Vísir


Vísir - 08.08.1979, Qupperneq 9

Vísir - 08.08.1979, Qupperneq 9
VÍSIR Vegna nokkurra ritsmíöa sem birst hafa í blöðum að undanförnu og valdið gætu misskilningi lesenda og skert traust þeirra á störfum Steinsteypu- nefndar óskar Rannsókn- astofnun byggingariðn- aðarins að birta eftirfar- andi greinargerð: Tilurð Steinsteypunefnd- ar Aö tillögu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins setti iðn- aðarmálaráðherra árið 1967 á laggirnar „Nefnd til að kanna þenslur og þar af leiðandi grotn- un isteinsteypu”. Farið var eft- ir dönsku forsniði og valdir I nefndina menn frá helstu ábyrgöaraðilum i byggingar- starfsemi i landinu. Nefndin leitaði til fjárveit- ingavaldsins um stuðning við starfsemi sina árin 1967 og 1968 en'varð ekki ágengt. Þá ákvað nefndin að halda áfram störfum sem sjálfstæður starfshópur, vikkaöi starfsvið sitt, nefndi sig Steinsteypunefnd, og hefir skil- greint rannsóknir sinar og kost- að þær ávallt siðan sjálf við Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Sérstaða íslands Störf nefndarinnar og rann- sóknir hafa þó beinst mest að alkali-efnahvörfum, enda meiri upplýsingaþörf á þeim þættti steyputækninnar en öðrum. Sérstaða islands i þessum málum er mikil. Orsök alkali- þenslu, sem stundum veldur grotnun i steypu, er sam- spilmikils alkalimagns, virkra fylliefna og stöðugs raka i steyp unni, en alla þrjá þættina þarf til. Hér á landi eru hráefni til sementsgerðar þess eðlis að is- lenskt sement verður óhjá- kvæmilega alkalirikt, fylliefni eru glerkennd vegna ungrar jarðmyndunar og veðráttan er slagviðrasamari hér en annars- staðar þekkist. Rannsóknir okkar og vinnu- plön hafa lika mótast af þessari sérstöðu. Viö höfum birt niöur- stöður þeirra, einnig i erlendum fagtimaritum og fyrir fjölþjóð- legum visindaráðstefnum. Þetta hefir vakið eftirtekt er- lendra fræðimanna og þess vegna tókst svo til aö margir virtustu visindamenn á þessu sviði sóttu ráðstefnu hér 1975, en hún hafði mikil áhrif á þróun rannsókna okkar. Ástand útveggja Skýrsla um rannsóknir á steypuskemmdum i Ibúðarhús- um var gefin út um sl. áramót. Þessi úttekt sýnir að alvarlegar Margra mllljarða verðmætl í hættu Fyrsta staðfesting þess að alvarlegar skemmdir komi fram í ibúðarhúsum fékkst fyrir rúmum þrem árum. skemmdir af völdum alkali-kfsiÞ efnahvarfa koma nú fram i steinsteyptum ibúöarhúsum. Við hættunni var varað strax 1963, þegar mælingar fyrstu sýndu að sum fylliefnin á Reykjavikursvæðinu væru virk. Ekkert var þó aðhafst af hálfu byggingaryfirvalda, enda voru skemmdir af þessum sökum taldar óliklegar i ibúöarhúsum og óþekktar i heiminum i slikum mannvirkjum. Algengast er að alkali-kisilskemmdir komi ekki fram i steypu fyrr en hún er orð- in tiu ára eða eldri. Framan- greind skýrsia er fyrsta opinber. un þess að aikali-kísilefnahvörf séu hér aivarlegt vandamál i ibúðarhúsum, og þvi staðfest- ing á hinum illa grun. Vist er að pennar blaða, eins og aðrir ibúar þessa lands myndu litið vita um orsakir skemmdanna ef ekki hefðu notiö niðurstaðna Rannsóknastofnun- ar byggingariðnaöarins. Nánast eru engar aðferðir þekktar til þess að stöðva alkali- kisil-efnahvörf og engar þjóðir hafa við alveg hliðstæðan vanda að glima. Þess vegna verðum við sjálf að leysa hann. Skilning vantar Það brennur á okkur nú að margmilljarða verðmæti I ibúðaeign okkar eru i hættu, en fyrsta staðfesting þess aö