Morgunblaðið - 30.09.2001, Side 17

Morgunblaðið - 30.09.2001, Side 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 17 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar feg- urstu borgar Evrópu á frábærum kjörum. Allar ferðir í október eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin þann 8. og 15. október á einstökum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 16.850 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 33.700/2 = 16.850.- Skattar kr. 2.870, ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald, kr. 1.800. Verð hótela: Verð á mann Hotel Korunek – 3 stjörnur, kr. 3.890 nóttin í tveggja manna herbergi. Quality – 3 stjörnur, kr. 3.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Expo – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Síðustu sætin til Prag í október 2 fyrir 1 til Prag 8. eða 15. október frá kr. 16.850 MISJAFNT hafast arkitektar heimsins að á þessum degi. Sums staðar eru teiknistofur almennt opn- ar, fólk kemur í heimsókn, sumir til að fá góð ráð um hús sín og híbýli, aðrir til að ræða skipulagsmál lands og bæja eins og t.d. í Finnlandi, í öðrum löndum skrifa aðrir lista- menn, rithöfundar og skáld um arki- tektúrinn og e.t.v. umhverfismálin í leiðinni. Í sumum löndum er boðið upp á skoðunarferðir um merkileg mann- virki, gömul og ný, með leiðsögn og skemmtilegheitum. Sums staðar eru haldnar ráðstefnur og fundir og í enn öðrum löndum setja arkitektar upp sparislaufuna og fara út til að dást að verkum sínum og e.t.v. láta dást að sér. Staða byggingarlistarinnar í heiminum í dag er margþætt eins og lýsingin hér að framan ber með sér. Sums staðar er hún sjálfsagður hluti af umhverfi fólks eins og veðurfræð- in, siglingarnar eða mjólkin í búð- inni. Engum dettur í hug að sigla án skipstjóra eða fljúga án veðurkorta eða borða grautinn þurran. Bygg- ingarlistin er þar hluti af daglegu lífi og arkitektinn jafnsjálfsagður og mjólkurfræðingurinn til að lífið verði gott og heilbrigt. Annars staðar er byggingarlistin hluti af menningararfinum, eða rétt- ara sagt Menningararfinum, því sem haldið er til haga á tyllidögum, tekn- ar eru skóflustungur að og gengið er um á sokkaleistunum. Eins er til í því að byggingarlistin sé sjaldséð, hún sé eins og forn minning eða sögusögn eða ókunnur gestur, sé til í minningu þjóðar og utan seilingar eða jafnvel rústir einar og varla við- eigandi að nefna hana á nafn. Að hluta til á þetta allt við í okkar litla samfélagi hér, þar sem allt er til, sumt í ofgnótt, sumt aðeins til sparinota. En hún er alls staðar og allt um kring, horfi maður, hlusti maður, finni maður og virði maður, þá má rekja spor byggingarlistar- innar. Hún ljær tónlistinni hljóminn, hún ljær litnum ljósið og blæinn, hún færir leikaranum rýmið, hún færir höfundunum (ein)rúmið. Hún myndar göturýmin og torgin, garðana og gróðurinn, andrýmið og þrengslin. Hún skapar reiðu þar sem óreiðan annars ríkti, og svolitla óreiðu þar sem hennar er þörf. Hún skapar öðrum skilyrðin, hún veitir þeim aðhald og frelsi og hún vill helst eiga síðasta orðið. Hún er móðir listanna, hún ann börnunum sínum og vill þeim allt hið besta og hana ber að virða sem slíka. Samkeppni um stækkun Laugalækjarskóla í september 2000. Alþjóðlegur dagur byggingarlistarinnar Höfundur er formaður Arkitekta- félags Íslands. Staða byggingarlistarinnar í heiminum í dag er margþætt, segir Stefán Örn Stefánsson, en alþjóðlegur dagur bygg- ingarlistarinnar er á morgun. Byggðasafn Hafnarfjarðar, Smiðjan Sýningunni Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í Jórvík lýkur í dag. Hluti af kumli og haugfé sem fannst á Hafurbjarnarstöðum á Reykjanesi árið 1868 verður til sýnis í Smiðjunni um þessa helgi. Listasalurinn Man Sýningu Guðrúnar Öyahals, Mjaðmarlaus hægri fótur, lýkur í dag. Sýningin er opin kl. 14-18. GUK, Selfossi Sýning Hildar Jónsdóttur í GUK verður opin í síðasta sinn í dag kl. 16- 18, að staðartíma. GUK hefur aðsetur í garðinum við Ártún 3 á Selfossi, í útihúsi við Kirkebakken 1 í Lejre í Danmörku og í eldhúsi í Callinstrasse 8 í Hann- over í Þýskalandi. Trjásafn Hallormsstaðaskógar Sýningu fimmtán myndlistar- manna úr FÍM lýkur á mánudag. Sýningarlok TRÍÓ Björns Thoroddsens leikur djass á Café Ozio í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 21.30. Auk Björns, sem leikur á gítar, eru í tríóinu þeir Jón Rafnsson á kontrabassa og Ingvi Rafn Ingvason á trommur. Djass á Ozio FIMM menningarnámskeið hefjast í næstu viku hjá Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands. Á mánudag hefst námskeiðið Íslenskar sjálfsævi- sögur. Kennarar eru Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur og gestafyrirlesarar sem ræða um rann- sóknir sínar á sjálfsævisögum. Námskeið um Eyfirðinga sögur hefjast líka á mánudag. Eyfirðinga- sögur eru þrjár: Víga-Glúms saga, Svarfdæla saga og Valla-Ljóts saga. Fimm Íslendingaþættir teljast til Ey- firðinga sagna og tengjast sumir þeirra fyrrnefndum sögum. Kennari er Jón Böðvarsson cand.mag. Þá hefst námskeiðið Úr smiðju Gunnlaugs Schevings á þriðjudag. Kennarar eru Gunnar Árnason heim- spekingur, Guðbergur Bergsson rit- höfundur, Viktor Smári Sæmundsson forvörður, Júlíanna Gottskálksdóttir listfræðingur og Ólafur Kvaran for- stöðumaður Listasafns Íslands, en námskeiðið er haldið í samvinnu við listasafnið. Markmiðið er að gefa skýra mynd af listferli Gunnlaugs Schevings en yfirlitssýning á verkum hans verður opnuð í Listasafni Ís- lands 20. október. Námskeið um Sturlunga hefst á miðvikudag. Reynt verður að spanna tímabilið 1183-1238. Kennarar eru Magnús Jónsson og Jón Böðvarsson cand. mag. Námskeiðið Fjórar ýkjusögur: Flóamanna saga, Gunnars saga Keldugnúpsfífls, Bárðar saga og Krókarefs saga, hefst á fimmtudag. Kennari er Jón Böðvarsson cand.mag. Námskeiðin um Íslendingasögurn- ar eru haldin í samstarfi við tóm- stundaskólann Mími. Menningarnám- skeið hjá Endur- menntunarstofnun ♦ ♦ ♦ Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.