Morgunblaðið - 30.09.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís-
lenska ríkið af kröfu útgerðarfélags
sem vildi fá veiðileyfi fyrir skip sem
fyrrverandi eigendur höfðu afsalað
til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins
gegn greiðslu úreldingarstyrks.
Kröfu útgerðarfélagsins um tæplega
50 milljóna króna skaðabætur var
vísað frá dómi. Héraðsdómur
Reykjavíkur hafði áður ógilt stað-
festingu sjávarútvegsráðuneytis á
þeirri ákvörðun Fiskistofu að veita
ekki veiðileyfið og dæmt útgerðinni
30 milljóna króna bætur. Dóm
Hæstaréttar skipuðu að þessu sinni
þau Garðar Gíslason, Guðrún Er-
lendsdóttir, Haraldur Henrysson,
Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein.
Árið 1994 sótti þáverandi eigandi
Stokksness VE 700, nú Stokksness
RE 123, um úreldingarstyrk til Þró-
unarsjóðs sjávarútvegsins á grund-
velli þágildandi laga. Fallist var á
umsóknina og var greiddur úreld-
ingarstyrkur að fjárhæð rúmlega 39
milljónir króna. Skilyrði styrkveit-
ingar var að skipið yrði tekið af
skipaskrá, réttur til endurnýjunar
ekki veittur og veiðiheimildir sam-
einaðar aflaheimildum annars skips.
Í dómi Hæstaréttar segir að þetta
hafi gengið eftir af hálfu styrkbeið-
anda og lýsti hann því yfir að af-
skráning skipsins væri varanleg af
sinni hálfu. Í því fælist að hann
myndi aldrei eiga neinn þátt í því að
skipið kæmi á ný á íslenska skipa-
skrá, hvorki sem fiskiskip né skip
annarrar gerðar. Fólst í úrelding-
unni að annaðhvort yrði skipinu
fargað eða það selt úr landi.
Skipið var síðan selt til Hagangur
Corporation Inc., sem skráð var í
Belize, með kaupsamningi 28. mars
1995. Skipið lá þó áfram við bryggju
á Fáskrúðsfirði. Forsvarsmaður út-
gerðarfélagsins Eystrasalts keypti
skipið 15. maí 1996 fyrir hönd V.H.
Viðskipta ehf. af North Ocean Ltd.,
sem hafði sama heimilisfang í Belize
og fyrrgreindur kaupandi. Útgerð-
armaðurinn sótti í desember 1998
um leyfi til veiða í atvinnuskyni fyrir
skipið, sem skráð hafði verið Stokks-
nes RE 123 hinn 20. febrúar 1998.
Með ákvörðun Fiskistofu 19.
ágúst 1999 var beiðninni hafnað og
vísað til þess að endurnýjunarrétti
og veiðileyfi skipsins hefði verið af-
salað til Þróunarsjóðs sjávarútvegs-
ins 17. febrúar 1995 af þáverandi
eigendum gegn greiðslu úreldingar-
styrks.
Staðfesting ráðuneytis ógilt
Ákvörðun Fiskistofu var kærð til
sjávarútvegsráðuneytisins, sem
staðfesti hana í janúar 2000. Héraðs-
dómur ógilti hins vegar staðfestingu
ráðuneytisins og taldi að útgerðar-
félagið gæti ekki verið bundið við
samning, sem forsvarsmenn þess
hafa ekki átt aðild að, og ekki hefði
verið þinglýstur sem kvöð á skipinu.
Hæstiréttur taldi hins vegar að
Eystrasalt væri bundið af þeim
samningi, sem gerður var um úreld-
ingu skipsins. Sá samningur, sem
væri reistur á skýrum fyrirmælum
laga, væri enn í gildi og bakaði
Eystrasalti sömu skyldur og styrk-
þega á sínum tíma. Því var íslenska
ríkið sýknað af kröfunni.
Fær ekki leyfi
fyrir úrelt skip
úrlega að gæta okkur á að virða það
þak,“ segir Guðmundur.
,,Framundan eru frekari viðræður
um það sem nefnt hefur verið áfram-
hald umbótaferlisins innan WTO, þar
sem ríkin taki á sig frekari skuldbind-
ingar. Þegar við horfum fram í tím-
ann mun þetta þak, sem við erum háð-
ir í dag, einungis lækka, þannig að
svigrúm íslenskra stjórnvalda er lítið
ef nokkuð til að taka upp nýjar fram-
leiðslutengdar stuðningsaðgerðir um-
fram þær sem eru í gildi í dag.“
Aðildarríkin veita hvert
öðru aðhald í nefndastarfi
Guðmundur bendir á að WTO
starfar ekki á sama hátt og t.d. Eft-
irlitsstofnun EFTA, heldur veita að-
ildarríkin hvort öðru aðhald í nefnda-
starfi innan stofnunarinnar.
Einstök aðildarríki, ekki síst sauð-
fjárútflutningsríki á borð við Ástralíu
og Nýja-Sjáland, hafi gert athuga-
semdir við röksemdir Íslands fyrir að
telja beingreiðslur til sauðfjárbænda
sem grænar stuðningsaðgerðir.
,,Við höfum gefið okkar svör og
skýrt þessar aðgerðir eins og best við
getum og hvernig við teljum þær
samræmast samningnum. Þetta er
bara eitt af þessu fjölmörgu álitamál-
um sem eru í skoðun hjá nefndinni
hverju sinni,“ segir Guðmundur.
Aðspurður hvort hann teldi að því
gæti komið að Íslendingar þyrftu að
endurskoða þessa túlkun á greiðslum
til sauðfjárbænda, sagði Guðmundur
erfitt að spá fyrir um það.
