Vísir - 08.08.1979, Síða 6
Mi&vikudagur 8. ágúst 1979.
* ' J 9 ' ** J 4 P
6
V
Sá sprettharöasti á landinu í ár
KIR FUNDU HANN
A BENSINSTÖB
VIB MELAVÖLLINN
Hann kom á fyrstu æfinguna I
frjálsum iþróttum þann 3. janú-
ar I ár. Nil er hann aö margra á-
Hti mesti og besti spretthlaupari
landsins. Hann heitir Oddur
Kristinn Sigurösson, og hann
var uppgötvaöur sem sprett-
hlauparaefni á bensinstöö Shell
á Melunum i haust
„Jú, þaö er rétt, ég fannst á
bensinstöö, ef þaö má oröa þaö
svo”, sagöi Oddur, er viö hittum
hann aö máli á Akureyri á dög-
unum, en hann keppir fyrir KA
á Akureyri þótt hann sé fæddur
og uppalinn I Vesturbænum i
Reykjavik og eigi heima þar.
„Þaö var vinur minn Öskar
Tor, sem plataöimig fyrst á æf-
ingu I fyrra. Hann var búinn aö
vera I frjálsum og fékk mig til
aö koma meö sér i eitt skipti.
Þaö gekk ágætlega hjá mér og
ég haföi gaman af þessu.
Öskar taldi aö i mér væri efni I
hlaupara, og mætti meö kunn-
ingja sinn Jón Sævar út á ben-
sínstöö á Melunum, þar sem ég
vann, nokkrum dögum siöar.
Þeir fóru meö mig út á M elavöll
og þar var ég dubbaöur upp meö
gaddaskó og fineri og sagt aö
hlaupa, sem ég og geröi.
Aö sjálfsögöu komu strax I
ljós þúsund vitleysur hjá mér,
en Jón Sævar taldi aö þaö mætti
sniöa þær sumar af, og ég sam-
þykkti aö taka málin alvarlega
eftir áramót og byrja aö æfa.
Þetta var siöastliöiö haust, og
aö sjálfsögöu mætti ég á fyrstu
æfinguna eftir áramót. Þaö var
3. janúar. Siöan hef ég veriö aö
æfa oghlaupa eins og ég mögu-
lega get, og útkoman oröiö al-
veg merkilega góö.
Elti þjálfarann norður
Ég haföi engan sérstakan á-
huga á frjálsum Iþróttum hér
áöur fyrr. Ég átti og á heima á
Ljósvallagötunni og var þvi I
KR sem strákur, og er mikill
KR-ingur i mér af þeim sökum.
Ég æföi knattspyrnu meö yngri
flokkunum, en var alltaf i sveit I
Flóanum á sumrin, svo þaö voru
ekki geröar neinar rósir I knatt-
spyrnunni af minni hálfu. Svo
æföi ég borötennis meö KR og
haföi gaman af, en frjálsar
iþróttir hvörfluöu ekki aö mér
fyrr en ég gaf Jóni Sævari loforö
um aö æfa nú i vetur.
Þegar hann svo geröist þjálf-
ari hér hjá KA á Akureyri og
mér bauöst starf hér i sumar viö
aö mála skip I Slippnum var ég
ekki lengi aö hugsa mig um, og
elti hann noröur.
Eftir þvi sé ég ekki. Hann hef-
ur kennt mér mikiö og fórnaö
miklum tíma i mig. Hér hjá KA
er lika gott aö vera. Þetta er
stór hópur sem æfir hér, og viö
erum eins og ein fjölskylda. Þaö
er allt sem hjálpast aö til aö
gera þetta gott, og ég hef þvi
ekki nokkurn áhuga á aö fara
héöan og keppa fyrir félag I
Reykjavik.
Þangaö fer ég aö visu i haust,
þvl ég á íeyndar heima þar, og
auk þess stunda ég nám i
Menntaskólanum I Reykjavik.
Ég neita þvi ekki aö þaö er allt
annaö og betra aö æfa og keppa
á tartanbrautunum i Reykjavik
en á þessum hér á Akureyrar-
vellinum. En góöir félagar eru
ómetanlegir og þá hef ég hér.”
Hlakka til að
mæta Vilmundi
Oddur hefur aöeins þrfvegis
haft mann á undan sér á hlaupa-
brautinni I sumar. Hann hefur
annars veriö fyrstur i öllum öör-
um hlaupum og enginn Islend-
ingur hefur átt möguleika gegn
honum I sumar.
