Vísir - 08.08.1979, Side 23
23
VÍSIR
Miðvikudagur 8. ágúst 1979.
Umsjón:
Sveinn
Guðjónsson
Jass í útvarpl klukkan 23.20:
Peterson, Basle og fleiri
ieika af fingrum fram
Djassunnendur verða væntan-
lega „smurðir” við útvarpstækin
sin i kvöld klukkan 23.20 en þá
munu Oscar Peterson, Count
Basie og fleiri þekktir gæöingar
úr heimi djassins leika af fingrum
fram „Vinsæl djasslög”, en það
er einmitt heiti þáttarins. Það er
Ingibjörg Þorbergs sem hefur
umsjón þáttarins með höndum en
hún er þar öllum hnútum kunnug,
þótt Jón Múli hafi reyndar oftar
komið við sögu þegar um er að
ræða djass i útvarpinu. En hvað
um það, — aðalatriðið er aö
djassunnendur verða til friðs I
kvöld, þann stundarfjórðung sem
þátturinn stendur.
— Sv.G.
Djassunnendur verða væntanlega til friðs I kvöld á meðan þátturinn
„Vinsæl djasslög” stendur yfir, en þar koma m.a. fram Oscar Peterson
og Count Basie.
Slónvarp kl. 20.35:
Pétur og
barnið hans
„Þetta er ekki dæmigerð sænsk
þjóðfélagspredikun, heldur miklu
frekar skemmtileg saga og ég
held að fólk geti bara haft gaman
af aö fylgjast með Pétri og
barninu”, — sagði Dóra
Hafsteinsdóttir, en hún er þýö-
andi sænska myndaflokksins
„Barniö hans Péturs” sem hefur
göngu sina i sjónvarpinu í kvöld
klukkan 20.35.
Dóra sagði að myndin fjallaöi
um unglinga, Pétur og Mariönnu,
sem óvart eignast barn saman.
Móðirin sér um barniö heima hjá
foreldrum sinum en faðirinn,
Pétur.sinnir sinum dæmigerðu
unglingaáhugamálum og er,
þegar myndin hefst, að vinna sér
inn fyrir mótorhjóli. Svo kemur
að þvi að fjölskylda Mariönnu
flyst til höfuðborgarinnar og hún
með, enda háð foreldrum sinum i
einu og öllu. Hún treystir sér ekki
til að fara með ungbarniö og
laumast til að skilja það eftir hjá
Ekki veröur annaö séð en Pétur
sé föðurlegur þarna sem hann
heldur á litlu telpunni sinni, en
þau feðginin mæta til leiks á skjá-
inn klukkan 20.35 i kvöld.
Pétri sem fer með barnið heim
við lítinn fögnuð foreldra sinna.
Þættirnir sem eru fjórir, segja
siðan hvernig Pétri gengur með
uppeldið.
Myndaflokkur þessi er gerður
eftir sögu Gun Jacobsson og var
hún lesin i útvarp sumarið 1975.
Handrit og leikstjórn eru i
höndum Hans Dahlberg og með
aöalhlutverk fara Peter Malmsjö,
Linda Kruger, Ulla Blomstad og
Thord Petterson. — Sv.G.
Sjónvarp I kvfild
kl. 21.25:
HJÓLAÐI YFIR
ERMARSUND
„Það verða tvær bandariskar
myndir sýndar i kvöld”, sagöi
Sigurður Richter i samtali við
Visi.” Sú fyrri fjallar um Scripps
hafrannsóknarstofnunina i Kali-
forniu. Greint verður frá helstu
rannsóknum sem þar eru á döf-
inni en eins og flestir vita þá
þekja höfin um 70% af yfirborði
jarðar og þar er aö finna gifurlegt
magn af fæðu og hráefnum til iðn-
aðar.
Seinni myndin greinir svo frá
manni nokkrum sem hjólaöi yfir
Ermarsund. Hann smiðaði flug-
vél sem gekk aðeins fyrir vöðva-
afli og flaug henni yfir Ermar-
sund. En þetta var I fyrsta sinn
sem slikri fótstiginni flugvél var
flogið yfir Ermarsund”.
,,í þessari mynd er einnig greint
frá fyrri tilraunum manna til þess
að nota aöeins vöövaaflið til þess
að fljúga” sagöi Siguröur að
lokum.
Miðvikudagur
8. ágiist
12X>0 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Viö
vinnuna. Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Aöeins
móöir”eftir Anne De Moor.
Jóhanna G. Möller les þýö-
ingu sina (2).
15.00 Miödegistónleikar, Col-
! umbiu-sinfóniuhljómsveitin
leikur Litlu sinfóniuna nr. ’
1 eftir Cecil Effinger, Zoltan
Razsnyai stj./ Sinfóniu-
hljómsveitin i Westphalen
leikur Sinfóniu nr. 2 i C-dúr
„Hafiö” op. 42 eftir Anton
Rubinstein, Richard Kapp
stj.
16.00 Fréttír. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn. Halldór
Gunnarsson kynnir.
17.20 Litli barnatiminn: Val-
dis óskarsdóttir sér um
timann og talar viö Gunnar
örn Stefánsson (5 ára) um
lifiö og tilveruna.
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.00 Vlösjá. (endurtekin frá
morgninum).
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 óperutónlist: Atriði úr
átta óperum eftir fimm tón-
skáid
20.30 (Jtvarpssagan: „Trúöur-
inn” eftir Heinrich Böll.
Franz A. Gislason les þýð-
ingu sina (13).
21.00 Samleikur á fiðlu og pl-
anó. Valeri Klimoff og
Vladlmi'r Jampolský leika
Sónötu I b-moll eftir Alex-
ander Babajanjan og „Lót-
usland” eftir Cyril Scott.
