Morgunblaðið - 30.09.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.09.2001, Qupperneq 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVEÐIN kaldhæðni einkennir sýningu Guðrúnar Öyahals í Gall- eríi Man. Hún hefur safnað saman miklum fjölda brúðuhausa, handa og fóta, og fyllir nú heila sýningu með þessum einkennilegu líkams- pörtum. Í sumum tilvikum er hönd- um og fótleggjum troðið ofan í stöpla, en í lágmyndum og öðrum umfangsmiklum verkum er það dúkkuhausinn sem leikur aðalhlut- verkið. Það er alltaf einhver óhugnaður bundinn brúðum, að ekki sé talað um sundurhlutuð leikföng af því tagi. Þetta uppgötvuðu súrrealist- arnir og nýttu sér óspart, ýmist til að skapa tilfinningu hryllings eða ókennileika. Einhver hluti af barninu verður eftir í leikfangi þess um leið og leikfangið hermir eftir því. Notkun Braga Ásgeirssonar á fundnum brúðum í safnmyndum sínum og Magnúsar Tómassonar í dósamyndinni, þar sem brúðurnar standa fyrir börn í tómatsósu í stað sardína, er til marks um súrreal- íska meðgjöf þeirra. Kaliforníubú- inn Ed Kienholz var einnig mótaður af sömu hefð, sem rekja má til háa- loftsins og kjallarageymslunnar. Strendingar Guðrúnar þar sem dúkkuhausarnir tróna efst og neðst nálgast að að vera fetískir eða átrúnaðarkenndir. Hins vegar eru stöplarnir fyndnir og írónískir, þar sem axlarlausar vinstrihendur og mjaðmalausir hægrifætur – en svo kallar Guðrún verk sín – leika aðal- hlutverkið. Þeir sem ekki hafa þegar séð verk Guðrúnar í Galleríi Man ættu að bregða sér inn í verslunina til að sjá sýninguna. Nöfn verkanna benda til gálgafyndni og léttrar ádeilu, ámóta þeirri sem skáld og listamenn höfðu uppi á gotnesku öldinni og endurreisnartímanum, þegar þeir vildu koma aftan að áhorfandanum svo honum svelgdist á af hlátri eða skelfingu. Þessi tví- ræðni, fyndni og hryllings, er aðal- einkennið á sýningu Guðrúnar Öyahals í Galleríi Man. Frá sýningu Guðrúnar Öyahals í Galleríi Man. Brúðu- vara- hlutir MYNDLIST G a l l e r í M a n Til 30. september. Opið virka daga frá kl. 10–18, laugardaga frá kl. 11–18 og sunnudaga frá kl. 14–18. BLÖNDUÐ TÆKNI GUÐRÚN ÖYAHALS Halldór Björn Runólfsson Þ AÐ ER ómögulegt að spá nokkru um það hvaða áhrif hryðju- verkin í Bandaríkj- unum ellefta sept- ember síðastliðinn muni hafa á listheiminn og list- sköpun yfirleitt. Svo mikið er víst að í New York, sem er einn helsti suðupottur listalífs heimsins, vék listin síðustu vikurnar fyrir upp- lifun blákalds raunveruleika voða- verkanna. Þegar ég kom við í Museum of Modern Art við 53. stræti á fimmtudaginn í síðustu viku, þá brá mér að sjá hversu fáir gestirnir voru. Í forsalnum spegluðust þeir í verki Ólafs Elíasson- ar, sem unnið er sér- staklega á gluggana sem snúa út í skúlpt- úrgarðinn, þar sem byggingarfram- kvæmdir standa nú yfir. Í sölum þar sem alltaf hefur verið stöðugt rennsli af fólki voru nú nokkrar hræður. Enginn var í salnum með Dömunum frá Avignon eftir Picasso og einn maður sat grafkyrr á bekk og starði inn í tröll- vaxið expressjónískt málverk Pollocks með lit- slettum; táknmynd af heimi í upplausn. Aðrir lifandi voru ekki í sjónmáli en Marilyn Monroe brosti lokkandi í gylltu málverki Warhols. Skúlptúristinn Richard Serra, sem skapaði súluverkið í Viðey, býr við Duane stræti á Manhattan rétt hjá rústum World Trade Cent- er. Í samtali við New York Times sagði Serra að hann og kona sín hafi ekki yfirgefið húsið eftir hryðjuverkin, þar sem það sé einfaldlega heimili þeirra. „Þú bara heldur áfram að gera það sem þú gerir venjulega,“ sagði hann. „Fólk hættir lífi sínu þarna niður frá. Að sjá fólk falla af þessum byggingum eins og fjaðrir, að sjá slökkviliðsmennina marsera inn og vita að þeir myndu ekki marsera út – þú reynir að halda áfram að lifa þínu lífi, að koma þér aftur í gang. Annars sigra þeir þig í tvígang.