alvar- legar skemmdir komi fram I ibúðarhúsum fékkst fyrir rúm- um þrem árum. Ekki er heldur að undra þótt skemmdirnar raski sálarró þeirra sem fyrir þeim verða. Ljðst ætti þvi að vera að það er nauðsyn að auka rannsóknir á þessu sviði, og ættu a.m.k. tveir sérfræðingar að sinna þeim eingöngu. Þvi reynir nú á hvort sama skilningsleysið muni rikja hjá fjárveitingavaldinu og áður, og tillögur Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins þá skornar niður án tillits til verkefna. Astandið er nú þannig að þó að stofnunin geti með eigin tekjum staðið undir kostnaði viö ráðn- ingu sérfræöings I þessum mál- um, þá er henni óheimilt að gera bað. Þetta er fásinna. Rannsóknir og ráðstafan- ir Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins litur svo á að störf Steinsteypunefndar hafi orðið aö afar miklu gagni við að byggja upp þekkingu á áhrifum alkali efnahvarfa, og þvi hvern- ig hægt sé að draga úr skemmd- um af þeirra völdum. Ýmsar ráöstafanir hafa lika verið gerðar til þess aö hefta þennan skaðvald. Má þar t.d. fram telja beitingu varnaraö- gerða I sambandi við stórfram- kvæmdir, eins og Þorlákshöfn og virkjanirnar við Búrfell og Sigöldu. Jafnframt má benda á það að rannsóknirnar hafa leitt i ljós afar jákvæð áhrif af blönd- um possolanefna i sementið. Ahrif finmalaös liparits og kisil- ryks á þenslu múrstrendinga er sýnt i eftirfarantíi töflu, en til hliðsjónar eru kröfur nýútgef- innar byggingarreglugerðar. Járnblendirykið eykur auk þess verulega styrkleika sementsins, og þvi viröist kisilryksiblöndun nú hagkvæmasta leiðin til þess að sneiða hjá hættunni. Þvi ber að fagna að rannsóknarniður- stöður voru fengnar, og sem- entsverksmiðjan raunar byrjuð á framleiðslu með innfluttu kis- ilryki nokkru áður en Járn- blendiverksmiðjan hóf störf. Lokaorð A rúmlega 12 ára starfsferli hafa eölilega orðið mikil mannaskipti I Steinsteypu- Múrstrendingaþensla eftir Pozzolanefni % 1 mán. 3mán. 6. mán. 1 ár Ekkert 0 0.042 0.150 0.260 0.320 Liparit 10 0.026 0.049 0.090 0.150 Líparit 15 0.005 0.020 0.025 0.044 Liparit 25 0.009 0.017 0.017 0.026 Kisilryk 5 0.014 0.021 0.028 0.062 Kisilryk 7,5 0.002 0.017 0.023 0.Ó35 Kisilryk 10 0.02 0.012 0.014 0.021 Kröfur <0.050 • <0.100 2 ár Þar sem margmilljarða verð- mæti i ibúðaeign okkar eru i hættu vegna steinsteypu- skemmda ætti að vera ljóst, að það er nauðsyn að auka rann- sóknir á þessu sviði. Skiinings- leysið hjá fjárvéitingavaldinu i þessu efni hefur þó verið slikt, að þótt stofnunin geti með eigin tekjum staðið undir kostnaöi við ráðningu sérfræðings I þessum málum, þá er henni óheimilt að gera það, segir Haraldur Asgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins. nefnd, — en maður hefir komiö i manns stað, — m.a. Páll Ólafs- son, fulltrúi Landsvirkjunar i staö Páls Flygenrings núver- andi ráðuneytisstjóra. Allir upphaflegu aðilanna eiga þó enn fulltrúa i nefndinni, en sl. haust var samþykkt aö bjóða Steypu- stöövunum i Reykjavik og Björgun h.f. aðild, og Stein- steypufélag Islands hefir átt fulltrúa i nefndinni frá stofnun þess félags. Allar rannsóknir nefndarinn- ar eru framkvæmdar viö Rann- sóknastofnun byggingariðnað- arins og stofnunin hefir stjdrnað störfum hennar. A sl. ári kost- uðu þessar rannsóknir 11,5 milljónir kr. en i ár er kostnaöur áætlaður 16 milljónir kr. Greiðsluaöilar nefndarinnar hafa verið: