Vísir - 11.08.1979, Síða 7

Vísir - 11.08.1979, Síða 7
Laugardagur 11. ágúst 1979. 7 Þríhyrningar og adrir óvættir Við tslendingar erum alltaf reiðubúnir til að skyggnast inn um luktar dyr hins dulræna heims. Má e.t.v. segja, að margir okkar séu allt of opnir fyrir sliku og iáti blekkjast. Gkki ætla ég að bera brigður á það að dulræn fyrirbæri eigi sér staö. En mér finnst oft of langt gengið þegar menn þeysast fram á ritvöllinn, vopnaðir pappfr og penna og rita hverja slúðursöguna eftir aðra til þess aö geta gengiö hinn gullrekna gróðaveg á kostnað þeirra, sem eru auðtrúa. Þeir segja aðeins hálfa söguna, ýkja og hæðast svo að lesandanum. Slfkar sögur má finna f fábúl- unum um Bermúdaþrfhyrning- inn, Mikluvatnaþrlhyrninginn og þjóðsögur ýmissa landa um kynjadýr þeirra. Dæmi eru yfirleitt tekin um atvik, sem geröust fyrr á öldum þegar almenningur var óupp- lýstari en nú og hjátrú og bábilj- ur réöu feröinni. Svo eru tekin dæmi, sem næstum ómögulegt er aö hrekja. Slöan lætur rithöf- undurinn fmyndunarafliö svifa um heima og geima. Ég hef gert smá athugun á þessum sögum og komist aö annarri niöurstööu en þessir „vfsu menn”. Ég ætla aö byrja á aö minnast á eitt frægasta skrlmli, sem sögur fara af. Loch-Ness skrímslið Þaö má segja, aö saga Loch- Ness skrimslisins hefjist áriö 565 e.KR., þegar heilagur Kólumba hrakti skrfmsli eitt I vatniö meö særingum. En sær- ingin haföi aöeins skammvinn áhrif. Skrimsli þetta, sem Skotar kalla „Nessi”, skýtur upp koll- inum svona af og til. Fyrsta blaðiö, sem birtir fréttir um Nessie, er Northern Chronicle, 27. ágúst 1930. Segir þar frá þremur mönnum, sem voru á veiöum I Loch Ness á báti. Sáu þeir ókyrrö mikla myndast i vatninu um 600 m frá þeim. Fyrirbæri þetta nálgaöist nú bátinn, skaut upp kryppu og úö- aöi vatni upp i loftiö, likt og um hvalblástur væri aö ræöa. Mikill Ronaíd M. Kristjánsson skrifar Mynd, sem tekin var af „Nessie” áriö 1951. til þess aö taka kvikmyndina „The private life of Sherlock Holmes”. Atriöi, sem þeir ætl- uöu aö taka átti aö sýna Nessie á sundi. Eftirmynd Nessie var búin til og var dregin áfram meö litlum kafbáti. En þaö óhapp varö, aö „Nessie” sökk. Þaö þótti of kostnaðarsamt aö bjarga henni upp og var „skrimslið” þvi skiliö eftir I Urquhart-flóa. 8. ágúst 1971 kom hópur til Loch-Ness, sem nefndist „The Academy ofapplied science” og var undir stjórn Dr. Robert Rhines. Var ætlunin aö rann- saka Loch Ness fyrirbæriö. Sjálfvirk myndavél, tengd bergmálsleitartæki (Sónar) var sett niöur i vatniö. Ef eitthvaö truflaði geisla leitartækisins fór myndavélin sjálfkrafa f gang. Svo geröist það! Geisli leitaræk- isins rofnaöi — myndavélin byrjaöi aö taka myndir. Þegar myndin kom ur framköllun var ekki hægt aö greina af hverju myndin væri. Hún var þvi send til NASA i tölvuframköllun. Út- koman var sú, aö á myndinni sáust bægsli, 2 m á lengd og 1 m á breidd. Ölikt nokkru jarö- nesku dýri, sem vitaö er um. Eimitt á þessum staö, sem tækin voru sett niöur, sökk „Nessie” kvikmyndageröar- mannanna. Hvað er þarna í vatninu? En hvaö er þarna I vatninu? Er þetta þjóösaga, útbúin til þess aö laöa aö feröamenn? Margir hafa séö kynjaskepn- ur þarna f vatninu og viö nánari athugun kom I ljós, aö þetta Myndin fræga, sem tekin var 1934. öldugangur myndaöist af skepnu þessari og voru menn- irnir á timabili hræddir um aö bátnum myndi hvolfa. Svo varö þó ekki og fyrirbæriö hvarf. Fyrsti maöurinn, sem vitaö er um aö hafi fest Nessie á filmu, var Hugh Grey. Hann var á göngu einn sunnudagsmorgun aö lokinni guösþjónustu. Veöur var stillt og bjart og vatnið spegilslétt. Tók hann þá eftir röskun á yfirboröi vatnsins og upp kom furöuskepna (??). Hann náöi myndum af fyrirbær- inu og birtust þær siöar i Daily Sketch, 6. desember 1933, ásamt staöfestingu frá Kodak um aö myndirnar væru ófalsaöar. 