Vísir - 01.10.1979, Síða 17

Vísir - 01.10.1979, Síða 17
Þrðttararnlr ólfigteglr og komusl ekkl I úrsilt „Ég er nokkuö ánaegöur meö mina menn þaö sem af er”, sagöi Bogdan, hinn pólski þjálfari Vik- ings I handknattleik.eftir leikina i riölakeppniReykjavikurmótsins i gær,en þarhafaVikingarnir hans virkaö einna sterkastir allra. „Þeir eru I mun betra líkam- legu ástandi en i fyrra haust, og vörnin er betri, en hún var vanda- máliö hjá okkur þá. Annars eru flest liöin i mun betri æfingu nú en þegar þau byrjuöu mótiö i fyrra, og er þaö sérstaklega áberandi hjá liöum eins og Fylki og KR. Ég á von á þvi aö það verði skemmtilegur og góöur hand- knattleikur á boðstólnum hér í vetur. Valur og Vikingur eiga bæði eftir aö tapa stigum og ég held að þetta veröi allt mun jafn- ara en í fyrra”. Bogdan kom sinum mönnum í úrslit I Reykjavikurmótinu um helgina meö 7 marka sigri yfir KR — 24:17. Þá komst Fylkir einnig i fjögra liöa úrslitakeppn- ina meö sigri yfir Fram og sömu- leiöis Valur og ÍR.en þau uröu i efstu sætunum ihinum riöli móts- ins. Úrslitakeppnin, þar sem allir leika viö alla, hefst á þriöjudags- kvöldið. Þá leika fyrst Valur- Fylkir og siöan IR-Víkingur. A fimmtudagskvöldið mætast 1R- Valur og Vikingur-Fylkir, en mót- inu lýkur á sunnudaginn meö leikjum IR-Fylkis og Vals-Vikings. Valsmenn voru i hálfgeröu basli meö Armann i A-riölinum i gær, en mikill hraði og læti voru i þeim leik. 1 hálfleik var staöan 12:7 fyrir Val en lokatölurnar urðu 24:16. Armenningar, sem geröu jafn- tefli viö 1R, 15:15, á föstudags- kvöldiö, vantaöi marga af sinum bestu mönnum. Hálft liðið haföi fengiö flensu i gær og var þaö varla svipurhjá sjónafþeim sök- um. Leikur KR og Vikings var skemmtilegur á aö horfa. KR- ingar stóðu vel i „stjörnunum” — komust 3 mörk yfirundir lok fyrri hálfleiks — en I leikhléi var staö- an 9:9 Jafnt var i upphafi siðari hálf- leiks — m.a. 12:12 — en undir lok- in urðu Kr-ingarnir aö gefa eftir fyrir hinu geysigóða Vikingsliöi, sem sigraði meö 24 mörkum gegn 17. Mörg af þessum 24 mörkum Vikings voruskemmtilegagerð — sannkölluö sirkusmörk — og féllu þau vel I kramiö hjá áhorfendum, sem voru um 400 þegar mest var á leikjunum i gær. 1R komst i Urslitakeppnina þrátt fyrir 25:24 marka tap gegn Þrótti, þar sem lið Þróttar er ó- löglegt i mótinu. ólafur H. Jóns- son,áöur hjá Dankersen, verður ekki löglegur leikmaöur meö Þrótti fyrr en 3. október, en hann hefur leikið alla leiki liösins i mótinu til þessa. Ef Þróttur heföi leikið meö löglegt liö, heföi þaö farið i úrslit i mótinu en ekki 1R. Þróttararnir veröa án efa mjög sterkir i 2. deildinni með hann og aðrar stjörnur, þegar að þvikem- ur aö allir hafi tima til aö vera meövegna „feröalaga” um land- Youri með Víkingana næsta sumar - Alll úllil fyrlr DaD. en hann hefur takmarkaðan áhuga á að halda áfram með landsilðið Nokkuð öruggt er talið að So- vétmaðurinn Youri Detchev, sem þjálfaöhefur Viking og landsliðið i knattspyrnu i sumar, verði á- fram hjá Vikingi á næsta ári. Leikmenn og forráðamenn liös- ins hafa verið mjög