Morgunblaðið - 30.09.2001, Side 41
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 41
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669
Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989
Grenivík Björn Ingólfsson 463 3131 463 3118
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343
Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469
Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913
Laugarvatn Valdimar Ingi Auðunsson 486 1136
Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400
Neskaupstaður Sigrún Júlía Geirsdóttir 477 1812 477 1234
Neskaupstaður Ægir Guðjón Þórarinsson 477 1372
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Neskaupstaður Bjartur Sæmundsson 477 1489
Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574
Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815
Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281
Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Mikið úrval góðra fasteigna
á Costa Blanca
www.inmovillas.com
Netfang: inmovillas@retemail.es
Sími 0034 96679 6260 - Ása Björk, sími 0034 650730425
Góð þjónusta er okkar fag
FASTEIGNASALA
FAXAFENI 5
SÍMI 533 1080 FAX 533 1085
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14 TIL 17
ENGJASEL 67
Sigurjón og Arna sýna þessa
fallegu, rúmlega 90 fm íbúð í
Steni-klæddu fjölbýli, með bíl-
skýli. Stór og björt parketlögð
stofa. Mikið útsýni. Baðherb.
nýuppgert. Tvö góð svefnher-
bergi og rúmgott eldhús. Sameign til fyrirmyndar og verðlauna-
garður. Rólegt og barnvænt hverfi. Verð aðeins 11,1 millj.
GIMLI GIMLI
FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099
Góð 117 fm íbúð á þessum vinsæla og
barnvæna stað. Góð stofa með suðursvölum.
Þrjú góð svefnherbergi með skápum.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með
baðkari og sturtuaðstöðu, innrétting og tengi
fyrir þvottavél. Eldhús með góðri eldri
innréttingu og góðum borðkrók, glæsilegt
útsýni yfir borgina. Verð 12,2 millj.
Sigurður og Unnur taka á móti ykkur í dag frá
kl. 14-16.
BLÖNDUBAKKI 13 - MEÐ AUKAHERBERGI
Innilegar þakkir sendi ég börnum mínum,
fjölskyldum þeirra, vinum og kunningjum,
sem heiðruðu mig með gjöfum og skeytum á
áttræðisafmæli mínu 22. september að Álfta-
landi á Reykhólum.
Guð blessi ykkur öll.
Theódóra Guðnadóttir,
Höllustöðum.
SÁ bókelskur Íslendingur er vand-
fundinn, sem ekki hefur lesið
Brennu-Njálssögu, gimstein forn-
sagna okkar. Það hefur og lengi
verið iðja leikra sem lærðra að gera
því skóna, hver verið hafi höfundur
Njálu. Njálssaga er rituð á seinni
hluta 13. aldar en spannar tíma
fjær í þjóðarsögunni, frá 950 til
1015. Samt sem áður er hún lifandi
og „fersk“ í hugum þjóðarinnar enn
í dag, nálægt þúsund árum síðar.
Njálsbrennu er víðar getið í forn-
um rituðum heimildum, svo sem í
Landnámabókum og annálum.
Snorri Sturluson nefnir Njál í
Eddu. Brennu-Flosa er og getið í
konungasögum og víðar. Einar
Laxness segir í „Glæpur og refsing
í Íslandssögunni“ (Vaka-Helgafell
2001) að „í flestum heimildum sé
brennan talin nóttina 21.-22. ágúst
1010“.
Það er vart um það deilt að höf-
undur Njálu er fremstur forn-
sagnahöfunda okkar, frábært
skáld, mikill sagnameistari. Menn
eru á hinn bóginn ekki á einu máli
um sannleiksgildi Njálu, fremur en
annarra fornsagna okkar. En sjald-
an fellur eplið langt frá eikinni.
Ekki mun langt frá marki skotið að
telja Njálu skáldsögu með sagn-
fræðilegu ívafi eða sögulegum
þræði.
Maður var nefndur Þang-
brandur. Hann var saxneskur eða
flæmskur og hirðprestur í Monst-
ur. Njála greinir frá hingaðkomu
hans þeirra erinda að boða kristni.
