Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BT KRINGLAN
OPIÐ Í DAG
13-17
BARA Í DAG
1.899
VHS
899
VIKAN 23/9 – 29/9
ERLENT
INNLENT
14 AÐILAR, flestir er-
lendir, skiluðu inn yfirlýs-
ingu um að þeir hefðu
áhuga á að gerast kjöl-
festufjárfestir í Landssím-
anum. Þeirra á meðal eru
Telenor í Noregi, Detecon
í Þýskalandi og JP Morg-
an Partners í Bandaríkj-
unum.
27 MILLJÓNA króna
vinningur kom á tromp-
miða í Heita potti Happ-
drættis Háskólans á
mánudag. Tvær vinkonur
eiga miðann í félagi.
Einbýlishúsalóðir í Arn-
arneslandi verða boðnar
til kaups á næstu vikum,
að sögn Jóns Ólafssonar,
eiganda landsins.
ELDUR kom upp á
Hótel Lind á fimmtudags-
kvöld. Greiðlega gekk að
slökkva eldinn en mikinn
reyk lagði um hótelið svo
að þurfti að rýma það en
það hýsir einnig sjúkra-
hótel Rauða krossins.
AUSTURRÍKISMAÐUR
var tekinn með 67.485 e-
töflur á Keflavíkur-
flugvelli. Markaðsvirði
efnisins er um 240 millj-
ónir.
TVÆR bifreiðir brunnu
til kaldra kola eftir kapp-
akstur á kvartmílubraut-
inni í Kapelluhrauni á
þriðjudagskvöld. Fernt
var í bílunum og slösuðust
tveir alvarlega.
FRIÐRIK Ólafsson,
sonur Ólafs Guðjónssonar,
fyrrv. flugumferðarstjóra,
lék sér við Osama bin
Laden í Sádi-Arabíu sem
barn. Bin Laden kom við
á Keflavíkurflugvelli árið
1989.
Ríkisábyrgð á trygg-
ingum flugfélaga
RÍKISSTJÓRNIN ákvað að gefa út
bráðabirgðalög sem heimila ríkisstjórn-
inni að veita ábyrgð á tryggingum ís-
lenskra flugfélaga vegna hernaðarað-
gerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika.
Ríkisábyrgðin hljóðar upp á 2.700 millj-
arða króna og gildir til 25. október.
Flugfélögin stóðu frammi fyrir því að
flug stöðvaðist á miðnætti sl. mánudag
hefði ábyrgð ríkisins ekki komið til.
Dómstólar taka sér
óheimilt vald
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði í erindi á málþingi Lögfræðinga-
félags Íslands að það gæti haft alvar-
legar afleiðingar fyrir allar forsendur
lýðræðislegra stjórnarhátta í þjóðfélag-
inu þegar dómstólar tækju sér óheimilt
vald til að blanda sér í fjárstjórn rík-
isins án þess að bera á nokkurn hátt
ábyrgð á að endar nái saman eða á af-
komu og tekjuöflun ríkissjóðs að öðru
leyti og vísaði þar í öryrkjadóm hæsta-
réttar. Davíð sagði að dómstólar ættu
að setja niður deilur en ekki magna
þær.
Uppsagnir hjá
Flugleiðum
SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flug-
leiða, gerir ráð fyrir að afkoma félags-
ins versni um einn milljarð á þessu ári
vegna áhrifa af hryðjuverkunum í
Bandaríkjunum. Félagið ætlar að
bregðast við þessu með því að segja upp
183 starfsmönnum og fækka stöðugild-
um um 273, verð á flugferðum verður
hækkað um 5–10% og dregið verður
saman í flugi félagsins um 18% í vetr-
aráætlun og um 11% í sumaráætlun
næsta árs. 32% samdráttur verður í
flugi til og frá Bandaríkjunum, 39 flug-
mönnum verður sagt upp og 53 flug-
freyjum.
Bandaríkjamenn og
Pakistanar sammála
BANDARÍKJASTJÓRN upplýsti á
miðvikudaginn bandamenn sína í Atl-
antshafsbandalaginu (NATO) um það
til hvaða aðgerða hún vill grípa í því
skyni að hafa uppi á meintum bakhjörl-
um þeirra sem frömdu hryðjuverkin í
Bandaríkjunum 11. september. Fóru
Bandaríkjamenn þó ekki fram á beina
aðstoð bandalagsins. Þá lauk á mið-
vikudaginn viðræðum Bandaríkja-
manna og herforingjastjórnarinnar í
Pakistan, nágrannaríki Afganistans,
og var haft eftir hershöfðingja að á
fundunum hefðu menn verið fullkom-
lega á eitt sáttir um það hvernig brugð-
ist skyldi við hryðjuverkastarfsemi og
hvernig reynt skyldi að uppræta hana.