ánægðir meö störf Youri i sumar, og vilja fá hann áfram tilstarfa. Youri hefur ekki gefið endanlegt svar, en reiknað er með að það veröi já- kvætt, þegar það kemur, enda kann hann orðið mjög vel viö sig hér á Islandi. Ef hann veröur hér á næsta ári, er talið frekar óliklegt að hann veröi meö landsliöið. Hann mun hafa mjög takmarkaðan áhuga á þvi — nema þá sem einvaldur með val og annað á leikmönnum — en á þvi mun stjórn KSl hafa litinn áhuga. Má þvi fastlega reikna með aö nýr landsliðsþjálfari verði skip- aður ánæsta ári, og aö hann verði islenskur. Sá sem nefndur hefur verið liklegastur eftirmaöur Yorui þar, er Guðni Kjartansson úr Keflavik, en hann hefur verið einskonar aöstoöarlandsliðsþjálf- ari I tveim siöustu landsleikjum... — klp Youri Ilitchev, Þjálfar hann Vik- ing næsta sumar? ið. Voru þeir alltaf meö forustu, en undir lokin hertu IR-ingarnir aö þeim en náöu samt ekki aö komast yfir. 1 siöasta leiknum i gær sigraði F'ylkir, sem segja má aö hafi komiö mest á óvart allra liöa i þessu móti, Fram meö 22 mörk- um gegn 16. Var þetta annar tap- leikur Framara um þessa helgi, en á föstudagskvöldið sigruöu KR-ingar þá meö 19 mörkum gegn 17. Framarar eiga örugg- lega eftir að ná sér á strik i vetur, en þeir eru þeir einu sem ekki viröast vera enn komniö i góöa samæfingu af liöunum i mótinu... — klp. HLJOMPLOTU ÚTSALAN I morgun hófst í verslunum okkar ein glæsilegasta HLJOMPLÖTUÚTSALA sem haldin hefur verið. Við þorum óhikað að fullyröa að úrvalið hjá okkur er eitt það almesta sem fengist hef ur hérlendis og þó víðar væri leitað. Verðið hjá okkur er með ólíkindum og afslátt- urinn er alltað 90% og ótrúlegt en satt, meðalafsláttur af nýjum og nýlegum plötum er yfir 60% Við bjóðum 4 litlar plötur í búnti á aðeins kr. 2000 (afsláttur yfir 75%) Við verðum með Popptónlist, Diskó, Country. Jazz, íslenskar plötur, klassíska tónlist og kassettur Popp/Diskó Bee Gees Abba Blondie David Bowie Tom Robin- son, Smokie Linda Ron- stadt, Donna Summer, Peter Tosh Neil Young Roxy Music,Wings, Meat Loaf, War of the Worlds, Ian Dury, Grease, Thin Lizzy, Gerry Rafferty, Midnight Hustle Kate Bush, Elvis Costello, George Harrison, Tycoon, Graham Parker, Tony Mitchell, Who, Dr. Feelgood, Chicago, Saturday Night Fever Country Emmylou Harris Waylon Jennings, John Denver, Charlie Rich, Merle Haggard, Marty Robbins, Jim Reeves, Glen Campell, Arlo Guthrie, George Hamilton, Bluegrasstónlist Jazz Herbie Hankock, Chic Corea, Dexter Gordon Art Essemble, Gerry Mulligan Oregon, McCoy Tyner, Pat Metheny, Ralp Towner, Joe Farrell Létt tónlist Mireilli Mathieu.EIvis Presley, Jose Feliciano, Diana Ross & Supremes, Suðuramerisk tónlist, Engelbert Humperdinck A1 Johlson, Oliver Twist, Cabarett, My Fair Lady, Robert Delgado, Barbara Streisand Kassettur Bee Gees, Shadows, Glen Campell, Diana Ross, Peter Tosh, Beach Boys, Klassisk tónlist, íslensk tónlist Einnig bjóðum við upp ó mikið of íslenskum plötum ó góðu verði. Vesturveri Laugavegi24 Suðurlandsbraut 8

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.