Morgunblaðið - 30.09.2001, Side 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 15
OFNAR
BJÓÐUM ÝMSAR
GERÐIR AF OFNUM
TIL HÚSHITUNAR
FRÁ:
VEHA, BAUFA
SUPERIA OG FLEIRUM
Ofnasmiðjan
Flatahrauni 13
220 Hafnarfirði
Leitið tilboða
hjá okkur.
Sími 555-6100 Fax 555-6110
TVÆR konur, fyrrverandi for-
sætisráðherrar og svarnir óvinir,
berjast um völdin í þingkosningum
sem fram fara í Bangladesh á
morgun.
Hvernig sem kosningarnar fara
þykir ólíklegt að þær verði til þess
að lát verði á pólitísku ofbeldi og
allsherjarverkföllum sem hafa
grafið undan efnahagnum á síð-
ustu kjörtímabilum. Hvorug
kvennanna tveggja hefur lofað að
virða úrslit kosninganna.
Hasina Wajed, leiðtogi Awami-
sambandsins, og Khaleda Zia, leið-
togi Þjóðarflokks Bangladesh,
heilsast aldrei þá sjaldan þær hitt-
ast.
Hasina er 54 ára dóttir fyrsta
forseta landsins, Mujiburs Rahm-
ans, sem var ráðinn af dögum.
Hasina kennir fjölskyldu Zia um
morðið.
Zia er 56 ára ekkja Ziaurs
Rahmans, fyrrverandi forseta, sem
var myrtur í valdaráni árið 1981.
Hún telur að fjölskylda Hasina
hafi verið viðriðin morðið.
Talið er nánast öruggt að önnur
þessara kvenna gegni embætti for-
sætisráðherra eftir kosningarnar.
Þegar Zia var forsætisráðherra
á árunum 1991–96 stóð Hasina fyr-
ir allsherjarverkföllum og hætti
störfum á þinginu. Zia beitti síðan
sömu aðferð á síðasta kjörtímabili
þegar Hasina var við völd.
AP
Hasina Wajed, fyrrverandi for-
sætisráðherra Bangladesh (t.h.),
á kosningafundi í Dhaka með
systur sinni.
Bangladesh
Konur
berjast
um völdin
Dhaka. AP.
RITSTJÓRI dagblaðs í Egypta-
landi, sem birti frétt um meint
kynlífshneyksli í koptísku klaustri
sem varð kveikjan að ofbeldis-
fullum óeirðum og ól á ótta
kristna minnihlutans í landinu um
öryggi sitt, hefur verið dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir að grafa
undan almenningsöryggi.
Ritstjórinn, Madouh Mahran,
birti í júní síðastliðnum frétt sem
vakti gríðarlega athygli, en í
henni var því haldið fram að kopt-
ískur munkur hefði stundað kynlíf
með ungum konum í frægu
klaustri og beitt þær síðan fjár-
kúgun. Þúsundir koptísk-kristinna
Egypta efndu í kjölfarið til há-
værra götumótmæla og stjórn-
málaleiðtogar vöruðu við því að
deilur, sem blossuðu upp vegna
fréttarinnar, myndu geta kynt
undir trúarlegum ofsóknum.
Þegar fréttin birtist sögðu
kirkjuleiðtogar að maðurinn sem
samkvæmt henni var sagður hafa
gerzt sekur um hið ósiðlega at-
hæfi hefði áður verið rekinn úr
söfnuðinum. Neituðu þeir því al-
farið að nokkuð af því sem haldið
væri fram í fréttinni hefði gerzt í
klaustrinu, en það er talið vera
reist á þeim stað sem Jesús og
María dvöldu á um hálfs árs skeið
eftir að þau flúðu undan Heródusi
konungi til Egyptalands.
Ritstjóri dagblaðs í
Egyptalandi dæmdur