21.30 „Söngvar frá Sælulundi”
Guðrún Alfreðsdóttir les úr
ljóðum Harðar Þórhallsson-
ar.
21.45 Iþróttir.Hermann Gunn-
arsson segir frá.
22.10 Fálkaveiöar á miööld-
um, — þriðji þáttur. Ingi
Karl Jóhannesson tók sam-
an.
22.30 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Reykjavikurleikar i
frjálsum Iþróttum, — fýrri
dagur. Hermann Gunnars-
son lýsir úrslitum og ein-
stökum keppnisgreinum.
23.20 Vinsæl djasslög. Oscar
Peterson, Count Basie og fé-
lagar þeirra leika.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp Mi“gur
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Barbapapa
20.35 Barnið hans Péturs
Sænskur myndaflokkur i
fjórum þáttum, geröur eftir
sögu Gun Jacobssons. Sag-
an var lesin i útvarp sumar-
iö 1975. Handrit og leik-
stjórn Hans Dahlberg. Aðal-
hlutverk Peter Malmsjö,
Linda Kruger, Ulla Blom-
stad og Thord Petterson.
Fyrsti þáttur. Pétur og
Marianna eru sextán ára,
búa úti á landi og eiga litið
barn.
21.25 Nýjasta tækni og visindi
Umsjónarmaður Siguröur
H. Richter.
21.50 Harösviraöir hvala-
dráparar Bresk fréttamynd
um hiö illræmda hvalveiöi-
skip „Sierra”, tekin
skömmu áður en það
skemmdist 1 ásiglingu. Þýð-
andi og þulur Bogi Arnar
Finnbogason.
22.20 Dagskrárlok
Þegar bækur bvkkna undan sðlslrandarhattl
Sú saga er bæði gömul og ný,
að menn hafa komist lengra I
lifinu en efni hafa staðið til með
þvi aösýnastvera stærri en þeir
eru. Lögmálið er tiltölulega ein-
falt: Ef þú ert ekkert, þá er að
sýnast vera eitthvað. Sá sænski
menningartöivuheili, sem „vin-
ir” okkar á Noröurlöndum settu
okkur til höfuðs dti i Vatnsmýri
var prógrammeraður fyrir
þetta lögmál. Með beinni inn-
spýtingu hefur hann haldið
sjálfsviröingunni i helftinni af
þvifólki, sem hér á landi bjástr-
ar við menningarleg efni.
H.C. Andersen sagði ein-
hverju sinni sögu af stagnál,
sem var svo fin með sig að hún
hélt hún væri saumnál. Og eftir
að hún brotnaði og eldabuskan
stakk .henni i klútinn sinn hélt
hún að hún værioröin brjóstnál.
Þegar strákarnir fundu nálina I
göturæsinu og stungu henni I
eggskurn sagði hún: Veggirnir
hvitir, og sjálf er ég svört, vel
fer á þvi, og nú geta menn séð
mig.
Það fer ekki hjá þvi að þessi
saga komi upp I hugann, þegar
Thor Vilhjálmsson lætur taka
við sig viðtöl i blööum um næstu
bók, en þaðer árviss viðburöur,
og bækur Thors eru yfirieitt
þykkarien annarra höfunda. Nú
biða menn spenntir eftir þvi,
hversu þykk næsta bók veröur.
Ef ekki væri Laxness þá gæti
maður haldið af blaðaviðtölum
við höfundinn að eitthvað væri
að augunum i sænsku akademi-
unni. En Thor er semsagt ijóst,
að miðað við mannf jölda, eigum
við ekki kall til fleiri nóbels-
verðlauna Ibráð, hversu þykkar
bækur sem viö skrifum.
Þaðeróskaplega mikil tilvera
aö koma til Parlsar, segir Thor I
blaöaviðtali i gær. Og nú situr
hann með sólstrandarhatt og
puðar við að gera næstu bók lltiö
eitt þykkari með degi hverjum.
Svo manniegur er rithöfundur-
inn að hann er ósköp glaöur,
þegar loksins er komið sumar,
en tekur fram að hann verði aö
halda sig inni sem mest hann
má. Það eina sem dregur hann
frá vinnunni eru sundlaugarnar
siðdegis og kjaftaþing, sem rit-
höfundar geta auöveldlega lent
á meöþviaö ráfaum borgina og
ekkert við það að athuga.
Það telst hins vegar til tið-
inda, að Thor hefur nú samið við
’
, í \
nýjan forleggjara. Sú var tiöin
aö Thor fékk eins og aðrir efni-
legir rithöfundar, sem Ragnar I
Smára tók upp á sina arma,
send heim ritlaun i pósti með
reglulegu millibili. En þar kom
aö þvi að Thor fékk bréf frá for-
leggjaranum, sem ekkihafði að
geyma ávisun. 1 þvi var aöeins
nóta þess efnis að menn liföu
ekki endalaust á þvi að vera
efnilegir.
Eftir þetta geröi Thor innan-
fjölskyldusamning við isafold
um útgáfuá þykkum bókum. En
sænski menningartölvuheilinn
úti i Vatnsmýri var aidrei
prógrammeraður fyrir Isa-
foldarbækur, svo aö Thor hefur
neyðst til aö yfirgefa fjölskyld-
una og snúa sér til Iðunnar. Þó
að isafoldarprentsmiðju hafi
ekki tekist að breyta stagnál i
saumnái (jafnvel þótt Thorsari
hafi átt I hlut) er ekki þar með
sagt að Iðunn geti það ekki. Svo
má vel vera að Ragnari I Smára
hafi skjátiast. Thor gæti sem-
sagt allt i einu veriö kominn yfir
þaðað veraefnilegur. Vel færiá
þvi eins og stagnáiin sagði.
Svarthöfði.