Morgunblaðið - 30.09.2001, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 25
Eftirmenntunarnámskeið
Undanfari: Fornám í Kvikmyndaskóla Íslands eða reynsla í
kvikmyndagerð.
Kvikmyndataka 1
Kvikmyndataka í myndveri. Nemendur þjálfaðir í upptökuvinnu
í myndveri.
Kvikmyndataka 2
Tæknileg umfjöllun um mismunandi upptökutækni, DV, SP
beta, Digi beta. Mismunandi vélar þaulskoðaðar og reyndar.
Kvikmyndataka 3
Filma og filmuvinnsla. Mismunandi tegundir og eiginleikar.
Ljósmælingar og lýsing. Skoðun og prófun á mismunandi
vélum.
Kvikmyndataka 4
Aðstoðartökumenn. Sérþjálfun í starf 1. aðstoðartökumanns
(focus puller) og 2. aðstoðartökumanns (clapper/loader).
Kvikmyndataka 5
Lýsing í bíómyndum. Lampabúnaður, tæki og gripbúnaður.
Verklegar æfingar.
Klipping 1
Grunnkennsla á Avid klippiforritið.
Klipping 2
Framhaldsnámskeið í notkun á Avid klippiforritinu.
Klipping 3
Frekari þjálfun í klippivinnslu. Ýmis hjálparforrit.
Handrit 1
Byrjendanámskeið. Fjallað um ýmis grundvallaratriði í vinnslu
og uppsetningu á kvikmyndahandritum.
Hljóðvinnsla 1
Hljóðupptökur og eftirvinnsla. Tæki og tækni. Fræðileg umfjöllun
og verklegar æfingar.
Framleiðsla 1
Þáttagerð í sjónvarpi. Fjallað um hlutverk og starf
framleiðandans í vinnslu á sjónvarpsefni.
Framleiðsla 2
Framleiðsla bíómynda. Fjallað um hlutverk og starf
framleiðandans í vinnslu á bíómyndum.
Námskeið fyrir fyrirtæki
og sérhæfða hópa
Námstækni fyrir starfandi kennara
Kvikmyndir í kennslu 1
Fjallað um hvernig beita má kvikmyndum í kennslu á
áhrifaríkan hátt.
Kvikmyndir í kennslu 2
Hvernig stýra má kvikmyndagerð nemenda.
Námskeið fyrir markaðs- og kynningarstjóra
Hámarksárangur í myndmiðlum
Auglýsingar, framkoma í fjölmiðlum, mismunandi miðlar:
sjónvarp, margmiðlun, kvikmyndahús.
Námskeið fyrir fræðafólk
Miðlun fræða.1
Hvernig beita má kvikmyndum og margmiðlun við framsetningu
fræðiefnis. Umfjöllun um vinnsluaðferðir og framsetningu.
Miðlun fræða 2
Verkleg kennsla í beitingu þeirrar tækni sem notuð er við gerð
myndefnis.
Námskeið fyrir almenning
Kvikmyndagerð fyrir unglinga
Kennsla í kvikmyndagerð fyrir unglinga: gerð stuttmynda.
Vinnsla fjölskyldumynda
Hvernig hægt er að fullvinna myndir í heimilistölvunni. Upptökur,
klipping, hljóðsetning, titlar.
Skráning og nánari upplýsingar
í síma 588 2720
Kvikmyndaskóli Íslands
Skúlagötu 51, 101 Reykjavík
kvikmyndaskoli@kvikmyndaskoli.is
Skráning í Fornám á vorönn hafin
Ókeypis kvikmyndasýningar
– meistararnir skoðaðir
Kvikmyndaskóli Íslands býður ungum kvikmyndaáhugamönnum
á kvikmyndasýningar á sunnudagskvöldum í vetur. Fjallað
verður um gömlu meistarana og ýmsar myndir sýndar.
Luis Buñuel og Rainer Werner Fassbinder verða til skoðunar
í október og nóvember.
LEIKLISTARSKÓLI
Borgarleikhússins og Kvikmyndaskóla Íslands
Við óskum þeim hundruðum barna og unglinga sem sóttu
skólann í sumar til hamingju með frábæran árangur. Þau sem
ekki hafa enn sótt myndbandsspólurnar sínar geta nálgast þær
hjá Kvikmyndaskólanum.
NÚ hinn 2. október eru
liðin hundrað ár síðan
Ársæll Jónasson fædd-
ist, en föstudaginn 16.
janúar árið 1998 fór
fram afhending fyrstu
styrkja úr Minningar-
sjóði Ársæls Jónasson-
ar. Í erfðaskrá Ársæls
voru fyrirmæli um að
eftirlátnar eigur hans
skyldu renna í minn-
ingarsjóð sem bæri
nafn hans og er tilgang-
ur sjóðsins að styrkja
menningar- og mann-
úðarstarfsemi sem Ár-
sæli var hugleikin.
