Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 35 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Skrifstofa „með öllu“ á mjög góðum stað í Reykjavík til leigu Fyrirtæki, sem er að flytja starfsemi sína til útlanda, óskar eftir að losna undan leigusamningi í ca 120 fm húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Glæsileg funda- og vinnuaðstaða eftir hentugleika fyrir 4-6 einstaklinga. Einnig eru til sölu húsgögn og allur nauð- synlegur búnaður til skrifstofureksturs á sanngjörnu verði. Mjög hentugt fyrir lögfræðistofu, fasteignasölu, teiknistofu, umboðs- skrifstofu o.þ.h. Húsnæðið er laust til afhendingar fljótlega. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Fasteignasalan Valhöll sími 588 4477. Til sölu - Arnarsmári 20 Arnarsmári 20, með bílskúr og glæsilegu útsýni. Stórglæsileg 105 fm endaíbúð á 3. hæð í fal- legu fjölbýli, ásamt bílskúr. Glæsilega innréttuð íbúð á vandaðan hátt með sérsmíðuð- um innr. og merbau parketi. Glæsilegt útsýni. Opið hús í dag, sunnudag frá kl. 15-18. Gunnlaugur og Erla taka á móti áhugasömum. Áhv. 7 m. Verð: 16,5 m. (5540) Opið hús í Lækjasmára 60 sunnudag frá kl. 16-18 Til sölu glæsileg 3ja herbergja íbúð við Lækjasmára 60 í Kópavogi. Góðar suðursvalir, sérinngangur, þvottahús í íbúð, bílskýli. Hrafnhildur sýnir. Ásett verð 13,4 millj. Þórey Aðalsteinsdóttir hdl., Skeifunni 19, sími 550 3707 eða 849 1233 - Netfang: thorey@logmenn.is Hægt að fá sendar myndir á tölvupósti. Vinur okkar Sigurður Pétursson var hlýr og velviljaður maður. Hann var skapgóður og fannst gaman að slá á létta strengi. Hann var ljúfur og blíður og oft viðkvæmur. Mestan hluta ævinnar var hann sjómaður en í landi vann hann við múrverk hjá tengdaföður mínum og þá kynnt- umst við honum. Hann fékk hjarta- sjúkdóm um 1985 og fór í hjartaað- gerðir bæði hér heima og í London. Siggi var sannur Skagamaður og hafði mjög gaman af fótbolta og fór á völlinn eins og heilsan leyfði. Einnig var hann mikill barnakall, þótt ekki SIGURÐUR RAFN PÉTURSSON ✝ Sigurður RafnPétursson fædd- ist 27. janúar 1925. Hann lést 22. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar Rafns voru Pétur Sigurbjörnsson, f. 1900, d. 1966, og Helga Jónsdóttir, f. 1905, d. 1996. Systk- ini hans eru Lilja, Sigríður, Guðjón, Jón, Minney og Kristinn. Sigurður Rafn var ókvæntur og barn- laus. Útför Sigurðar Rafns fer fram frá Akraneskirkju á morgun, mánudaginn 1. október, og hefst athöfnin klukkan 14. ætti hann nein sjálfur, og ekkert vissi hann fallegra en ungbörn og við hverja læknisheim- sókn á spítalann notaði hann tækifærið til að kíkja í gluggann hjá ný- fæddu börnunum á barnastofu fæðingar- deildar SHA. Fjöl- skyldu minni sýndi hann óendanlega hlýju, velvild og tryggð, fyrir það þökkum við honum ævilangt og hann mun alltaf eiga stóran sess í hjarta okkar. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningarnar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húm skuggi féll á brá, lifir þó ljósið bjarta lýsir upp myrkrið svarta vinur þó falli frá. Góðar minningar geyma, gefur syrgjendum ró. Til þín munu þakkir streyma, þér munum við ei gleyma, sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Systkinum Sigga og þá sérstak- lega Kidda bróður hans sendum við samúðarkveðjur. Elín, Sveinn, Þorgerður og Ögmundur. þurfa að fylgja Guðrúnu til grafar – hún er sú fjórða af níu systkinum sem fallin er í valinn – ekkert þeirra náði sextugsaldri. Hvað sem allri trú líður eru þeim