Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ með af öðrum tegund- um. Fiskurinn var ís- aðaður í aðra lestina en í hina var sturtað beint úr pokanum, þar sem sá fiskur átti alltaf að fara og fór beint í fiskimjöl. Þá var ekk- ert brottkast. Ég man líka þá tíð að Akureyr- artogarar og ef til vill fleiri fóru einhverjar veiðiferðir í Axarfjarð- ardýpi og fengu þar mjög mikinn afla. Lestar voru fylltar og dekkin líka af smá- þorski, sem síðan var landað í mjölbræðslu. Þar var ekkert brottkast. Það var ef til vill ekkert óeðlilegt þó að þessi rányrkja færi fram, þar sem sannfæring þess tíma vísinda- manna í fiskifræðum var sú, að Ís- landsmið yrðu alltaf full af fiski hvernig sem umgengnin yrði. Fyrir um 50 árum tóku skip- stjórar á þorsknetabátum í Eyjum eftir því að stærsti þorskurinn safnaðist saman á litlum hraun- blettum. Þessir blettir urðu að sjálfsögðu eftirsóttir, þar sem á þeim fékkst verðmætur afli. Það kom fljótt í ljós hverskonar fiskur þarna var á ferðinni og fóru menn að hugleiða, hvort þessi fiskur væri ekki ennþá verðmætari fyrir fram- tíðar aflabrögð fengi hann að lifa lengur. Á vetrarvertíð 1953 fékk skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi þáverandi forstjóra Haf- rannsóknastofnunar á fund til sín, og var hann meðal annars spurður hvort ekki væri ráðlegt að friða þessa ákveðnu bletti fyrir þorsk- netaveiðum. Vísindamaðurinn svar- aði eitthvað á þá leið. Drengir mín- ir það er nógur fiskur í sjónum og ykkur er óhætt að drepa eins og þið getið af öllum tegundum og auk þess er sá fiskur, sem þið hafið áhyggjur af orðinn það gamall að hann á ekkert annað eftir en að drepast. Þarna varð vísindunum á eins og svo oft síðar, þar sem 90% af þessum stóra fiski voru hrygnur með margra kílóa hrognapoka í kviðnum sem þær áttu eftir að skila frá sér, að minnsta kosti þetta árið, sem góðu innleggi í þorsk- veiðar framtíðarinnar. Auðvitað urðu lítt lærðir sjómenn að virða svör sprenglærðs vísindamanns, þótt ekki væru allir sáttir við svör- in, og rányrkjan hélt áfram. Ekki tókst okkur þó að ganga verulega á stórþorskstofninn í ÞAÐ er eflaust borið í bakkafullan lækinn að vera enn að skrifa um þessi mál, þar sem svo margar lærðar greinar sem þetta varðar hafa birst í blöðum, sér í lagi nú eftir að svartasta skýrslan frá Hafró var kunngerð. Líklega er það einnig tæpast við hæfi, að gam- all sjóhundur fari að blanda sér í álit þeirra stjórnspekinga og vitr- inga, sem um þetta hafa fjallað nú á síðustu og verstu tímum. Og þó, einmitt þessi mál eru það þýðing- armikil fyrir íslenskt þjóðlíf og efnahag, að það ætti ekki að spilla að sem flestir láti ljós sitt skína og setji fram sína skoðun. Mitt álit er, að það þurfi enginn að vera hissa á því þó að allir flóar og firðir á Íslandi séu ekki fullir af fiski í dag, þar sem allt frá því að við eignuðumst skip sem gátu elt fiskinn, og frá því tæknin færði okkur tæki til þess að finna hann og veiðarfæri til þess að ná honum hvert sem hann reyndi að forða sér, höfum við gengið mjög sóða- lega um þessa dýrmætu auðlind sem fiskimiðin eru, og það með fullri vitund og vilja þeirra sem stjórnað hafa þessum málum hverju sinni