Vísir - 28.08.1979, Side 8

Vísir - 28.08.1979, Side 8
8 VÍSIR |Þri6judagur 28. ágúst 1979. Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Anna Heiður Oddsdóttir, Axel Ammendrup, Friðrik Indriðason, Gunnar E. Kvaran, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson, Þorir Guðmundsson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3.500 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 180 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f Skæruhernaður „jafnaðarmanna” Skipulagsleysi verkalýðs- hreyfingarinnar hér á landi er með þeim eindæmum, að á öðru eins mun vera leitun í víðri veröld. Hver smákóngur stjórnar sínu félagi, og hver þeirra leikur þann leik að reyna að semja við vinnuveitendur á eftir öðrum í von um, að honum takist að fá eitthvað fleiri verðbólgukrónur í kauphækkun fyrir sitt fólk en smákónginum i næsta ríki hafði áður tekist. Auðvitað leiða þessi vinnubrögð ekki til bættra lífs- kjara hjá launþegum, heldur að- eins til sífellds óvissuástands í skiptum vinnuveitenda og launþega og endalausrar tog- streitu milli launþegahópanna. Launþegaforingjarnir reyna að telja sjálf um sér og öðrum trú um, að baráttan sé á milli þeirra og vinnuveitenda. En í raun og veru eru þeir alltaf í verðbólgu- kapphlaupi hver við annan. Alræmdust hafa vinnubrögð skæruliðaforingjanna í hópi íslenskra verkalýðsrekenda orðið í sambandi við atlögur þeirra gegn flugfélögunum og skipa- félögunum. Þar hefur það marg- oft gerst, að sárafámennir starfshópar hafa stöðvað allan flug- eða skipaf lotann. Það blasir nú við allra augum, hvernig þessi Nú eru allar horfur á þvf, aö útgáfa a.m.k. fjögurra dagbltöanna stöövist vegna verk- fallstveggja manna. Ástæöan: Þeir, sem stjörna skæruhernaöi þeirra,haga sér eins og skæruliöaforingjar flugmannahópanna. vinnubrögð hafa leikið okkar stærsta flugfélag, sem á i svo miklum erfiðleikum, að ekkert nema kraftaverk virðist geta orðið því til bjargar. Auðvitað eiga ytri aðstæður mikinn þátt i þeim erfiðleikum, en skæruhern- aður harðsvíraðra sérhagsmuna- hópa gegn félaginu hefur átt stóran þátt í að grafa undan afkomumöguleikum þess. Jafn- vel eftir að Ijóst var um af- leiðingar hinna stórfelldu áfalla, sem félagið varð fyrir á sl. ári, gátu skæruliðaforingjar annars f lugmannahópsins ekki á sér set- ið að lama starfsemi þess á mesta annatíma nú í sumar. Og einmitt þessa dagana skrifa skæruliðaforingjar hins flug- mannahópsins þingmönnum og fleirum bréf, þar sem þeir óskapast yfir því, að forráða- menn félagsins muni hafa í hyggju að taka í notkun flugvél- ar, sem hugsanlegt er, að það geti staðið undir að reka, en ekki einhverjar flugvélar, sem flug- mennirnir vilja sjálfir fá. Nú segja þeir áhuga sinn á þjónustunni við landsmenn fyrst og f remst ráða gerðum sínum, en sá áhugi hefur viljað gleymast, þegar þessir umhyggjusömu menn hafa langtímum saman stöðvað alla flugþjónustu við fólkið í landinu. Einn skæruliðahópurinn í svo- kallaðri verkalýðshreyf ingu, sem hugsar sér til hreyfings þessa dagana, er félagsskapur, sem nefnist Grafíska sveina- félagið. Félagsmenn þess starfa við offsetprentun. Af þeim sök- um starfa þeir m.a. við prentun dagblaðanna, en eru þó aðeins örlítið brot af þeim prenturum, sem við þau starfa. Þessi hópur, sem kvað vera stjórnað af hinum mestu „jafnaðarmönnum" allra jafnaðarmanna, hefur nú boðað takmarkaðar verkfallsaðgerðir vegna þess að hann sættir sig ekki við sömu kauphækkanir og aðrar starfsstéttir hafa fengið, þ.