOOtonna heildarveiði á þessu tímabili ætti ekki að verða til þess að skaða íslenska loðnu- stofninn, en takmarkalaus veiði gæti aftur á móti eyðilagt hann algerlega. Islendingar hljóta að álykta sem svo, að norsk stjórnvöld muni gera ráðstafanir til þess að ekki verði of nærri stofninum gengið, þar sem mikið er í húfi fyrir þá jafnt sem (slendinga að hægt verði að stunda loðnuveiði er fram líða stundir. Ef þeir aftur á móti veiða helming hámarksafla næstu 12 mánaða þegar í sumar kippa þeir stoðum undan loðnuvertíðinni hér við land og grundvellinum undan afkomu hjá stórum hluta íslenska fiskiskipaflotans Eflaust verður höfðað til til- finninga ef Norðmenn hyggjast veiða loðnuna án takmarkana og sagt, að íslendingar muni ekki trúa því, að bræðraþjóð þeirra muni vilja verða völd að því að gera illt ef nahagsástand á íslandi enn verra. En slík rök duga skammt. Hvað gerist svo ef til dæmis rússneskur ryksugufloti rennir sér inn á svæðið til loðnuveiða? Ekki geta Norðmenn rekið hann burtu á meðan þeir haf a ekki lög- sögu yfir svæðinu. Slíkur floti hefur verið að moka upp kolmunna rétt utan við íslensku 200 mílna mörkin að undanförnu og er ekkert því til fyrirstöðu, að Rússar vilji líka ná í sinn skerf af íslenska loðnu- stofninum. Eina leiðin til þess að koma f veg fyrir slíkar veiðar annarra þjóða en Norðmanna og Islend- inga er að Norðmenn færi út lög- sögu sína við Jan Mayen í 200 sjó- mílur. Það hefur íslenska nefnd- in í loðnuviðræðunum ekki viljað fallast á. Við gætum því lent í algerri sjálfheldu varðandi Jan Mayen- málið og er nauðsynlegt, að menn geri sér grein f yrir því sem fyrst hvernig bregðast skuli við slíku ástandi. I stað þess að bíða átekta ætt- um við að taka af tur upp þráðinn, þar sem frá var horfið í viðræð- unum við Norðmenn. Faktorshúslð farlð á Elsta hús Ilúsavikur, svonefnt Faktorshús, hélt I stutta en þó nokkuö strembna ferö yfir aöal- götuna á Húsavlk fyrir nokkru. Þaö staönæmdist ekki fyrr en nokkru ofan viö Hótel Húsavik, skammt frá þeim grunni þar sem þvi er ætlaöur frambúöar- staöur, viö noröurenda gamla barnaskólans. Meö þessum tveimur húsum veröur þvl kominn vlsir aö húsviskum Arbæ, eins og Gunnar Höskulds- son annar eigenda Faktorshúss ins oröaöi þaö er Visir hitti hann aö máli um daginn. Faktorshúsiö stóö á kambinum upp á Húsavíkinni og setti mikinn svip á bæinn. En aðalskipulagiö geröi ráö fyrir breiðgötu eigi allsmárri gegnum húsiö og þvi bauö eigandinn, Húsavikurkaup- staður, húsið hverjum sem hafa vildu gefins, svo fremi sem þeir hinir sömu tækju aö sér flutning á þvi. Gunnar Höskuldsson kennari og Grimur Leifsson gengu aö þessum „kaupum”. Gunnar sagði, aö þeir heföu talið að kostnaöurinn viö flutningana myndi ekki fara fram úr nokkrum hundruöum þúsunda, en annaö heföi átt eftir aö koma á daginn. Hann kvað húsið hafa verið flutt á bitasleöa og heföi þurft til flutninganna hvorki meira né minna en tvo veghefla,eina stóra mokstursvél og eina jarðýtu. Þá fyrst fór húsiö af staö. Kostnaöurinn hleypur þvi á milljónum að sögn Gunnars. „Mér telst til að það hafi þurft hundrað tonna togkraft til þess að hreyfa húsiö, og við vorum tvær nætur aö koma þvi hingaö. Meðal annars urðum viö fyrir óhappi er húsiö var komiö upp á aöalgötuna og þar sat þaö i sólarhring”, sagöi hann. Gunnar og Grimur hyggjast rifa innan húsinu og smiða innréttingar upp á nýtt. Þegar þvi mikla verki veröur lokiö flytja þeir meö fjölskyldur sinar i þetta merka hús. Faktorhúsiö var reist i kringum 1880 af verslunarfyrir- tækiriu örum &Wulff. Danskur yfirsmiöur var fenginn til verksins, sá hinn sami og annaðist smiöi Alþingishússins i Reykjavik. Guðjohnsenversl- unin var-eigandi að húsinu frá 1918 til 1944, en þá var þvi breytt i hótel og var svo um fjögurra ára skeið. Húsavikurkaupstaöur keypti húsiö 1948 og var þaö lengi nolaö sem gagnfræöaskóli, en hin siöari ár var þaö til ibúöar fyrir fólk i þjónustu bæjarins. — Gsal Hinn nyi grunnur Faktorshússins noröan viö gamla barnaskólahúsiö. Faktorshúsiö á þeim staö þar sem rifiö veröur innan úr þvl. Gunnar Höskuldsson kennari I útidyrunum. Visismyndir:Gsal

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.