Vísir - 11.08.1979, Side 8
8
Laugardagur 11. ágúst 1979.
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davlfi Guömundsson
Ritstjórar: úlafur Ragnarsson
Hörfiur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blafiamenn: Anna Heiður Oddsdóttir, Axel Ammendrup, Friðrik Indriðason,
Gunnar E. Kvaran, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, Jónína Michaelsdóttir,
Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður
Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V.
Andrésson, Jens Alexandersson, Þorir Guðmundsson. Útlit og hönnun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ölafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurfiur R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreifisla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Sifiumúla 14, simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 3.500 á mánuöi
innanlands. Verö i lausasölu
kr. 180 eintakifi.
Prentun Blafiaprent h/f
Landráðabrigslln byrluð
Þau öfl í íslensku þjóðlífi, sem
lifa og nærast á upplausn og
ringulreið, eru nú loksins að
vakna til vitundar um íslenska
hagsmuni á Jan Mayen svæðinu.
Blöð eins og Þjóðviljinn og Dag-
blaðið, sem ekki hafa minnst á
þetta mál í forystugreinum sín-
um alla undanfarna mánuði fá
nú allt í einu málið. Ekki þó af
áhuga á sjálf u málefninu, heldur
af hinu, að nú telja þau sig geta
komist í „hasar". Þau gefa m.a.
ótæpilega í skyn, að utanríkisráð-
herra okkar sé mútuþegi hjá
Norðmönnum og þar með að
sjálfsögðu landráðamaður. I
leiðinni þykjast þessi systurblöð
hafa efni á að hnýta í Vísi, sem
stöðugt hefur hamrað á því um
margra mánaða skeið, allra
íslenskra blaða mest, að íslend-
ingar eigi að hafa frumkvæði í
samningaviðræðum við Norð-
menn um málið.
Þannig sagði t.d. í forystugrein
Vísis þegar hinn 17. janúar sl.:
„Það liggur í loftinu, að Islend-
ingar og Norðmenn hafi á því
ólíkar skoðanir, hvernig skipta
beri f iskveiði- og landgrunnsrétt-
indum við Jan Mayen. Af hálfu
íslendinga sýnast ekki vera rök
til að viðurkenna rétt Norðmanna
til sérstakrar efnahagslögsögu
umhverfis Jan Mayen, þar sem
Jan Mayen er aðeins óbyggð
smáeyja f jarri Noregi og stendur
auk þess á landgrunni Islands,
eins og landgrunnið nú er skil-
greint. (slendingar hljóta því að
óska eftir skiptingu réttinda á
þessu svæði eftir sanngirnissjón-
armiðum, þar sem fullt tillit
verði tekið til hagsmuna okkar af
fiskveiðum á hafsvæðinu við Jan
Mayen og hugsanlegum hags-
munum okkar af nýtingu land-
grunnsins þar... (slenska ríkis-
stjórnin verður að taka nú þegar
frumkvæðið að samkomulags-
viðræðum við Norðmenn, því að
dráttur á viðræðum virðist aðeins
geta torveldað samninga".
En þetta var nú skrifað í Vísi
mörgum mánuðum áðuren Þjóð-
viljinn og Dagblaðið uppgötvuðu,
að Jan Mayen var til!
Þó að þetta sé rifjað upp af
gefnu tilefni, er Vísir alls ekki að
eigna sér heiðurinn af því að
hafa vakið íslendinga til um-
hugsunar um réttindi sín á Jan
Mayen svæðinu. Blaðið hefur
hins vegar gert það, sem í þess
valdi hefur staðið til að halda
réttindum okkar á lofti. Upp-
hafsmennirnir voru nokkrir
þingmenn Sjálfstæðisf lokksins
undir forystu Eyjólfs K. Jóns-
sonar, sem þegar í byrjun síðasta
þings fluttu þingsályktunartil-
lögu um það, að teknir yrðu upp
samningar við Norðmenn um
f iskveiðiréttindi og hagnýtingu
auðæfa landgrunnsins utan 200
Benedikt Gröndal utanrlkisráðherra hafa
verið mislagðar hendur I Jan Mayen-mál-
inu. En landráðabrigsl Þjóöviljans og
Dagbiaðsins eru þessum biöðum til
skammar.
mílna efnahagslögsögu Islands í
Norðurhöfum umhverfis Jan
Mayen.
