Morgunblaðið - 30.09.2001, Síða 44
DAGBÓK
44 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
MYNDBANDIÐ Úr starfi
Knattspyrnufélags
Reykjavíkur er komið út,
en það eru svipmyndir úr
starfi félagsins frá árunum
1944 til 1949.
Upphaflegu kvikmynd-
ina tók Vigfús Sigurgeirs-
son ljósmyndari, en út-
dráttur úr henni hefur nú
verið settur á myndband.
Í myndinni getur að líta
KR-inga og aðra þekkta
íþróttamenn frá fimmta
áratug aldarinnar.
Myndirnar voru teknar
á íþróttaæfingum, á kapp-
leikjum og mótum og einn-
ig á fimleikasýningu í
Hljómskálagarðinum. KR-
konur gáfu félaginu mynd-
ina á 90 ára afmæli KR ár-
ið 1989.
Nú er unnið að gerð
myndar um árin frá 1950–
1975.
Til að auka fjölbreytni í
myndinni eru KR-ingar og
aðrir sem eiga í fórum sín-
um kvikmyndir úr starfi
KR frá því tímabili vin-
samlegast beðnir um að
láta skrifstofu KR vita í
síma 510-5305, Elínu í
síma 552-8205 eða Geir-
laugu í síma 552-0731.
Óvirðing við
íslenska hestinn
ÍSLENSKI hesturinn er
búinn að fylgja okkur
gegnum aldirnar; oft kall-
aður þarfasti þjónninn.
Hann vekur allsstaðar at-
hygli fyrir fegurð, gang-
snilli og vitsmuni. Svo fór
að hann vakti athygli ann-
arra þjóða og nú er svo
komið að hann er fluttur
út til margra landa, bæði í
keppni og til ræktunar.
Við lesum fréttir af afrek-
um hans utanlands enda
þótt þessi heitari lönd séu
ekki hans kjörlendi.
Heyrst hefur um hestaex-
em sem hrjáir hann vegna
hita. 11. september sl. las
ég grein í Morgunblaðinu:
„Hin döpru augnablik
hestamótanna“ eftir Valdi-
mar Kristinsson. Þar kem-
ur fram það sem mig hefur
lengi grunað. Hestunum
er iðulega misboðið í
harðri keppni í allt of
miklum hita, svo ofþreytu
má oft sjá á þeim.
Svo er annað sem ég vil
vekja athygli á. Við sjáum
oft glæsihesta og stolta
knapa þar sem fax hest-
anna er svo sítt og ósnyrt
að þeir sjá ekki fram úr
augum nema á hlaupum
móti vindi. Auk þess að sjá
ekki fram fyrir sig svitna
þeir mikið undir svona
miklu faxi. Sagt er að sum-
um finnist þetta fallegt,
hestanir sýnist villtari. Ís-
lenski tamdi hesturinn á
ekki að sýnast villtur. Ég
spurði einu sinni hreykinn
hestamann hvernig hann
gæti boðið hestinum þetta.
Hann svaraði því að hest-
urinn ætti að geta treyst
knapanum, þetta væri í
lagi. Þvílíkt svar! Íslenski
hesturinn hefur ratað um
vegi og vegleysur í gegn-
um tíðina og stundum bet-
ur en menn. Að lokum vil
ég minnast á útigöngu-
hross, oft með frosið faxið
langt niður fyrir augu.
Hestamenn góðir; takið
þetta til athugunar varð-
andi velferð hestsins. Gott
væri að heyra frá fleirum
varðandi þetta.
Dýravinur.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
GLERAUGU, með fer-
kantaðri dökkbrúnni
þunnri umgjörð í gras-
grænu hulstri með mynd,
týndust 13. nóvember
sennilega fyrir utan
Broadway. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 551-
2296, 695-2269 eða 694-
4974.
Dýrahald
Trítla er týnd
LÍTIL, brúnbröndótt
persnesk læða með brún
augu fór úr Grafarvogi að-
faranótt miðvikudags. Hún
er ómerkt og ólarlaus.
Hennar er sárt saknað.
Þeir sem hafa orðið henn-
ar varir hafi samband í
síma 692-4712.
Júlla er týnd
TÍKIN Júlla týndist í
Hafnarfirði 24. ágúst sl.
Hún er brún með hvíta
bringu, hvítar lappir og
svart trýni. Hún var með
ól og er merkt. Þeir sem
hafa orðið hennar varir
hafi samband í síma 865-
5860 eða 869-6711.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Mynd um
sögu KR
Víkverji skrifar...