1 april 1934 tók R.K. Wilson (skurölæknir) fáeinar myndir af fyrirbærinu I Loch-Ness. Reyndust myndirnar vera af löngu útdauðri vatnaaölu (Plesiosaurus). Er llklegt aö f vatninu búi löngu útdauö skepna? Kom inn á rafeindaleitar- tæki 1968 fóru vfsindamenn frá Birmingham-háskóla til þess aö rannsaka Loch-Ness fyrirbæriö, búnir rafeindaleitartækjum. Tvennar útlínur komust inn á tæki þeirra og sáust I þrettán minútur. Annaö fyrirbæriö var um 50 m langt en hitt aðeins smærra. Hraöinn var um 27 km/klst. og köfunarhraöinn um 137 m/mfn. Líffræöingarnir sögöu, aö þetta gæti ekki veriö fiskitorfa. Ariö 1969 kom kvikmyndaflokk- ur til Urquhart-flóa i Loch-Ness var: a) hjartardýr á sundi, b) hópur otra á sundi, c) gæsir, d) heyrastir og straumiöur, e) stökkvandi lax, f) dauö dádýr, g) skuggar og ofskynjanir, og svo má lengi telja. Fljót úr Loch Ness rennur til sjávar og þvi er mögulegt, aö t.d. höfr- ungar villist þarna inn. Þegar álseiði eru oröin þriggja ára (glerálar), leita þau i læki og ár. Þeir mynda torfur, svo stórar, aö þær geta skipt kilómetrum á lengd. Þvi er ekki óliklegt, aö þessar kynjaskepnur, sem birtast á dýptarmælum, séu aöeins sak- lausir glerálar. Stórfeti (Big-foot) I Bandarfkjunum leynist óvættur einn er Stórfeti nefnist. (Saswuatch á tungu Indiána). Hann hefur aldrei náöst eöa veriö drepinn. Ariö 1960 gat sá, sem drap Stórfeta, átt á hættu aö fá þúsund dollara sekt og setiö inn i allt aö fimm árum. Er Stórfeti til? — 20. október 1967 náöu þeir Roger Patterson og Bob Gimlin kvikmynd af Stórfeta. Sérfræöingar töldu myndina ófalsaöa. Siöan var myndin sýnd dýrafræöingum. Þeir tóku strax eftir þvi á hreyf- ingum Stórfeta, aö „hann ” var kvendýr, 2-3 m á hæö, axla- breiddumeinnm ogarmlengd 1 m. Aætlaö þyngd Stórfeta var um 360 kg. Sérfræðingar telja aö hér gæti verið um sjaldgæfa bjarndýra- tegund að ræöa, sem er aö veröa útdauö. Þaö ætti aö varöveita Stórfeta, þvi aö hann hefur reynst feimin og friösæl skepna. Einhvers staðar i Himalaya- fjöllum Tibets býr „snjómaöur- inn hræöilegi” (YETI). Sumir vilja halda þvi fram, aö hann sé bjarnartegund af ættinni „Ursus arctos isabellinus”. Hann kemur fyrst framá sjón- arsviðið 1887, þegar fjallgöngu- garpurinn L.A. Waddel, hers- höföingi, sá risaspor, er hann var aö klffa Mt. Everest í 5.600 m hæö. Ariö 1925 drápu rússneskir hermenn slika skepnu. A ágúst 1942 sá pólskur hermaður 2-4 m háa skepnu, er hann var aö flýja frá fangabúöum Rússa Hann haföi aldrei séö slikar skepnur áöur, né vitaö um tilvist þeirra. Fyrir Tibetbúa er ekkert und- arlegt þó Yeti sjáist. Þaö er eins og þeir viti aö þeir hafi löngum lifaö þarna og þeir eru bara þarna. Samkvæmt munnmæla- sögum lifa þeir á Yakuxum og fólki. Þeir eru stórir, u.þ.b. 3 m á hæö, fótspor um 45 cm löng. Loönir, meö löng, brðnleit hár, sem falla niöur fyrir augu, sem eru djúpt sokkin I höfuöiö. Getur veriö, aö þunna loftiö þarna uppi valdi mönnum of- skynjunum? Þegar spor t.d. yakuxa þiöna, stækka þau (þetta gildir um öll spor i snjó). I klaustri einu á landamærum Tibets og Nepal eiga munkar þar höfuðleður af Yeti. Fyrir nokkrum árum náöi einn maöur hári af höfuöleörinu og sendi það til New Jersey til frekari rannsókna. Vfsindamenn gátu ekkert sagt um af hvaöa dýri þetta var. Er þetta einhver api eöa bjarndýr af óþekktri tegund eöa eitthvaö skylt Stórfeta? Er þetta hinn týndi hlekkur i þró- unarsögu mannsins? Eöa er þetta aöeins hugarburöur? Flestar sögur um Bermuda- þrihyrninginn eru uppspuni. Notaöar eru gamlar, óáreiöan- legar heimildir, eöa sannleikur meö smá-hjálp imyndunarafls- ins og þetta notaö til aö búa