Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ þekkjum einkenni þeirra. Þegar þrýstingur og spenna hins daglega lífs vill sliga okkur um of. Mikið er að gera, vandamálin hlaðast upp. Skort- ur á hvíld, svefni og sannri gleði, sem við þörfnumst mest. Þungi vanda- mála, vegna óhugnanlegra frétta, þrýsta þungt á. Orsakir geta verið margar, styrkur okkar er veikur, gleði okkar og vonir þarfnast uppörv- unar. Ég las nýlega grein í tímaritinu Our daily bread um nokkur vandamál lífsins og hvernig má bregðast við þeim. Þar kom meðal annars fram eftir- farandi: Vandamál: Allt virðist ómögulegt. Svar: Allt er mögulegt fyrir Guði. Í Lúkasar guðspj. 18.27 segir: Það sem mönnum er um megn, það megnar Guð. Vandamál: Lífið er oft eins og allt sé vonlaust. Svar: Jesús býður sál þinni hvíld. Matt. 11.2 segir: Komið til mín allir, þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld. Vandamál: Þegar þú getur ekki fyrirgefið sjálfum þér. Svar: Drottinn fyrirgefur allar syndir, þegar þú játar þær fyrir Hon- um. 1. bréf Jóhannesar 1.9 segir: Ef vér játum syndir vorar, þá er Hann trúr og réttlátur, svo að Hann fyr- irgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. Vandamál: Við erum hrædd. Svar: Guð mun styrkja þig og hjálpa þér. Jesaja 41.10 segir: Óttast ekki því ég er með þér, lát ekki hug- fallast, því ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns. Vandamál: Við erum kvíðin og spennt. Svar: Vörpum öllum vandamálum okkar til Drottins, Hann lætur sér umhugað um þig. 1. Pétursbréf 5.7. segir: Varpið allri áhyggju yðar upp á Hann. Því Hann ber umhyggju fyrir yður. Vandamál: Einmanaleiki leitar á. Svar: Drottinn hefur lofað að yfirgefa þig aldrei, né gleyma þér. Hebrea- bréfið 13.5. segir: Ég mun ekki sleppa af þér hendinni, né yfirgefa þig. Treystum svörum Drottins, vegna erfiðleika, sem knýja á í lífi okkar. Orð Hans megna að reka í burtu vandamál, sem erfitt er að glíma við án Hans. Kjarnyrði: Engin byrði er of þung fyrir Guðs almáttugu hendur. JÓHANN F. GUÐMUNDSSON, fv. flugumferðarstjóri. Vandamál daganna Frá Jóhanni F. Guðmundssyni: SAGA kristindómsins hefur verið litrík í gegnum aldirnar, rauð af blóði og eldmóði frá því blóði Krists var úthellt á krossinum, krossferð- irnar, rannsóknarrétturinn, dráp og dauðarefsingar í nafni Krists til hreinsunar kristindómsins og ákærum á hendur villutrúarmönn- um. Rauði þráðurinn í kristindómn- um er fórnardauði Jesú Krists á krossinum. Kristin kirkja gengur svo langt að kenna að Kristur hafi beinlínis komið til mannkynsins til að deyja á krossi. Ég vil benda á hið gagnstæða og fullyrði að krossfestingin hafi ekki verið upphafleg áform Guðs með komu Krists, heldur sé hún ein al- varlegasta og lífsseigasta villukenn- ing sem kennd er innan kristinnar kirkju og safnaða. Nýja-Testamentið (sem er að vísu ekki svo nýtt lengur) segir að krist- ur hafi verið hinn síðari Adam. Hlut- verk Adams hins fyrsta áður en hann féll í synd með Evu í hinum sögufræga Aldingarði var að eignast fullkomna afkomendur með konu sinni og rækta jörðina og gera hana að paradís eða Guðsríki á jörð. Jesús Kristur, sem hinn síðari Adam hafi þessu sama hlutverki að gegna, þ.e. að kvongast og eignast afkvæmi með eiginkonu sinni. Saman hefðu þau eignast fullkomna afkomendur, fullkomið mannkyn. En Kristi hlotn- aðist ekki að uppfylla þann vilja Guðs þar sem hann var handtekinn og dæmdur til dauða sem hættu- legur glæpamaður og óvinur róm- verska ríkisins og hins hefðbundna trúarkerfis gyðinganna. Hann hlaut dauðarefsingu og var tekinn af lífi. Ef dauði hans hefði verið tilgangur komu hans hefði bæði hann og lærisveinar hans glaðst yfir kross- festingunni. En því var öðru nær. Þegar Kristur var að deyja á krossinum sagði hann: Faðir fyrir- gef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra. (Lúk. 23:34). Áður en hann var handtekinn lagðist hann á bæn í Getsemane og bað: Faðir, ef mögu- legt er lát þá þennan bikar fara frá mér. Hann vildi ekki láta krossfesta sig. Páll postuli ritaði til Korintu- manna eftirfarandi, sem tekur af all- an vafa: Enginn af höfðingjum þess- arar aldar þekkti speki Guðs, því að ef þeir hefðu þekkt hana, hefðu þeir aldrei krossfest Drottinn dýrðarinn- ar. (1. Korintubréf 2:8). Takið einnig eftir því sem Stefán lærisveinn Krists sagði en hann leið píslavætt- isdauða fyrir þessi orð sín: Þér harð- svíraðir og óumskornir í hjörtum og á eyrum, þér standið ávallt gegn heilögum anda, þér eins og feður yð- ar. Hver var sá spámaður sem feður yðar ofsóttu eigi? Þeir drápu þá er boðuðu komu hins réttláta og nú hafið þér svikið hann og myrt. (Post. 7:51–52). Hann ásakaði presta gyð- inganna um hreint og beint morð á Jesú Kristi og hlaut dauðadóm fyrir. Morðið á Kristi var hörmulegur at- burður, sem lengt hefur þrauta- göngu mannkynsins um þúsundir ára. Kristur átti ekki að deyja. Hann átti að ríkja bæði sem andlegur og veraldlegur höfðingi og Drottinn, þar sem veröldin öll tilheyrir honum og allt er til orðið fyrir hann. Morðið á Kristi, Guðssyni, frelsara mann- anna var hörmulegur atburður sem átti aldrei að gerast. Hann var jafn- alvarlegur og sjálft syndafall mannsins og algerlega gagnstæður vilja Guðs um endurreisn fallins mannkyns og uppbyggingu Guðsrík- is á jörðu. EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35, Reykjavík. Villukenning kristinnar kirkju Frá Einari Ingva Magnússyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.