eflaust ætluð merk verkefni á öðrum stað og efast ég ekki um að bræður Guðrúnar muni taka á móti henni með hlýju og ástúð. Sölva, Bjarka, Hilmari og öllum sem þekktu Guðrúnu – þessa frábæru konu – votta ég samúð mína og bið um styrk þeim til handa til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Agla Sigríður Björnsdóttir. Með sorg í hjarta og tár í augum tek ég mér penna í hönd og langar að kveðja elskulega frænku mína og vinkonu, Guðrúnu Steinu Þorláks- dóttur. Okkar fyrstu kynni voru þeg- ar Gunna kom á heimili foreldra minna á vorin til að læra sund í Selja- vallalaug. Það var ætíð mikið til- hlökkunarefni hjá okkur systrunum þegar Gunna var væntanleg og var ýmislegt brallað á þeim tíma. Eftir- minnilegast var það þegar við vorum að hlusta á danslögin í útvarpinu á laugardagsköldi. Eitthvað var það víst spennt hátt því pabbi kom og tók tækið af okkur. Þegar við töldum að hann væri sofnaður værum blundi þá varst það þú Gunna sem þorðir að ná í það. Ég sé fyrir mér brosið þitt og gleðina í fallegu skærbláu augunum þínum þegar þú komst til baka. Svona varst þú alltaf, til í saklaust sprell. Gunna var vönduð kona til orðs og æðis, hún var eins við alla og gott var að ræða við þig elsku Gunna mín og fá þínar skoðanir, því þær voru hreinar og beinar og lýstu því hversu trúverðug þú varst. Það verður tómlegra að aka gegn- um Selfoss á leiðinni austur og geta ekki komið við í Álftarimanum, feng- ið kaffi og tilheyrandi og rifjað upp liðnar samverustundir. Þeir Sölvi og Bjarki, tengdadæt- urnar og litlu sonarsynirnir, sem þér þótti svo vænt um, hafa misst mikið og votta ég og fjölskylda mín ykkur innilega samúð og aðstandendum öll- um. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín frænka, Þórhildur Jónasdóttir. Nú er hún Guðrún frænka mín dá- in og nú finnur hún ekki lengur til. Gunna var móðursystir mín og mamma var litla systir hennar. Þeg- ar ég og bróðir minn vorum lítil bjuggum við í Reykjavík og komum oft á Selfoss að heimsækja Gunnu og okkur fannst við ekki vera komin á Selfoss fyrr en við vorum komin heim til Gunnu og Hilmars á Engjaveginn. Við hlupum yfirleitt úr bílnum til að geta verið sem fyrst inn til Gunnu og komum þangað syngjandi Gunna, tunna, grautarvömb og hún spurði okkur hvað við værum að segja og elti okkur og þóttist ætla að flengja okkur en það gerði hún ekki heldur faðmaði okkur og gaf okkur eitthvað gott að drekka. Eftir að við fluttum á Selfoss vor- um við daglegir gestir hjá Gunnu og hún fékk aldrei leið á okkur. Eitt sinn komu mamma og pabbi mér fyrir hjá Gunnu og Hilmari á meðan þau fóru til Spánar. Ég var þá níu ára. Þá voru í tísku einhverjir stelpujakkar sem þóttu voðalega smart og mömmurn- ar voru í að sauma á dætur sínar. Gunna fór með mig út í búð og keypti efni og saumaði á mig og fór svo með mig til Reykjavíkur og keypti á mig buxur í stíl og eyrnalokka og ég var eins og prinsessa hjá henni. Hún Gunna var svo góð við okkur og öll áttum við sérstakt pláss í hjarta hennar. Þrátt fyrir að við systkina- börn hennar séum mörg hafði hún pláss fyrir okkur öll og hún var besta frænka okkar allra. Þegar ég eignaðist dóttur komu mamma og Gunna upp á sjúkrahús að sjá nýfædda barnið. Gunnu fannst handtökin hjá mér eitthvað klaufaleg svo að hún klæddi hana í fyrstu fötin. Ég veit að Gunna skipar alveg jafn mikilvægan sess í hennar lífi eins og hún gerði í mínu, því hún tók fullan þátt í því að dekra hana og „eyði- leggja“ uppeldið fyrir mér eins og amman gerir. Hún Gunna var ynd- isleg og góð manneskja og hennar er nú sárt saknað. