Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Kristinn
ÞÓTT framburður barna,sem hafa orðið fyrir kyn-ferðisofbeldi sé í heildskýr og nákvæmur þegarmál þeirra koma fyrir dóm
og þau gefi greinagóða lýsingu á at-
burði má framburður barns sín lítils
gegn staðfastri neitun sakbornings
og oftast er einungis dæmt fyrir þau
atriði sem sakborningur játar á sig.
Þetta er ein af nokkrum athygl-
isverðum niðurstöðum sem koma
fram í nýrri rannsókn þar sem kann-
aður er framburður 60 barna sem
komu í Barnahús vegna lögreglu-
rannsóknar á árinu 1999 þar sem
grunur var um að þau hefðu orðið
fyrir kynferðislegri áreitni.
Markmiðið með rannsókninni var
að athuga eðli þessara mála og fram-
gang þeirra í refsivörslukerfinu.
Einnig hvort framburður barnanna
sé tekinn gildur og skilaði sér inn í
orðalag ákæru og niðurstöðu dóms
og hvort ákært væri fyrir sama al-
varleika brots og barn tilgreindi í
framburði sínum.
Rannsóknin er liður í BA-ritgerð
þeirra Jóhönnu Kristínar Jónsdóttur
og Þorbjargar Sveinsdóttur í sál-
fræði við félagsvísindadeild HÍ.
Rannsóknin fór meðal annars
þannig fram að þær horfðu á mynd-
bandsupptökur af rannsóknarviðtöl-
um sem tekin voru við börnin í
Barnahúsi.
Viðtölin, sem hér um ræðir, eru að
sögn þeirra Jóhönnu og Þorbjargar
alþjóðleg aðferð til að tala við börn
sem hafa orðið fyrir kynferðislegu of-
beldi og þykja mjög góð til að fá fram
trúverðugan og greinargóðan fram-
burð. Þau eru síðan notuð sem sönn-
unargagn ef ákært er í málinu og það
fer fyrir dóm.
Hundruð tilkynninga
berast árlega
Samhliða því að horfa á viðtölin við
börnin fylltu þær inn í gátlista ýmis
atriði sem máli skiptu til dæmis varð-
andi aldur og tengsl geranda og þol-
anda og atriði er varða þroska og
hugtakaskilning barna, framburð
barnsins og fleira. Framburður
barnanna var kannaður svo og eðli
málanna og lyktir þeirra.
Eins og kemur fram í ritgerðinni
berast barnaverndaryfirvöldum á Ís-
landi árlega hundruð tilkynninga
vegna gruns um að barn hafi sætt
kynferðisofbeldi. Allar tilkynningar
af þessu tagi eru teknar alvarlega og
er það skylda barnaverndarnefnda
að setja af stað frumkönnun í hverju
máli fyrir sig. Í þeim tilvikum þar
sem frumkönnun styður grunsemdir
frekar er barn sent í rannsóknarvið-
tal sem þá er liður í lögreglurann-
sókn.
Börnin sem hér um ræðir voru
flest á aldrinum 6–9 ára. Af þessum
60 börnum greindu 45 þeirra frá því
að þau hefðu verið beitt kynferðisof-
beldi, en 12 börn neituðu að hafa orð-
ið fyrir slíku og 1 barn dró uppruna-
legan framburð sinn til baka, 2 börn
komu með ranga ásökun. Algengara
var að yngri börnin neituðu að hafa
orðið fyrir kynferðisofbeldi þegar
þau voru spurð í Barnahúsi. Í þeim
tilvikum höfðu grunsemdir vaknað á
annan hátt en að barn hafði sagt frá
til dæmis vegna hegðunarbreytinga
eða að komið var að börnum í grófum
kynferðisleikjum með jafnöldrum.
Hversu áreiðanlegur er
vitnisburður barna?
Að sögn Jóhönnu Kristínar og
Þorbjargar hefur athygli manna
beinst í auknum mæli að börnum sem
þolendum í kynferðisbrotamálum og
stöðu þeirra í réttarvörslukerfinu.