“ Málarinn Elizabeth Murray býreinnig við Duane stræti og í greinsem hún skrifaði í sama dagblaðum lífið og listina, segir hún að þegar atburðirnir gerðust hafi henni fundist listsköpun sín lítilfjörleg; „hvernig gæti það að finna jafnvægi forma með línu og litum haft nokkra merkingu eða skipt einhver máli,“ spurði hún sig. Daginn eftir neyddi hún sig til að fara í vinnustofuna og vinna. „Því það er það sem ég geri og allt sem ég get gert. Ég vann án ljóss – aðeins dagsbirtan og reykurinn komust inn um glugga vinnustofunnar – þar til ég var hætt að sjá til... og mér fannst ég vera óum- ræðilega heppin að geta verið í vinnustofunni við að finna jafnvægi forma með línu og litum.“ Murray segir frá því að hún hafi hitt tvo vini sína úti á götu og þeir hafi verið að ræða um sýningu sem var að opna í sýningarsal í Chelsea; ljósmyndir sem sýna líkön af fólki hoppa fram af húsum. Annar taldi myndefnið særandi. Hinn sagði: „Verkin eru þarna; þau voru gerð á undan öllu þessu. Þau eru til.“ Því er spáð að það hægi í einhvern tíma á listalífinu, kaupendur haldi að sér höndum og aðsókn kunni að minnka á listviðburði. Og þeg- ar eru farnar að heyrast frásagnir af keðju- verkun hryðjuverkanna; hætt er við leiksýn- ingar og söngleiki og við það missa leikarar og tónlistarmenn atvinnuna. Athyglisvert verður að sjá viðbrögð lista- manna á næstu misserum, hvert sem formið verður sem þeir vinna í. Vissulega er líklegt að hluti þeirrar listar, svo ég tali ekki um í New York, verði dæmd af mörgum sem kjánaleg eða marklaus. Nú fylgist fólk grannt með frétt- um og það nýtti listakonan Yoko Ono sér síð- astliðinn sunnudag þegar hún keypti heilsíðu auglýsingu í New York Times og birti einfald- lega eina línu úr texta eiginmanns síns heitins, John Lennons, Imagine: Imagine all the people living life in peace. Og talsmaður Ono segir að á næstunni verði komið fyrir stóreflis veggspjaldi á Times Square, einnig með til- vitnun í Lennon: Give peace a chance. Einföld leið, kostnaðarsöm að vísu, til að koma skila- boðum til fjöldans. Fólk sem hefur atvinnu af því að skrifa um sjónlistir vestra, hefur síðustu daga verið að velta fyrir sér hvað muni gerast. Menn hafa bent á að list með pólitískum undirtónum geti orðið yfirgnæfandi, rétt eins og átti sér stað þegar eyðnivandamálið braust fram. Og list sem fólk átti erfitt að tengja sig við eða skilja fyrir hryðjuverkin, getur skyndilega verið hlaðin merkingu. Ferskt myndefni og stíl- brögð verða áberandi í ljósi atburðanna. Ein af þeim sýningum sem mikið hefurverið rætt um vestra er á verkum ungsÞjóðverja, Christoph Draeger, í Roebling Hall í Williamsburg – en ljósmyndarinn Spessi er einn af listamönn- unum sem sýningarsalurinn sýnir reglulega verk eftir. Efniviður verka Draegers er slys- farir og ofbeldi. Á síðasta áratug heimsótti hann staði