borgarverkfræöing- ur, Landsvirkjun, Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, Sementsverksmiðjan, Vega- málastjóri og Vitamálastjóri. Við þennan lista bætast nú Steypustöðvarnar I Reykjavik og Björgun h.f. Dylgjur um falsanir og óvis- indaleg vinnubrögð við Rann- sóknastofnun byggingariðnað- arins og i Steinsteypunefnd eru ekki svars verðar. Þvert á móti er ástæða til að þakka aðilum Steinsteypunefndar einskæran áhuga og ósérdrægni i störfum að þessum ábyrgðarmiklu rannsóknaverkefnum. Virðingarfyllst, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins Haraldur Asgeirsson KYNNING KEPPENDA I VÍSISRALLINU: „Ralllð kostar mlg mlnnst miiijón” seglr Jóhann Hlöðverssnn Matthias Sverrisson (tv.) og Sigurjón Harðarson. Þessi mynd átti að birtast með grein um þá rallkappa I blaðinu I gær. Einhverra hluta vegna birtist önnur mynd og biður Visir hiut- aðeigendur að afsaka þennan leiða rugling. Visismynd JA ,,Ég er búinn að eyða i bilinn núna sex vikum sem voru sumarfriið mitt og þess vegna þarf ég að taka mér aukafri i rallið sjálft,” sagði Jóhann Hiöðversson húsasmiður I við- tali við VIsi, en Jóhann mun taka þátt I hinu stóra Visisralli i næstu viku og var þegar Vísis- menn náðu tali af honum að dytta að bil sfnum, sem er Escort 1600, árgerð 1973. Billinn er tilbúinn að lang- mestu leyti, ég á bara sem stendur i svolitlu basli með kúp- linguna. Ég er búinn að sprauta hann upp a nútt, tekið hann I sundur og sett hann aftur saman og i þetta hefur sumarfriið mitt farið,” sagði Jóhann. — Hvernig list þér á rallið? „Bara vel og þótt hann Sigur- jón (Harðarson) og lika hann Hafsteinn (Hauksson) segist ætla að ná fyrsta sætinu þá blæs ég bara á það. Það verður ég sem tróni þar.” Jóhann lætur engan bilbug á sér finna, enda má hann vera svolitið bjartsýnn. Billinn hans er talinn vera með þeim kraft- meiri i keppninni, 105 hestöfl. „Já, hann er gefinn upp 105 hestöfl,” sagði Jóhann og glotti. — Er krafturinn þá nægur? Nærstaddir kunningjar Jóhanns ráku nú upp rokna hlátur. „Það kemur i ljós sögðu þeir. Ef hann lendir út af I ein- hverri beygjunni, þá mætti segja okkur að öflin væru of mörg.” — Færðu einhverja þjónustu frá Fordumboðinu? „Já, nú fæ ég i fyrsta sinn „service” frá þeim og i raun og veru allir Fordbilarnir I keppn- inni.” — Hvað kostar það þig að taka þátt I Visisrallinu fyrir utan eigin vinnu? „Það er minnst milljón, og þá upphæð verður maður að fá inn með auglýsingum á bilnum og það gengur bara nokkuð vel. Flestir skilja hversu griöarleg auglýsing það er að auglýsa á rallbilum. Gildi þeirra er mjög mikið.” — Hvað heldur þú um Norð- mennina? „Ég vona bara að þeim gangi vel. Þeir hafa annars ekkert að gera i þessa vegi okkar, þannig að ég vona að þeir flækist ekki fyrir okkur eyjaskeggjum.” — Hvað hefur þú tekið þátt i mörgum röllum? „Þau eru fjögur. Skeifurallið, þá varð ég I 7. sæti, Visisrallið i fyrra, 9 sæti, Haustrallið 3. sætið, og siðast Finluxrallið, en þá lentum við i 11. sæti, sem var bölvuð óheppni þvi við brutum drif i lok keppninnar.” „Annars vil ég geta þess að skipulagningin hjá Bifreiða- iþróttaklúbb Reykjavikur er aldeilis frábær og hefur alltaf verið svo.” Jóhann Hlöðversson að gera við Escortinn sinn. A myndinni er einnig forstöðumaður biiaþjónustunnar I Súðarvogi sem veitt hefur Jóhanni mikla aðstoð við undirbúning fyrir ralliö. Visismynd JA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.