Blóðbað í Sviss
ÓÐUR maður vopnaður hríðskota-
byssu, riffli, skammbyssu og hand-
sprengju réðst á fimmtudaginn inn á
þingfund í héraðsþinginu í svissnesku
kantónunni Zug og gekk berserksgang
og myrti fjórtán manns auk þess að
svipta sjálfan sig lífi. Er þetta mesta
blóðbað sem orðið hefur í Sviss. Mað-
urinn var 57 ára Svisslendingur, og að
sögn lögreglu fannst „játningarbréf“
heima hjá honum þar sem hann talar
um „dag hefndarinnar á Zug-maf-
íunni.“ Hafði maðurinn lengi átt í úti-
stöðum við dómskerfið í Zug.
Leiðtogafundur í Mið-
austurlöndum
STJÓRN Ísraels og heimastjórn Pal-
estínumanna sömdu á miðvikudaginn
um að vinna að varanlegu vopnahléi,
um það bil ári eftir að nýjasta bylgja
intifata-uppreisnar Palestínumanna
hófst. Shimon Peres, utanríkisráð-
herra Ísraels, og Yasser Arafat, forseti
heimastjórnar Palestínumanna, urðu
ásáttir um þetta á fundi á miðvikudag-
inn.
ALLAR áburðarflug-
vélar í Bandaríkjunum
voru kyrrsettar á mánu-
daginn eftir að í ljós kom
að Mohammed Atta, einn
þeirra sem talinn er hafa
framið hryðjuverkin 11.
september, hafði fyrr á
árinu kannað möguleika
á að festa kaup á slíkri
flugvél. Munu hann og fé-
lagar hans hafa kynnt sér
náið rekstur slíkra flug-
véla. Óttast er að með
slíkum vélum geti hermd-
arverkamenn beitt sýkla-
vopnum á byggð með
skelfilegum afleiðingum.
SILVIO Berlusconi,
forsætisráðherra Ítalíu,
sagði á fundi með frétta-
mönnum á miðvikudaginn
að „vestræn siðmenning
hefði yfirburði yfir hinn
íslamska menning-
arheim.“ Vöktu þessi orð
Berlusconis hörð við-
brögð bæði í arabaheim-
inum og Evrópu. Sagði
framkvæmdastjóri Araba-
bandalagsins, Amr
Mussa, þetta ganga
„langt út fyrir öll skyn-
semismörk,“ og krafðist
þess að ítalska stjórnin
bæðist afsökunar. Evr-
ópusambandið fordæmdi
einnig orð Berlusconis.
SAMTÖK flugmanna í
Norður-Ameríku, sem í
eru 67 þúsund bandarísk-
ir og kanadískir flug-
menn, hafa hvatt til þess
að lög verði sett sem
heimili að flugmenn beri
vopn í stjórnklefum flug-
véla. Segja samtökin að
þetta gæti komið í veg
fyrir flugrán.
TÍSKUVIKAN í Mílanó stendur nú
sem hæst og hátískuhúsin keppast
við að sýna hvað þau hafa upp á að
bjóða fyrir vorið 2002. Eitt þeirra
er ítalska tískuhúsið La Perla sem
lagði línurnar í kvenfatnaði fyrir
vorið á föstudag en yfirhönnuður
tískuhússins er íslenskur fatahönn-
uður, Steinunn Sigurðardóttir.
Línan sem kynnt var á sýningunni
er sú fyrsta sem Steinunn hannar
fyrir fyrirtækið en það hefur hing-
að til verið þekkt fyrir nærfatnað
fremur en hátískufatnað.
La Perla er rótgróið ítalskt fjöl-
skyldufyrirtæki sem var stofnað
árið 1958 og er í eigu Masotti-
fjölskyldunnar. Fyrirtækið hóf fer-
il sinn sem eins konar saumastofa
en starfsemin fólst í fyrstu ein-
göngu í handgerðum nærfatnaði
fyrir yfirstéttarkonur á Ítalíu.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan þá og nú er fyrirtækið í
fremstu röð í framleiðslu hágæða-
nærfatnaðar sem seldur er um all-
an heim. Alls eru verslanir La
Perla um 50 talsins í öllum heims-
álfum en á Ítalíu eru 15 verslanir.
Fyrirtækið er vel þekkt víðsvegar
um heim fyrir vandaðan kven-
nærfatnað en með tískusýningunni
á föstudag hóf það innreið sína á
hátískumarkaðinn.
Að sögn Steinunnar er La Perla
að breyta stefnu sinni töluvert með
því að færa sig inn á hátískumark-
aðinn. Steinunn var ráðin sem yf-
irhönnuður (design director) til
fyrirtækisins í mars og hún segir
það hafa verið skemmtilegt verk-
efni að fá að byggja upp alveg frá
grunni. Steinunn er þó fjarri því að
vera nýgræðingur í tískuheiminum
en hún hefur starfað hjá nokkrum
af þekktustu tískuhúsum heims.