A Reykjavikurleikunum mun
hann i' fyrsta sinn mæta Vil-
mundi Vilhjálmssyni KR og
biöa margir spenntir eftir aö sjá
þá reyna meö sér á hlaupa-
brautinni.
,,Ég hef aldrei keppt viö Vil-
mund og hlakka þvi mikiö til
þess” sagöi Oddur. ,,Ég veit aö
hann er geysílega fljótur aö
hlaupa og hefur mikla reynslu
aö baki, en ég ætla samt aö gera
mitt besta til aö hanga I hon-
um”.
Þegar Oddur hljóp 100 metr-
ana i fyrsta sinn á Melavellinum
i fyrrahaust, var hann hátt i 12
sekúndur á leiöinni. Nú á hann
best 10,6 sekúndur I sömu vega-
lengd viö löglegar aöstæöur. 1
200 metrunum á hann best 21,1
sekúnduog 47,67 sekúndur i 400
metra hlaupi.
Sumir hafa kallaö hann
undrabarn i frjálsum Iþróttum
ogennaörir náttúrubarn. Oddur
hló þegar viö sögöum honum frá
þessu. ,,Ég er hvorugt. Ég get
hlaupiö og aöeins hraöar en
ýmsir aörir ikeppni nú i sumar.
En ég veit aö þaö eru til piltar
hér á landi, sem geta þaö sama,
ef ekki meir en ég. Þaö þarf aö-
einsaöfinna þá,og þeir sig, eins
og geröist meö mig þegar ég
byrjaöi á þessu”...
—klp
Oddur Sigurðsson KA — hann kom á sina fyrstu frjálsiþróttaæfingu
fyrir sjö mánuöum og er nú talinn sprettharöastur allra tslend-
inga....
Visismynd Friöþjófur.
Capes
mætti
ekki
Reykjavikurleikarnir f frjáls-
Iþróttum hefjast á Valbjarnar-
völlum I Laugardal kl. 19 I kvöld,
og keppa þar allir bestu frjáls-
iþróttamenn Islands ásamt kepp-
endum frá Sovétrikjunum, Italiu
og Danmörku. Veröur án efa
gaman aö fylgjast meö keppn-
inni, og von á góöum árangri, ef
veöurguöirnir veröa hliöhollir.
Einn skuggi er þó á. Breski
kúluvarparinn Capes, sem ætlaði
aö taka þátt I leikunum og etja
kappi viö Hrein Halldórsson, átti
aö mæta til landsins i gær, en
hann lét ekki sjá sig, og veröur
þvi ekki meö. Er þaö slæmt, en
Hreinn mun þó fá keppni frá
tveimur Itöskum keppendum sem
eiga árangur upp á rúmlega 20
metra og rétt undir 20 metrum
annar þeirra.
STÚR-
SIGUR
SVÍA
Islenska unglingalandsliöiö I
knattspyrnu tekur þessa dagana
þátt i Noröurlandamóti unglinga,
sem fram fer I Sviþjóö, en þar
leikur tsland i riðli meö Svium og
Dönum.
Fyrsti leikur Islands I keppn-
inni fór fram i gær, og tapaöi Is-
lenska liöiö þá fyrir þvf sænska
meö 6mörkum gegntveimur, eft-
ir aö staðan I hálfleik haföi veriö
4:2 fyrir heimamenn.
VIKING
KDM A
ÚVART
1. deildarliöið enska I knatt-
spyrnu, Crystal Palace, var á
feröinni i Noregi á dögunum, og
þá lék liöiö viö Viking, liöiö sem
Tony Knapp þjálfar þar eins og
flestum er kunnugt um.
Vikingarnir hans Knapp komu
mjög á óvart I leiknum og sýndu
ekki siöri tilburöi en atvinnu-
mennirnir ensku. Þeir uröu hins-
vegar aö sætta sig viö 1:0 ósigur,
þvi aö Steve Sealey skoraöi eina
mark leiksins fyrir Palace.
gk —•
Kópcavogsvöllur
bikarkeppni
VALUR - AKRANES
f undanúrslitum i kvöld kl. 19.30
Liðin sem léku til úrslita I ffyrra
Ath. nœg bilastœði
á túninu sunnai
við völlinn