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Sölvi, Bjarki og litlu ömmu- strákar, Ingileif og Marjaana, guð veri með ykkur. Silja Dröfn Sæmundsdóttir. Elsku Gunna frænka, eins og við kölluðum þig alltaf, nú ertu farin og baráttu þinni lokið. Þú munt skilja eftir stórt skarð hjá öllum sem þekktu þig. Margar eru minningarnar sem verða varðveittar um ókomna tíð, ég veit að þér líður betur núna og að þér hefur verið ætlað annað hlutverk á öðrum stað þó að við sem eftir erum séum ekki sátt, þú áttir svo mikið eft- ir. Við kveðjum þig með trega og söknuði, elsku Gunna okkar. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þú ert stjarnan mín. Elsku Sölvi, Marjaan, Bjarki, Ingileif, Hákon, Eyleifur, Arnþór og Hilmar. Megi góður guð vaka yfir ykkur. Guð veri með þér, elsku Gunna. Kveðja, Emma, Einar, Berglind Ósk og Guðrún Ósk. Elsku Guðrún frænka. Okkur þyk- ir svo leitt að þú þurftir að fara frá okkur aðein 59 ára. Þú varst alltaf Gunna frænka, alltaf svo góð við okk- ur, hafðir gaman af börnum og vildir allt fyrir þau gera. Við óskum þér velfarnaðar í betri og bjartari heimi þar sem þjáningar þínar hefta þig ekki lengur. Við vitum það líka að það verður tekið vel á móti þér í nýjum heimkynnum. Það var gaman að fá þig til okkar í sumar þegar við vorum í útilegu. Þú borðaðir með okkur og þar áttum við góða stund saman. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað. Krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur Geir Halldórsson.) Ástarþakkir fyrir allt elsku frænka. Guð geymi þig. Guð styrki ykkur og ykkar fjöl- skyldur, elsku Sölvi og Bjarki. Viðar, Axel Ingi, Andrea Rún og Karen Thelma. Mín elskulega vinkona Guðrún Steina, það er svo sárt að þurfa að sætta sig við það að þú sért dáin. En ég veit að þér líður betur núna. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær samverustundir sem við áttum. Þær eru mér dýrmætar og ég sakna þín sárt, en þú átt stóran stað í hjarta mínu og munt alltaf eiga. Það er svo erfitt að hugsa til þess að geta ekki komið oftar í heimsókn til þín eða hringt í þig. Það var alltaf svo nota- legt að koma til þín. Ég gat alltaf tal- að við þig um allt, þér var treystandi fyrir öllu. Við áttum góðar stundir saman þótt það væru mörg ár á milli okkar. Þú varst alltaf svo góð við mig. Eitt skiptið sem ég var stödd hjá þér á sjúkrahúsinu áttum við yndis- lega stund saman, gátum faðmast eins og við gerðum oft og héldumst í hendur. Ég gat sagt það sem mig langaði að segja við þig. Það voru líka falleg orðin sem þú sagðir við mig, því verður aldrei gleymt. Þetta var einstök stund, takk fyrir það elsku Guðrún mín. Ég tel mig ríka að hafa fengið að kynnast þér og þinni ein- stöku persónu. Ég trúi því að þú sért ein af fegurstu stjörnunum þarna uppi og veit að þú ert alltaf hjá okkur. Ég sé þú ert ljósið sem vísar veginn, þú vekur hjá mér þrá. Um veröld ég veginn fer, ég veit að þú fylgir mér. Ég fegurðina fæ að sjá. Í myrkri um nætur finn ég feginn að frelsið bíður mín. Þótt nóttin sé niðamyrk þá náð þín mér veitir styrk. Þú ert stjarnan sem stöðugt skín. Í ljósinu sé ég lífsins mynd, í ljósinu birtist þú mér. Ljósið það eyðir lygi og synd því ljósið er mynd af þér. (Kristján Hreinsson.) Elsku Sölvi, Bjarki og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Nína Björg Borgarsdóttir. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.