HEIMASÍÐA Mjólkursamsöl-unnar á Netinu (www.ms.is)
er afskaplega glæsileg og
skemmtileg. Þar fann Víkverji eft-
irfarandi fróðleik, sem honum
finnst rétt að koma á framfæri:
„Vissir þú …
… að beinagrindin er geymsla?
Beinin hafa margvísleg steinefni
að geyma. Ef þú færð ekki öll þau
steinefni sem þú þarft á að halda
úr daglegri fæðu tekur líkaminn
þau úr beinunum. Athugaðu samt
að forðabúrið getur tæmst og þá
er voðinn vís!
… að samkvæmt niðurstöðum
nýrrar rannsóknar virkar líkams-
rækt jafnvel betur gegn þunglyndi
en þunglyndislyf?
… að samkvæmt nýlegri
sænskri rannsókn eru karlmenn
sem neyta mikilla mjólkurvara
grennri og hafa nokkuð hagstæð-
ara kólesterólinnihald í blóði en
þeir sem neyta minna af mjólk-
urvörum? Hluti skýringarinnar er
talinn sá að þeir séu vel meðvitaðir
um heilbrigt líferni og velji mjólk-
urvörur sem sjálfsagðan þátt í
hollu mataræði.
… að líkaminn endurnýjar sig á
um það bil sjö ára fresti um það
sem samsvarar heilli beinagrind?
… að beinin eru ekki bara stein-
efnaforði líkamans – auk þess auð-
vitað að halda okkur uppi? Þau
gera okkur einnig kleift að hreyfa
okkur, verja mikilvægustu líffæri
okkar og síðast en ekki síst: Fram-
leiða blóðkorn. Sérstakur bein-
mergur í höfuðkúpunni, mænunni
og bringubeininu framleiðir
2.500.000 rauð blóðkorn á sek-
úndu.“
x x x
VÍKVERJI vafrar talsvert umNetið. Nýverið skoðaði hann
ýmsar heimasíður skólastofnana
hér á landi sem eru skiljanlega
jafn misjafnar og þær eru margar.
Athygli vekur hversu vel er staðið
að síðu Menntaskólans á Akureyri
(www.ma.is), en aftur á móti ollu
síður Menntaskólans í Reykjavík
(www.mr.is) og Menntaskólans á
Laugarvatni (www.ml.is) Víkverja
vonbrigðum. Ekki síst vegna þess
að þær höfðu augljóslega ekki ver-
ið uppfærðar í töluverðan tíma.
Á heimasíðu MR var aðeins frétt
undir liðnum Tilkynningar. Hún
hefst svona: „Skólaslit Mennta-
skólans í Reykjavík verða í Há-
skólabíói fimmtudaginn 7. júní. At-
höfnin hefst kl. 14.“
Þá er greint frá því að umsóknir
um skólavist fyrir næsta skólaár,
2001–2002, þurfi að hafa borist
skólanum í síðasta lagi föstudaginn
8. júní, skólinn verði settur 23.
ágúst og kennsla hefjist daginn
eftir.
Það er sem sagt rúmur mánuður
síðan skólinn hófst, en enn er
þetta samt eina fréttin á heimasíð-
unni.
Nýjasta fréttin á heimasíðu ML
var sú að skólinn yrði settur mið-
vikudaginn 29. ágúst kl. 14.00.
„Nýnemar eru kallaðir til skóla
daginn áður, hinn 28. ágúst. Þá
munu skólastjórnendur og náms-
ráðgjafi funda með forráðamönn-
um þeirra um ýmis mál er varða
samskipti milli skólans og heim-
ilanna. Á meðan koma nýir nem-
endur sér fyrir í herbergjum sín-
um. Eftir fundinn mun for-
ráðamönnum, sem þess óska,
gefast kostur á viðtölum við skóla-
meistara, aðstoðarskólameistara
og námsráðgjafa.“
ML „verður“ settur 29. ágúst og
kennsla „hefst“ skv. stundaskrá
morguninn eftir.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Ocean Castle, Selfoss og
Kyndill koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Stella Rigel kemur í dag.
Rán og Selfoss koma á
morgun.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 10 boccia, kl. 14 fé-
lagsvist. Enskunámskeið
hefjast þriðjudaginn 3.
okt. Skráning í af-
greiðslu og síma 562-
2571 einnig er hæt að
komast að í bókbandi
sem er á föstudögum
kl.13.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9-12 opin handa-
vinnustofan, kl. 10:15
leikfimi, kl. 11 boccia, kl.
13:30-16:30 opin smíða-
stofan/útskurður, kl.