„Réttarvörslukerfinu er ætlað að
bera hag þessara barna fyrir brjósti
og vernda hagsmuni þeirra en
reynslan hefur sýnt að á því eru mikl-
ar brotalamir,“ segir Þorbjörg. „Það
heyrir til undantekninga að einhver
vitni séu til staðar þegar kynferðis-
brot eru framin. Vegna þessa er
barnið oft eitt til frásagnar um at-
burðinn. Einnig eru ummerki fljót að
gróa og ólíklegt að læknisskoðun
leiði í ljós sönnun um að kynferðisof-
beldi hafi átt sér stað. Mál sem fer
fyrir dómstóla hvílir því nær undan-
tekningalaust á vitnisburði barnsins
þar sem önnur sönnunargögn skortir
oft. Þetta vekur upp spurningar um
hversu áreiðanlegur vitnisburður
barnsins er og hvort að treysta megi
því að það segi satt og rétt frá.“
Í ritgerðinni er rætt um áreiðan-
leika vitnisburðar barna. Þar kemur
meðal annars fram að á síðustu 10–15
árum hefur fagleg umræða í Banda-
ríkjunum um getu barna til að bera
vitni skipst í tvö horn. Annars vegar
halda fagaðilar því fram að börn ljúgi
ekki og þeim beri að trúa og hins veg-
ar þeir sem segja að börn séu mjög
sefnæm og taka beri vitnisburði
þeirra með fyrirvara. Segir að taka
megi mið af báðum þessum fylking-
um að einhverju leyti því rannsóknir
hafi sýnt misvísandi niðurstöður þeg-
ar kemur að áreiðanleika vitnisburð-
ar barna.
Nýjustu rannsóknir einskorðast á
hinn bóginn ekki við hvort börn séu
sefnæm heldur undir hvaða kring-
umstæðum þau séu það. Rannsókn-
arviðtalið, segja þær, er hannað með
það í huga að minnka áhrif þeirra
þátta sem geta leitt til sefnæmis hjá
börnum.
Mikilvægt að rétt sé staðið
að rannsóknarviðtalinu
Það kemur fram í máli þeirra Jó-
hönnu Kristínar og Þorbjargar að
hin síðari ár hafi athygli manna
beinst í meira mæli að þeirri viðtals-
tækni sem stuðst er við þegar tekin
eru viðtöl við börnin. „Nýlegar rann-
sóknir sýna að hér getur verið um
vandmeðfarnasta og viðkvæmasta
hluta málsins að ræða. Ekki síst
vegna þess að framburður barna er
oftar en ekki það eina sem unnt er að
byggja framhald máls og lyktir á,“
segir Jóhanna Kristín. „Rannsóknir
sýna að læknisfræðileg sönnun er að-
eins fyrir hendi í innan við 10% mála
og vitnum er sjaldan til að dreifa. Það
er því mikilvægt að sá aðili sem tekur
rannsóknarviðtal við barnið búi yfir
sérhæfðri þekkingu og reynslu á því
sviði.„Talið er að fá megi skýra frá-
sögn frá barni í viðtölum sem sér-
fræðingur annast við aðstæður sem
mæta þörfum barnsins að fullu.“
Ekki verður hér farið nákvæmlega
út í það hvernig þessi viðtöl fara fram
en eins og kemur fram í ritgerðinni
er lögð áhersla á að kanna þroska
barnsins og skilning þess á hugtök-
um. Barnið er beðið að koma með al-
menna frásögn af hlutlausum atburð-
um í lífi sínu. Því næst er umræða um
hugsanlegt kynferðisofbeldi opnuð
og barninu gerð grein fyrir því að
óhætt sé að segja frá. Þegar barn
hefur sagt að kynferðisofbeldi hafi
átt sér stað er það hvatt til að koma
Trúverðug en ekki treyst
Brotalamir eru í refsi-
vörslukerfinu gagnvart
börnum sem hafa orðið
fyrir kynferðisofbeldi.
Trúverðugleiki þeirra er
dreginn í efa fyrir dóm-
stólum, jafnvel þótt
mjög vel sé staðið að
rannsókn málsins og
viðtali við barnið.
Dómar fyrir kynferð-
isafbrot gegn börnum
eru mjög vægir. Hildur
Einarsdóttir kynnti sér
niðurstöður nýrrar
rannsóknar og ræddi
við rannsakendurna og
fagfólk sem kemur að
þessum málum.
Í RITGERÐ þeirra Jóhönnu
Kristínar Jónsdóttur og Þor-
bjargar Sveinsdóttur kemur fram
gagnrýni á refsivörslukerfið þeg-
ar börn sem orðið hafa fyrir kyn-
ferðisofbeldi eiga í hlut og rétt-
indi þeirra ekki talin tryggð sem
skyldi. Hjörtur O. Aðalsteinsson,
héraðsdómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur var beðinn að segja
álit sitt á nokkrum þessara atriða.