Hún útskrifaðist sem fatahönn-
uður frá Parsons School of Design
í New York árið 1986 og hefur síð-
an þá starfað hjá Calvin Klein,
Gucci og Ralph Lauren.
La Perla hefur getið sér orð í
gegnum tíðina fyrir hönnun nær-
fatnaðar og var eigendum þess því
mikið í mun að hátískulínan bæri
þess merki að vera af sama meiði
og hin vinsælu nærföt. Vísun í upp-
runa fyrirtækisins og hefðir í nær-
fatahönnun leyna sér því ekki í
nýju línunni þar sem kvenleikinn
er allsráðandi. La Perla hefur
mikla þekkingu á kvenlíkamanum
eftir að hafa hannað kven-
nærfatnað í nær hálfa öld og í nýju
vorlínunni er sú þekking nýtt í
bland við þekkingu og reynslu al-
íslensks fatahannaðar en Steinunn
vann náið með Masotti-fjölskyld-
unni við hönnunina. Útkoman var
sérlega glæsileg sýning sem vakti
mikla athygli fjölmiðla og annarra
ytra.
Íslenskur yfir-
hönnuður hjá
ítölsku tískuhúsi
Steinunn Sigurðardóttir, yfir-
hönnuður hjá La Perla.
Mílanó. Morgunblaðið.
GÓÐ staða er á vatnsbúskap Lands-
virkjunar um þessar mundir. Þrjú
stærstu uppistöðulónin; Þórisvatn,
Hágöngulón og Blöndulón, eru nán-
ast full og miðað við árstíma telst það
mjög gott.
Að sögn Eggerts Guðjónssonar
hjá orkusviði Landsvirkjunar er
staðan líka góð miðað við hvernig
væntingar voru um vatnsbúskapinn
fyrir sumarið. Lítill snjór var á há-
lendinu í vor og af þeim sökum var
búist við slöku sumri hvað þetta
snertir. Góð tíð að undanförnu hefur
hins vegar lengt sumartímann og
bráðnun jökla haldið lengur áfram
en vanalega.
Stóru lónin
að fyllast
Landsvirkjun
FLUGFÉLAGIÐ Jórvík hf. hefur
yfirtekið rekstur Leiguflugs Ísleifs
Ottesen en samningar hafa tekist
milli flugfélaganna þess efnis. Jórvík
„hyggst með því auka við flugvéla-
kost sinn til leigu- og áætlunar-
flugs,“ að því er segir í fréttatilkynn-
ingu.
„Afgreiðsla Jórvíkur verður í hús-
næði leiguflugs við flugskýli númer
eitt við flugturninn í Reykjavík.
Flugfélagið Jórvík er með þessu að
efla rekstur sinn til að geta boðið við-
skiptavinum sínum víðtækari og öfl-
ugri þjónustu,“ segir í tilkynning-
unni.
Jórvík tekur
yfir flug-
rekstur LÍO
TVEIR grímuklæddir menn reyndu
að ræna pítsusendil í undirgöngum í
Seljahverfi í Breiðholti aðfaranótt
laugardags. Mennirnir ógnuðu
sendlinum með skrúflykli. Hann
kastaði í þá pítsunum sem hann hafði
meðferðis og tókst að koma sér und-
an mönnunum á hlaupum og síðan í
bíl. Hann sakaði ekki og tókst mönn-
unum ekki að ræna hann peningum.
Lögreglunni í Reykjavík hefur
ekki tekist að hafa hendur í hári
mannanna en talið er að um unga
menn sé að ræða.
Ekki liggur ljóst fyrir hvort árás-
armennirnir pöntuðu pítsurnar sjálf-
ir en pöntunin var gerð úr leyninúm-
eri.
Mjög fámennt var utandyra í mið-
borginni aðfaranótt laugardags og
heldur rólegt, að sögn lögreglu.
Nokkuð var um að ökumenn ækju
ölvaðir og voru t.d. sex staðnir að
slíku af lögreglunni í Reykjavík.
Reynt að
ræna
pítsusendil
FLUGFÉLAG Íslands mun ekki
hætta að fljúga til Hornafjarðar fyrr
en í lok október. Til stóð að hætta
þessu flugi í lok september.
Bæjaryfirvöld á Hornafirði höfðu
tjáð flugfélaginu áhyggjur sínar
vegna óvissu um þróun í flugi til
Hornafjarðar í kjölfar ákvörðunar
þess um að hætta flugi þangað í lok
septembermánaðar. Flugfélagið
ákvað að verða við áskorun bæjaryf-
irvalda á Hornafirði um að endur-
skoða ákvörðun sína og hefur því
frestað lokun flugleiðarinnar um
einn mánuð.
Flogið verður átta sinnum í viku á
leiðinni í október og mun afgreiðsla
Flugfélags Íslands því verða áfram
opin þann tíma.
Flogið verður
í október
Flug til Hafnar
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