Vísir - 08.08.1979, Síða 1
Meginefni tillagna Benedikts um Jan Mayen:
Norska blaðið Aften-
posten skýrir frá þvi i
morgun, að i þeim um-
ræðugrundvelli sem
Benedikt Gröndal hafi
kynnt fyrir islensku
rikisstjórninni i gær, sé
gert ráð fyrir þvi að ís-
lendingar viðurkenni
200 milna fiskveiðilög-
sögu Norðmanna við
Jan Mayen gegn rétti
til nýtingar auðlinda
innan þeirrar lögsögu
ásamt Norðmönnum.
„Ég vil byrja á aB lýsa furöu
minni á þvi, aö norskt blað segi
frá máli sem okkur i Landhelg-
isnefnd hafði verið gert að fara
meðsem algjört trUnaðarmál”,
sagði Ólafur Ragnar Grimsson,
alþingismaöur, þegar Visir bar
undir hann frétt i Aftenposten I
morgun.
Visir innti Ólaf einnig efár þvi
hvort I þeim tillögum að um-
ræðugrundvelli, sem Benedikt
Gröndal lagði fram I gær, hafi
verið gert ráð fyrir einhvers
konar helmingaskiptum Islend-
inga og Norömanna varöandi
nýtingu auðlinda innan norsku
200 mílnanna. „Ég læt utan-
rikisráöherra eftir formlega
staðfestingu á innihaldi þessara
tillagna, en itreka það, að viö
eigum ekki að ganga til samn-
inga á grundvelli hótana Norð-
manna um að þeir ætli sér að
veiða meira en þau 90 þiisund
tonn af loðnu, sem áður hafði
náðst samkomulag um”, sagði
Olafur.
Tillögur Benedikts Gröndal
að umræðugrundvelli varðandi
Jan Mayen-máliö voru fyrst
kynntar á fundi Landhelgis-
Norsk skip við loðnuveiðar á Jan Mayen-svæðinu.
nefndar i gærmorgun, en i rikis-
stjórninni siðdegis I gær.
Akvarðanatöku var frestað þar
til ráðherrum gæfist tóm til að
kynna málið innan rikisstjórn-
arflokkanna. Gert er ráö fyrir
að það geti orðið strax I dag.
„Það er verið aö ræða það
núna hvaða hugmyndir viö eig-
um aðsetja fram og meðan þær
eru i mótun, tel ég ekki rétt að
ræða þær opinberlega, slíkt
kemur Norömönnum einum að
gagni”, sagði Ragnar Arnalds,
menntamálaráðherra, er Visir
bar undir hann frétt Aftenpost-
en um umræðugrundvöll Bene-
dikts Gröndal.
I Þjóðviljanum i morgun seg-
ir, aö þeim Benedikt Gröndal,
Ragnari Arnalds og Ólafi Jó-
hannessyni hafi á rikisstjórnar-
fundinum i gær verið falið að
fylgja málinu eftir á næstu dög-
um og ræða næstu skref, sem
taka eigi.
Reynt var að ná tali af bæði
Benedikt Gröndal og Kjartani
Jóhannssyni sjávarútvegsráð-
herra i morgun, en án árangurs.
1 Aftenposten i morgun segir
ennfremur að búist sé viö að
Benedikt Gröndal muni koma
með mótaðar tillögur á fundi
norrænna jafnaðarmanna i
Kaupmannahöfn um næstu
helgi og leggja þær fyrir Knut
Frydenlund, utanrikisráöherra
Noregs. Þá segir að 10-12 bátar
séu komnir til hafnar i Noregi
með 16 þúsund lestir af loðnu og
haft eftir einum skipstjóra, að
loðnan sé bæði stdr og góð og að
ekki muni taka langan tima að
veiða 90þúsundlestir meðsama
áframhaldi.
—GEK/PM/JEGOsió.
200 MÍLNA LÖGSAGA
SEM ÞJÖBIRNAR
NÝTI SAMEIGINLEGA
vandræöl á spænskum feröamannastððum, sem Islendlngar sækia:
SkÖGARELDAR 00 RAN
Miklir skógareldar loga viö
ferðamannabæinn Lloret de Mar
á Costa Brava á Spáni. Þegar
hafa 22 farist, en um þúsund
hektarar lands hafa brunnið.
Hundruð manna hafa flúið svæð-
ið, en slökkviliösmenn berjast við
eldinn.
Um 130 Islendingar eru I Lloret
de Mar á vegum ferðaskrifstof-
unnar Útsýnar. Að sögn Arnar
Steinsen skrifstofustjóra búa þeir
allir á hótelum og I fbúðum niður
við ströndina, nokkuð frá skóg-
inum.
örn sagöi aö ekki hefði tekist að
ná sambandi viö Lloret de Mar í
morgun þrátt fyrir Itrekaðar til-
raunir.
Vopnaðir og meö nælonsokka
fyrir andlitinu ruddust þrlr menn
inn i anddyri Hotel Iris á Torre-
molinos sl. laugardag og kröfðu
starfsmenn um fé, auk þess sem
greipar voru látnar sópa um
hirslur hótelsins. Talið er að þeir
hafi haft upp úr ráninu jafnvirði
átta milljóna islenskra kr. Ræn-
ingjarnir komust undan á vélhjól-
um og hafa þeir ekki náðst.
Á þessuhóteli búa allmargir ís-
lendingar á vegum ferðaskrif-
stofunnar Útsýnar og voru
nokkrir þeirrai anddyri hótelsins
er stigamennirnir létu til skarar
skriða. Miðuöu þeir m.a. riffli á
eina islenska stúlku.
Gsal/KP
Heimsókn
á Þingvelli
SJÁ BLS. 12-13
Vlslsrallið:
Keppendur
kynntir
SJÁ BLS. 9
SKATTAR
F0RSTJÓRA
STÓRRA
FYRIRTÆKJA
MARGRA MILLJ-
ARBA VERBMÆTI
ERU I HÆTTU
SJÁ BLS.
BARNALEIKRIT
EFTIR GUBRÚNU
HELGADÚTTUR I
ÞJÖÐLEIKHÚSINU
SJÁ BLS. 16
1
i
i