Eitt þeirra var að þótt fram-
burður barna sem hafa orðið fyr-
ir kynferðislegu ofbeldi sé í heild
skýr og nákvæmur þegar mál
þeirra koma fyrir dóm og þau
gefi greinargóða lýsingu á at-
burði má framburður barns sín
lítils gegn staðfastri neitun sak-
bornings og er oftast einungis
dæmt fyrir þau atriði sem sak-
borningur játar á sig. Hvernig
stendur á þessu?
„Meginreglan er sú að sakborn-
ingur er saklaus uns sekt hans er
sönnuð. Það er hlutverk ákæru-
valdsins að sanna sektina. Síðan
er ákvæði um það að allan vafa
skuli skýra sakborningi í hag.
Þetta er regla sem gildir í öllum
sakamálum. Framburður barns-
ins er metinn af þremur héraðs-
dómurum sem skoða framburð
þess af myndbandi eða þeir hlusta
sjálfir á barnið. Síðan er málið
vegið og metið eftir því sem kom-
ið hefur fram í málinu.“
Hver er skoðun þín á rannsókn-
arviðtölunum sem fara fram í
Barnahúsi?
„Ég er einn af fjórum í dóm-
arahópi sem tekur skýrslu af
brotaþola í málum sem þessum.
Skýrslutakan fer annað hvort
fram niður í héraðsdómi í sér-
útbúnu húsnæði þar eða í Barna-
húsi. Ég held að meginreglan sé
sú að yngstu börnin eru yfirheyrð
í Barnahúsi en
það er þó mis-
jafnt eftir dóm-
urum. Yf-
irheyrslan fer
alltaf fram
undir stjórn
dómara, hvort
sem hann ann-
ast yfirheyrsl-
una sjálfur eða
lætur sér-
fræðing um það.
Sá sem spyr barnið er einn með
því í herbergi en aðrir fylgjast
með, í Barnahúsi af sjónvarpsskjá
og í Dómhúsinu í gegnum gler.
Ég reyni að fara í Barnahús
vegna þess að ég hef góða reynslu
af sérfræðingum í Barnahúsi og
treysti þeim fyllilega til að annast
yfirheyrsluna. Þetta er mín per-
sónulega skoðun en ef þú talar
við einhvern annan dómara getur
hann verið á annarri skoðun hvað
þetta varðar.“
Þegar verið er að meta trú-
verðugleika framburðar barna
finnst þér að eigi að gilda sömu
viðmið og þegar fullorðinn á í
hlut?
„Það má deila um það í hverju
máli fyrir sig. Ég tel að það mætti
leggja fyrir dóminn sérfræðiálit,
þ.e. mat á hversu trúverðugur
framburður barnsins er svo dóm-
arar hafi eitthvað til að styðjast
við í þessum málum.“
Hvers vegna telur þú að ger-
endurnir gangist ekki við nema
hluta brotanna og þá við þeim
sem eru veigaminni eins og kem-
ur fram í rannsókninni?
„Sakborningar í þessum málum
sem öðrum játa ekki nema það
allra nauðsynlegasta. Ef eitthvað
er alveg borðliggjandi og hægt er
að færa sönnur fyrir brotinu þá
játa sakborningarnir. Ef orð
stendur gegn orði þá er freistandi
að neita til að sleppa.“
Hvers vegna eru dómar í kyn-
ferðisofbeldismálum jafn vægir
og raun ber vitni og miskabætur
lágar?
„Ef maður er sakfelldur fyrir
vægara tilvik en hann var í upp-
hafi ákærður fyrir er það skýring
á vægum dómi. Segja má að dóm-
ar séu að sumra áliti vægir fyrir
kynferðisbrot.“
Nú er í lögunum heimild til
strangari viðurlaga. Hvers vegna
er þeim ekki beitt?
„Það er rétt að þessum há-
marks refsiramma er ekki mikið
beitt í málum sem þessum.“
Er einhver skýring á því?
„Nei, ég hef hana ekki að öðru
leyti en því að sú hefð hefur skap-
ast með dómum í gegnum árin að
hafa refsingar vægar í þessum
málum. Ég skoðaði árið 1994
dóma í málum barna sem höfðu
orðið fyrir kynferðisofbeldi á
Norðurlöndunum og birt var
grein um það í tímariti lögfræð-
inga. Kom í ljós að þeirri athugun
lokinni að refsingar á Íslandi og
hinum Norðurlöndunum eru sam-
bærilegar.“
Hefðin
skýrir
vægar
refsingar
Hjörtur
Aðalsteinsson
22 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