sem og vísindanna. Ég fór nokkrar veiðiferðir sem háseti á togaranum Bjarnarey fyrir 50 árum. Við veiddum á Fjöllunum sem kölluð voru. Aflinn var að- allega karfi en eitthvað slæddist þetta skiptið enda óheimilt að hafa stærri möskva í þorsknetum en 8 tommur. En fljótlega komu önnur og stór- tækari veiðarfæri til sögunnar og tóku drjúgan þátt í útrým- ingarherferðinni. Upp úr 1960 fór að bera mikið á sterkum lóðn- ingum upp um allan sjó á veiðislóð okkar í Eyjum. Að sjálfsögðu lögðum við þorsknetin okkar í þessar lóðn- ingar en fengum mjög lítinn afla. Aftur á móti drógu handfæramenn bolta- þorsk úr þessum lóðningum. Glögg- ir nótaskipstjórar sáu fljótlega að hér var um þorsktorfur að ræða, en fiskurinn fór aldrei niður að botni og slapp því við að festast í net- unum. Mörgum fannst alveg ótækt að geta ekki drepið þennan þorsk, þar sem kenning vísindanna var enn í gildi. Að alltaf yrði nógur þorskur á Íslandsmiðum hvað sem veitt yrði. Stjórnvöld trúðu þessu og veiðar í þorsknót voru leyfðar, illu heilli. Aflinn lét ekki á sér standa. Nótabátarnir mokuðu upp stórþorski, sem að miklu leyti voru hrygnur langt komnar að goti, og svo mikill var aflinn, að veturinn 1964 að mig minnir, var landað svo miklu af óslægðum nótaþorski í Vestmannaeyjum að ekki hafðist nærri undan að slægja og gera mat úr aflanum. Var tugum eða hundr- uðum tonna ekið í gúanó, skemmd- ur matur, vegna lélegrar geymslu í alltof langan tíma. Þarna var skotið illa yfir markið og unnið mikið ólánsverk með fullri vitund og vilja vísindamanna, því þarna var drepið mikið af þeim fiski sem séð hafði um nýliðunina. Smá saman voru þorsktorfurnar veiddar og svo fór að það veiðarfæri var ekki arðbært og því aflagt. Eitthvað slapp lifandi af stóra þorskinum og hann hélt því eðli sínu, að fara ekki niður á botninn en virtist kunna best við sig á grunnsævi. Fljótlega fundu menn upp nýtt herbragð og með fullri vitund og vilja stjórnvalda og vísindanna var möskvinn í þorska- netunum stækkaður í 9 og 10 tommur, og auk þess voru netin dýpkuð mikið frá því sem verið hafði og náðu nú helmingi lengra upp frá botninum, og þar með lentu þeir stóru fiskar, sem sloppið höfðu frá þorsknótinni, í háfnum og voru veiddir. Enda mun nú svo komið, að samkvæmt rannsóknum Guð- rúnar Marteinsdóttur fiskifræðings hefur stóra þorskinum, sem hélt nýliðuninni og þar með stofninum gangandi nánast verið útrýmt, svo mjög illa horfir með framtíðarvið- gang og vöxt og þar með aflabrögð. Þarna hafa farið saman stjórnviska og skólabókarvísindi og útkoman orðið rányrkja. Ég hef sem sjómaður hlustað á fiskifræðingana alla tíð, fylgst með rannsóknum þeirra, ráðleggingum, útreikningum og útkomum. Stund- um hef ég undrast kokhreysti þeirra, þegar þeir fullyrða í skýrslum sínum, að þetta mörg tonn af hverri fisktegund syndi nú á Íslandsmiðum eða jafnvel í norð- urhöfum. Ég held að þetta séu að miklu leyti ágiskanir, enda verða skekkjurnar margar og stórar. Mín skoðun er sú, að það verði ekki lært af bók eða tölvu, jafnvel þótt í háskóla sé, að telja fiskana í sjónum og því síður að veiða þá. Ég hef því oft verið hissa á því hvað sumum fiskifræðingum virðist vera illa