Morgunblaðið - 30.09.2001, Side 10

Morgunblaðið - 30.09.2001, Side 10
10 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Inngangur bráðamóttöku við Landspítala Hringbraut er bæði ætlaður starfsmönnum og sjúklingum. Við hlið inngangsins eru aðkoma sjúkrabíla, vörumóttaka og sorpgámar. Dönsku ráðgjafarnir taka þenn- an inngang sem dæmi um þá ringulreið sem ríki á spítalalóðinni við Hringbraut. Morgunblaðið/Ásdís FYRIR árslok verða lagðar fram tillög-ur um framtíðaruppbyggingu Land-spítala – háskólasjúkrahúss. Spítalinner stærsti vinnustaður landsins, meðhátt í fimm þúsund starfsmenn og þar stunda um 500 nemar í heilbrigðisgreinum nám á ári hverju. Flestir landsmenn eiga einhvern tímann á ævinni leið um ganga Landspítalans, t.d. koma nær sjö af hverjum tíu börnum sem fæðast á landinu í heiminn á fæðingardeildinni við Hringbraut. Síaukin starfsemi undanfarna áratugi, án þess að hægt væri í öllum tilfellum að ganga að sérhæfðu húsnæði vísu, hefur kall- að á ýmsar bráðabirgðalausnir. Sífellt er verið að breyta húsnæði og lagfæra til að leysa brýn- asta vandann, t.d. byggja smáhýsi fyrir rann- sóknarstofur á lóðinni við Hringbraut, setja nið- ur lausar stofur á lóðinni í Fossvogi fyrir skrifstofur lækna og svo mætti lengi telja. Nú er hins vegar lögð áhersla á að leysa þennan vanda til frambúðar, en þar eru ýmsir kostir. Nefnd undir forsæti Ingibjargar Pálmadótt- ur fyrrverandi heilbrigðisráðherra vinnur nú að tillögum um framtíðaruppbyggingu spítalans og byggir þar m.a. á ýmsum hugmyndum sem ráðgjafar heilbrigðisyfirvalda hafa mótað á undanförnum árum um sameiningu þeirrar starfsemi sem nú fer fram við Hringbraut og í Fossvogi, í kjölfar sameiningar sjúkrahúsanna á síðasta ári. Fjórir kostir Þeir kostir, sem litið hefur verið til vegna framtíðaruppbyggingar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH), eru fjórir. Sá fyrsti er að flytja alla meginstarfsemi að Hringbraut, en geðdeildir, endurhæfing o.fl. yrði í Fossvogi. Gera tillögur ráð fyrir að áfram megi nýta stærstan hluta bygginga við Hringbraut, ein- hverjar þarf að rífa og byggja nýjar á grunni þeirra, sem og að byggja nokkur ný hús á lóð- inni sem nú er sunnan Hringbrautar. Annar kosturinn er að byggja upp aðalspítala í Fossvogi, en hafa geðdeildir, endurhæfingu og skylda starfsemi við Hringbraut. Sjúkrahúsið í Fossvogi, sem margir nefna enn Borgarspítal- ann í daglegu tali þótt starfsemi sjúkrahúsanna hafi nú öll verið sameinuð undir heiti Landspít- ala – háskólasjúkrahúss, yrði nýtt áfram, en reisa þyrfti fleiri hús á lóðinni. Í Fossvogi er landrými nóg, en byggja þyrfti meira þar en við Hringbrautina. Þriðji kosturinn er að byggja nýtt aðalsjúkra- hús frá grunni á landi Vífilsstaða í Garðabæ. Þessi kostur þýðir að sjálfsögðu mestu upp- bygginguna, en ekki vantar landrýmið. Fjórði kosturinn, og sá sem hefur kannski minnst verið haldið á lofti, er að halda starfsemi áfram bæði við Hringbraut og í Fossvogi, en byggja upp á báðum stöðum til að hægt verði að ná fram sem mestri hagræðingu í rekstrinum. Sjúkrahúsin í Reykjavík, þ.e. ríkisspítalar og Sjúkrahús Reykjavíkur, voru sameinuð í mars á síðasta ári. Frá þeim tíma hafa komið upp fjöl- mörg álitamál, því misvel hefur gengið að færa starfsemi saman til að ná fram sem mestri hag- ræðingu. Fyrir skömmu samþykkti stjórnarnefnd Landspítalans tillögur framkvæmdastjórnar um sameiningu sérgreina og tilflutning deilda. Gert er ráð fyrir að sameiningu sérgreina verði að mestu lokið í árslok 2002. Ýmsar tilfæringar þarf að gera innan LSH á meðan á þessum breytingum stendur, jafnvel draga úr starfsemi tímabundið í sumum greinum, þar til þær kom- ast á ætlaðan stað. Með samþykkt stjórnarnefndarinnar er end- anlega ákveðið að næstu árin, eða þar til ætluð uppbygging LSH verður komin í gagnið, skipt- ist starfsemin sem hér segir: Í Fossvogi verður slysa- og bráðamóttaka, bæklunarskurðdeild, heila- og taugaskurðdeild, lýtalækningadeild, háls-, nef- og eyrnadeild, smitsjúkdómadeild, lungnadeild, taugadeild, almenn lyflækninga- deild og lítil barnadeild tengd sérgreinum á sjúkrahúsinu í Fossvogi. Við Hringbraut verður kvennadeild, barna- deild, geðdeild, þvagfæraskurðdeild, almenn skurðdeild, brjóstholsskurðdeild, augndeild, krabbameins- og blóðmeinadeild, hjartalyfja- deild, gigt- og nýrnasjúkdómadeild, almenn lyfjadeild og sú bráðamóttaka sem þarf fyrir sumar deildanna, t.d. barnadeild og kvenna- deild. Miklar tilfæringar Af yfirliti yfir sameiningu sérgreina er ljóst, að mikið verk verður að sameina þær. Sem dæmi má nefna að þrengt verður tímabundið að barnadeild við Hringbraut, því hún þarf að gefa eftir hluta af núverandi húsnæði sínu í maí á næsta ári. Það húsnæði verður tekið undir skurðdeild í september, að loknum endurbót- um. Hagur barnadeildarinnar vænkast svo um munar í nóvember á næsta ári, þegar hún verð- ur flutt í nýjan barnaspítala. Annað dæmi er af lungnadeild, sem nú er rekin í Vífilsstaðaspítala. Hún verður flutt í Fossvog í þremur áföngum, fyrst legudeildin í janúar nk., ný aðstaða starfsmanna verður tilbúin í mars og í apríl verður göngudeild lungna- og ofnæmislækninga komin í Fossvog- inn, í uppgert húsnæði þar. Þá flytjast taugalækningadeildir frá Hring- braut og Grensás í Fossvoginn í ágúst á næsta ári og um leið fær blóðskilunardeild við Hring- braut úrlausn sinna mála. Loks má svo nefna dæmi af skurðlækninga- sviði. Nú er hafin vinna við endurnýjun hús- næðis við Hringbraut og í janúar verður það tilbúið fyrir almenna skurðdeild. Þá flytur al- menna skurðdeildin frá Fossvogi að Hring- Tillögur danskra ráðgjafa um framtíðaruppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss Tillögur um framtíðaruppbyggingu Landspítala – háskóla- sjúkrahúss eiga að liggja fyrir í desember. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að helst sé litið til sjúkrahúslóðanna við Hringbraut, í Fossvogi og á Vífilsstöðum, en danskir ráðgjafar telji vænlegast að aðalspítali landsins verði í Fossvoginum. Meginstarfsemi LSH verði í Fossvogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.