á.m. vinnufélagar þeirra í prentsmiðjunum. Þannig eru nú hugmyndir þessara „jafnaðar- manna" um jöfnuð í framkvæmd! Þeir ætla sér að auki að hef ja aðgerðir sínar með vaktavinnubanni, sem myndi hafa í för með sér, að sum dag- blaðanna a.m.k. mundu stöðvast. Þar á meðal er Þjóðviljinn! En á hinn bóginn getur vel verið, að t.d. Morgunblaðinu takist að halda áfram útgáfu sinni, þótt erfiðleikum verði það sjálfsagt bundið. Reynslan er búin að sýna það margsinnis, að menn kaupa sér aðeins örstuttan stundarf rið með því að láta undan sérhagsmuna- klíkum verkalýðsrekendanna, hvort sem þær eru litlar eða stór- ar. (slenskur atvinnurekstur er ekki svo í stakk búinn um þessar mundir, að«hann geti litið fram hjá þessari reynslu. Þaö vakti athygli I siöasta Vlsisralii, hve oft starfsmenn ralisins gátu sýnt stööuna i keppninni, og hve fljótir þeir voru aö reikna hana út. Skýr- ingin er sú, aö þeir höföu tölvu sér til aöstoöar og fyrir utan þaö aö reikna út stööuna, sýndi töiv- an hana iika á sjónvarpsskerm- um, sem komiö var fýrir viös- vegar um Sýningahöilina. Þessi tölva, sem notuö var, er af teg- undinni Digital PDP 11/3 frá töivudeiid Kristjáns ó. Skag- fjörö hf. Visir forvitnaðist fyrir skömmu um tölvuna hjá fyrir- tækinu og fyrir svörum af þess hálfu var Frosti Bergsson, deildarstjóri i tölvudeildinni. Frosti sagöi, aö tölvan væri örtölva meö tvöfaldri „disk- ettustöö”, en þaö þýöir aö minni tölvunnar rúmar allt aö einni milljón stafa. „Þetta er mjög fjölhæf tölva og hægt að nota hana i hinum margvislegustu verkefnum. Þaö fer einungis eftir forritinu og hvernig vélabúnaöur er val- inn saman hvaö hægt er aö láta hana gera,” sagöi Frosti. Stækkunarmöguleikar tölv- unnar eru miklir, og hægt er aö bæta ýmsum útbúnaöi viö tölv- una eftir þeim verkefnum sem talvan þarf aö leysa. „Sem dæmi um fjölhæfni tölv- unnar er ágætt aö telja upp nokkur af þeim fyrirtækjum sem nota hana,” sagði Frosti. „Þaö er til dæmis Islensk end- urtrygging, Verkfræöistofa Sig- uröar Thoroddsen, Borgarbók- haldiö, Orkustofnun. auk þess sem tölvan er notuö sem kennslutæki á Bændaskólanunu á Hvanneyri og í Fjölbrauta- skólanum i Breiöholti. Þaö má stækka vélina all verulega. Þaö má setja i hana stærri minnisdiska þannig að hún muni allt að 20 milljónir slikar tölvur? „Nei. Prógrammiö var þaö einfalt aö starfsmenn BtKR gátu séö algjörlega um stórn á tölvunni allan timann og þeir höfðu ekki til aö bera neina tölvuþekkingu fyrir. Annars er það forritið, sem er mestur vandinn aö gera, en eftir þvi vinnur tölvan. Forritið er eftir Snorra Agnarsson hjá Reiknistofnun háskólans og hann var eina til tvær vikur aö vinna það”. — Hvað er tölvudeildin hjá Kristján ó. Skagfjörð stór? „í dag eru starfsmenn deild- arinnar niu. Sem dæmi um það hve deildin hefur stækkað má nefna, að starfsmenn deildar- innar voru þrir fyrir þremur ár- um í tæplega 15 fermetra hús- næöi. Nú erum viö aftur á móti niu og erum i um 300 fermetra húsnæöi og deildin er enn aö vaxa,” sagöi Frosti. Hérlendis munu vera um 40 tölvur af tegundinni PDP. 11 i gangi viö hin margbreytilegustu verkefni. Tölvudeild Kristjáns C. Skag- fjörð hf. hefur reynt að fremsta 'megni að lækka sem mest verö tölva og i þeim tilgangi hefur deildin reynt aö komast aö sem hagstæöustum kaupum á auka- búnaöi og er hann þess vegna ekki alltaf frá sama fyrirtæk- inu. Má hér nefna minnisdiska og minniseiningar og fleiri hluti. „Viö viljum byggja upp al- hliöa tölvufyrirtæki með þekk- ingu til þess aö bjóöa upp á sesn hagkvæmasta lausn án þess aö binda okkur við einn aöila,” sagöi Frosti. Aö lokum spuröum viö Frosta hvaö tölva eins og sú.sem notuð var i Visisrallinu. kostar. Kvaö hann hana kosta einhverstaðar á bilinu 6-7 milljónir króna. - SS Tölvan getur munað um 20 milljónlr slafal Tölva svipuö þeirri er notuö var til útreikninga i Visisrallinu, nema hvaö viö þessa tölvu er tengdur ýmiskonar aukabúnaöur. Þessi töiva sér m.a. um bókhald Kristjáns Ó Skagfjörös. Visismynd. ÞG. stafa, siöan má breyta henni meö þvi aö taka úr henni prent- kort og bæta öörum viö og má meö þvf auka afköst hennar allt að þrefalt og eru þá 7-10 út- stöövar tengdar við vélina, sem allar geta unniö samtimis.” — Ef viö vikjum aftur aö Vis- israllinu. Nú skilst mér að starfsmenn rallsins hafi unnið viö tölvuna. Þarf ekki sérhæft starfsfólk til þess aö vinna viö

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.