,,Ég á von á því að í framhaldinu
muni sjónir manna beinast í miklu
meiri mæli að framkvæmd skuldbind-
inga en var í upphafi, þar sem aðal-
viðfangsefnið í Úrúgvæ-viðræðunum
var að ramma landbúnaðinn inn, ef
svo má að orði komast. Þetta er atriði
sem við þurfum að vera meðvitaðir
um, eins og bent er réttilega á í bréfi
utanríkisráðuneytisins. Það gæti vel
til þess komið á einhverjum tíma-
punkti að við þyrftum að breyta
þessu. En við erum ósammála þeim
þeim þjóðum sem hafa gagnrýnt
þetta og það yrði þá sjálfsagt að koma
til einhvers konar málsmeðferðar inn-
an stofnunarinnar áður en að því
kæmi,“ segir Guðmundur.
um hætti tengdar framleiðslu. Þessar
greiðslur eru háðar lækkunar-
skuldbindingum samningsins, þar
sem aðildarríkin skuldbinda sig að
draga úr markaðstruflandi innan-
landsstuðningi við landbúnað í áföng-
um, alls um 20% á sex ára fram-
kvæmdatímabili 1995-2000. Svo-
nefndar bláar greiðslur eru undan-
þegnar greiðslur en þær grundvallast
á að um framleiðslutakmarkandi
stuðningsaðgerðir sé að ræða og geta
t.d. miðast við fastan fjölda dýra.
Grænu greiðslurnar eiga hins veg-
ar ekki að tengjast framleiðslu land-
búnaðarafurða. Grænn stuðningur á
að standast þær kröfur að hafa ekki
áhrif á framleiðslu eða vera verð-
stuðningur við framleiðendur.
,,Minnt er á í bréfinu [bréfi utanrík-
isráðuneytis til landbúnaðarráðu-
neytis] að við erum háðir ákveðnu
þaki í WTO hvað varðar gular
greiðslur, þ.e. framleiðslutengdan
innanlandsstuðning og að þegar horft
er til framtíðar þá þurfum við nátt-
GUÐMUNDUR B. Helgason, ráðu-
neytisstjóri landbúnaðarráðuneytis-
ins, er sammála þeim sjónarmiðum
sem fram koma í bréfi utanríkisráðu-
neytisins til landbúnaðarráðuneytis
þar sem vakin er athygli á gagnrýni
Heimsviðskiptastofnunarinnar
(WTO) á að íslensk stjórnvöld skuli
skilgreina beingreiðslur til sauðfjár-
bænda sem ,,grænar“ greiðslur. Enn-
fremur er bent á að Ísland geti ekki
gengið lengra í stuðningi við landbún-
aðinn eins og fram kom í frétt Morg-
unblaðsins sl. sunnudag.
,,Þetta eru sjónarmið sem við erum
mjög vel meðvitaðir um og sammála í
alla staði,“ segir Guðmundur.
Gular, grænar og bláar
greiðslur til landbúnaðarins
Innanlandsstuðningi við landbúnað
er yfirleitt skipt upp í þrjá flokka skv.
landbúnaðarsamningi WTO, eða í
svonefndar gular, grænar og bláar
greiðslur. Gular greiðslur eru stuðn-
ingsaðgerðir sem eru með einhverj-
Landbúnaðarráðuneytið um gagnrýni WTO
Sammála sjónarmiði
utanríkisráðuneytis
UMFERÐ verður í fyrsta skipti
hleypt yfir nýja brú mislægra gatna-
móta Breiðholtsbrautar og Reykja-
nesbrautar í Mjódd í dag en brúin
tengir saman Nýbýlaveg og Breið-
holtsbraut. Einnig verður umferð
beint að flestum að- og fráreinum
gatnamótanna en frárein af brúnni
niður á Reykjanesbraut til norðurs
verður þó ekki opnuð fyrr en um
miðjan október. Þeir sem koma nið-
ur Breiðholtsbraut og hyggjast aka
Reykjanesbraut til norðurs þurfa því
enn um sinn að aka um bráðabirgða-
tengingu við Stekkjarbakka. Þá
verður tenging frá Nýbýlavegi að
Skemmuvegi opnuð síðar.
Flestar leiðir verða hins vegar
greiðar um gatnamótin en í frétta-
tilkynningu frá Vegagerðinni segir
að væntanlega taki það ökumenn
tíma að átta sig á öllum aksturs-
stefnum. Ökumenn eru því hvattir til
að sýna aðgát og tillitssemi og hafa
jafnframt í huga að gatnamótin
verða áfram vinnusvæði. Vegagerð-
in vekur sérstaka athygli á því að nú
þurfa þeir sem aka suður Reykjanes-
braut og ætla upp Breiðholtsbraut
að halda sig á hægri akrein.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Horft til norðurs yfir mislæg gatnamót Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar, sem eru að komast í gagnið.
Umferð
hleypt á
nýju brúna
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í
knattspyrnu mætir Spáni í dag í
undankeppni HM. Leikurinn fer
fram í bænum Teurel á spænsku
hásléttunni, hefst kl. 10 að ís-
lenskum tíma og er sýndur beint á
sjónvarpsstöðinni TVE sem næst
á Breiðbandinu hér á landi. Jör-
undur Áki Sveinsson landsliðs-
þjálfari tilkynnti byrjunarliðið í
gær sem er óbreytt frá sigurleikn-
um gegn Ítalíu á Laugardalsvelli á
dögunum, að því undanskildu að
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir
Breiðabliki kemur inn í stað Guð-
laugar Jónsdóttur, sem leikur
með Bröndby í Danmörku, en hún
er meidd.
Nær óbreytt lið
Kvennalandsliðið leikur á Spáni í dag