Meðal þeirra er skírn tóku af Þang-
brandi var Síðu-Hallur, sá er síðar
fór fyrir kristnum mönnum á Al-
þingi á Jónsmessu árið 1000, þá er
kristni var lögtekin. Skömmu fyrir
komu Þangbrands bárust mikil tíð-
indi út hingað. Í Brennu-Njálssögu
segir:
„Það spurðist þar með, að siða-
skipti hefðu orðið í Noregi. Höfðu
þeir kastað hinum forna átrúnaði,
en konungur hafði kristnað Vest-
urlönd, Hjaltland, Orkneyjar og
Færeyjar. Þá mæltu margir, svo
Njáll heyrði, að slíkt væru mikil
firn at hafna fornum átrúnaði. –
Njáll sagði þá: Svo lízt mér sem inn
nýji átrúnaður muni vera miklu
betri, og sá mun sæll, er þann fær
heldur, og ef þeir menn koma út
hingað, er þann sið bjóða, þá skal
ég það vel flytja.“
Í Brennu-Njálssögu segir og:
„Þaðan fór Þangbrandur til Berg-
þórshvols, og tók Njáll við trú og öll
hjú hans…“. Njála færir heim
sanninn um, svo enginn þarf um að
efast, að Njáll var maður mikilla
vitsmuna. Ólíklegt er hann hafi tek-
ið svo afgerandi afstöðu með hinum
nýja sið, sem hann gerði, nema
þekkja vel til hans. Hvort tveggja
hefur til komið: 1) Að kristnir menn
vóru í hópi landnámsmanna og fyr-
ir í landinu um daga Njáls. 2) Að
flest lönd Evrópu höfðu þá við
kristni tekið.
Njáll á Bergþórshvoli var á Al-
þingi árið 1000, þá er kristni var
lögtekin. Ekki fer á milli mála, hver
afstaða hans var til hins nýja siðar.
Þorgeir Ljósvetningagoði las upp
hin kristnu lög, þar sem kveðið er á
um, að Íslendingar „hafi einn sið og
ein lög…“ og „að allir menn skuli
kristnir vera og skírn taka, þeir er
áður vóru óskírðir á landi hér“.
Ekki er ólíklegt að fleiri menn en
Þorgeir hafi komið að þeirri þjóð-
arsátt, sem kristnitakan og hinn
nýi lagatexti var, spakir menn og
framsýnir.
Víkur nú sögunni að Grágás.
„Grágás er mesta lagasafn, sem
germönsk þjóð á frá þjóðveldistíma
sínum á eigin tungu“, segir Einar
Laxness í Íslands sögu. Þar stend-
ur: „Það er upphaf laga vorra, að
allir menn skulu kristnir vera á
landi hér og trúa á einn Guð, föður
son og heilagan anda.“ Það er til
kristnitökulaga og forns lagatexta
Grágásar, sem þjóðkirkjan rekur
rætur. Ákvæði stjórnarskrár lýð-
veldisins tengja kjarna þessara
fornu laga við samtímann. Það gera
og þjóðfáninn (krossfáninn) og
þjóðsöngurinn.
Sigurbjörn biskup Einarsson
sagði á þjóðhátíð á Þingvöllum árið
1974 „að hvert barn sem fæðist sé
landnámsmaður. Þar heilsa ný
augu ókunnu landi og eignast þar
heimkynni.“ Þannig séð fetum við
öll í fótspor landnámsmannanna, er
skópu íslenzkt þjóðveldi. Og við fet-
um í fótspor þeirra er við trúnni
tóku á þingi árið 1000, bæði við
skírn og móttöku heilags sakra-
mentis. Og gleymum því ekki, að
Hann, sem nam land í þjóðarsálinni
fyrir þúsund árum, er enn að helga
sér land með Íslendingum, í huga
þeirra og hjarta. „Megi það vera
samhuga íslenzk bæn á dýrum
degi“, sagði Sigurbjörn biskup á
Þingvöllum 1974, „að börn Íslands
megi um aldur festa rætur í land-
námi hans og helgast af eldi hans
og anda“.
Kristniþáttur Njálu
Líklegt er að Njáll á
Bergþórshvoli hafi ver-
ið viðstaddur kristni-
tökuna á Alþingi árið
1000. Stefán Frið-
bjarnarson staldrar
við kristniþátt Njálu
og Grágásar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þingvellir
DAGUR hjúkrunarfræðideildar HÍ
verður haldinn hátíðlegur þriðjudag-
inn 2. október nk. Dagskrá og mót-
taka verða í hátíðarsal Háskóla Ís-
lands kl. 17–19 og eru allir
velunnarar hjúkrunarfræðideildar
velkomnir .
Björg Árnadóttir, formaður Holl-
vinafélags hjúkrunarfræðideildar
flytur ávarp og afhentar verða við-
urkenningar fyrir rannsóknarstörf í
þágu hjúkrunar og hjúkrunarmennt-
unar. Einnig flytja erindi Erla K.
Svavarsdóttir, varaforseti hjúkrun-
arfræðideildar, Anna Stefánsdóttir,
hjúkrunarforstjóri Landspítala – há-
skólasjúkrahúss, og Marga Thome,
deildarforseti hjúkrunarfræðideild-
ar. Fundarstjóri verður Herdís
Sveinsdóttir, formaður Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga.
Dagur hjúkr-
unarfræðideildar
JÓN Egill Egilsson sendiherra af-
henti miðvikudaginn 26. september
2001, dr. h.c. Johannes Rau, forseta
Sambandslýðveldisins Þýskalands,
trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Ís-
lands í Þýskalandi.
Afhenti
trúnaðarbréf
♦ ♦ ♦