til eina góöa lygasögu um dulræn Mót, sem tekið var af spori eftir Stórfeta. Innfellda teikningin sýnir gróft riss af þvi, hvernig Stórfeti litur út. fyrirbrigöi, sem auötrúa menn gleypa viö og trúa. T.d. má nefna hina frægu flugsveit „Flight 19”. Þaö voru fimm flugvélar af Avengers- gerö, sem voru i æfingaflugi. Þær hurfu allar sporlaust. (Þeir, sem sáu myndina „Close encounters of the third kind” muna eflaust eftir þessum „rellum” I byrjun myndarinnar og siðast en ekki sist, þegar flugmennirnir komu úr „diskn- um” i lok myndarinnar.) Samkvæmt heimildum, sem ég fékk hjá Loftferöaeftirlitinu fyrir tæpu ári, var mér tjáö, aö þessar flugvélar hafi verið með vitlaust stillta hæöarmæla. Hæöarmælingin sýndi minus 10.000 fet og allir flugmennirnir voru óreyndir nema forystu- sauöurinn. Og ef allir elta hann á 200 milna hraöa f sjóinn, geta lesendur rétt imyndaö sér hvaö gerst hefur. Sögusagnir segja hins vegar, aö vélarnar hafi veriö teknar af fljúgandi diski af verum úr iör- um jaröar. Eöa jafnvel aö sæ- skrfmsli, hafgúur og marbendl- ar, hafi tekiö þær. Flugvélar og skip tóku þátt i leitinni aö flugsveitinni. Ekkert fannst. En eitt undarlegt gerö- ist. Ein leitarvélanna hvarf lika! Satt aö segja var þaö ekk- ert undarlegt, þvf aö þessar vél- ar voru af tegundinni „Martin Mariner” og voru oft nefndar „Flying gas bombs”, vegna þess aö þær áttu þaö til aö sundrast á flugi. Þaö hefur einnig komiö fram i athugunum minum á þessu þri- hyrnings-fyrirbæri, að flestar þær flugvélar, sem eiga aö hafa horfiö á þessum slóöum, eru á flugi enn þann dag i dag. Þvi þegar flett er upp i skýrslum, reynist þessi ákveöna flugvél ekki sú sama og sögur herma, eöa hún hefur aldrei veriö til. Þaö sama er aö segja um skip, sem eiga aö hafa horfið þarna. Skýstrókar og önnur náttúru- leg veöurfyrirbæri eru tiö á þessum slóöum. Flestir vita hvaö slikur veöurofsi getur haft i för meö sér ef hann kemst I tæri viö farkosti mannsins. Mér finnst fáránlegt aö blekkja fólk meö alls kyns hér- villum og staöleysum, eingöngu til þess aö hagnast á auötrúa fólki. Hvers vegna ekki skrifa bara eina (eöa fleiri) góða skáldsögu meö sliku inntaki. Þetta er alltaf vinsælt efni. En sannleikurinn er og veröur sagna bestur. I tilefni Vísisrallsins 16.-19. ágúst: Fullkomin Ijósmyndavél I verðlaun 16 -19. ágúst 1979 LJÓSMYNDASAMKEPPNI MEDAL LESENDA I tilefni Vísisrallsins sem fram fer dagana 16.- 19. ágúst/ efnir Vísir til Ijósmyndasamkeppni meöal lesenda sinna. Vís- ir mun veita stórglæsileg verölaun, það er alveg splunkuný Ijósmyndavél af CANON gerð og nefn- ist tegundin AV 1. að verðmæti kr.: 220.000.-. Þessi vél hefur enn ekki borist til landsins, enda nýkomin á markaðinn úti i hinum stóra heimi. önnur verðlaun í Ijós- myndasamkeppninni eru fimm Agfa litfilmur og framköllun á þeim, og þriðju verðlaun eru ó- keypis framköllun á fimm litfilmum. Reglur keppninnar Vísisrallið fer fram 16.—19. ágúst og er það skilyrði að myndir þær sem berast í keppnina verði teknar í því. Engu máli skiptir hvar myndin er tekin. Engu máli skipt- ir heldur hvort myndin er svarthvít eða litmynd. Þó er sú kraf a gerð, að stærð Canon 14 W myndanna sé 13x18 sm hið minnsta. Myndirnar mega sýna keppnina sjálfa, þ.e. aksturinn, einstök atriði, bíla, starfsmenn, kepp- endur eina sér eða fleiri, viðgerðir á bílum, matar- tíma eða önnur stopp. Skilafrestur Sk-ilafrestur er til 15. september og verða úr- slit birt í byrjun október. Blaðið áskilur sér rétt til þess að birta þær myndir sem það óskar, en öllum litmyndum eða skyggn- um (slidesmyndum) mun blaðið skila og er því nauðsynlegt að eigendur þeirra láti fullt nafn og heimilisfang fylgja.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.