Morgunblaðið - 30.09.2001, Page 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 33
! "
# !""! # $ %" $ &$'!((
)! # $ %" $# '!((
& *%& $ %"
+$ $ '!((
,$&"- $ %" )$ .$ '!((
!""$ / 0%& $ '!(( !"-"$ $#" %"
0$"$01"0$"$0$"$01"
%& (" ""$ 2("
! "#$%& &
' # "#&
& # ( "#! )*
$+
#&
# "#&
,-# "#&
# # . /# 0!
"# ! )*
!
!
"
! " !##
$#% " $&
'%( ) *$!##
+& '%(, " !## % # + -$$&
% # " $& &. !##
& / /(
! ! "
#
! ""#$%& #'"##&"
"( ! ""#) '' ! *+ , -.##&"
/+""$ ! ""#) ''
- $ ! ""#) '' -)+ "##&"
- $ ! ""#) '' '$+* +")##&"
"!-)+ ! ""#) '' +""
+ *##&"
&" ! ""#) '' - .+
" , "$ 0 &$ " " , "
!
" #!
$% % % !
& % ! ' ( !
% ! ) * " ( !
)
% !
( !
+ +, ( +,
!!"# !!"$
%&'
( *
! "
# # $ %! ! &'!
"
(!$ " )! !! ! %!
! * %$ %!
+'
# # "
,- # # "
* %$! !" "
% ! '!
✝ Kristín Eva Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 12. mars
1979. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 23. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar Kristínar Evu
eru Bryndís Ísaks-
dóttir, f. 7.5. 1947,
og Jón Torfi Jónas-
son, f. 9.6. 1947.
Systkini hennar eru
Ragnheiður, f. 5.4.
1972, Guðrún Anna,
f. 23.8. 1974, gift Jó-
hannesi Magnússyni,
f. 19.6. 1975, og Stefán Árni, f.
2.8. 1988.
Kristín Eva gekk í
Safamýrarskóla og
stundaði síðan nám í
Fullorðinsfræðslu
fatlaðra. Hún naut
dagþjónustu Styrkt-
arfélags vangefinna
í Lyngási og síðar í
Lækjarási. Hún átti
einnig margar góð-
ar stundir bæði í
Álfalandi og í Víði-
hlíð.
Útför Kristínar
Evu fer fram frá
Fríkirkjunni í
Reykjavík á morg-
un, mánudaginn 1. október, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Lífsins stærstu sigrar vinnast í
kyrrþey. Bróðurdóttir mín Kristín
Eva Jónsdóttir er dáin, aðeins tutt-
ugu og tveggja ára. Hún þurfti að
heyja mikla baráttu allt frá blautu
barnsbeini við alvarlegan heilsu-
brest sem að lokum bar hana ofur-
liði. En þrátt fyrir á köflum mikla
vanlíðan og veikindi, var hún aldrei
þunglynd. Þvert á móti var hún alltaf
glöð og jákvæð. Allir sem kynntust
henni voru henni þakklátir fyrir
hennar ljúfu lund og hennar bjarta
bros.
Óneitanlega tóku þessir erfiðleik-
ar, allar stundir foreldra hennar.
Þau sinntu Kristínu Evu, alla tíð í
blíðu og í stríðu. Í þessa tvo áratugi
hafa þau, vakin og sofin, staðið við
hlið yngstu dóttur sinnar. Og þrjú
saman unnu þau sigur sem enginn
skilur til fulls, sem ekki þekkir slíkt
stríð. Þrautseigja þeirra og lífsgleði
vakti alla til umhugsunar, var öllum
hvatning og leiðarvísir.
Nú ertu farin,
um himin háan,
og við sólar unað.
í fagra dali.
Guð launi þér,
um allan aldur,
uns við sjáumst aftur,
ljúflingur.
Björn Jónasson.
„Fegursta blóm jarðar er brosið“,
segir skáldið Henrik Wergeland.
Einkenni Kristínar Evu frænku
minnar var brosið, fallegt og full-
komlega fölskvalaust. Kristín Eva
tjáði sig ekki með orðum nema að
takmörkuðu leyti. En hún bjó yfir
undraverðum skilningi, hafði gaman
af vísum og stuðluðu máli og naut
þess að vera með fólki og taka þátt í
mannfagnaði. Kristín Eva var hvers
manns hugljúfi. Ófáa hef ég hitt sem
sagt hafa að hún hafi jafnan haft
mannbætandi áhrif á umhverfi sitt.
Þrátt fyrir sár og erfið veikindi
stafaði alltaf gleði frá Kristínu Evu
og óendanlegri góðvild og hlýju.
