Vísir - 17.09.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 17.09.1979, Blaðsíða 4
Mánudagur 17. september 1979 4 KEFLAVÍK - KEFLAVÍK Blaðburðarbörn óskast í Keflavík Uppl. í síma 3466 Gerð TC 800 225 Itr. 85 x 62 X 79.5 Gerð TC 1150 325 i ltr. 85x62x .105.0 Gerð TC 1500 425 Itr. 85 x 62 x 132.5 Gerð TC 195 510 Itr. 85 x 62 x 160.0 Hjarirnar eru eins litlar og mögulegt er, þess vegna getur frystikistan staðið nær veggnum. Einnig er hægt að lyfta hjörunum upp — auð- veldara að opna og loka kistunni. Þunnir veggir. Með þessu móti eykst geymslu- rýmið í frystikistunni. Vörumarkaðurinn hf Ármúla 1A. Sími 86117. Aukin vélvæ&ing i landbúnaöinum hefur leitt af sér atvinnuleysisvandamál f Kína. Þab vandamál á eftir aö vaxa enn eftir þvisem tæknivæöingunni vindur fram. Getur það veriö, aö Kina eigi við alvarlegt atvinnuleysi aö strBa? Samkvæmt fréttum, sem borist hafa bæöi meö klnverskum fjölmiölum ogflóttafólki, er kom- ið hefur til Hong Kong, bendir margt i þá átt. Sagt er ,að á flokksfundi i Pek- ing I slöasta mánuöi hafi Li Xiannian, einn af aðstoöarfor- sætisráðherrum Klna, giskað á, að tala atvinnulausra sé um það bil 20 milljónir. Þaö væri merki- leg játning hjá stjórn, sem alla dagahefurstátaðaf fullri atvinnu ibúanna. Það var blaðið Ming Pao i Hong Kong, sem hermdi þetta upp á Li Xiannian. Blað þetta, sem er skrifað á kinversku, þykir alla jafna búa aö áreiðanlegum upp- lýsingabrunnum i Kommún- ista-Kina og sjaldan fara með fleipur i skrifum sinum um Kina. Þessi frétt blaðsins er einnig studd skrifum opinberra mál- gagna i Kina, eins og Peking-dag- blaöinu, þar sem komið hafa fram áhyggjur af þróuninni i at- vinnulifinu. I langri grein, sem Peking-dagblaðið birti fyrir nokkrum vikum, var tekin sem dæmi 390 manna „kommúna” eða samyrkjubú, sem einungis hefði fulla atvinnu, þegar uppskeru- annirnar væru i hámarki, A öðr- um árstimum var sagt, að búið veitti einungis 110 manns atvinnu. — „Þetta er nýtt vandamál. Hvaö eigum við að gera við fólkið, sem stendur uppi atvinnulaust?,” spurði Peking-dagblaðið. Þegar þetta vandamál núna er byrjað að vaxa eftirmönnum Maos formanns yfir höfuð, stafar það fyrst og fremst af slælegum áætlanagerðum, aukinni vélvæð- ingu i landbúnaðinum og fylgir kröfunum um meiri hagræðingu og framleiðni i iðnaöinum. Mest kveöursennilega að þessu i stærstu borgKina.Shanghaj, þar sem iðnaðaruppbyggingin hefur ekki gengið eins hratt og fólks- fjölgunin. Þó berast svipaðar fréttir frá öðrum borgum og hérií)um. Ekki hefur dregið úr vanda- málinu við það, að unga fólkið, sem drifið var i menningar- byltingunni út i dreifbýlið til land- búnaðarverka, er tekið að snúa heim aftur. Það er sagt, að i Shanghaj gangi um 100 þúsund ungmenni atvinnulaus. Starfskraftur til Japan? Það er ekki aö sjá tiltæka neina Qjótlega lausn þessa vanda fyrir þá Hua formann og ráðgjafa hans. En má vera, að það hafi legið ti) grundvallar tilboðinu, sem japanskir iöjuhöldar fengu ekki alls fyrir löngu um ódýrt kin- verskt vinnuafl til ýmissa fram- kvæmda Japana erlendis. Þetta tilboð var lagt fyrir japanska sendinefnd frá Osaka á fundi i' Peking, þar sem Japanarnir voru i heimsókn. Til- boðinu hefur ekki verið svarað enn, en það er áreiðanlega mjög freistandi fyrir Japani, sem hafa gli'mt viö hörgul á ódýru vinnu- afli, þrátt fyrir framboð frá Tai- wan, Suöur-Kóreu og Indlandi. Slikur útflutningur á verkafólki i þágu kapitalismans hefði verið óhugsandi i augum Peking- stjórnarinnar fyrir fáum árum. Að visu hafa kinverskir verka- menn starfað erlendis, eins og að járnbrautarlagningu i Aust- ur-Afriku, en það hefur verið við framkvæmdir, sem teljast liður i aðstoð Ki'na við þriðja-heimslönd. Þörf meiri stöðugleika Hagræðingaráætlanirnar, sem Pekingstjórnin hefur hrundið af stað, leiða af sér, að 70% land- búnaðarframleiðslunnar eiga að vélvæðastá fyrri helmingi næsta áratugs. Til viðbótar á siðan aö hætta rekstri iðnfyrirtækja, sem ekki þykja borga sig. Eða það hefur Chen Yun, efnahagssér- fræðingur Pekingstjórnarinnar, boðað. Vélvæðingin mun spara vinnu- kraft, og þótt jafnframt sé ætlun- in að efla iðnaðinn, er vafasamt að aukning á þvi sviði skapi næga atvinnu i staðinn. Samkvæmt útreikningum, sem Pekingstjórnin hefur sjálf gert opinbera, er búist við þvi, að til- færslurnar i dreifbýlinu knýi á, að 200 milljónum manna verði út- veguð önnur atvinna. Kröfur um aukna hag- ræðingu Fyrir svona fjórum árum héldu kinverskyfirvöld þvifram, aö at- vinnuleysisvandamál heyrðu for- tiðinni til. Þvi var haldið fram, að kinverskur sósialismi hefði ger- samlega útrýmt þessum vanda, sem væri „svo dæmigerður fyrir hinn kapitaliska heim”, eins og það var oröað. Af skrifum Peking-dagblaðsins mætti ætla, að atvinnuleysið væri nýtt fyrirbrigði, en mönnum býö- ur i grun, að það megi að nokkru leyti skrifa það á reikning menn- ingarbyltingfirinnar. Það mun hafa komiö fram i ræöu Li Xi- annians á flokksþinginu. Li aö- stoðarforsætisráðherra upplýsti, að áttamilljónumvinnuþega hafi verið sagt upp störfum vegna þeirrar ringulreiöar og upplausn- ar, sem menningarbyltingin leiddi af sér. Atvinnuleysi vax- andi vandi í Kína

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.