Helmingi af árlegum tekjum sjóðs-
ins skyldi varið til að styrkja björg-
unarsveit Slysavarnafélags Íslands
til kaupa á björgunartækjum og
Ferðafélag Íslands til að stuðla að
heilbrigðu útilífi almennings. Farið
hafa fram þrjár úthlutanir úr þess-
um minningarsjóði, síðast nú í ár.
Ársæll á að ýmsu leyti óvenjulega
sögu. Hann eignaðist m.a. herskip.
„Þann 11. apríl 1968 birti Magnús
Finnsson á bls. 6 í Morgunblaðinu
merkilega grein um tundurspillinn
Skeena sem strandaði í Viðey. Ár-
sæll Jónasson kafari keypti flakið af
tundurspillinum og er það í eina
skiptið sem nokkur einstaklingur í
heiminum hefur verið skrifaður fyrir
herskipi. Þetta kom í Jyllandspóst-
inum og þótt mikil frétt,“ sagði
Hilmar Foss löggiltur skjalaþýðandi
sem var góður vinur og samstarfs-
maður Ársæls. „Ég
kynntist Ársæli þegar
ég kom heim á stríðs-
árunum frá Bretlandi
1942. Hann hafði þá
verið erlendis í par ára-
tugi og starfaði m.a. við
björgunarstörf á Mið-
jarðarhafinu á þriðja
og fjórða áratugnum.
Hann var einn af þess-
um traustu mönnum
sem maður kynntist
vel og var mikið fyrir
að skipta sér af góðum
málum, þar á meðal
slysavarnamálum. Við
unnum saman á þeim
vettvangi. Ársæll stofnaði slysa-
varnadeildina Ingólf í Reykjavík
sem síðan hefur verið gefið hans
nafn og heitir nú Ársæll – flest tæki
samtakanna, sem nú heita Lands-
björg, eru merkt nafni Ársæls. Þetta
er ekki að ófyrirsynju, hann á þetta
skilið, svo mikill stuðningsmaður
björgunarmálefna sem hann var.
Hann var og mikill frönskumaður og
starfaði fyrir Alliance Francaise.
Ársæll er samkvæmt minni bestu
vitneskju fyrsti íslenski kafarinn.“
Heljarmenni að burðum
Ársæll fæddist í Hlíðarhúsum í
Reykjavík 2. október 1901, sonur
Jónasar trésmiðs Jónassonar frá
Rútsstöðum í Flóa og konu hans
Þuríðar Markúsdóttur frá Flögu í
Flóa, en þar var Ársæll í sveit sem
drengur. Hann varð aðstoðarpiltur á
b/v Snorra goða sumarið 1914 og fór
fleiri túra á öðrum skipum, vann svo
hjá Magnúsi Guðmundssyni í Skipa-
smíðastöðinni við skipaviðgerðir.
Hann nam reiða- og seglagerð hjá
Sigurði Gunnlaugssyni og fékk
sveinspróf í þeirri grein 1935 og
meistarapróf 1940.Hann var m.a. við
björgun m/s Ingibjargar á Snæfells-
nesi 1917. Ársæll lærði björgunar-
störf og köfun hjá Em. Z. Svitzer’s
Bjergnings-Enterprise í Kaup-
mannahöfn, réðst á björgunarskipið
e/s Geir 1918 og starfaði hjá því fé-
lagi í fimmtán ár. Hann vann víða í
Evrópu, Asíu og Afríku á átta björg-
unarskipum Svitzersfélagins. Hann
var kafari á Geir 1921-24 og var þá
m.a. sendur til Konstantínópel í
Tyrklandi og vann að því að bjarga
gríska farþegaskipinu Atteky sem
var sokkið í Píræushöfn í Grikklandi.
Ársæll starfaði einnig við björgunar-
störf í Danmörku og Noregi og sem
1. kafari á björgunarskipinu e/s
Freyju og starfaði í vesturhluta Mið-
jarðarhafsins, mest við Norður-Afr-
íku og Frakkland. Hann hafði aðset-
ur í Marseille á árunum 1929 til 1933.
Vorið 1933 flutti Ársæll til Reykja-
víkur og var forstjóri þar síðan.
Hann kenndi einnig við Stýrimanna-
skólann í 18 ár og vann við björg-
unarstörf og mannvirkjagerð víða
um land. Hann var stjórnarformaður
h/f Skipanausta frá stofnun 1945 og
stjórnarformaður h/f Skjaldbreið
sem keypti m.a. Hótel Valhöll á
Þingvöllum og gerði í stand fyrir
þjóðhátíðina 1944.