Okkur frændfólki hennar, vinum og
nágrönnum er nú harmur í huga.
Hennar verður sárt saknað. En svo
lengi sem við lifum mun brosið henn-
ar Kristínar Evu vera með okkur og
ylja okkur um hjartarætur. Hún var
rík af fegursta blómi jarðarinnar og
af því miðlaði hún óspart til vina
sinna og allra annarra sem urðu á
vegi hennar. Við erum þakklát fyrir
samfylgdina. Hugurinn er hjá for-
eldrum hennar, systkinum og öðrum
aðstandendum á erfiðri stundu.
Ögmundur Jónasson.
Kristín Eva frænka okkar var
yndisleg manneskja. Hún var á sama
aldri og við og var ómissandi í hópi
okkar frændsystkinanna. Enginn
hafði jafngaman af söng og tónlist og
hún. Þegar spilað var á spil eða sung-
ið gat hún vakað langt fram á nótt og
smitaði þá alla sem voru nærstaddir
af meðfæddri lífsgleði sinni. Fjöl-
skylduboðin verða ekki söm án henn-
ar. Í minningunni er einhvern veginn
alltaf sól í kringum Kristínu. Það var
alltaf sól þegar hún kom í heimsókn
„yfir“ eða tók strikið út í Hólabrekku
þar sem hún undi sér vel hjá frænku
sinni. Eða þegar hún sat með Ísak
afa sínum og spilaði. Brosið hennar
og gleðin sem stafaði frá henni er
það sem einkenndi hana og það sem
stendur upp úr í minningu allra sem
kynntust henni. Minning Kristínar
Evu er „blíð og hrein og skær“ eins
og segir í kvæði Heines um bláa
blómið. Fyrir þá minningu erum við
þakklát og hana munum við ætíð
varðveita í hjarta okkar.
Andrés, Guðrún og Margrét.
Kristín Eva kom til okkar í Lækj-
arás 12. mars síðastliðinn, á afmæl-
isdegi sínum. Hún var fljót að aðlag-
ast daglegu lífi á Lækjarási. Hún
varð strax mikill gleðigjafi enda allt-
af í góðu skapi, brosandi og kát. Allir
sem unnu með henni voru fyrr en
varði farnir að brosa með henni. Allt
hennar viðmót einkenndist af já-
kvæðni og gleði. Hún kenndi okkur
að líta björtum augum á lífið. Kristín
Eva hafði gaman af mörgu en þó sér-
staklega að spila lottó og því að leika
sér í tölvunni. Á 20 ára afmæli Lækj-
aráss, sem haldið var 6. september
síðastliðinn, kom hún ljómandi af
gleði með foreldrum sínum, sem hún
var í mjög góðum tengslum við eins
og aðra í sinni stóru fjölskyldu.
Við viljum þakka fyrir þann tíma
sem við áttum með Kristínu Evu og
munum sakna hennar sárt en yljum
okkur við minningarnar um ljúfa og
glaðlynda stúlku.
Tendraðu lítið skátaljós
láttu það lýsa þér,
láttu það efla andans eld
og allt sem göfugt er.
Þá verður litla ljósið þitt
ljómandi stjarna skær,
lýsir lýð, alla tíð
nær og fjær.
(Hrefna Tynes.)
Kveðja frá Lækjarási.
Á morgun kveðjum við með sökn-
uði vinkonu okkar hana Kristínu
Evu. Við á Lyngási viljum með þess-
um orðum þakka allar ánægjulegu
stundirnar sem við áttum með henni.
Kristín Eva var mikill gleðigjafi
og átti alltaf til bros sem yljaði og
kallaði fram það besta í hverjum
manni. Fallega minningin um Krist-
ínu Evu lifir og á eftir að verma okk-
ur um langa framtíð. Hún átti því
láni að fagna að fæðast inn í góða og
samheldna fjölskyldu þar sem hún
var umvafin gleði og hlýju.
Við þökkum Kristínu Evu sam-
fylgdina um leið og við vottum fjöl-
skyldu hennar og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð. Við
biðjum algóðan Guð að vernda þau
og styrkja á erfiðum stundum.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf .
(Hallgrímur Pétursson.)
Kveðja frá Lyngási.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku Bryndís, Jón og fjölskylda,
við vottum innilega samúð. Guð
geymi ljúfu stúlkuna ykkar. Blessuð
sé minning hennar.
Starfsfólk Skammtíma-
vistunar, Álfalandi 6.
KRISTÍN EVA
JÓNSDÓTTIR
Blómastofa
Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Blómaskreytingar við öll tilefni
Opið til kl. 19 öll kvöld