Vísir - 17.09.1979, Blaðsíða 15

Vísir - 17.09.1979, Blaðsíða 15
Mánudagur 17. september 1979 14 Mánudagur 17. september 1979 j Réttardagur fTungnarétt í Biskupstungum: Sex konur i nopi gangnamanna Þaðvar eins og saman væri komið úr- val úr helstu karlakórum landsins i Tungnarétt i Biskupstungum. Bændur sungu margraddað að gömlum sið og blandaðist söngurinn við jarm kind- anna. Gifurlegur fjöldi fólks var sam- an kominn á réttardaginn, bæöi úr sveitinni og kaupstöðum. Réttað var á miðvikudaginn i sið- ustu viku en gangnamenn komu með safnið í byggö daginn áður. Leitirnar tóku vikutima og varfariö alla leið upp á Hveravelli. Gangnamennirnir voru 28 og höfðu tvo og þrjá hesta til reiðar. Sex konur voru i' hópi gangnamanna en i seinni tiðer þaðorðiö algengt að konur fari i langar leitir. Það er vel akfært um afréttinn og fengu gangnamenn matinn sendan með bil. Safnið varum 10 til 12þúsund kindur og var byrjað að rétta strax um morguninn og var þvi lokið um miðjan dag. Kallarnir létu ekki brjóstbirtuna vanta ogbrátt tókað hýrna yfirmönn- um og þeir tóku sig saman og sungu ættjaröarljóð og gamla slagara. Fjöldimanna úr þéttbýlinu, ungirog gamlir, voru komnir til aö fylgjast meðréttunum. Margir sem hafa verið þarna i sveit koma árlega i réttirnar og veröa þá fagnaðarfundir og faðm- ast er og kysst. Lömbin komu ekki væn af fjalli og höfðu bændur stundum ekki fyrir þvi að opna dilkana heldur vippuöu létt- ustu lömbunum yfir í þá. Um kvöldiö var siðan haldið réttar- ball i Aratungu þar sem gleöinni var haldið áfram. — KS W JfF jH r 1 almenningnum. Hvorki ungir né gamlir láta sig vanta. Rekið i réttirnar úr nátthaga með miklum hamagangi. ■ , ■ : 1 safninu voru um 10 tii 12 þúsund fjár. Hér er þaö að koma I byggð fyrir neðan Gigjarhól. Sungiö af hjartans lyst Fjöldi manna var mættur i réttirnar og hjálpar til við reksturinn. Núverandi og fyrrverandi fjallkóngur. Sveinn I Bræðratungu og Einar I Holtakotum. VlsismyndirGVA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.