þar sem flugvélar höfðu farist og sprengjur sprungið og byggði síðan nákvæm líkön af stöðunum. Hann er heillaður af eyð- ingu; ófyrirsjánlegri birtingarmyndinni og gægjufíkninni sem hún vekur upp í fólki. Eitt myndbandaverka hans heitir „Crash“ og er gert úr fréttaskotum, upptökum áhugamanna og myndskeiðum úr kvikmyndum þar sem sjást árekstrar fljúgandi flugvéla, síend- urteknir. Kunnugir segja að áhrifin séu ekki ósvipuð endalausum endursýningunum af árekstri flugvélanna við Tvíburaturnana í New York. Og gagnrýnendur segja að fyrir þá sem sáu turnana hrynja, geti upplifunin af verki Draegers í Roebling Hall haft óþægilegan end- uróm. Gagnrýnandi New York Times, Holland Cotter, lýsir sýninguninni þannig að í rýminu miðju sé brunnið hjólhýsi og minni það óhugn- anlega á ónýta bílana sem svo nýlega stóðu á götum neðarlega á Manhattan. Myndband sem sýnt er inni í hjólhýsinu segir stutta en rudda- lega sögu: ung kona vaknar í hjólhýsinu, drekkur sig fulla, verður óð og kveikir í sjálfri sér. Lokasenunni, skoti af hjólhýsinu að fuðra upp, er varpað á vegg í sýningarsalanum. Allt var þetta sett saman fyrir mörgum mánuðum en tíminn hefur tengt sig á áhrifa- mikinn hátt við verkið. Listin og lífið hafa mæst á óvæntan hátt. En listin getur bent á út- gönguleiðir sem raunveruleikinn býr ekki endilega yfir. Þannig leiðir Draeger áhorf- endur sínar frá eyðingunni með því að varpa á þrjá veggi rýmisins myndum af grænum þykk- um regnskógi; líf í paradís fyrir þá sem rísa úr öskunni. Þótt það verði forvitnilegt að sjá hverniglistamenn bregðast við þessum ósköp-um öllum, og hver birtingarmyndþeirra verður í hinum ýmsu miðlum, þá er erfitt að sjá að aðrir miðlar geti skákað áhrifamætti ljósmynda hvað varðar tákn- myndir atburðanna í New York og Wash- ington. Þegar virðast nokkrar ljósmyndir vera farnar að lifa sjálfstæðu lífi sem síendurteknar heimildir. Oft eru þetta táknrænar myndir, sem kallast á við eldri verk. Þannig hefur verið athyglisvert að sjá notkun heimspressunnar á mynd eftir AP ljósmyndarann Thomas E. Franklin, af þremur rykugum slökkviliðs- mönnum draga bandaríska fánann að húni í rústahaugnum. Í hugum milljóna manna kall- ast hún á við ljósmynd Joe Rosenthals af bandarískum hermönnum hefja upp banda- ríska fánanna á eyjunni Iwo Jima; mynd sem hefur verið sögð fölsuð og gagnrýnd sem slík í meira en fimmtíu ár – þótt ljósmyndarinn hafi einungis beðið herflokkinn að taka með sér fána á lengri stöng en þeir ætluðu upphaflega. Þessi mynd stendur fyrir fórnina en jafnframt hetjuskap slökkviliðsmanna sem fórust við að reyna að bjarga fólki í turnunum. Þá er hún upphafning á bandaríska fánanum, en athygl- isvert er að sjá hvernig þjóðin notar hann sem sameiningartákn á þessum erfiðu stundum. Svo virðist sem fleiri ljósmyndir eigi mögu- leika á að komast í flokk sígildra mynda, en hverjar þær nákvæmlega verða mun tíminn einn geta leitt í ljós; rétt eins og með eftirmál atburðanna sjálfra. Táknmyndir hryðjuverka Morgunblaðið/Einar Falur Horft í málverk eftir Jackson Pollock í Nú- tímalistasafninu í New York. AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is AP Slökkviliðsmenn draga bandaríska fánann að húni í rúst Tvíburaturnanna, síðdegis 11. september. Ljósmynd eftir Thomas E. Franklin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.