við að ráðfæra sig við reynda sjómenn. Hluti þessara hámennt- uðu vísindamanna virðast líta á okkur sem fávísa karla, sem ekki sé hlustandi á né mark á takandi. Við höfum þó skóla reynslunnar fram yfir þá og dreg ég í efa að sá skóli og sú þekking, sem þar fæst sé minna virði en skólabókarlær- dómur í þessum vísindum. Þá hefur mér oft fundist að flestir fiskifræð- ingar taki ekki nógu mikið mark á ástandi sjávar og lífríkinu á þeirri fiskislóð, sem þeir eru að rannsaka hverju sinni, því þó að fiskurinn sé með kalt blóð þá hefur hann sporð og ugga og á því auðvelt með að koma sér á sína kjörstaði, þar sem sjávarhiti er mátulegur og umfram allt þangað sem ætið er. Ég tel engan vafa leika á því hvaða skyn, sem fiskurinn hefur þá leggur hann mikla áherslu á, eins og aðrar líf- verur, að hafa nóg að éta.. Það er sannfæring mín að alltof mikið mark sé tekið á svonefndu togararalli og að það sé alls ekki aðferð til þess að bera saman ástand fiskistofna ár frá ári. Þó að sömu skipin séu notuð og þau dragi sömu vörpur á sömu blettum ár eftir ár eftir ár, fer aflinn fyrst og fremst eftir ástandinu á slóðinni þegar holið er tekið. Það vita allir, sem lengi hafa migið í saltan sjó, að víða á landgrunninu næst fiskur miklu betur í vörpu á öðru hvoru fallinu. Sumstaðar er það nokkuð öruggt að besta holið á sólar- hringnum fæst um fallaskiftin, á liggjandanum sem kallað er og á grunnsævi eru dimmumótin oft drjúgur veiðitími. Fiskur er stöð- ugt á hreyfingu, ekki einungis á milli svæða, heldur er hann einnig ýmist uppundir yfirborði sjávar eða niður við botn. Algengt er að fiskur slái sér niður sem kallað er, það er fari að botni einu sinni til tvisvar á sólarhringnum, en þá þarf veiðar- færið að vera á réttum stað eigi afli að nást. Öllum fiskimönnum finnst vænlegra til veiða að leggja net sín eða kasta vörpunni, þar sem vel lóðar á fisk eða æti en í dauðan sjó, enda kemur aflamunurinn oftast í ljós þegar veiðarfærið er innbyrt. Ég leyfi mér að fullyrða, að enginn þessara miklu áhrifaþátta í hegðun fisksins, sem hafa mikla þýðingu við veiðarnar, annar en dimmumót- in, ber upp á sama dag á sama veiðisvæði ár eftir ár. Þessvegna tel ég að togararallið og jafnvel netarallið skili alls ekki þeim gögn- um, sem vísindamennirnir telja að þau geri, vegna þess að ástand sjávar og lífríkið á þeim svæðum, sem þessir rannsóknarleiðangrar erja geta verið og eru gjörbreytt á milli ára og því engan veginn sam- anburðarhæf. Þá finnst mér Hafró ekki leggja nógu mikla áherslu á jafnvægi í líf- ríki sjávar. Þeir eiga að benda á með sterkum rökum hvað hin stóru friðuðu sjávarspendýr, sem éta meira en við veiðum, raska lífríkinu mikið og það ójafnvægi eykst eftir því sem friðun þeirra stendur leng- ur og hlýtur að enda illa verði ekk- ert að gert. Nú á síðustu og verstu tímum virðist brottkast fisks vera aðal- áhyggju- og deiluefni margra. Sannleikurinn er sá að brottkast og ýmis önnur rányrkja hefur alltaf verið stunduð á Íslandsmiðum og því miður virðist gamli hugsunar- hátturinn, að Íslandsmið séu ódræp, ennþá vera við lýði. Kvóta- kerfinu hefur á síðustu tímum verið kennt um brottkastið og trúlega á það einhvern þátt