Það er auðvitað ekkert nýtt, að
kommúnistar og þeir, sem setja
traust sitt á kommúnista, eins og
Dagblaðið segist gera í Jan
Mayen málinu, reyni að gera lýð-
ræðissinnaða forvígismenn okk-
ar í utanríkismálum tortryggi-
lega. En lýðræðissinnum ber að
varast aðfalla í þessa sömu gröf.
Eitt er málefnalegur skoðana-
munur, annað landráð. Vísir er
t.d. alls ekki ánægður með vinnu-
brögð eða allar skoðanir utan-
rikisráðherra í Jan Mayen mál-
inu. Hann daufheyrðist við
ábendingum um að taka upp
formlegar viðræður við Norð-
menn í tæka tíð. Tillaga hans að
umræðugrundvelli við Norðmenn
gekk of skammt fyrir okkar
hagsmuni. Og hann heldur ekki
fram rétti okkar til að stöðva
loðnuveiðar Norðmanna við 90
þúsund tonn. Þrátt f yrir þetta lít-
ur Vísir á utanríkisráðherra sem
góðan íslending. Vonandi breytir
hann svo afstöðu sinni í Jan
Mayen málinu, að leiðir allra
íslenskra stjórnmálaflokka geti
legið þar saman.
krakustígur
eftir
Sæmund
Guðvinsson
Afmæliskveðja
1 dag er vinur minn og féiagi
til margra ára, Gunnólfur
Gunnar Gunnsteinsson, fimmtiu
ára. Verður hans nil minnst i
örfáum orðum, en hann er
venjulega kallaður Emmsi
meöal vina og þá vita allir viö
hvern er átt.
Lengi býr að fyrstu gerð,
sagði skáldiö, og segja má að
þetta hafi verið einkunnarorð
Emmsa þessa hálfu öld. Hann
hefur nefnilega verib lánsamur
með bila og þakkar það allt af-
bragðsgóöum Ford, er hann
eignaðist á tvftugsafmælinu
sinu.
Þetta var rauður blll meö
löngum og stórum skermum,
stigbrettum ogsætin voru klædd
leöri. En hvað er ég að hugsa,
þetta átti nil að verða afmælis-
grein um hann Emmsa en ekki
bflana hans. Það væri þó verö-
ugt verkefni að skrifa einhvern
timann góðan pistil um þá, en til
þess er hvorki staður né stund á
þessum hátiöisdegi.
Um það leyti sem viö Emmsi
kynntumst var ég nýkominn i
Flokkinn, háifgerður unglingur
sem ekki vissi hvað mér væri
fyrir bestu. Erlingur heitinn
frændi minn dró mig einu
sinni meðsér á fund I Flokknum
ogþar varEmmsi. Eftir þennan
fund hef ég verið I Flokknum og
reynt að vinna honum ailt það
gagn sem ég hefimátt. Það hef-
ur hins vegar ekki veriö þakkað
sem skyldi að margra áliti, en
eigi mun ég fara út I þau mál
hér.
En þarna á fundinum var
mikið rætt um hvernig ætti að
útvega peninga til að byggja fé-
lagsheimili fyrir Flokkinn á
staönum. Húsnæðið var nefni-
iega heldur gamalt og ljótt auk
þess sem þaö var alltof litiö.
— Lengi býr áð fyrstu gerð og
þetta hús hefur skapaö Flokk-
inn. Nú er kominn tlmi til aö
þetta hús skapi nýtt hús, sagði
Emmsi þarna á fundinum og
allir klöppuðu. En enginn var
sjúr á þvl var ætti að fá peninga
fyrir nýju húsi og var helst rætt
um að kvennadeildin hefði
kaffisölu. Þá sagði Emmsi: „Ég'
finn það á mér að okkur leggst
eitthvað til”.
Um nóttina brann svo félags-
heimili Flokksins og hægt var
aö gera nýja heimilið fokhelt
fyrir peningana, sem fengust út
úr tryggingunum. Eftir þetta
var Emmsi fyrst kosinn I bæjar-
stjórnina.