13:30 félagsvist, kl. 10-16
púttvöllurinn opinn, kl.
16 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9-16 handa-
vinna, kl. 9-12 bútasaum-
ur, kl. 10-11:30 sam-
verustund, kl.
13:30-14:30 söngur við
píanóið, kl. 13-16 búta-
saumur.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20:30. Skrifstofan
Gullsmára 9 er opin á
morgun kl. 16:30-18.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 9 myndlist, kl. 9:30
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10-12 versl-
unin opin, kl. 11:10 leik-
fimi, kl. 13 föndur og
handavinna. Enska
framhaldsflokkur,
kennsla hefst mánudag-
inn 1. október kl. 13:30
og miðvikudaginn 3.
október kl. 13:30, byrj-
endur.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Á morg-
un kl. 9 böðun og hár-
greiðslustofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Á morgun félagsvist kl.
13:30. Á þriðjudag saum-
ar og bridge. Pútt á vell-
inum við Hrafnistu kl.
14. Þriðjud. 2. okt. pútt-
keppni við púttklúbb
Hrafnistu á Hrafn-
istuvelli mæting kl.
13:30. Kaffi á eftir í
Hraunseli.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Félagsvist kl.
13:30 í dag og dansleikur
kl. 20 í kvöld Caprí-tríó
leikur fyrir dansi. Mánu-
dagur: Aðalfundur
bridsdeildar FEB kl. 13
spilað á eftir. Þriðjudag-
inn 2. október kl. 12
koma eldri borgarar frá
Svíþjóð í heimsókn til
okkar í Ásgarð Glæsibæ.
Skák kl. 13 á þriðjudag
og alkort kl. 13:30. Mið-
vikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 10. Brids-
námskeið byrjar mið-
vikudagskvöldið 3. októ-
ber kl 19:30 í Ásgarði
Glæsibæ, kennari Ólafur
Lárusson. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt í Faxafen
12 sama símanúmer og
áður. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði Glæsi-
bæ. Upplýsingar á skrif-
stofu FEB kl. 10-16 í
síma 588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Á morgun kl.
9-16:30 opin vinnustofa,
handavinna og föndur,
kl. 14 félagsvist.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun kl. 9-16:30
vinnustofur opnar, frá
hádegi spilasalur opinn,
kl. 13:30-14:30 banka-
þjónusta, kl. 14 kóræfing
hjá Gerðubergskórnum,
stjórnandi Kári Frið-
riksson, dans hjá Sig-
valda fellur niður og
byrjar aftur 8. okt. (Ekk-
ert skráningargjald.)
Gjábakki, Fannborg 8. Á
morgun handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9-17, kl. 9:30 gler og
postulínsmálun, kl 13
lomber, kl. 13:30 skák,
kl. 20 skapandi skrif.
Gullsmári Gullsmára 13.
Á morgun kl. 9 vefnaður,
kl. 9:05 leikfimi, kl. 13.
brids, kl. 20:30 fé-
lagsvist.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 perlusaumur,
postulínsmálun og korta-
gerð, kl. 10 bænastund.
Hvassaleiti 56-58. Kl. 9
föndur, kl. 10 boccia, kl.
13 frjáls spilamennska.
Bænastundir hefjast
þriðjudaginn 2. október
nk. og verða kl. 13:30 í
umsjá sóknarprestsins í
Grensáskirkju, séra
Ólafs Jóhannssonar.
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10-11 ganga, kl.12-
15 bókasafn.
Vesturgata 7. Á morgun
kl. 9:15-15:30 handa-
vinna, kl. 10-11 boccia,
kl. 12:15-13:15 dans-
kennsla, kl. 13-16 kóræf-
ing.
Vitatorg. Á morgun kl. 9
smíði, kl. 9:30 bókband,
bútasaumur og morg-
unstund, kl. 10 sund, kl.
13 handmennt, gler-
bræðsla, leikfimi og spil-
að.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 alla mánu-
daga og fimmtudaga.
Skráning kl. 12:45. Spil
hefst kl. 13. Bridsdeild
FEBK í Gullsmára.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga fé-
lagsvist kl. 13-15, kaffi.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Á morgun
brids kl. 19.
Kvenfélag Kópavogs
vinnukvöld vegna basars
mánudag kl. 20, í
Hamraborg 10.
Safnaðarfélag Graf-
arvogskirkju. Fyrsti
fundur haustsins verður
mánudaginn l. október
kl. 20 í safnaðarsal Graf-
arvogskirkju. Jónína
Benediktsdóttir íþrótta-
fræðingur flytur erindið:
„Á eigin vegum?“
Ábyrgð einstaklinga á
eigin lífi. Kaffiveitingar.