í því. Það gefur auga leið, að eftir að farið var að skammta mönnum veiðar á hverri fisktegund fyrir sig, hlutu að koma upp allskonar erfiðleikar. Tökum sem dæmi trollbát með heldur nauman kvóta, en af fimm teg- undum. Á miðju kvótaári lendir hann í ýsuskoti og kvótinn af þeirri tegund veiðist upp en nokkuð er eftir af öðrum tegundum. Því er breytt í ýsu sem breyta má en áfram veiðist ýsa. Til þess að geta veitt það sem eftir er af kvótanum er ákveðið að leigja ýsukvóta eftir þörfum, þótt það standi tæpast undir sér, en þá kemur babb í bát- inn. Vegna mikillar ýsugengdar, sem vísindin reiknuðu ekki með, er enginn ýsukvóti falur. Hvað nú? Kostirnir eru fáir og allir slæmir. Á að leggja bátnum og leigja óveidd- an kvóta? Við það yrði skipshöfnin atvinnulaus. Á að reyna að landa ýsunni sem öðrum tegundum, eða framhjá vigt í skjóli nætur? Á að sætta sig við sektir, veiðibann og hneysu eða fara auðveldustu leiðina og henda ýsunni? Reynt er að forð- ast þessa fisktegund en ýsuskömm- in veit ekki að aldrei þessu vant á hún að synda framhjá trollinu, og brottkastið eykst. Trúlega væri hægt að koma í veg fyrir allt brottkast með því að breyta núverandi fiskveiðistjórn og kvótakerfi verulega. Ég á hér við að hætt yrði að úthluta hverju skipi árlega ákveðnu magni af hverri fisktegund, en í staðinn kæmi að á hverju ári fengju öll skip einn verð- mætakvóta og yrðu þá að sjálf- sögðu stuðst við aflareynslu og veiðihæfni. Þetta er trúlega allt of mikil einföldun á erfiðri skömmtun, sem þyrfti réttláta meðferð. Ég geri mér enga grein fyrir hvort svona breyting sé framkvæmanleg. Ef til vill er hugmyndin fyrsta skrefið hjá mér í það að verða elli- ær, en væri eitthvað í þessa átt mögulegt þá myndi ýmislegt í fisk- veiðistjórnuninni breytast til batn- aðar. Þá kæmi verðminni fiskurinn, sem sagt er að nú sé hent öllum í land, þar sem þá drægist verðmæti hans frá heildarkvótanum en ekki magnið eins og nú er, þá lægi það ljóst fyrir hve mikið væri drepið af hverri fisktegund, en það hefur enginn hugmynd um í dag og þá yrði örugglega meiri sátt um fisk- veiðistjórnunina en nú er og væri ekki vanþörf á. Okkur sjómönnum hefur oft reynst erfitt að átta okkur á og framfylgja þeim lögum og reglu- gerðum í málefnum sjávarútvegs- ins, sem samin eru á fínu skrifstof- unni í ráðuneytinu eða Hafró eða jafnvel á hinu háa Alþingi, og stundum hefur hvarflað að mér, að þessi eða hin reglugerðin hljóti að vera samin af þorskum á þurru landi. HAFRANNSÓKNIR Hilmar Rósmundsson Það þarf enginn að vera hissa á því þó að allir fló- ar og firðir á Íslandi séu ekki fullir af fiski, segir Hilmar Rósmundsson, því við höfum gengið mjög sóðalega um þessa dýrmætu auðlind. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri í Vestmannaeyjum. Happdrætti Hjartaverndar sími 535 1825. Einnig er hægt að panta miða í gegnum tölvupóst á happ@hjarta.is Greiðslu- og gírókortaþjónusta Sendum um land allt Stuðningur þinn skiptir máli HJARTAVERND OD DI HF -H 20 18 Rautt Panax Gingseng FRÁ 5 2 0 m g G e ri a ð ri r b e tu r H á g æ ð a fra m le ið sla Rótsterkt - Úrvals rætur með gmp gæðaöryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.