Eins og vera ber með duglega
menn, sem komast áfram, hefur
Emmsi oft orðið fyrir árásum.
Hann hefur veriö svlvirtur hátt
og I hljóði af allskonar pakki.
Lengst gengu þó ofsóknirnar
þegar sjáifur skattstjórinn gekk
i liö með þessu öfundsjúka fólki
og bar það upp á vin minn
Gunnólf Gunnar Gunnsteinsson,
kallaðan Emmsa, að hann hefði
stolið milijónum undan skatti.
Þetta var bara dálagleg upphæð
og muna sjálfsagt margir eftir
þessumáli þegar það kom upp.
En muna einhverjir eftir að
hafa lesib það að Emmsi hafi
reynst sekur og hann hafi veriö
dæmdur? Ekki hefi ég lesið um
það og þvi sést best á þessu að
ekki eru allar ferðir til fjár, eins
og sagt er.
Fyrir nokkrum árum kenndi
Emmsi einhvers sjúkleika sem
varð til þess að hann dró sig
alveg I hlé frá opinberum störf-
um um skeiö og yfirgaf jafn-
framt landið. Dvaldist hann I
heitari löndum all-lengi og kom
ekki heim þann tlma. A meöan
hann var þarna úti sér til lækn-
inga bar svo viö aö tvö af fyrir-
tækjum hans hér fóru á höfuðið
og var greinilegt að þeir sem
áttu ab stjórna I fjarveru
Emmsa risu ekki undir ábyrgð-
inni.
Þaö var þó verst aö þessir
menn gripu til lyginnar og báru
út þann óhróður að Emmsi hefði
hlaupist úr landi meö alla pen-
ingana. Sem betur fer datt eng-
um I hug að trúa þessari vit-
leysu og fengu rógberarnir
maklega refsingu fyrir rest, þar
sem ekkert fyrirtæki vildi fá þá I
vinnu, svo þeir neyddust til að
fara að vinna hjá rikinu, þar
sem allt er gefið upp.
Síðustu árin er eins og allt
sem Emmsi hefur snert á,
blómgist og dafni. Hann á sæti i
stjórnum margra fyrirtækja
auk sinna eiginoger alls staðar
eftirsóttur sökum reynsiu,
dugnaöar, framsækni, heiðar-
leika og hollustu.
Sjaldan er ein báran stök,
segir skáldið og þvl má ekki
gieyma að minnast á konu
Emmsa vinar mins. Alla er
kvenkostur góður og oft hefi ég
sagt að ekki væri hún öll þar
sem hún er séö. Þau hjónin
eru einkar samrýmd og eru
saman svo oft sem þau geta.
Þau eru höfðingjar heim aö
sækja og þótt hvorugt hjónanna
drekki sér til skaða, veita þau
vel og lengi, þá gesti ber aö dyr-
um og enginn fer bónleiöur úr
garði.
Börn eiga þau hjón engin
sjálf, en hafa hins vegar tekiö til
fósturs ungan son fátækrar
frænku Emmsa, sem vann hjá
honum um tlma. Svo er
drengurinn hændur að fóstur-
fööur sínum að meö þeim er
greinilegur ættarsvipur.
Þetta átti nú ekki aö vera nein
minningargrein um hann Gunn-
ólf Gunnar Gunnsteinsson, enda
veröur vonandi langt þar til
hann leggst undir hnífinn, eins
og stundum var sagt hér áöur.
Emmsi mætir afmælinu eins og
öllum öðrum erfiðleikum, hann
mun takast á við daginn og
sigra hann. Þvl tekur hann á
móti gestum I húsakynnum Fé-
lagsins frá klukkan þrjú I dag.
Þar geta vinir og vandamenn
hyllt höfðingjann sjálfan og
þegið veitingar eins og þær best
gerast. Ég ætla svo ekki að hafa
þessi orð fleiri, Emmsi minn,
enda yrðir þú nú reiöur ef þú
vissir að ég hældi þér svona.
Sjáumst I veislunni.
Þinn vinur Beggi.
Gunnólfur Gunnar Gunnsteinsson