Kvenfélag Garðabæjar
heldur fyrsta félagsfund
vetrarins á Garðaholti,
þriðjudaginn 2. okt kl.
19:30. Munið að tilkynna
þátttöku í síðasta lagi
sunnudagskvöldið 30.
sept.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Mánudagur
kl. 9 leir , kl. 9:45 boccia,
kl. 11:15 leikfimi, kl. 13
leikfimi og glerskurður.
Leshringur Bókasafni
Garðabæjar kl. 10:30,
tölvunámskeið kl. 15:10,
Þriðjudagur kl. 9 vinnu-
hópur 1 í gleri, kl. 13
málun, 13:30 tréskurður,
13:30 spilað í Kirkju-
hvoli, brids, vist, lomber
og tafl. Miðvikudagur kl.
11:15 leikfimi, kl 13 leik-
fimi. Tölvunámskeið kl.
15:30. Bútasaumur kl.
16. Fimmtudagur kl.
9:45 Boccia, kl 10 ker-
amik. Snyrtinámskeið kl.
9. Spænska kl. 12:15.
Vinnuhópur 2 í gleri.
Spiladagur í Holtsbúð
fimmtudaginn 4.október
kl. 13:30. Leshringur á
Bókasafni Álftanesi
byrjar 10. okt. kl. 15.
Föstudagur:Japanskur
pennasaumur – nokkur
pláss laus. Upplýsingar í
S: 565 6622 e. hádegi sjá
www.fag.is.
Kvenfélag Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði.
Fyrsti fundur vetrarins
verður þriðjudaginn 2.
október í Safnaðarheim-
ilinu, Linnetstíg 6, kl.
20:30.
Kvenfélag Seljasóknar
heldur fyrsta fund
haustsins 2. okt kl 20. í
Seljakirkju.Tískusýning
o.fl.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar. Fundur verður
þriðjudaginn 2. október
kl. 20 í safnaðarheim-
ilinu. Kynning á fatnaði
frá Friendtex.
F.E.B.K. Haustlitaferð.
Farið verður í haustlita-
ferð þriðjud. 2. okt. ef
veður leyfir. Farið frá
Gjábakka kl. 13 og Gull-
smára kl. 13:15. Boðið
upp á kaffi í ferðinni.
Þátttökulistar í Gjá-
bakka s: 554-3400 og
Gullsmára s: 564-5260.
Skráið ykkur sem fyrst.
Kvenfélag Laugar-
nessóknar, fyrsti fundur
vetrarins er á morgun 1.
okt. kl. 20 í safnaðar-
heimili kirkjunnar.
Dansk Kvindeklub,
heldur fund í Norræna
húsinu þriðjudaginn 2.
október kl. 20:30. Skoð-
aðar verða myndir úr 50
ára sögu klúbbsins. Allar
danskar konur velkomn-
ar.
Samvinnuferðir-
Landsýn. Vegna útkomu
skíðabæklings verður
haldinn kynning-
arfundur fimmtud. 4.
október á Kringlukránni
kl. 18.
Í dag er sunnudagur 30. sept-
ember, 273. dagur ársins 2001.
Orð dagsins: Auga þitt er lampi
líkamans. Þegar auga þitt er heilt,
þá er og allur líkami þinn bjartur,
en sé það spillt, þá er og líkami
þinn dimmur.
(Lúk. 11, 33.)
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 götumál, 4 vesældarbú-
skapur, 7 ávöxtur, 8
styrk, 9 tannstæði, 11
nabbi,13 skjóla, 14 bjarta,
15 bjarndýrshíði, 17
munnur, 20 borða, 22
hnappur, 23 afkvæmi, 24
hvalaafurð, 25 lifir.
LÓÐRÉTT:
1 skjögra, 2 ímugustur, 3
hlaupalag, 4 stirð af elli,
5 æðarfugl, 6 brengla, 10
fráleitt, 12 flýtir, 13 flík,
15 stykki, 16 slagbrand-
urinn, 18 votur, 19 sér
eftir, 20 hlífi, 21 tómt.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 rummungur, 8 lóðar, 9 fæðir, 10 inn, 11 tíran,
13 aurum, 15 stúfs,18 Eddur, 21 lof, 22 gubba, 23 illum,
24 farkostur.
Lóðrétt: 2 urðar, 3 mærin, 4 nefna, 5 Urður, 6 slit, 7
gröm, 12 arf, 14 und,15 segl, 16 útbía, 17 slark, 18 efins,
19 dældu, 20 rúma.