Ársæll gegndi marvíslegum trún-
aðarstörfum, var formaður Reiða- og
seglagerðarmeistarafélags Reykja-
víkur, sat í stjórn slysavarnardeild-
arinnar Ingólfs í 16 ár og í varastjórn
Slysavarnafélags Íslands í mörg ár.
Hann var fyrsti formaður Björgun-
arsveitar Slysavarnafélags Íslands í
Reykjavík sem stofnuð var 10. jan-
úar 1944. Heiðursfélagi Kafara-
félags Íslands varð hann 1958 og
heiðursfélagi Slysavarnafélags Ís-
lands 1972. Hann fékk ýmsar viður-
kenningar, m.a. orðu fyrir björgun-
arstörf sín í Frakklandi. Ársæll
samdi ritið Verkleg sjóvinna I-II
ásamt Henrik Th. S Thorlacius. Í
bókinni er ítarlegur kafli um kennslu
í köfun. Hann lagði með útgáfu bók-
arinnar um 2000 orð við íslenskt mál.
„Sæli, eins og hann var gjarnan
nefndur, var myndarlegur maður og
stoltur, heljarmenni að burðum fram
á efri ár, en hann náði nær níræð-
isaldri,“ sagði Hilmar Foss ennfrem-
ur. „Hann var maður áræðinn og
dugnaðarforkur, svo jafnvel gat ver-
ið um of. Hann var góður félagi og
borgari sem ekkert mannlegt var
óviðkomandi.“
Saa kan Direktör Jónasson köbe
kanonerne og begynde for sig selv
Sem dæmi get ég sagt frá því að
Sæli fregnaði eitt sinn að Páll
Sveinsson frönskukennari við
Menntaskólann í Reykjavík hefði
aldrei átt þess kost að komast til
Frakklands. Sæli gekkst þá fyrir
fjársöfnun til að kosta ferð kennar-
ans þangað. Hann lagði að venju vel
af mörkum sjálfur en stillti sér síðan
upp í forstofu góðkunningja síns
Ólafs Thors við Garðastræti, en Ólaf-
ur hugðist um þær mundir mynda
rétt eina ríkisstjórn sína. Krafði Ár-
sæll komandi ráðherraefni um fram-
lög. Auðveld bráð reyndust áhuga-
mennirnir um franska tungu, þeir
Björn Ólafsson og Jóhann Þ. Jósefs-
son.
Eins og fyrr kom fram keypti Ár-
sæll herskip. Hann varð skömmu
eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari
eini maðurinn fyrir utan þáverandi
Bretakonung sem skrifaður var fyrir
herskipi persónulega. Hertól höfðu
þó verið fjarlægð úr kanadíska tund-
urspillinum Skeena en mér er kunn-
ugt um að Jyllandsposten bætti við
frétt sína: „Saa kan Direktör Jonas-
son köbe kanonerne og begynde for
sig selv“.“
Kona Ársæls var Gudrun dóttir
Rantzau Geisler vélstjóra hjá Björg-
unarfélagi Em.Z. Svitzer’s Gedser,
Falstri. Þau voru barnlaus.
„Fátt hefur verið sagt frá frægð-
arverkum Ársæls,“ sagði Hilmar
Foss að lokum. „Hann starfaði m.a.
við björgun fjölda skipa sem sökkt
hafði verið í heimstyrjöldinni fyrri
1914 til 1918. Þegar hann kom heim á
kreppuárunum stofnaði hann og
starfrækti sitt eigið kafara- og
björgunarfyrirtæji ásamt reiða- og
seglagerð og er Sæli sagður hafa
leitt heimskreppuna mikið til hjá sér.
Eftir að Ísland var hernumið varð
mikil þörf fyrir mann eins og Ársæl.
Hann leysti alls kyns vanda fyrir
fiskiskipaflotann íslenska er flutti
björg í bú fyrir Bandamenn, svo og
fyrir skip breska flotans, margan
kaðalinn skar Sæli úr skrúfum skipa
flotans, verkefni sem áhafnir gátu
ekki leyst. Sæli kafari var lands-
þekktur maður sem vert er að minn-
ast nú á hundrað ára ártíð hans.“
Sæli kafari
Hundrað ár er liðin síðan Ársæll Jónasson kafari
fæddist. Hilmar Foss þekkti Ársæl vel og segir hér
Guðrúnu Guðlaugsdóttur ýmislegt um feril Ár-
sæls sem kafara og framkvæmdamanns.
Ársæll Jónasson kafari.
Kanadíski tundurspillirinn Skeena strandaði við Viðey í janúar 1945. Aftaka-
veður geisaði þegar strandið varð.